Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 Jarðfræði í Elliðaár- dal ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 46 31 1 05 /0 9 • Með notkun hitaveitu í stað olíu til húshitunar er losun mengandi efna í andrúmsloftið hverfandi lítil. www.or.is Þriðjudagskvöldið 28. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunn- laugssonar jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19.30. Svavar Gestsson er sendiherra Ís-lands í Kaupmannahöfn.     Svavar Gestsson fór fyrir samn-inganefnd Íslands í viðræðun- um við Breta og Hollendinga um Icesave-málið.     Nú stendurSvavar Gestsson í póli- tískum deilum vegna gagnrýn- innar á samning- inn, sem hann gerði um Icesave.     Svavar svarar fyrir sig í viðtölumog greinum.     Hann vændi embættismenn Seðla-bankans um að vera komna „í pólitískan málflutning“.     En vitaskuld er hann sjálfur emb-ættismaður, sem kominn er í pólitískan málflutning.     Það getur farið illa saman að verastjórnarerindreki og standa í pólitísku ati.     Sendiherrar standa sjaldnast ípólitísku ati þótt vitaskuld þurfi þeir að ganga erinda ríkja sinna á erlendri grundu.     En þeir standa ekki í pólitískumdeilum innan lands.     Þeir halda sig fyrir utan slíkardeilur.     Svo notað sé varfærnislegt orða-lag diplómatans má segja að ekki sé ólíklegt að kollegum Svav- ars í utanríkisþjónustunni þyki hann hafa komið sér í óþægilega stöðu, sem ekki samræmist störfum sendiherra. Svavar Gestsson Diplómati í pólitík Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 rigning Lúxemborg 24 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt Bolungarvík 11 alskýjað Brussel 24 skýjað Madríd 36 heiðskírt Akureyri 14 skýjað Dublin 18 skýjað Barcelona 27 heiðskírt Egilsstaðir 13 léttskýjað Glasgow 19 skýjað Mallorca 30 upplýsingar bárus Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað London 20 léttskýjað Róm 32 léttskýjað Nuuk 5 alskýjað París 26 heiðskírt Aþena 35 heiðskírt Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 23 heiðskírt Winnipeg 12 skýjað Ósló 18 skýjað Hamborg 20 skýjað Montreal 20 alskýjað Kaupmannahöfn 19 skýjað Berlín 22 heiðskírt New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 20 léttskýjað Vín 24 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Helsinki 20 léttskýjað Moskva 24 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.59 0,4 10.13 3,7 16.19 0,6 22.32 3,6 4:20 22:49 ÍSAFJÖRÐUR 6.05 0,3 12.11 2,1 18.25 0,5 3:59 23:20 SIGLUFJÖRÐUR 2.22 1,4 8.28 0,1 14.53 1,3 20.35 0,2 3:42 23:04 DJÚPIVOGUR 1.01 0,5 7.07 2,2 13.27 0,4 19.32 2,0 3:43 22:25 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðaustan 8-13 m/s á Vest- fjörðum, en annars 3-8. Rigning eða súld víða um land, en skúr- ir SV-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast SV-lands. Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag Norðlægar áttir og fremur vætusamt, en skúrir SV-til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SV-lands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning á Norður- og Austur- landi, en annars þurrt að kalla. Hiti víða 7 til 13 stig, en allt að 18 stigum suðvestanlands. Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Franskir dagar voru haldnir í fjórtánda sinn á Fá- skrúðsfirði nú um helgina. Hófust þeir á fimmtudag með sjósundi í ósnum, sem svo var kallaður, en þar var kennt sund áður en sundlaug var byggð á staðnum 1948. Sól og blíða settu svip sinn á hátíð- ina og lögðu bæði brottfluttir og gestir frá nágrannabyggðarlögum leið sína til Fáskrúðsfjarðar. Á Búðagrund var kveiktur varðeldur og sunginn brekkusöngur á föstu- dag. Á laugardag var að venju farið í franska grafreitinn þar sem séra Gunnlaugur Stefánsson flutti bæn, og þá fluttu bæjarstjóri Fjarðar- byggðar og fulltrúi bæjarstjórans í Gravelines ávörp. Fulltrúar eldri sjómanna í Gravelines settu niður tvo krossa með táknrænum hætti, en félagið hafði gefið krossa á leiði þeirra sem í garðinum hvíla. Frá krossunum var svo haldið að hátíðarsvæðinu í bænum þar sem margt var til skemmtunar, t.a.m. fjölmargar sýningar, og þá var stig- inn dans í félagsheimilinu Skrúð fram á nótt. Sú nýbreytni var líka tekin upp að bænum var skipt í hverfi með mismunandi litum, þar sem fólk kom saman og grillaði og spjallaði, klætt þeim lit sem hverfið var í. Brekkusöngur og sjósund á Fáskrúðsfirði Fjöldi gesta á frönskum dögum sem nú voru haldnir í fjórtánda sinn Morgunblaðið/Albert Kemp Viðhöfn Fulltrúar sjómanna í Gravelines settu krossana niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.