Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 17
umræðan 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGURINN 21. júlí 2009. Ósköp venjulegur annadagar í innan- lands- og millilandaflugi frá Reykja- víkurflugvelli. Mörg hundruð manns fara um völlinn og eru innritaðir og afgreiddir við hinar bagalegustu að- stæður. Starfsmenn sýna mikla ósér- hlífni og dugnað við nær óbærilegar aðstæður. Flugvél með 95 farþega kemur frá Grænlandi. Töskuflutn- ingabandið er um fjórir metrar að lengd og fyllist fljótt af töskum sem stífla alla aðstöðuna. Allir í þrengslum. Tollverðir standa hjá á tæpum fermetra bletti sem þeim er ætlaður. Fríhafnarskonsan troðfull og langar biðraðir á salernin. Þegar komið er fram í afgreiðslusal er annað eins 100 manna kraðak af fólki sem er að bíður eftir flugi til ýmissa áfanga- staða innan lands. Allir verða að troð- ast framhjá röðum og fleira. Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að útmála ástandið en það er löngu löngu orðið tímabært að bretta upp ermarnar og byggja samgöngumiðstöðina marg- umtöluðu við flugvöllinn. Það verður að taka af skarið, stjórnmálamenn verða að gjöra svo vel að koma fram af einlægni og ákveða að hafa flugvöll- inn þarna til frambúðar. Annað er ekki hægt. Ég harma þessa hálf- velgjuumræðu sem er í sífellu um flugvöllinn. Allir sem fara um flug- stöðina vita um hvað ég er að tala og ég hvet nú alla sem málið snertir, samgöngu- og ferðamálaráðherra, fjármálaráðherra og aðra að, í guð- anna bænum, drífa þetta verkefni af stað núna strax. Flugstöðin á Reykja- víkurflugvelli er þjóðinni til vansa og verður að víkja fyrir nýrri. Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni er arðbært fyrirtæki og skil ég ekki að hún skuli ekki löngu vera risin, eins og það er búið að teikna hana oft. Hvernig væri nú ef einhverju af út- rásarpeningunum hefði frekar verið varið í að styrkja innviðina hér heima til dæmis í ferðaþjónustunni í stað þess að ausa fjármagni í furðu- fjárfestingar um allan heim. Eitt sorglegasta dæmið sem ég hefi lesið um nýverið var um það að yfirmenn lítils Sparisjóður á Vest- urlandi hafi fjárfest í vonlausri hót- elbyggingu í Miami á Flórída og þannig sett Sparisjóðinn í rúst. Hvernig væri nú að skoða tækifæri í eigin landi og styrkja þannig framtíð- ina? FRIÐRIK Á. BREKKAN, starfar að ferðamálum. Flugstöð á Reykjavíkur- flugvöll óskast nú þegar Frá Friðriki Á. Brekkan: BRÉF TIL BLAÐSINS HINN 16. júlí sl. samþykkti Alþingi að sækja um aðild að ESB. Sumir fögnuðu, en aðr- ir ekki. Ég er í hópi hinna síðarnefndu. Málið er mjög umdeilt og hefur haft vond áhrif á þjóðina á erfiðum tím- um, þegar rík þörf er fyrir samstöðu. Þetta er án efa eitt mikilvæg- asta mál Íslands fyrr og síðar. Ýmsum brögðum hefur verið beitt, m.a. hugtakaruglingi. Sumir tala um „aðildarviðræður“ við ESB, þegar í raun er átt við annað. Tillaga ríkisstjórnarinnar var þessi: Tillaga til þingsályktunar / um að- ildarumsókn að Evrópusambandinu. (Lögð fyrir Alþingi á / 137. löggjaf- arþingi 2009.) „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um vænt- anlegan aðildarsamning.“ Tillagan er um aðildarumsókn að ESB. – Ég hef aldrei skilið sumar röksemdir ESB-sinna. Er fullveldi Íslands kannski heldur lítils virði í raun? Var sjálfstæðisbaráttan bara einhver misskilningur þjóðrembu- manna? Og þorskastríðin við Breta og fleiri, voru þau e.t.v. óþörf? Sjó- menn Landhelgisgæslunnar lögðu líf sitt í hættu í hörðum átökum við her- skip hennar hátignar. Þar var því ítrekað hótað að sökka varðskip- unum, og ásiglingar vígdrekanna voru fjölmargar. – Kannski eru sumir búnir að gleyma þessu og telja það fánýta reynslu úr fjarlægri sögu. Nú er það sjávarútvegs- og landbún- aðarstefna ESB sem máli skiptir. Bresk stjórnvöld hljóta að gleðjast, enda eiga þau trausta stuðningsmenn hér á landi. – Ekkert tillit er og tekið til bænda og ályktana þeirra. Margt undarlegt er hér á seyði, og sagnfræðingar framtíðarinnar munu huga að þessari reynslu þjóðarinnar. Fyrir kosningarnar í vor töluðu sum- ir skýrt gegn ESB-aðild. Þetta gladdi ýmsa, og þeir fengu mörg atkvæði vegna hinnar skýru afstöðu. Nokkr- um