Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is V öxtur bankakerfisins var svo mikill og hrað- ur að erfitt, ef ekki ómögulegt, var að koma í veg fyrir hrunið sem varð síðasta haust, að mati Gunnars Andersen, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, FME. „Það er rétt að fjárframlög til FME fylgdu ekki vexti bankakerf- isins og eflaust hefði það hjálpað til ef svo hefði verið. Vandinn var hins veg- ar sá hve hraður vöxtur bankanna var. Þegar FME fór í úttektir á til- teknu fjármálafyrirtæki var það kannski orðið tvöfalt stærra þegar úttektinni lauk. Kannski voru þessar úttektir of ítarlegar, en meginatriðið er að vöxturinn var gríðarlegur og erfitt fyrir eftirlitið að halda í við hann.“ Stór svikamylla Bendir Gunnar á að í bandarískum lögum um sparisjóði sé tekið fram að einstakur sparisjóður megi ekki vaxa um meira en 25% á ári. „Sé vöxtur viðskiptabanka hraðari en það er það merki um að líklega sé ekki allt með felldu í rekstri hans. Getur banda- ríska fjármálaeftirlitið þá gripið inn í eða jafnvel lokað bankanum í alvar- legustu tilfellunum. Þessar reglur voru lögfestar í Bandaríkjunum eftir að sparisjóðakerfið þar hrundi á of- anverðum níunda áratugnum.“ Segir hann að mjög ör vöxtur banka sé ein- kenni bólumyndunar. „Svona hraður vöxtur er, eins og við komumst að sjálf, merki um bólumyndun, slakari kröfur í útlánum og fleira sem getur haft alvarleg áhrif á stöðugleika fjár- málakerfisins alls. Stjórnendur bank- ans eru þá gjarnan að eltast við bón- usgreiðslur og breyta bankanum í stóra svikamyllu.“ Telur hann heppilegt að slíkar tak- markanir á vöxt banka verði lögfest- ar hér á landi. „Við sáum hvað gerðist hér. Einn bankinn óx um 90% á ári, þrjú ár í röð. Gæði útlána hrapa í svona örum vexti, eins og áður segir. Meiri og hraðari framlög til FME hefðu hjálpað til, en ég held að þessi öri vöxtur og hrörnun gæða útlána hafi gert hrunið óhjákvæmilegt.“ Þá segir hann að fleira hafi gert starf FME erfiðara. „Starfs- mannavelta hjá eftirlitinu var mjög mikil á þessum tíma. Var því erfitt að viðhalda þekkingu og reynslu innan stofnunarinnar og þá fór náttúrlega mikill tími og peningur í að þjálfa stöðugt upp nýtt starfsfólk.“ Hættumerki árið 2005 Gunnar segir að erfitt sé fyrir hann að tjá sig mikið um störf FME fyrir hans tíma. „Hins vegar má ekki gleyma því að hrunið átti sér langan aðdraganda. Eflaust hefði mátt gagnrýna bankana meira en gert var, því það voru að mínu mati augljós merki um að ekki væri allt með felldu. Eftirlitið og bankarnir hefðu líka mátt hlusta af meiri auðmýkt á þá gagnrýni sem kom frá erlendum greiningardeildum vorið 2006. Svo voru aðrir, ég þar á meðal, sem töldu sig sjá hættumerki strax árið 2005. Fasteignabólan hófst hér á landi árið 2004 og var vöxtur hennar mjög hraður árin 2005 og 2006.“ Gunnar segir að bankarnir hafi, að því er hann best veit, alltaf veitt FME þær upplýsingar, sem beðið var um. „Svo er spurning um gæði upplýsinganna, sem fengust. Árs- reikningar sýna ekki endilega rétta mynd af rekstri banka þegar gæði út- lánanna versna. Bókfært virði útlána sýnir við þær aðstæður ekki rétta stöðu á efnahagsreikningnum. Þá vaknar líka spurning um hlutverk endurskoðenda. Ég set stórt spurn- ingamerki við þá mynd sem ársreikn- ingar bankanna gáfu hverju sinni hin síðustu ár. Full þörf var á því að kafa dýpra í rekstur bankanna og útlána- söfn þeirra. Áhættustýring og útlána- eftirlit bankanna brugðust gjör- samlega hvað þetta varðar. Hvar voru regluverðir og innri endurskoð- endur?