Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 3ja herbergja 93 fm íbúð við Laugarásveg. Stórar svalir með miklu útsýni. Stutt í alla þjónustu og Laugardalurinn innan seilingar. Laus strax. Upplýsingar í síma: 892 0160 Laugarásvegur til sölu Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is KANADÍSKIR sérfræðingar í ör- yggismálum hafa vaxandi áhyggjur af hugsanlegum átökum á norður- slóðum vegna aukins hernaðarvið- búnaðar nokkurra ríkja, nú síðast áforma Dana um stofna sérstaka heimskautaherdeild, að sögn frétta- stofunnar Canadian Press í gær. Dönsk stjórnvöld birtu í vikunni sem leið varnarmálaskýrslu þar sem lagt er til að aukin áhersla verði lögð á að efla danska herinn á norðurslóð- um. Stofnuð verði heimskautsher- deild með sérstaka yfirstjórn sem fái tæki og mannafla frá land-, sjó- og flugher Danmerkur. M.a. er gert ráð fyrir því að herdeildinni verði séð fyrir þyrlum á herskipum sem hægt verði að nota til að flytja hermenn hvert sem er á yfirráðasvæði Dana. Talað um samstarf Áður höfðu Rússar, Norðmenn, Svíar og Kanadamenn gert ráðstaf- anir til að auka hernaðarviðbúnað sinn á norðurslóðum vegna bráðnun- ar íssins sem gæti leitt til deilna um nýtingu auðlinda. Norðmenn ákváðu t.a.m. að kaupa 48 orrustuþotur af gerðinni Lockheed F-35 vegna þess m.a. að þær þykja henta vel til eft- irlitsferða á norðurslóðum. Canadian Press hefur eftir sér- fræðingunum að þeir hafi áhyggjur af því að hernaðaruppbyggingin leiði til vaxandi spennu og hættu á átök- um. Stjórnmálamennirnir tali oft um þörfina á auknu samstarfi á norður- slóðum en í verki leggi þeir áherslu á aukinn hernaðarviðbúnað. „Norrænu ríkin hafa sýnt hvernig þetta verður,“ sagði einn þeirra, Rob Huebert. „Þau munu tala um sam- starf en búa sig undir að allt fari á versta veg.“ Vara við átökum í norðri Kanadískir sérfræðingar í öryggismálum hafa áhyggjur af auknum hernaðarvið- búnaði á norðurslóðum, m.a. af áformum Dana um sérstaka heimskautsherdeild Hervæðing Danir ætla m.a. að stækka herstöð sína á Grænlandi. FILIPPSEYINGUR ýtir farþegum á heimasmíð- uðum sporvagni í Manila, höfuðborg Filippseyja. Sporvagninn er fótknúinn og búinn til úr léttu efni, til dæmis bambusreyr. Auðvelt er færa vagninn af brautarteinunum þegar járnbraut- arlest nálgast. Ferðin með fótknúna vagninum kostar yf- irleitt um 6-10 pesóa, eða sem svarar 16-26 krón- um, eftir því hversu löng hún er. Reuters FERÐAST Á FÓTKNÚNUM SPORVAGNI Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BANDARÍSK stjórnvöld leggja nú kapp á að blása lífi í friðarumleit- anirnar í Mið-Austurlöndum og ósk- uðu í gær eftir „fullu samstarfi“ við Sýrlendinga í þeim efnum. George Mitchell, sendimaður Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, ræddi í gær við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Mitchell kvaðst hafa átt „einlægar og uppbyggilegar viðræður“ við Assad með það fyrir augum að stuðla að friðarviðræðum milli Sýr- lendinga og Ísraela og bættum sam- skiptum Bandaríkjanna og Sýr- lands. Sýrlendingar áhrifamiklir Samskipti landanna tveggja voru stirð í forsetatíð George W. Bush en þau hafa batnað síðan Obama varð forseti. Sendiherra Bandaríkjanna í Damaskus var kallaður heim árið 2005 eftir morðið á Rafiz Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líb- anons, en Bandaríkjastjórn tilkynnti fyrir mánuði að nýr sendiherra yrði sendur til Sýrlands. Þetta er önnur heimsókn Mitch- ells til Damaskus frá því í júní og fréttaskýrendur segja að Sýrlend- ingar hafi tekið vel í sáttaumleitanir hans. Stjórnvöld í Sýrlandi eru mjög áhrifamikil í Mið-Austurlöndum vegna stuðnings þeirra við palest- ínsku samtökin Hamas og Hisboll- ah-samtökin í Líbanon og náinna tengsla Sýrlendinga og klerka- stjórnarinnar í Íran. Þetta varð til þess að stjórn Bush sniðgekk stjórn Sýrlands og rauf nánast öll