vikum síðar er þessi afstaða horf- in og þveröfug stefna valin, þvert á það sem sagt var fyrir kosningar. Þegar atkvæðagreiðslan um fyrr- nefnda tillögu fór fram, gerðu sumir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Þar var ýmislegt dularfullt, og skulu hér nefnd tvö dæmi um þingmenn, sem sögðu „já“ við tillögunni. Rúms- ins vegna er hér aðeins birt upphaf bókunar, en greinargerð í heild er á vef Alþingis: „Frú forseti. Stuðn- ing minn við þessa til- lögu um aðild- arviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evr- ópusambandinu. Ég er eindreginn andstæð- ingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðild- arviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auð- valdi og yfirþjóðlegri drottnun þess.“ „Frú forseti. Ég hef þá sannfær- ingu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess sam- félags sem við höfum byggt á Vest- urlöndum undanfarna áratugi. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu.“ Margt er hér vel sagt og væri skilj- anlegt, ef þingmennirnir hefðu sagt „nei“ í atkvæðagreiðslunni. – Í 48. gr. stjórnarskrárinnar segir, að þing- menn séu eingöngu bundnir við sann- færingu sína. En kannski er þetta úr- elt og úr gildi fallið. – Málsnjall þingmaður sagði fyrir nokkru í viðtali við Ríkisútvarpið, að það að sækja um aðild að ESB væri „arfavitlaust! Og aldrei vitlausara en nú!“ Vel sagt, en hann greiddi svo atkvæði með að- ildarumsókn að ESB. Já, svona er þetta. Góðir landsmenn. Þótt verulegir erfiðleikar steðji nú að, megum við ekki missa vonina og örvænta. „Bráð- um kemur betri tíð með blóm í haga …“ orti Halldór Laxness. Og Davíð Stefánsson orti m.a. í Ávarpi Fjallkonunnar 17. júní 1954: Stundum getur þyngsta þraut þjóðum markað sigurbraut, vafið saman veika þætti, valdið nýjum aldarhætti. Þannig vekja neyð og náð nýja krafta, dýpri ráð. Við skulum íhuga vel þessi orð, og boðskapur skáldanna á brýnt erindi við okkur nú. Hagsmunir Íslands og aðild að ESB Eftir Ólaf Oddsson » Þótt verulegir erf- iðleikar steðji nú að, megum við ekki missa vonina og örvænta. Ólafur Oddsson Höfundur er kennari. AÐILD erlendra aðila að Kaup- þingi og Íslands- banka er hreint fullveldisafsal Ís- lands og í raun brot á stjórn- sýslulögum og landráð. Skuldir fyrirtækja, bank- anna, heimilanna, Landsvirkjunar o.s.frv. eru í raun skuldir ríkisins (vegna ríkisábyrgðarinnar). Þó svo að Landsbanki Íslands, Glitnir (nú Íslandsbanki) og Kaupþing banki hafi farið í þrot (farið á hausinn) ef svo má segja eru eftir sem áður í eigu þessara banka útistandandi lán og ýmsar kröfur, til að mynda Ex- ista, Actavis, 365, Stöð 2, Landsím- inn, íbúðalán, lán fyrirtækja o.s.frv. Menn verða að skilja á milli skulda ríkisins erlendis og annarra skulda. Erlendar skuldir eru í raun skuldir ríkisins. Vegna þess að ríkið er fyrst og síðast ábyrgt. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ábyrgð stjórnmálaflokka, svo tekið sé dæmi þá frá árinu 1979. Þegar 29% kostn- aðarhlutdeild var sett á með lögum sem skerti laun sjómanna um 50% og lækkunin fór að sjálfsögðu út í öll önnur laun af því að sjávar- útvegur hefur lengst af verið ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar. Sem sé sjómenn eru allt frá 1979-2009 í 30 ár búnir að borga upp fiskiskipastólinn ásamt því að hafa borgað olíu og veiðarfæri, einnig líkast til eitthvað af kvóta (veiðikvóta). Samt sem áður er margt gott á dagskrá hjá „Vinstri bláum“ og „Samvirkniflokknum (Nasistaflokknum)“. Má þar nefna innköllun á fískveiðiheimildum 5% á ári í 20 ár, þá auðlindaskattur. Einnig eru mörg mjög góð félagsleg hagsmunamál á stefnuskrá stjórn- arflokkana, burt séð frá þeim sem eru í aðdáendaklúbbi ESB („Nas- istabandalaginu“). Segjum nei þegar kemur að at- kvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að gerast fullir aðiljar að ESB. Mér fínnst nóg að við séum með annars gallaðan EES-samning og getum notað hann sem hækju. Við höfum viðskiptasamning við Bandaríkin og glötum honum ef við gerumst fullir aðiljar að ESB. Þá höfum við við- skiptasamning við Kína. Segjum nei við ESB. KRISTJÁN SNÆFELLS KJARTANSSON, skipstjóri. „Vinstri