Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009             ✝ Arnar Einarssonfæddist 14. júní 1945 í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hann lést í Vest- mannaeyjum hinn 21. júlí sl. Móðir hans var Ásta Steingrímsdóttir fædd í Kirkjulandi í Vest- manneyjum 31.1. 1920 en alin upp að Hlíð undir Austur- Eyjafjöllum, d. 21.4. 2000. Faðir hans var Einar Jónsson, fædd- ur að Ásólfsskála undir Vestur- Eyjafjöllum, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Foreldrar Arnars bjuggu í Vestmannaeyjum til ársins 1973, en þá fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar til 1986, er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til æviloka. Bróðir Arnars er; Her- mann, f. 26.1. 1942, kvæntur Guð- björgu Ósk Jónsdóttur, f. 26.12. 1952. Þau eiga tvær dætur, Sig- urborgu Pálínu og Steinunni Ástu. Hinn 12.8. 1972 kvæntist Arnar eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Jóhannsdóttur, f. 6.3. 1953. Hún er dóttir hjónanna Halldóru Ingimars- dóttur, f. 19.6. 1920, og Jóhanns til ársins 2002. Hann lauk kenn- araprófi frá KÍ 1982, auk þess sem hann stundaði nám við kennarahá- skóla Danmerkur 1978-1979. Haustið 2001 settist hann í Háskólann á Ak- ureyri þar sem hann stundaði dip- lómanám í sérkennslufræðum. Þá hóf hann kennslu við Glerárskóla á Akureyri, þar til hann gerðist skóla- stjóri við Grunnskólann á Þórshöfn haustið 2003 og gegndi því starfi til ársins 2008. Arnar var félagsmálamaður og sat í stjórnum hinna ýmsu félaga, m.a. Íþróttafélagsins Þórs í Vest- mannaeyjum, og ÍBV. Hann starfaði með leikfélagi Vestmannaeyja og lúðrasveitinni þar. Á Akureyri var hann virkur í leiklistarlífi MA og LA sat í stjórn Þórs og ÍBA. Þá var hann framkvæmdastjóri KSÍ árið 1982. Hann var virkur félagi í Lionshreyf- ingunni, bæði á Akureyri og Blöndu- ósi, ásamt því að vera félagi í Odd- fellowreglunni frá árinu 1973. Að lokinni starfsævinni fluttu þau hjón til Vestmannaeyja sumarið 2008 og settust þar að þar sem hann m.a. vann að útgáfu ljóðabókar en eftir hann liggja fjölmörg ljóð og tækifær- isvísur og kom hans eina ljóðabók út skömmu fyrir andlát hans. Útför Arnars verður gerð frá Landakirkju í Vestmanneyjum í dag, 27. júlí, og hefst athöfnin klukkan 15.30. Meira: mbl.is/minningar Gunnars Benedikts- sonar, f. 9.1. 1916. Arn- ar og Margrét eiga þrjú börn. 1) Jóhann Gunnar, f. 26.4. 1973. Maki Kristín Ólafs- dóttir, f. 3.5. 1972. Þau eiga þrjár dætur, Kristrúnu Dröfn, Katr- ínu Ósk og Margréti Hörn. 2) Erna Margrét, f. 3. júní 1975. Maki Ólafur Gylfason, f. 19. des. 1969. Þau eiga fjórar dætur, Svanhildi Ýri, Örnu Maríu, Ástu Sonju og Elfu Margréti. 3) Elísa Kristín, f. 16. okt. 1984. Maki Arn- viður Ævarr Björnsson, f. 4.12. 1981. Að loknu landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja 1961 fór Arnar í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1966. Kennari við Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1966-1968, auk þess að stunda sjómennsku yfir sumarmán- uði. Árið 1969 hóf hann nám við Há- skóla Íslands og lauk þaðan prófi í forspjallsvísindum. Hann gerðist kennari við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri 1971 og kenndi þar til ársins 1987, að hann gerðist skólastjóri við Húnavallaskóla í A-Húnavatnssýslu Það er ekki hlaupið að því að skrifa minningargrein um pabba. Ég komst að því þegar ég settist niður og hugðist minnast hans. Það gerð- ist, sem hefur gerst mjög sjaldan í mínu lífi, að mér varð orða vant. Mér, sem hef alltaf svo mikið að segja! Í rauninni sagði pabbi kannski það sem ég vildi sagt hafa, þegar hann orti erfiljóðið sitt til Ástu ömmu hér um árið, en ég ætla ekki að reyna að feta í hans fótspor og yrkja brag, það yrði sennilega ekki betra en ljóðið um eyjuna fögru grænu… og þó? Nú hvarflar hugurinn til baka og ég ylja mér við góðar minningar, mér hlýnar um hjartarætur, stekkur bros á vör og tár drýpur af hvarmi. Gleði, söknuður og þakklæti, tilfinn- ingar sem brjótast um í huga mér. Ég er glaður og þakklátur fyrir að lífið gaf mér þennan góða pabba. Þennan pabba sem kenndi mér svo ótalmargt. Þennan pabba sem hvatti mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þennan pabba sem reyndist stelpunum mínum svo góður afi. Hann var eins og við öll, langt frá því að vera fullkominn og það sagði hann oft, en ég vildi ekki hafa skipti á hon- um og nokkrum öðrum pabba. Ég sakna þess að heyra ekki röddina hans, þar sem hann spyr um stelp- urnar. Ég sakna þess að fá ekki að heyra hvar ódýrustu kjúklingarnir fást og gott saltað hrossakjöt. Ég sakna þess að fá ekki meira að heyra! Pabbi