Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is HUNDRUÐ milljóna sitja föst í erlendum bönkum sem neita að láta þau af hendi. Stærst- ur hluti upphæðarinnar situr hjá Fortis-banka í Belgíu sem segist vera í fullum rétti til að halda þeim eftir vegna skulda gömlu íslensku bank- anna. Skilanefnd Landsbanka Íslands hyggst senda bréf til allra þeirra sem telja sig eiga greiðslur hjá Fortis-banka, sem og til greiðenda og ann- arra sem að málinu koma. Í bréfinu er rakinn samskiptaferill Fortis og Landsbankans og hlutaðeigendum bent á að hafa samband við belgíska fjármálaeftirlitið ef þeir telja starfs- hætti Fortis óviðunandi. Fortis tók áfram við greiðslum Forsaga málsins er sú að í hruninu í haust voru allir erlendir bankar beðnir að hætta pen- ingasendingum. Fjölmargar sendingar voru þá í gangi. Landsbanki Íslands hafði aðalevru- reikning sinn hjá Fortis-banka í Belgíu og fóru því í gegnum hann umtalsverðar fjárhæðir á degi hverjum. Fortis staðfesti viðtöku fyr- irmæla um að hætta að senda greiðslur á Landsbanka en senda þær þess í stað á Nýja Landsbanka eða Seðlabanka Íslands, eða skila þeim til greiðenda. Hlítti Fortis fyrirmælunum fyrst í stað. Það sama gildir um nokkra aðra banka. Kvartanir fóru hins vegar að berast Lands- bankanum um að viðskiptavinir bankans sökn- uðu greiðslna. Fengu þeir að vita hjá greiðend- um að Fortis væri búinn að staðfesta að hafa móttekið greiðsluna. Hins vegar væri Lands- banki Íslands einnig búinn að fá hana og því væri það Landsbankans að greiða upphæðina. Fortis neitar hins vegar Landsbankanum um að færa fjárhæðir út af reikningi sínum. Þeir taka þannig við evrugreiðslum en koma þeim ekki áfram. Fjárhæðin sem Fortis í Belgíu situr þannig á nemur nú hundruðum milljóna yfir- reiknað í íslenskar krónur. Aðgerðirnar ólögmætar Viðtakendur greiðslnanna hér heima eru fjöl- margir, aðallega einstaklingar, sem áttu von á lægri upphæðum. Stærstur hluti fjárhæð- arinnar tilheyrir hins vegar fyrirtækjum. Ástæða þess að Fortis heldur greiðslunni eftir er yfirdráttur sem myndaðist á evrureikningi Landsbankans. Skilanefnd LBÍ telur aðgerðir Fortis ólög- mætar, þarna haldi þeir eftir fjárhæðum sem séu í eign þriðja aðila. Í evrópskri löggjöf sé að auki fjallað sérstaklega um skyldur banka til þess að koma greiðslum tafarlaust og skilyrð- islaust áfram (straight-through processing) og mun löggjöf sem von er á í nóvember kveða jafnvel enn skýrar á um þetta. Belgíski bankinn vitnar hins vegar í belgísk lög sér til stuðnings. Þeir hafi uppfyllt sínar skyldur samkvæmt fyr- irmælum viðskiptavina með því að færa um- ræddar greiðslur inn á reikning LBÍ. Þrátt fyr- ir ítrekaðar beiðnir skilanefndar heldur Fortis athæfinu áfram og þykir nefndinni ljóst að greiðslunum verði ekki skilað. Frá því í haust hefur teymi innan LBÍ unnið Morgunblaðið/Árni Sæberg Deilt um fé Skilanefnd Landsbankans telur aðgerðir Fortis vera ólögmætar. Sitja á hundruðum milljóna  Fortis-banki í Belgíu segist vera í fullum rétti til að halda fé eftir vegna skulda gömlu íslensku bankanna  Stærsti hlutinn tilheyrir fyrirtækjum BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja mun ráðast í töluverðar fram- kvæmdir á næstu þremur árum, sem alls munu nema um 