Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 ✝ Guðrún FanneyHannesdóttir fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 2. mars 1922. Fanney lést á líknardeild Landakotsspítala 14. júlí 2009. Foreldrar hennar voru Hannes Andr- ésson verkstjóri frá Skúmsstöðum á Eyr- arbakka, f. 22.9. 1892, d. 1.3. 1972, og Jóhanna Bernharðs- dóttir frá Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi, f. 1.10. 1896, d. 27.9. 1970. Fjölskyldan bjó lengst í Eiríksbæ á Eyrarbakka. Fanney var næstelst níu systkina. Þau eru: Gunnlaug f. 17.9 1920, Andrés, f. 1.6. 1924, d. 20.10. 2003, Bernharður, f. 6.11. 1925, Jórunn Ásta, f. 3.4. 1928, Hannes, f. 5.11. 1930, d. 24.5. 2006, Har- aldur Ármann, f. 1.1. 1932, Svan- og dóttir þeirra er Sólveig Hlín, f. 15.2. 1991. Bára ólst upp hjá Mar- gréti Guðjónsdóttur, föðursystur sinni, og Ragnari Jónssyni, manni hennar, í Reykjavík. Fyrir gift- ingu vann Fanney á saumastofu Andrésar í Reykjavík. Hún vann lengst af við fiskverkun í hrað- frystihúsinu á Eyrarbakka og síð- ar á sameinaðri skrifstofu Eyr- arbakkahrepps og hraðfrystihússins. Á árunum 1958 til 1969 vann hún í mötuneytinu á Írafossi, sem var bæði mötuneyti starfsfólks Sogsvirkjananna og staður fyrir opinberar móttökur Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, fyrst ein- göngu á sumrin en síðar allt árið. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1961 og frá 1970 starfaði hún á aðalpósthúsinu í Reykjavík allt þar til hún fór á eftirlaun. Útför Fanneyjar fer fram í dag, 27. júlí, frá Grensáskirkju í Reykjavík og hefst athöfnin kl. 13. laug, f. 20.4. 1933, d. 31.1. 2003, Garðar, f. 18.2. 1935. Fanney giftist, 3.3. 1945, Brynjólfi Hall- dóri Guðjónssyni, sjómanni frá Litlu- Háeyri á Eyr- arbakka, f. 19.11. 1915, d. 6.7. 1946. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, for- maður frá Litlu- Háeyri, f. 28.10. 1865, d. 22.12. 1946 og Jóhanna Jóns- dóttir frá Minna Núpi í Gnúp- verjahreppi, f. 1.11. 1879, d. 4.4. 1957. Fanney og Brynjólfur keyptu húsið Bræðraborg á Eyr- arbakka og hófu þar búskap. Börn þeirra eru Bára kennari, f. 28.3. 1945, og Brynjólfur Guðjón sál- fræðingur, f. 26.9. 1946. Kona hans er Emma Eyþórsdóttir bú- fjárerfðafræðingur, f. 3.9. 1953, Í dag kveðjum við Fanneyju tengdamóður mína eftir erfið veik- indi. Lokið er langri ævi og efst í huga er þakklæti fyrir ánægjulega samfylgd í meira en 30 ár. Ég kynntist henni þegar ég fór að venja komur mínar í Úthlíðina með einka- syni hennar. Hún tók mér mjög hlý- lega, svolítið forvitin um þessa stelpu sem var reyndar uppalin í Flóanum ekki svo langt frá heima- byggð mæðginanna á Eyrarbakka. Mér varð ljóst að hún hafði búið ein lengi og síðar komst ég að því að hér var ein af hversdagshetjum Íslands sem fátt er skráð um. Fanney var 23ja ára gömul þegar hún giftist Brynjólfi, unnusta sín- um. Þau voru nágrannar á Eyrar- bakka og höfðu þekkst lengi en ráðahagurinn var ekki að skapi tengdamóður hennar sem hafði ákveðnar skoðanir á því hvað börn- um hennar væri samboðið. Unga parið hélt þó fast við sitt og stuttu eftir brúðkaupið fæddist Bára dótt- ir þeirra. Fæðingin var erfið og móður og barni vart hugað líf um tíma en fór þó vel að lokum. Stúlkan var líkamlega fötluð og þurfti að vera stöðugt undir læknishendi langt fram eftir aldri. Samgöngur voru erfiðar á þessum tíma og því varð að ráði að Bára yrði fóstruð frá eins árs aldri hjá föðursystur sinni og manni hennar sem bjuggu í Reykjavík. Ég held að þessi ráð- stöfun hafi markað líf Fanneyjar alla tíð. Hún varð aldrei fyllilega sátt við að hafa ekki getað sinnt dóttur sinni sjálf, þrátt fyrir að fóst- urforeldrarnir reyndust henni afar vel. Rúmu ári eftir brúðkaupið fórst Brynjólfur, eiginmaður Fanneyjar, þrítugur að aldri, í hörmulegu slysi um borð í togara þar sem hann var skipverji. