Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 NÚ STANDA vonir til að stjórnvöld og vinnumarkaðurinn geti einhent sér í upp- byggingu atvinnulífs- ins og að tryggja rekstur öflugra fyr- irtækja – einkum þeirra sem skapa eða spara dýrmætan gjaldeyri. Þau og starfsmenn þeirra gegna lykilhlutverki í að koma þjóð- inni aftur á lappirnar og stíga fyrstu skrefin til þeirrar velferðar sem landsmenn gera eðlilegar kröfur til. Til þess að vera fær um að keppa á al- þjóðamarkaði þurfa fyrirtækin að vera samkeppnishæf og geta um leið greitt laun eins og hjá öðrum þjóðum. Þetta tekst því aðeins að framleiðni sé mikil og gæði framleiðslu og þjón- ustu standist ýtrustu kröfur. Þá er komin uppskrift að farsælum at- vinnurekstri sem er sjálfbær í þeim skilningi að þurfa ekki að treysta á fjárhagslegan stuðning skattgreið- enda. Hvaða atvinnugreinar á Íslandi ætli uppfylli þessar forsendur og hvar skyldi verða þörf fyrir fleira starfsfólk? Mikil fjölgun á vinnumarkaði Um þessar mundir ganga um 17 þúsund Ís- lendingar atvinnulausir. Þeim þarf að tryggja störf við hæfi. Ef miðað er við svipaða fjölgun á vinnumarkaði og síðustu fimmtán árin þarf að auki að bæta við 35 til 40.000 störfum næstu fimmtán árin – eða eitt- hvað yfir 50.000 störfum í viðbót við þau sem nú eru í boði. Hér er því verk að vinna. En hvaða störf eru þetta og hvaða menntun og hæfni kalla þau eftir? Ekki fjölgunar von Ljóst er að landbúnaður og afleidd störf taka ekki við öllu fleira fólki en nú er enda eru takmörk fyrir því hvað skattgreiðendur geta borgað með einstökum atvinnugreinum. Sjávarútvegurinn mun áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki við öflun gjaldeyris sem á síðasta ári nam 29% heildargjaldeyristekna. Hagræðing í veiðum og vinnslu veldur áframhald- andi fækkun starfa í greininni. Það gæti þó breyst við aðild Íslands að ESB því þá yrði unnt að stunda hér meiri vinnslu sjávarfangs fyrir Evr- ópumarkað. Í öðrum greinum, s.s. byggingariðnaði og bankastarfsemi, er ekki að vænta fjölgunar starfa á næstunni. Og enn vantar viðbót- arstörfin. Sóknarfæri Ferðaiðnaður er oft nefndur í þessu sambandi en frá honum komu árið 2008 nálægt 17% gjaldeyr- istekna þjóðarinnar. Verulegur metnaður er til að efla þessa atvinnu- grein enn frekar og möguleikar mikl- ir og getur hún boðið enn fleiri störf í framtíðinni og aflað meiri gjaldeyris. Ein er sú atvinnugrein sem sjaldan er nefnd á nafn þegar talað er um grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar – rétt eins og hún sé ein af óhreinu börnum hennar Evu. Það er fram- leiðsla og útflutningur á áli sem á síð- asta ári gaf af sér u.þ.b. 27% gjald- eyristekna. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar má búast við að þessi framleiðsla aukist talsvert næstu árin. Þar verða því til nokkur hundruð störf til viðbótar og gjald- eyristekjur munu aukast umtalsvert. Aðrar iðnaðarvörur og hátækni sköp- uðu 13% gjaldeyris á síðasta ári og þar eru vissulega mikil sóknarfæri sem leggja þarf enn frekari rækt við. Staðreyndin er sú að yfir 40% gjald- eyristekna landsmanna á síðasta ári komu frá iðnaðar- og hátækni- starfsemi. Málm- og véltækni Málm- og véltækniiðnaðurinn hannar og smíðar eftirsótt tæki fyrir matvælavinnslu á alþjóðamarkað svo sem vogir, skurðar- og flokk- unarvélar og kælitæki svo eitthvað sé nefnt. Einnig flókinn tækjabúnað fyrir álver um víða veröld og fisk- mjölsverksmiðjur til brúks á landi og um borð í skipum. Auk þess annast þessi iðngrein viðgerðir, viðhald og endurnýjun atvinnutækja lands- manna svo sem skipa, álvera, virkj- ana og farartækja. Þessi viðamiklu verkefni hafa heldur aukist und- anfarið og því ekkert atvinnuleysi í iðngreininni – þvert á móti hefur ver- ið skortur á iðnaðarmönnum. Hér er því um að tefla atvinnugrein í örum vexti sem þarf á mun fleira fólki að halda; tæknigrein framtíðarinnar sem hefur burði til að sækja enn meira fram innanlands og á al- þjóðamörkuðum. