Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Utanríkisráðherrarnir funda  Í samningaferlinu við ESB er gert ráð fyrir víðtæku samráði við íslenska hagsmunaaðila jafnóðum  „Lýðræðisstofa“ framkvæmi þjóðaratkvæðagreiðsluna og geti ógilt ef verulegir ágallar eru á henni Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FUNDUR utanríkisráðherra ESB-ríkja fer fram í Brussel í dag, en sá fundur er álitinn eini vettvangurinn sem getur í upphafi fjallað um aðildarumsókn Íslands. Hefur verið beðið eftir niðurstöðu fundarins síðustu daga og frekari vinna að umsóknarferl- inu ekki hreyfst mikið, samkvæmt heimildum. Ekki er því enn farið að skipa í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, né heldur í þá níu til tólf samningahópa sem starfa eiga undir samninganefndinni. Samninganefndin verður reyndar enn um- fangsmeiri. Samkvæmt áliti meirihluta utan- ríkismálanefndar Alþingis um umsóknina mun stór samráðshópur einnig starfa með henni, skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðilum. Þá verður sérstakur hópur um upplýsingamiðlun og fjölmiðlatengsl og enn annar sem starfar með nefndinni og samn- ingahópunum, skipaður lögfræðingum, hag- fræðingum og sérfræðingum í alþjóða- samskiptum. Þarf fólk með trúverðugleika Gert er ráð fyrir því að helstu hagsmuna- aðilar taki virkan þátt í samningagerðinni. Utanríkismálanefnd nefnir þar sérstaklega sjávarútveginn, landbúnaðinn og sveitar- félögin. Aðspurðir segja Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, að ekki hafi verið rætt við samtökin um form- lega aðkomu enn sem komið er. „Það hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa fólk með trúverðugleika í þessu og það fæst ekki, hvað sjávarútvegsmálin varðar, ef þar er eng- inn sem tengist sjávarútvegi,“ segir Friðrik. LÍÚ sé reiðubúið að taka þátt í vinnunni eins og eftir verði óskað, en undarlegt verði ef samningahópar verði skipaðir Evrópufræð- ingum með aðild á óskalistanum. „Við í landbúnaðinum bíðum nú fyrst af öllu viðbragða landbúnaðarráðherrans, um það hvernig hann hyggst ná fram þeim mark- miðum sem koma þarna fram um landbún- aðarmálin,“ segir Haraldur um álit meirihluta utanríkismálanefndar. Bændasamtökin verði tilbúin til álitsgjafar hverju sinni. „Mér sýnist á öllu að það þurfi virkilega að halda í höndina á þeim um hin einföldustu lögmál landbúnað- arins. Þeim veitir ekki af allri sérfræðiaðstoð okkar í þessu öllu saman,“ bætir hann við. Engin skýr svör fáist hins vegar í ráðuneytinu um hvernig eigi að haga þessum málum. MEÐ því að samþykkja Icesave- samninginn myndi Alþingi leysa tryggingasjóð innstæðueigenda í Bretlandi (FSCS) undan lögformlegri ábyrgð á einhliða ákvörðunum sínum. Kemur þetta fram í umsögn, sem Gunnar Tómasson hagfræðingur hef- ur sent þingmönnum. Í henni segir að þetta kunni að út- skýra af hverju breskum stjórnvöld- um sé svo umhugað um að Íslending- ar samþykki samninginn án breytinga eða marktækra fyrirvara. Telur Gunnar að af orðalagi samn- ingsins megi ráða að bresk stjórnvöld telji að íslenski tryggingasjóðurinn hafi borið aðalábyrgð á greiðslum til innstæðueigenda í Icesave. Þar af leiði að einhliða ákvarðanir FSCS varðandi meðferð, mat og greiðslu krafna innstæðu- eigenda án sam- þykkis íslenska sjóðsins séu alfarið teknar á ábyrgð þess breska. Í þeirri grein laga um innstæðu- tryggingar, sem vísað sé til í samn- ingnum, segir Gunnar að engin ákvæði sé að finna um hvenær ís- lenska tryggingasjóðnum beri að inna af hendi greiðslur til innstæðueig- enda. Í samningnum sé hins vegar vísað í minnisblað (Memorandum of Understanding) frá árinu 2006, milli breska og íslenska sjóðsins, og sagt að íslenski