1.750 milljónum króna. Kom þetta fram í ræðu bæj- arstjórans, Elliða Vignissonar, á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Greint er frá henni á fréttavefnum Eyjar.is. Sagði Elliði að Vestmanna- eyjabær yrði að gera ráð fyrir því að framlög frá ríkinu drægjust saman á næstunni. Hins vegar stæði Vestmannaeyjabær nokkuð vel að vígi, svo fremi sem gætt væri að- halds í rekstri. Á þenslutímum hefði lítið verið um opinberar framkvæmdir í bæj- arfélaginu heldur hefði áhersla frekar verið lögð á að hagræða í rekstri og greiða niður lán. Það gæfi Vestmannaeyingum færi á að framkvæma nú þegar þörfin fyrir þátttöku hins opinbera væri meiri. Framkvæmdir væu áætlaðar við stórskipahöfn upp á 480 milljónir króna og endurbyggingu upptöku- mannvirkis hafnarinnar upp á 327 milljónir. Þá væri einnig ráðgert að halda áfram uppbyggingu í miðbæ bæjarins og fegrun hans, byggingu menningarhúsa, byggingu fjölnota íþróttahúss og uppbyggingu í mál- efnum aldraðra. Alls væri gert ráð fyrir opinberum framkvæmdum til ársins 2012 fyrir um 1.750 milljónir króna. bjarni@mbl.is Segir færi til framkvæmda í Vestmannaeyjum Elliði Vignisson Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja í annað sinn svokallað Micro- soft-gengi á krónunni, en samkvæmt því miðast viðskipti íslenskra fyrir- tækja og almennings við Microsoft við að gengi evrunnar sé lægra en á markaði. „Frá því í janúar hafa viðskiptin verið reiknuð út frá því að gengi evr- unnar sé 120, en næstu sex mánuði verður miðað við gengið 130,“ segir Halldór Jörgensson, forstjóri Micro- soft á Íslandi. Ætti ekki að koma á óvart „Upphaflegar áætlanir okkar um gengisþróun íslensku krónunnar hafa ekki gengið eftir og við verðum að tryggja okkur fyrir því að hún haldist áfram svona lág. Við höfðum gert ráð fyrir því að gengisvísitalan yrði um 200 stig, en það hefur ekki haldist. Það ætti í raun ekki að koma neinum á óvart að Microsoft-gengið hækki, en það er enn sem fyrr mun lægra en markaðsgengi.“ Segir hann að allt frá því í janúar hafi viðskiptavinir Microsoft samtals sparað um einn milljarð króna. „Þeg- ar erlendur gjaldeyrir er jafndýr- mætur og raun ber vitni þá munar um þetta.“ Microsoft ber kostnaðinn af gengismuninum, en Halldór segir að hann sé þess virði. „Við höfum tekið þá stefnu að það sé betra að taka á okkur tap til skamms tíma í stað þess að tapa viðskiptum. Þetta er mikilvægur þáttur í því að halda viðskiptum á Íslandi og halda sam- bandi við viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Við lítum með öðrum orðum svo á að við högnumst á Microsoft-genginu. Hagnaður við- skiptavina okkar er ótvíræður.“ Gengi evrunnar er nú um 180 krónur, en var um 145 krónur í mars, þegar ákveðið var að framlengja Microsoft-gengið í fyrsta sinn. Viðskiptavinir hafa sparað milljarð Svokallað Microsoft-gengi á evru framlengt um sex mánuði Morgunblaðið/Golli Króna Halldór segir þróun gengis hafa verið verri en búist var við. Ástæða þess að Fortis heldur eftir greiðsl- unni er yfirdráttur sem myndaðist á evru- reikningi Landsbankans. Yfir nótt fór reikn- ingurinn í mikinn mínus en myntarreikningar bankanna voru að jafnaði stemmdir af daglega þannig að staða þeirra væri á núlli. Þegar greiðslur fóru hins