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað málm- og vél- tækni á Íslandi getur bætt við sig af störfum því markaðurinn er heim- urinn allur og fyrirtækin og starfs- menn þeirra hafa sýnt að þau stand- ast alþjóðasamkeppni. Menntun í samræmi við þarfir Þegar Íslendingar ígrunda hvaða atvinnugreinar geta tekið við öllum þeim fjölda sem kemur á vinnumark- að næstu árin er full ástæða til að beina sjónum að málm- og véltækni. Takmörkun greinarinnar er ekki skortur á verkefnum heldur vöntun á iðnaðar- og tæknimönnum. Þessu verður mennta- og fræðslukerfið að bregðast við nú þegar, annars fara tækifærin hjá garði og eftir situr þjóð með viðvarandi atvinnuleysi vegna þess að hún bar ekki gæfu til að mennta sitt fólk í samræmi við þarfir atvinnulífsins. Því er afar brýnt að samræma atvinnu- og menntastefnu þjóðarinnar á þann veg að þekking og hæfni nemenda, sem koma á vinnu- markað tryggi að við getum sinnt störfum sem afla og spara dýrmætan gjaldeyri. Verk- og tæknimenntun verður að hefja til meiri vegs og virð- ingar til þess að geta nýtt fyrirliggj- andi atvinnutækifæri. Þetta er helsta viðfangsefnið þegar grunnur verður lagður að nýrri atvinnustefnu. Hvar eru sóknarfærin? Eftir Ingólf Sverrisson » Samræma þarf atvinnu- og mennta- stefnu þjóðarinnar svo þekking og hæfni nemenda tryggi að störfum sem afla og spara dýrmætan gjaldeyri verði sinnt. Ingólfur Sveinsson Höfundur er forstöðumaður málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins. ÞVÍ BETUR sem þjóðin er upplýst um glæpsamlega óráðsíu þeirra sem „keyptu“ bankana verður fyr- irlitning almennings meiri. Kaupin á Landsbankanum eru talandi dæmi um af- glöpin. Talið var gríð- arlega mikilvægt að fá Rússagullið sem reiðufé inn í efnahagskerfið og því var kauptilboði Landsbankafeðg- anna tekið, þótt það væri ekki hæst. Nú er vitað að eigendur Lands- bankans fengu milljarðalán hjá Bún- aðarbankanum fyrir þriðjungi „kaupanna“. Engu breytir hvort bankinn var einkabanki eða ekki. Skilyrði um erlent fjármagn var svikið. Valgerður Sverrisdóttir, þáver- andi viðskiptaráðherra, vissi ekki um þessa fjármögnun. Auðvitað vissu æðstu stjórnendur landsins þetta – hvers vegna þögðu þeir? Einkavæðing bankanna með gráð- uga og samviskulausa eiginhags- munaseggi við stýrið lagði grunninn að mesta efnahagshruni í sögu Ís- lands. Okkur, venjulegum borgurum, er ætlað að kyngja svikunum þegjandi. Búnaðarbankinn – S-hópurinn – kvaðst hafa kröftugan þýskan banka sem bakhjarl – það var uppspuni. Skipting bankanna gerðist á vakt Davíðs og Halldórs. „Erlent fé“ inn í Búnaðarbankann voru orðin tóm. Stjórnvöld vissu þetta. Almenningur var grunlaus. Stjórnvöld vilja nú að almenn- ingur greiði milljarðalánin og óstjórnina en að skuldararnir séu stikkfrí. Eigendur Landsbankans leyfa sér ofan á allt að biðja um „af- slátt“ af skuldum sínum við Kaup- þing og trúlega fleiri og losna undan 3.000-4.000 milljónum kr. eða helmingnum af Landsbankaláninu. Verði það samþykkt verður svo sannarlega og með réttu úti um þjóðarsáttina. Icesave-viðskipti Landsbankans eiga einna mestan þátt í þjóðargjaldþrotinu. Eigendur bankans græddu vel á þeim. Þegar venjulegt fólk hefði fyrst greitt upp skuldina vegna „kaup- anna“ keyptu þeir m.a. erlent