“ Gunnar segist ekki telja að það hafi verið mistök að aðskilja eftirlits- hlutverk Seðlabankans og Fjármála- eftirlits. „Seðlabankinn hugsar um stóru myndina og fylgist með heil- brigði fjármálakerfisins í heild sinni og fjármálastöðugleika. Við fylgjumst svo með einstökum fjármálafyr- irtækjum. Þetta eru ekki sömu áherslurnar. Það sem er nauðsynlegt er að samskipti á milli stofnananna tveggja séu stöðug og góð og að þær vinni vel saman. Ég get illa tjáð mig um það hvernig samskipin voru fyrir mína tíð, en þau eru afar góð núna. Við fundum saman í enduruppbygg- ingarnefnd svokallaðri nokkrum sinnum í viku og sitja í henni m.a. fulltrúar fjármála-, viðskipta- og for- sætisráðuneytis.“ Áhættustýringin klikkaði Hvað varðar rannsóknarheimildir sem Fjármálaeftirlitinu eru fengnar með lögum segir Gunnar að þar megi ýmislegt laga. „Fjármálaeftirlitið skortir meiri heimildir til að skoða og fylgjast með starfsháttum og verk- lagsreglum og sérstaklega vantar betri eftirlitsúrræði hvað slæma við- skipta- og stjórnunarhætti snertir. Þá gætum við betur skoðað lán til eig- enda og fyrirtækja sem tengjast þeim og til aðila með skerta greiðslugetu. Væri það mjög til bóta ef eftirlitið gæti skoðað þessa viðskiptahætti og gripið inn í ef þörf þætti á. Sama á við um hæfi stjórnenda fyrirtækjanna og áhættustýringu, sem klikkaði alger- lega hjá bönkunum.“ Segir hann að Fjármálaeftirlitið vinni nú í úttekt á áhættustýringu í öllum bönkunum þremur. „Við feng- um ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wym- an til að kortleggja gallana í áhættu- stýringunni og svo er ætlunin að gera samning við bankana um úrbætur. Í þeim samningi væri tiltekið hve lang- an tíma bankarnir hefðu til að inn- leiða breytingarnar. Við munum svo fylgjast með framvindunni.“ Gunnar segir að hugsanleg aðkoma erlendra eigenda að bönkunum geti haft bæði jákvæðar og neikvæðar af- leiðingar. „Þarna koma nokkrir stórir erlendir bankar að. Þeir vilja fá eitt- hvað fyrir sinn snúð þannig að þeir hafa hagsmuni af því að bankarnir verði vel reknir. Vonandi batnar að- gangur að erlendu lánsfé með að- komu þessara aðila og þá gætu þeir miðlað sinni reynslu og þekkingu inn í bankana. Við vitum hins vegar ekki núna hversu virkir þeir verða sem eigendur.“ Segir Gunnar að erlendi kröfuhafa- hópurinn sé stór og í honum séu kannski sumir sem hafi skammtíma- sjónarmið, sem ekki fari saman við hagsmuni fjármálakerfisins. „Því verður að sníða samkomulagið við er- lendu aðilana þannig að bankakerfið verði stöðugt.“ Lifðu á hnífsegg Að lokinni endurfjármögnun bank- anna mun FME gefa út heilbrigð- isvottorð á þá. Hefur eftirlitið gert þá kröfu að eiginfjárhlutfall þeirra verði um 16%, miðað við viðskiptaáætlanir þær sem kynntar voru áður en sam- komulag náðist við kröfuhafa. Hugs- anlega verða gerðar einhverjar breytingar á þessum viðskiptaáætl- unum og mun FME þá skoða þær sérstaklega í því ljósi. „Lögbundið lágmark er 8%, en við teljum að meira þurfi til. Við höfum lagt til að hlutfall eiginfjárþáttar A verði 12% og B-þáttar 4%, eða samtals 16%. Þegar er búið að afskrifa heilmikið af útlánum bankanna, en enn er mikil óvissa og eykst óvissan eftir því sem efnahagslægðin verður lengri. Þess vegna viljum við hafa hlutfallið svona hátt. Bankarnir verða að geta tekið á sig hugsanleg áföll vegna frekari af- skrifta.