vegar að beinast til slitastjórnar bank- ans eða NBI stóð Fortis eftir með reikning í mínus. Landsbanki Íslands hf. er í innköll- unarferli og því væri eðlilegt að Fortis lýsti formlega kröfum sínum fyrir slitastjórn bankans sem myndi síðan taka afstöðu til kröfunnar. Þetta hafa flestir aðrir bankar gert. Fortis, hins vegar, safnar öllum greiðslum sem honum berast og ættu að fara til Nýja Landsbanka eða slitastjórn- arinnar og setur þær þess í stað á evru- reikning LBÍ og lækkar þannig yfirdrátt LBÍ, sér til hagsbóta. Í mínus yfir nótt Frá því í haust hefur teymi innan LBÍ unnið að því að fá Fortis til þess að skila greiðsl- unum, án árangurs. Nýi Landsbanki er einnig með málið til skoðunar þar sem vilji er þar fyrir hendi til þess að leysa málin á sem farsælastan hátt fyrir viðskiptavini bankans. NBI skoðar málið líka að því í samstarfi við NBÍ að fá Fortis til þess að skila greiðslunum, án árangurs. Aðrir bankar sem hafa farið að fordæmi Fortis hafa hins veg- ar langflestir orðið við tilmælum nefndarinnar. Talið er að um 90% greiðslna sem sitja fastar á þennan hátt séu hjá Fortis í Belgíu. Bréf nefnd- arinnar verður sent víða og vonast hún til þess að það verði til þess að hreyfa við Fortis og þeir skili peningunum. Telur hún að það sé ekki meira sem nefndin geti gert í málinu. Það liggi fyrir að nauðsynlegt sé að leita til erlendra lög- fræðistofa svo hægt sé að ganga í málið í Belg- íu. LBÍ hafi ekki burði til þess að standa undir þeim kostnaði sem slíkt hefði í för með sér og ennfremur sé LBÍ ekki beinn aðili að málinu. Nefndin bindur því vonir við að þeir aðilar sem hafi mikilla hagsmuna að gæta fari í málið með þessum hætti. Telur hún raunar að einhverjir hafi þegar haft samband við erlenda lögfræð- inga. Í lok bréfsins bendir LBÍ svo þeim hags- munaaðilum sem telja framferði Fortis óvið- unandi á að hafa samband við belgíska fjármálaeftirlitið. Þar til Fortis skiptir um skoð- un sitja hins vegar íslensku viðtakendurnir eftir með sárt ennið. TÆPLEGA 50 sjálfboðaliðar gengu í gær strandlengjuna frá Reykjum í Hrútafirði að Sigríðarstaðaósi við Vatnsnes í árlegri selatalningu Selaset- urs Íslands á Hvammstanga. Þetta er í þriðja sinn sem þessi selatalning fer fram en hún er talin geta gefið ágæta mynd af ástandi selastofnsins þegar nokkurra ára samanburður liggur fyrir, að sögn Hrafnhildar Ýrar Val- garðsdóttur, forstöðumanns Selasetursins. Ströndin sem gengin var er alls um 100 km og í talningunni á síðasta ári voru selirnir sem þar sáust alls 1.124. Tölur frá í gær liggja enn ekki fyrir. Mogunblaðið / Karl Á. Sigurgeirsson Á selaslóð Talningamenn bera saman bækur sínar . Fimmtíu töldu seli á Vatnsnesinu nyrðra UM verslunarmannahelgina verður haldin sýningin Lýðveldið við fjörð- inn í Kvenna- bragganum á Eyri í Ing- ólfsfirði á Ströndum, sem er yf- irgefin ver- búð. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 1. ágúst kl. 14 og verður opin 1. og 2. ágúst kl. 14-19. Sýningin er hluti af þríþættu sýn- ingarverkefni sem hverfist um hug- myndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýn- ingarstaða. Einungis verður sýnt þessa tvo daga og aðgangur er ókeypis. Lýðveldið við fjörðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.