knatt- spyrnufélag o.fl., fóru mikinn í „menningunni“ og „guðfaðirinn“ fékk fálkaorðu. Venjulegt fólk sem fær bankalán, t.d. hjá Landsbankanum, er ekki svo heillum horfið að það biðji í alvöru um að fá 50% skuldarinnar nið- urfelld. Bjóða að greiða hin 50% eftir hentugleikum. Slíkur aðili yrði ekki talinn með öllum mjalla. Það er skylda allra kröfuhafa gagnvart eigendum Landsbankans og öðrum „bankastjórum einka- bankanna“ að gengið verði að þeim og þeir látnir sæta persónulegri ábyrgð með öllum eignum. Bruðl- og óráðsíuslóðin er ófögur. Mannkynssagan sýnir okkur að al- menningur tekur völdin í sínar hendur þegar glys- og óhófslíferni stjórnvalda og æðstu manna hefur hneppt alþýðuna í fjötra fátæktar og allsleysis. Þá er alls von. Hvað gerði hin pínda franska þjóð 1789? Hún réðst inní híbýli harð- stjóranna og kom þeim frá. Hvað gerðu Rúmenar árið 1989? Þraut- píndir, allslausir borgarar í einræð- isstjórn Ceausescus gerðu uppreisn og örlög hans voru óumflýjaleg. Dæmin í sögunni eru mýmörg. Íslendingar eru ekki öðruvísi en aðrar þjóðir. Stjórnvöld vilja pína okkur til að greiða Icesave – stór- gallaða samninga – við segjum nei. Þegar hlutföllin í lífskjörum þegn- anna skekkjast svo mjög er alls von. Hin gæfulausa ríkisstjórn sveik strax eldra fólk og öryrkja og lækk- aði laun þeirra. Þeim er ætlað að þola mestu kjaraskerðingu í lífi sínu, en svikararnir lifa vel. Aðrir laun- þegar voru ekki lækkaðir í launum og siðblindir útrásarvíkingar lifa óáreittir í vellystingum. Hvað tefur hið sjálfsagða: Að allt sé lagt undir að eigendur einkabank- anna verði dregnir til fullrar per- sónulegrar ábyrgðar? Útrásarvík- ingarnir stofnuðu endalaust verðlaus fjárfestingar- og hluta- félög, og var „verðmæti hvers hlut- ar“ himinhátt. Þeir seldu öðrum pappírsfyrirtækjum „í klíkunni“ fyr- irtækin og hækkuðu verðmæti verð- lausu fyrirtækjanna ótakmarkað. „Arðgreiðslur“ af bókfærðum „hagnaði“ námu milljörðum. Útrás- araðilarnir tæmdu alla sjóði lands- manna, eyðilögðu lífeyrissjóðakerfið og nú krefjast þeir stórafsláttar af skuldum sínum. Þar er svívirðan fullkomnuð. Allir fyrirtækjaeigend- urnir bera sömu ábyrgð á skuldum sínum og annað fólk. Við lesum svo að ráðist sé á ákveðna feðga/einstaklinga og það sé lágkúra. Við hvað er átt? Það er lágkúra ef þessir aðilar slyppu við að verða gerðir upp eins gert er við aðra skuldara. Það er kraftaverk hvað Íslend- ingar eru friðsamir í mótmælum sín- um. Í öðrum löndum væru þau harkaleg. Það er takmarkalaus bí- ræfni að eigendur Landsbankans, sem gerðu þjóðina gjaldþrota, lifi hátt, séu í afsláttarharki og haldi sig jafnvel vel séða af þjóðinni. Fólk hef- ur fengið meira en nóg af þeim, öðr- um bankastjórum Landsbanka og Kaupþings gamla, sléttgreiddum bankastjóra Íslandsbanka-Glitnis, forstjórum útrásarfyrirtækjanna og stjórnarmönnunum þessara svika- fyrirtækja sem samþykktu hvaða rugl sem var, enda á ofurlaunum. Of- urlaunin og kaupréttarsamningsféð sem landsmenn greiddu þarf að inn- heimta. Þau laun miðuðust við „mik- inn arð“ hluthafa og „góða stjórn- un“. Fráleitt er að verðlauna stjórnendur fyrir þjóðargjaldþrot. Óráðsían og þotulíferni þessa fólks er ólýsanlega forhert. Enron-málið bliknar í samanburðinum. Lands- menn þola ekki núverandi ástand. Enginn venjulegur „Jón“ kæmist upp með svona lagað án tugt- húsvistar og eignaupptöku. Sundruð og svikin þjóð Eftir Arndísi Herborgu Björnsdóttur Arndís Herborg Björnsdóttir » Íslensk stjórnvöld „gjafseldu“ brösk- urum þjóðarbankana. Þjóðin er sundruð en hún má alls ekki greiða Icesave og aðrar óráð- síuskuldir. Höfundur er fv. formaður