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp hugtakið áfalla- hjálp og segir fátt af því hvernig fólk gat tekist á við lífsreynslu sem þessa. Fanney bjó áfram á Eyrarbakka ásamt syninum, sem fæddist eftir slysið og stundaði þá vinnu sem til féll. Dánarbætur voru engar en hún naut stuðnings frá báðum fjölskyld- unum. Fanney var fáorð um þetta tímabil eftir að ég kynntist henni. Hún giftist ekki aftur og bjó ein eft- ir að sonur hennar flutti að heiman. Einhvern tíma var hún spurð hvort hún hefði aldrei verið skotin í nein- um og svaraði hún glettnislega að svo væri ekki en það hefðu margir verið skotnir í henni. Þetta voru örugglega orð að sönnu því Fanney var óvenju glæsileg kona, ákaflega smekkleg í klæðaburði og bar sig vel, þannig að eftir henni var tekið. Hún var glaðlynd, skarpgreind og listhneigð, hafði mikinn áhuga á myndlist og yndi af góðri tónlist. Hún hafði góðan smekk fyrir hönn- un og gæðum og val hennar á gjöf- um miðaðist alltaf við það besta. Hún var mjög fljóthuga og snögg að framkvæma það sem hún ætlaði sér, hafði gaman af að ferðast, sérstak- lega með skipum eða flugvélum en var hins vegar bílhrædd á efri árum og oft áhyggjufull vegna bílferða- laga sinna nánustu. Fanney var komin fast að sjötugu þegar hún varð amma. Barnabarnið gladdi hana mjög og Sólveig Hlín var augasteinninn hennar. Að leið- arlokum vil ég þakka tengdamóður minni fyrir umhyggju og ástúð alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Emma Eyþórsdóttir. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pétursson.) Fanney, mágkona mín, er farin yfir ána, var ferðbúin nú sem endra- nær, hefur aldrei látið bíða eftir sér. Fyrir skömmu sagði hún okkur að ekkert væri að marka dagsetningar, samkvæmt þeim ætti hún að vera farin fyrir löngu. – Margs er að minnast, margs að sakna og margt er að þakka. – Ég minnist heims- konunnar Fanneyjar með sportleg- an hatt í gönguferð, að renna fyrir fisk, á leik- og listsýningum með vinkonu sinni. Sakna símhringing- anna milli systkinanna, ekki alltaf löng samtöl, en við vorum í sam- bandi. Þakka hve vel hún tók mér, kærustu litla bróður og sýndi fjöl- skyldunni okkar umhyggju og rækt- arsemi alla tíð. Guð blessi minningu hennar. Steinunn Þórarinsdóttir. Ég minnist 16 ára afmælisdags míns fyrir réttu 41 ári, 23. júlí 1968, þegar ég kom síðdegis í hlað mötu- neytis Landsvirkjunar við Írafoss, en þangað var ég kominn til starfa í vinnuflokk hjá Landsvirkjun – þá, eins og nú, var sólríkur dagur að kveldi kominn. Fanney, frænka mín, tók á móti mér á tröppum mötuneytisins, en þar starfaði hún sem ráðskona, og var það fyrir hennar hjálp að ég fékk vinnu þar. Það var vissulega spenna og jafn- vel kvíði sem ég, unglingurinn, fann fyrir við að koma í fyrsta sinn á vinnustað úti á landi og í fyrstu „al- vöru“vinnuna. En allur kvíði hvarf eins og dögg fyrir sólu við hlýlegar móttökur Fanneyjar og næstu stundir fóru í að sýna mér húsa- kynni; herbergi mitt og aðstöðu verkamanna í vinnuflokknum; kynna mig fyrir verkstjóra og sam- starfsmönnum og þeim öðrum er þar störfuðu og urðu á vegi okkar. Ég fann það strax, og þau sumur sem ég átti eftir að starfa við Sogs- virkjanir, að ég naut þess að vera frændi Fanneyjar. Tígulegt fas og háttvís framkoma ávann Fanneyju virðingar allra sem henni kynntust. Sólin var að setjast yfir Grafn- ingnum, þegar Fanney bauð mér í heitt kakó og kringlu fyrir svefninn. Við höfðum setið drykklanga stund og spjallað og það var orðið áliðið kvölds þegar það vakti athygli okk- ar að úti var komið myrkur, ekkert sást út um gluggann á mötuneytinu nema ljós bíla á ferð í Grímsnesi. Við höfðum ekki séð myrkur nætur- innar í langan tíma eftir bjartar sumarnætur, og ég minnist þess að við ræddum að ef til vill markaði af- mælisdagur minn þau tímamót þeg- ar maður yrði fyrst var við að sól- argangur styttist. Við