tengsl við landið. Þótt enn sé langt í að stefnubreyting bandarískra stjórn- valda beri árangur virðist óvild síð- ustu ára heyra sögunni til. Á sama tíma og samskipti Sýr- lands og Bandaríkjanna batna gætir vaxandi spennu í samskiptum stjórnar Obama og Ísraela vegna þeirrar kröfu hennar að þeir stöðvi stækkun landtökubyggða gyðinga á Vesturbakkanum. Eftir viðræð- urnar í Damaskus fór Mitchell til Ísraels og ræddi deiluna um land- tökubyggðirnar við Ehud Barak, varnarmálaráðherra landsins. Mitchell ræðir í dag við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, og á morgun við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Roberts Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, fer einnig til Ísraels í dag til að ræða við Barak og Netanyahu. James Jones, þjóðarör- yggisráðgjafi Obama, fer til Ísraels á morgun. Mitchell sagði að Obama væri staðráðinn í að knýja fram samninga um varanlegan frið milli Ísraela og allra arabískra grannþjóða þeirra. Friðmælst við Assad Stjórn Obama leggur kapp á að bæta samskiptin við Sýrlendinga og knýja fram samninga um varanlegan frið milli Ísraela og allra arabískra grannþjóða þeirra Utanríkismálanefnd breska þings- ins birti í gær skýrslu þar sem hún hvetur bresku stjórnina til að hefja viðræður við hófsöm öfl í palest- ínsku samtökunum Hamas sem eru við völd á Gaza-svæðinu. Nefndin segir að sú stefna að snið- ganga Hamas-samtökin hafi lítinn árangur borið. Stjórnin hefur neitað að ræða við leiðtoga Hamas nema þeir verði við meginkröfum Kvartetts- ins svonefnda – Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna – um að hafna ofbeldi og viðurkenna til- vistarrétt Ísraelsríkis. Nefndin telur að erfitt verði að ná því markmiði Kvartettsins að stuðla að raunhæfum friðarvið- ræðum nema með samstarfi við hófsöm öfl í Hamas. Rætt verði við hófsöm öfl í Hamas 42 ÁRA kona frá Sómalíu og fimm dætur hennar á aldrinum eins til sextán ára fórust í eldsvoða í Stokk- hólmi um helgina í mannskæðasta bruna í Svíþjóð í rúm tíu ár. Sjötta dóttir konunnar er á sjúkahúsi vegna alvarlegra brunasára. Eldurinn blossaði upp á jarðhæð fjölbýlishúss í hverfi þar sem inn- flytjendur eru í meirihluta. Lög- reglan sagði að mæðgurnar hefðu ekki komist út úr byggingunni vegna mikils reyks og fundist í stigagangi hússins. Ekki var vitað um eldsupptökin en lögreglan kvaðst ekki telja að kveikt hefði verið í húsinu. Ým- islegt benti til þess að eldvörnum hefði verið ábótavant. Kona og fimm dætur fórust VIÐAMIKIL rannsókn á út- breiðslu hafíss milli Græn- lands og Sval- barða frá þrett- ándu öld bendir til þess að haf- ísinn hafi aldrei verið minni en nú. Greint er frá þessu á vef Niels Bohr-stofnunarinnar. Niðurstöðurnar byggjast m.a. á rannsóknum á ískjörnum, árhringj- um trjáa og skriflegum heimildum, m.a. íslenskum annálum þar sem skýrt er frá hafís við strendur Ís- lands. Ennfremur er stuðst við dag- bækur skipa sem vísindamennirnir segja að séu mjög nákvæmar heim- ildir og veiti upplýsingur um út- breiðslu hafíss frá 16. öld. Þótt hlýskeið hafi verið á norð- urslóðum á 12. öld komast vís- indamennirnir að þeirri niðurstöðu að hafísinn hafi aldrei verið minni en nú á 21. öldinni. Minnsti hafís í a.m.k. 800 ár NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, fékk aðsvif þegar hann var að skokka í París í gær og var flutt- ur með þyrlu á hersjúkrahús. Læknar sögðu að forsetanum liði vel en hann þyrfti að vera á sjúkra- húsinu yfir nóttina. Fréttastofan AFP hafði eftir að- stoðarmanni Sarkozy að veikindi forsetans væru minniháttar og tengdust svonefndri flakktaug sem hjálpar líkamanum að stjórna hjartslættinum. Ástandið nefnist æðavíkkunaraðsvif og getur hægt á hjartslættinum og minnkað blóð- þrýstinginn. Sarkozy á sjúkrahús Reuters Hlauparinn Sarkozy að skokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.