Baráttu- samtaka eldri borgara og öryrkja. ÁSGEIR Daníelsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum skrifar svargrein í Morg- unblaðið í síðustu viku (föstudaginn 24. júlí) við grein undirritaðs frá deginum áður. Þar er gagnrýni mín á Seðlabankann afskrifuð á kurteisan hátt sem „mistök“ og „misskiln- ingur“. Helstu rök hans eru þau að lágt „raungengi“ muni sjá til þess að þjóðin nái þeim gríðarlega afgangi af utanríkisviðskiptum sem nauðsyn- legur er til að greiða niður erlendar skuldir. „Raungengi“ er fræðihugtak sem almenningi er ekki tamt að nota. Hér verður því gerð tilraun til að útskýra hvað forsendur Seðlabankans þýða í raun. Hvaðan kemur gjaldeyririnn? Seðlabankinn gerir ráð fyrir að strax á næsta ári rísi hér úr ösku banka- og byggingariðnaðarhruns hagkerfi sem skilar margföldum út- flutningstekjum miðað við það sem best hefur þekkst í sögu landsins. Gróft má áætla að hagnaður ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja geti orðið um 15 milljarðar króna á ári. Seðlabankinn er þá að spá því að strax á næsta ári verði afgangur af viðskiptum við útlönd tífaldur hagn- aður sjávarútvegsins, undir- stöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Jafnvel þó við bætum við ríflega af gjaldeyristekjum vegna t.d. ferðaiðn- aðar, raforkusölu til stóriðju og ann- ars tilfallandi þá er spurningin samt óumflýjanleg: Hvaðan á allur þessi gjaldeyrir að koma? Útskýringin er spá bankans um að hér verði viðvar- andi lágt „raungengi“ krónunnar. „Raungengið“ er sem sagt galdurinn sem á að leysa okkar vandamál. Áhrif á launafólk Hagfræðihugtök eins og „raun- gengi“ framleiða ekki peninga fyrir Ísland. Peningar fást aðeins með vinnuframlagi hins almenna launa- manns eða með stórfelldri eignasölu þjóðarinnar. Lágt raungengi merkir að verð á þjónustu á Íslandi verður lágt samanborið við önnur lönd. Ís- lendingar verða því að taka á sig kjaraskerðingu til að bæta samkeppnishæfni landsins og auka út- flutning. Taki Ísland á sig skuldbindingar sam- kvæmt Icesave- samningnum geta áhrif- in á launafólk orðið um- talsverð. Í versta falli gætum við orðið lág- launaland um ókomin ár og hagkerfið aldrei náð að rétta almennilega út kútnum vegna skuldsetningar. Við gætum horft upp á fólksflótta eins og gerst hefur í fyrri kreppum með til- heyrandi áhrifum á hagvöxt þjóð- arinnar og greiðslugetu. Líkurnar á þessu er alls ekki hægt að leiða hjá sér eins og gert er í greiningu Seðla- bankans. Bankinn kýs í staðinn að gefa sér að hér verði mjög lág verð- bólga, sterkt gengi og góður hag- vöxtur næsta áratuginn. Þessar for- sendur eru í engu samræmi við þá óvissu sem ríkir í hagkerfinu. Grein- ing bankans gefur ekki tilefni til að fullyrða að Ísland „geti fyllilega stað- ið undir Icesave-samningunum“. Ábyrgð Seðlabankans Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun sem nýtur mikillar virðingar í þjóð- félaginu. Það er hlutverk hans að leggja óvilhallt mat á fjárhagsstöðu ríkisins í nútíð og framtíð. Krafa landsmanna er að bankinn noti raun- hæfar forsendur þegar hann greinir Icesave-samninginn og greini skil- merkilega frá niðurstöðunum. Þjóðin verður að geta treyst á stofnanir sín- ar og fagfólk þegar kemur að því að taka upplýsta ákvörðun um eigin ör- lög. Eftir Kára Sigurðsson »Hagfræðihugtök eins og „raungengi“ framleiða ekki peninga fyrir Ísland. Peningar fást aðeins með vinnu- framlagi hins almenna launamanns eða með stórfelldri eignasölu þjóðarinnar. Kári Sigurðsson Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Raungengi Seðlabankans Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.