Fanney vorum systkinabörn, en móðir hennar, Jóhanna Bern- harðsdóttir, og faðir minn, Kristinn Bernharðsson, voru börn hjónanna Bernharðs Jónssonar formanns og Jórunnar Jónsdóttur húsmóður frá Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi. Það hefur því verið eðlilegt og sjálf- sagt, þegar Fanney flutti heimili sitt til Reykjavíkur, að hún tæki íbúð í eigu foreldra minna í Úthlíð 9 á leigu, en þar bjó hún í sama húsi og fjölskylda mín til margra ára, eða allt þar til hún flutti í Neðstaleitið. Þær eru líka margar góðar minn- ingarnar sem ég á af Fanneyju úr Úthlíðinni: jólin, páskar og helgar, þegar Fanney var í bænum. Hátíð- leiki aðfangakvölds, þegar við öll nutum saman aftansöngs í útvarp- inu og kvöldmáltíðar á eftir, líður ekki úr mínu bernskuminni. For- eldrar mínir og Fanney ferðuðust oft saman á sumrin á þessum árum og ég minnist ferðalaga um Ísland með þeim sem drenghnokki: Hring- ferðar með m/s Esju seint á sjötta áratug síðustu aldar og margra bíl- túra út á land, með rútum eða eigin bíl. Einnig minnist ég tryggðar og samúðar Fanneyjar við fráfall for- eldra minna 1983. Blessuð sé minn- ing þín, Fanney. Ég votta börnum Fanneyjar, Báru Brynjólfsdóttur og Brynjólfi Brynjólfssyni, og fjöl- skyldum þeirra samúð mína. Bernharður J. Kristinsson. Fanney G. Hannesdóttir, móður- systir mín, hefur lokið lífsgöngunni. Fanney G. Hannesdóttir ✝ Dúi Karlssonstýrimaður var fæddur 1.10. 1936. Hann lést 19. júlí sl. Dúi var fæddur á Siglufirði. Hann var yngsta barn hjónanna Sigríðar Ögmundsdóttur frá Beruvík á Snæfells- nesi og Karls Dúa- sonar frá Fljótum í Skagafirði. Eftirlif- andi systkin Dúa eru Grímur Karlsson, skipstjóri og líkana- smiður, Ásdís Karlsdóttir, fv. einkaritari sýslumannsins í Hafn- arfirði, og Áslaug Karlsdóttir, fv. símamær. Dúi var lengst af starfsævi sinni sjómaður og mjög eftirsóttur sem slík- ur. Hann var á tog- urunum Geir, Hall- veigu Fróðadóttur, Norðlendingi, Apríl, Þormóði goða og Þorsteini þorskabít. Einnig var Dúi á bátum frá Suð- urnesjum, lengst af á Bergvík og Hamravík, eða á annan áratug, þá stýrimaður. Síðustu ár starfsævinnar vann Dúi á Keflavíkurflugvelli. Útför Dúa fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 27. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Þegar ég var lítil og spurði Dúa hvað hann væri gamall þá sagði hann alltaf við mig: „Ég er alltaf 18 ára.“ Það tók mig mörg ár að átta mig á því, að það er enginn sem er alltaf 18 ára, nema þá í hjartanu. Og það var Dúi, allt fram á síðustu stund hélt hann sínu jákvæða lífsviðhorfi og námsfýsi sem einkennir oft þá ungu. Fyrir tíma „internetsins“ var Dúi mitt „internet“. Hann var með ein- dæmum víðlesinn og fróður, hann mundi allt sem hann las. Ef upplýs- ingar vantaði um eitthvað, þá var viðkvæðið í fjölskyldunni: „Hringdu í Dúa,“ því þar fengust svör. Jafnvel eftir komu netsins var frekar hringt í Dúa, það var miklu fljótvirkara! Dúi var mikill listamaður, svo mik- ill að allir sem til þekkja eru sam- mála um að það hafi aldrei orðið hans ævistarf sem voru hans mestu hæfi- leikar. Því að teikningar hans og myndir eru þvílík listasmíð, að seint verður eftir leikið. Ásdís dóttir mín rakst á listaverkabók hjá mér um daginn, hún kom með bókina til Dúa og spurði: „Hvenær gerðir þú þessa bók?