“ Gunnar segist ekki búast við því að vöxtur fjármálageirans undanfarin ár endurtaki sig í nánustu framtíð. „Slík þróun væri mjög óæskileg. Þessi gríðarlegi vöxtur var bara loftbóla. Inn í bankakerfið streymdi ódýrt er- lent fjármagn og fjöldamörg fyr- irtæki skuldsettu allt í botn. Þessi fyrirtæki fóru í yfirtökur og annan ytri vöxt og var hann fjármagnaður með lántökum og oft greiddu menn allt of hátt verð fyrir þær eignir, sem keyptar voru. Fyrirtækin lifðu og hrærðust á hnífsegg og gátu ekki þol- að nein áföll. Bankarnir, sem veittu þeim þessi lán, voru því í mjög erfiðri stöðu um leið og niðursveiflan hófst. “ Hrunið nær óumflýjanlegt  Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur rétt að lögfesta takmarkanir á því hve hratt bankar megi vaxa  Vill hann setja á stofn sérstaka deild utan um rannsóknarreikningsskil Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhætta Gunnar Andersen segir ljóst að áhættustýring viðskiptabankanna hafi ekki virkað sem skyldi fyrir hrun. Gunnar segist hafa verið að skoða hvernig styrkja mætti starfsemi Fjármálaeftirlitsins. „Við höfum ákveðið að stofna sérstaka rannsóknarreiknings- skiladeild (e. forensic account- ing). Starf deildarinnar fælist í að kafa mjög djúpt í bókhald og reikninga fjármálafyrirtækja, mörg ár aftur í tímann. Deildin mun einnig kafa ofan í verklag, innra eftirlit og stjórnunarhætti, tengja mörg ár saman og skoða hlutina í þróunarsamhengi, en ekki bara stöðuna eins og hún er á einum tímapunkti. Markmiðið væri að deildin ynni gögn beint upp í hendurnar á dómara. Mér finnst svona deild vanta í eftirlitið núna og þar sem við munum vera að vinna í mörg- um slíkum málum næstu ár er slík deild nauðsynleg.“ Segir hann að starfsmönnum eftirlitsins hafi ekki fjölgað mik- ið frá því að hann tók við. „Við erum um sjötíu talsins núna og hafa tveir til þrír bæst við ný- lega. Hins vegar tel ég að fjölga þurfi starfsmönnum, tímabund- ið að minnsta kosti.“ Starfið segir Gunnar annars mjög áhugavert og spennandi. „Verkefnin eru mörg og þau eru bæði spennandi og krefjandi. Starfsfólk eftirlitsins er mjög gott og kom það mér í raun á óvart þegar ég kom hingað hvað starfsandinn var góður. Ég hafði jafnvel búist við því að andinn væri mjög þungur eftir allt sem á undan var gengið, en sem bet- ur fer reyndist sá ótti ástæðu- laus.“ Ný rannsóknardeild GUNNAR segir að til rannsóknar séu hjá eftirlitinu vel á annan tug mála er tengjast hugsanlegum brotum á lögum um gjaldeyrisviðskipti. „Við vorum með átta mál til rannsóknar, en þau hafa undið upp á sig og eru nú orðin mun fleiri. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru mjög háar, en samtals erum við að tala um tugi milljarða króna. Menn eru mjög hug- myndaríkir þegar kemur að því að fara framhjá þessum lögum. Það er náttúrlega slæmt að fólk skuli nota hugmyndaflugið með þessum hætti en ekki í eitthvað uppbyggilegra.“ Segir hann að mjög erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir brot af þessu tagi, en hægt sé að draga úr þeim. „Í rannsóknunum og refsingum felst ákveðinn fælingarmáttur. Hins vegar er mjög erfitt að vinna þessi mál. Slóðin getur verið mjög löng og farið í gegnum fjölda milliliða. Þetta er nánast eins og með eiturlyfjasmygl, að því leyti að erfitt er að koma alveg í veg fyrir þessi viðskipti.“ Lögum um gjaldeyrisviðskipti var nýlega breytt og FME færðar víðtæk- ari rannsóknarheimildir. „Ég tel að núna séum við komin með þau tæki sem við þurfum til að rannsaka málin, eins og sakir standa í augnablikinu að minnsta kosti.“ Hleypur á tugum milljarða króna Morgunblaðið/Kristinn Bóla Gunnar segir merki bólumyndunar hafi mátt sjá strax árið 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.