sjóðurinn hafi ekki brugð- ist við í samræmi við það. Því hafi breski sjóðurinn hafist handa, ein- hliða, við mat og greiðslu krafna til innstæðueigenda. Að lokum sé í samningnum ákvæði, sem feli það í sér að íslenski sjóðurinn ábyrgist greiðslur sem FSCS hafi þegar innt af hendi. Greiðslur, sem Gunnar telur að hafi verið alfarið á ábyrgð breska sjóðsins og ekki lög- formlega bindandi fyrir þann ís- lenska. bjarni@mbl.is Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð Gunnar Tómasson „AUÐVITAÐ verður enginn frestur eða töf á því, enda hefur Alþingi talað,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, for- maður þingflokks Samfylkingar, um þá skoðun Jóns Bjarnason- ar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fresta beri aðildarviðræðum við ESB þar til betur stendur á og Íslendingar eru ekki beittir hótunum. „Að sjálf- sögðu höldum við áfram með um- sóknina eins og Alþingi hefur lagt á okkur að gera,“ segir Björgvin. Að vera í sátt við meirihlutann Aðspurður hvort hann sé sammála flokkssystur sinni, þingmanninum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, um að Jóni Bjarnasyni beri að segja af sér vilji hann ekki framfylgja sam- þykktum Alþingis, segir Björgvin: „Burtséð frá skoðunum einstakra þingmanna og ráðherra þá ber ríkis- stjórninni að framfylgja nýsam- þykktri þingsályktun um umsókn. Þingmenn og ráðherrar mega hafa þær skoðanir sem þeir vilja á málum svo lengi sem þeir eru sáttir við þann meirihluta sem þeir starfa í.“ Auðvitað ekki frest- un á ESB Björgvin G. Sigurðsson Alþingi hefur talað SOJASÓSUR úr þara og jurtate unnið úr birki, ætihvönn og fjallagrösum var meðal þess sem bauðst á útimarkaði Mosskóga í Mosfellsdal um helgina. Markaðurinn er nú haldinn tíunda sum- arið í röð. Gestir markaðarins gera grænmetinu jafnan góð skil; til að mynda rófum, rabarbara og radísum en sömuleiðis nýjum sem reyktum Þingvallasilungi. „Markaðurinn á laugardag tókst afar vel og fólk lét hellidembu á miðjum degi ekkert á sig fá,“ segir Birta Jóhannesdóttir sem stjórnar markaðnum sem haldinn verður hvern laugardag fram á haustið. sbs@mbl.is Útimarkaður í Mosfellsbæ haldinn tíunda sumarið í röð Rófur, rabarbari og radísur Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu er gert ráð fyrir nýrri Lýðræðisstofu, á vegum umboðsmanns Alþingis. Hún mun annast framkvæmdina, upplýs- ingagjöf og kynningu. Hún mun einnig ákveða orðalag spurningarinnar á kjörseðlinum, kjör- daginn og síðast en ekki síst taka við kærum. Hún mun geta ákveðið að eigin frumkvæði að rannsaka lögmæti at- kvæðagreiðslunnar og ógilda hana ef verulegur ágalli á framkvæmd hefur haft áhrif á niðurstöður. Þá mun hún geta ákveðið að hún fari aftur fram. Ákveður kjördaginn EINAR Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson óku hringveginn á bíl knúnum metani um helgina. Aldrei fyrr hefur hringvegurinn verið ekinn á bíl knúnum alíslensku eldsneyti. Tilgangurinn var að vekja athygli á mögu- leikum metansins, sem er innlend framleiðsla og þarf því ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri í. Metanbílar eru undanþegnir vörugjöldum og unnið er að því að bjóða almenningi að breyta bílum sínum svo þeir gangi fyrir metani. „Við notuðum um það bil sama magn og við hefðum notað af bens- íni. Þetta er nokkurn veginn sama eyðsla, en helmingi ódýrara,“ segir Ómar. „Þetta var nákvæmlega ekk- ert öðruvísi en að keyra þetta á venjulegum bíl.“ Ódýrt Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fræðist um breytingarnar á vél bílsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óku hringinn á íslensku metani í fyrsta skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.