bláir, Samvirkniflokkurinn og full aðild að Nasistabandalaginu“ Frá Kristjáni Snæfells Kjartanssyni Kristján Snæfells Kjartansson JÓHANNA Sigurðardóttir varð ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde vorið 2007, en þá voru Icesave-reikningarnir í Englandi smámunir hjá því sem síðar varð og ekki hafði verið til þeirra stofn- að í Hollandi. Ég hygg, að hún hafi verið eini trúnaðarmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur í ríkisstjórninni eins og síðar kom í ljós. Fjármála- eftirlitið var undirstofnun við- skiptaráðuneytisins, sem var í höndum krata. Jóhanna var í lyk- ilstöðu til að fylgjast grannt með framvindu efnahags- og banka- mála síðari hluta árs 2007 fram að bankahruninu haustið 2008. Síð- ustu sex mánuðina hefur Jóhanna verið forsætisráðherra. Þorsteinn Pálsson segir í grein sinni í Fréttablaðinu á laugardag að Íslendingar geti ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Icesave-samningunum, en samn- ingsgerðin hafi verið í höndum embættismanna. En við eigum tromp á hendi, segir hann. Forsætisráðherra hefur ekki komið að málinu. Og því sé rétt, að Jóhanna Sigurðar- dóttir taki þráðinn upp við for- sætisráðherra Englands og Hol- lands. Það sé erfitt að sjá það fyrir sér, að oddvitar þessara vinaþjóða láti litlu frænku fara sneypuför. Hér talar fyrrverandi forsætis- ráðherra við forsætisráðherra. Það gerist ekki á hverjum degi. Þess vegna segi ég: „Hlýddu kall- inu, Jóhanna!“ Þetta er ekkert spaug. Halldór Blöndal Hlýddu kallinu, Jóhanna! Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. ÞAÐ ER skiljanlega mikið rætt um svokall- aða Icesave-samninga þessa dagana bæði manna á meðal og eins á hinu „háa Alþingi“. Sumir halda að nú sé hægt að breyta orðnum hlut og að við Íslend- ingar losnum við að bera ábyrgð á þessum umtöluðu reikningum með því að Alþingi samþykki ein- hverja fyrirvara. Nei, því miður var það svo að þeir sem stofnuðu til þess- arar starfsemi ætluðu sér alltaf að ná sér í viðskiptavini sem treystu því að heil þjóð, það er við Íslendingar, mundum ábyrgjast þeirra innstæður hvað sem á dyndi. Þannig var Icesave hugsað af höfundum hugmynd- arinnar. Og viti menn. Það reyndist rétt. Það er alveg sama hvað þeir segja nú ofurlögfræðingarnir sem ekki eiga lengur von á ráðgjafastörfum frá súp- ermönnunum en eru meira og minna venslaðir skilanefndum, bankastjórnendum eða pólitíkusum. Lögfræð- ingaþvæla sem heldur öllu atvinnulífinu nema lögmönnum áfram í helj- argreipum gerir okkur hinum ekkert gott. Stóra blekkingin er sú að halda að við getum breytt skoðunum um- heimsins á okkur með tilvísan í íslensk lög. Það væri eins árangursríkt að vitna í Grágás. Ég fyrirlít fyrrverandi stjórnendur Landsbankans og reyndar bankanna allra og eigendur þeirra þó ég haldi reyndar að sumir eigendanna hafi varla haft hugmyndaflug til að gera ýmislegt af því sem þó var gert í gróðaskyni fyrir þá. Ég geri mér ljóst að ég og mínir afkomendur verðum að borga brúsann. En mér svíður sárt að sjá marga þeirra, sem komu þjóð- inni í þessa stöðu eða að minnsta kosti hjálpuðu til þess, vera ráðna í ábyrgðarstöður eins og ekkert sé. Sumir til að kenna ungu fólki fjár- málaspeki, aðrir í stjórnunarstöður í fjármálageiranum og nýjasta dæmið er að forstjóri eins helsta sukkfyr- irtækis „víkingatímans“ skuli ráðinn til að stjórna mestu bruðlframkvæmd Íslandssögunnar! Ég vil því segja það við alla sem halda að þeir geti breytt orðnum hlut með því að fella þessa nauðasamn- inga: Látið það vera að halda atvinnu- lífinu og lífskjörunum áfram niðri með áframhaldandi atkvæðaveiðaþrasi. Hvernig getið þið látið eins og ekk- ert hafi verið sagt eða skrifað um þetta mál fyrr en eftir síðustu jól? Við þekkjum þá flesta með nafni sem komu okkur í þessa skelfilegu aðstöðu og þá á að kalla til ábyrgðar ekki seinna en strax. Hvernig var Icesave hugsað af höfundunum? Eftir Björn Dagbjartsson » Lögfræðingaþvæla sem heldur öllu at- vinnulífinu nema lög- mönnum áfram í helj- argreipum gerir okkur hinum ekkert gott. Björn Dagbjartsson Höfundur er fv. alþingismaður. Sími 551 3010 @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.