“ Ég og Dúi brostum, því bókin var ekki eftir hann. Dúi hafði mikið gaman af viðleitni minni til að teikna og var alltaf boðinn og búinn að ráð- leggja mér og hjálpa til að reyna að bæta handbragðið, enda næmt lista- mannsaugað fljótt að sjá hvað laga mátti hjá viðvaningnum. Þannig var Dúi alltaf hjálpsamur á gagnlegan hátt. Skömmu eftir að ég flutti í Hafn- arfjörð var ég nærri búin að slasa mig við að príla til að opna glugga sem var langt yfir mannshæð. Dag- inn eftir var Dúi frændi mættur með tröppu handa mér. Þannig var Dúi frændi minn, alltaf umhugað um aðra og valdi gagnlegar gjafir. Dúi var ekki bara mannvinur, hann var líka mikill dýravinur – og lifði í sátt við land og dýr. Hann hafði gaman af veiðum bæði til sjós og lands. Og heyrt hef ég sagt að ef síldin hefði ekki farið frá Siglufirði hefði Dúi orðið bóndi fyrir norðan en ekki sjó- maður fyrir sunnan! Ég mun seint gleyma skemmtileg- um ferðum með Dúa á Willis-jepp- anum, við skröltum upp um fjöll og firnindi, ekkert stoppaði okkur nema hæstu fjallstoppar eða hafið sjálft. Við hlustuðum eftir tófum á Snæ- fellsnesi og gáfum hröfnum að éta á Reykjanesi. Um sama leyti og Dúi átti jeppann átti hann líka trillu, og á þeirri trillu átti hann margar góðar stundir. Hann sagði mér oft síðar að sig langaði að eignast aftur „litla skel“. Og eins og sönnum trillukarli sæmdi þótti Dúa gott að taka í nefið. Dúi var ásatrúarmaður, þessi hóg- væri listamaður hafði marga eigin- leika sem mér fannst passa vel við ásatrúarmann, hann var hugdjarfur, æðrulaus og með húmorinn í lagi. Honum fannst gaman að gleðjast í góðra vina hópi. Nú er þetta mikla góðmenni farið. Hann greindist með krabba í janúar og háði þá baráttu með sínu alkunna æðruleysi. Við stöndum eftir með yndislegar minningar um góðan vin og frænda. Ég veit að Dúi elskaði líf- ið en óttaðist ekki dauðann. Við heiðrum minningu hans með því að vera lífsglöð og nýta þær stundir sem við fáum. Sigríður Dúa (Sigga Dúa.) Fallinn er í valinn góður drengur og frændi eftir langa og harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Allan þann tíma sem hann lá á sjúkrahúsi og reyndar lengi áður, naut hann ein- lægrar umönnunar eldri bróður síns Gríms og má með sanni segja að betri bróðir í raun er vandfundinn. Grímur stóð við hlið hans eins og sannkölluð hetja þar til yfir lauk. Dúi var einstökum hæfileikum bú- inn, hann var vel gefinn, hæglátur, hafði gott skopskyn og var listfeng- ur, enda margar myndir sem hann teiknaði einstaklega fallegar. Það var því sérstakur heiður að fá að kynnast honum og eiga að og alltaf gaman að ræða við hann um hin margvíslegustu málefni, því sjaldan stóð á svari og skoðunum. Það er svona með þetta líf okkar að leiðinni lýkur fyrr eða síðar, en alltaf kemur það mönnum jafnt á óvart hvernig sem á stendur. Eftir sitja sorg- mæddir ættingjar og vinir með svo margar spurningar sem ekki verður svarað, en eitt sinn skal hver deyja. Spámaðurinn Kahlil Gibran segir: Í heimi hér er meira ef gleði en sorg, og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. Kæru systkini og ættingjar Dúa, við hjónin vottum ykkur innilega samúð okkar vegna láts góðs drengs og vinar. Sólmundur og Astrid. Fyrir allmörgum árum gekk Dúi frændi í raðir ásatrúarmanna. Á vefsíðu þeirra segir að ásatrú byggist á umburðarlyndi, heiðar- leika, drengskap og virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Eitt megin- inntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og gerðum sínum. Þessi lífsspeki á svo sannarlega við Dúa frænda og lýsir honum og hans karakter – því karakter var hann. Dúi var hálfgerður víkingur í huga sínum og hjarta en einnig mikill nú- tímamaður sem fylgdist vel með, hvort heldur var tónlist, tíska, vís- indi eða bara málefni líðandi stund- ar. Hann gekk hreint til allra verka, talaði tæpitungulaust, fór ekki alltaf troðnar slóðir og hafði ýmsa hildi háð, bæði til sjós og lands. Dúi hafði líka óbilandi húmor og alltaf var gaman að senda honum einn og einn brandara eða taka upp símtólið þegar hann hringdi og heyra dálítið hrjúfa en ljúfa rödd Dúi Karlsson Kæri Dúi bróðir minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Og hvert sem báran burt þig ber, mun hugur minn ávallt fylgja þér. Áslaug. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. (Örn Arnarson.) Þín, Ásdís Eva. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.