var stór og mikill maður, hvernig sem á var litið. Hann hafði stórar og miklar skoðanir og lá svo sannarlega ekki á þeim, frekar en aðrir í Skálaættinni. Fús að veita ráðleggingar, sem einnig er ríkt í þeirri góðu ætt. Hafði mikla ástríðu á matargerð og þótti matur góður. Hann sagði sjaldan nei, ef hann var beðinn um eitthvað hvort heldur í leik eða starfi. Hann hafði ríka rétt- lætiskennd sem hann miðlaði til okk- ar systkinanna, óbilandi trú á Al- mættið og síðast en ekki síst hafði hann stórt hjarta sem við fengum öll notið. Svo hafði hann mömmu, hönd- ina sem aldrei brást. Nú er komið að kveðjustund, fyrr en ég hafði vonað og óskað. Ég við- urkenni þó að sú hugsun að þessi stund væri að nálgast hafði sótt á huga minn undanfarið. Pabbi greind- ist með ólæknandi krabbamein fyrir rúmum áratug og sótti sá illvígi sjúk- dómur í sig veðrið undanfarið ár og þurfti hann löngum að dvelja á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Hann var samt loksins kominn heim, heim til Eyja, með það var hann sæll og glaður og fullkomlega sáttur við Guð og menn. Æðruleysi hans gagn- vart sjúkdómnum fannst mér undra- vert og var mér alla tíð illskiljanlegt. Nýlega gaf hann út sína fyrstu ljóðabók og þar er sálmur sem hann orti ekki alls fyrir löngu, sem heitir Frelsaðu mig, sem skýrir ótrúlega margt. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að innihald hans sé það sem skiptir mestu máli í lífinu, að reyna að verða betri í dag en í gær, það reyndi hann svo sannarlega og sennilega var það dýrmætasta vega- nesti sem pabbi gaf mér og mínum. Kristín mín og stelpurnar kveðja kærleiksríkan og ráðagóðan tengda- pabba og afa. Ég kveð pabba, kennara, skóla- stjóra og góðmenni með söknuði og þakklæti fyrir allt. Jóhann. Elsku pabbi minn. Eftir nokkrar tilraunir til þess að reyna að setja saman í stuttu máli hversu góður, einstakur og æðrulaus pabbi þú varst og hversu vel þú reyndist mér, Óla mínum og stelpunum okkar, gafst ég upp. Mér fannst þér takast svo vel upp þegar þú ortir erfiljóð til hennar Ástu ömmu á sínum tíma og finnst það ljóð lýsa því svo vel hvað mig langar að segja. Ég geri því þín orð að mínum. Nú er fallinn stofninn sterki, styrk mér gaf í dagsins verki. Ungan ólst þú angann heima, alúð veitt af blíðri ást. Áfram leiddi höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást. Varst það þú sem viljann stæltir, viskuorð þín fögur mæltir. Heiðarleiki hæstur talinn, hollráð veitt af sannri ást. Áfram leiddi höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást. Um skamma hríð oss skildi leið er skapanornir efldu seið. Aftur þá með kærleik komstu, kunnir veita heita ást. Áfram leiddi höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást. Blessun veittir börnum mínum, blíðu sýndir þeim sem þínum. Af öllu hjarta þökkum þér þína hreinu, skæru ást. Áfram leiddi höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást. Nú slær ei lengur hjartað heitt, heimsins mynd er orðin breytt. Nú er horfin sjónum sýnin, sú er áður veitti ást. Nú er kalin höndin hlýja, höndin sem að aldrei brást. (Arnar Einarsson.) Ég kveð þig með söknuði og þakk- læti fyrir allt og allt. Erna. Ég skrifa þessa grein til að minn- ast föður míns sem nú er fallinn frá aðeins of snemma. Margar minning- ar fljúga nú í gegnum hugann og ég brosi út í annað. Slagsmálin uppi í rúmi sem leiddu oftast nær til þess að mamma flúði undan okkur, pylsu- ferðirnar í Bæjarins bestu, kennslu- stundirnar í dönsku, ferðalögin til ömmu í Reykjavík og til ömmu og afa á Akureyri, allar þær samverustund- ir þar sem við sátum bara og spjöll- uðum um heima og geima og smjör- steiktur humar með sellerísalti, ristuðu brauði og kokkteilsósu. Pabbi sendi mig oft til Hermanns frænda í Vestmannaeyjum á pysju, því hann vildi að ég fengi að upplifa hvernig það væri að vera ættuð það- an og hvaðan hann væri sjálfur. Þetta var hápunktur hvers sumars og stundum fékk ég að fara það snemma að ég komst á þjóðhátíð sem var agalegt sport. Nú í ár ætluðum við Addi að mæta og Erna systir og hennar fjölskylda og hlakkaði pabbi mikið til og var farinn að skipuleggja allt eins og honum var einum lagið. Eitt er víst að það verður sko nægur matur! Það var svo ótrúlega margt sem hann pabbi kenndi mér um lífið og tilveruna, aldrei að gefast upp og alltaf að vera sanngjörn en samt sem áður ákveðin og það er líka þannig sem ég minnist hans, ávallt sann- gjarn en strangur. Hvatningin sem ég hef fengið frá honum í námi mínu er ómetanleg og ég gleymi því seint þegar ég hringdi í hann til að til- kynna að ég hefði verið ein af 6 sem komst inn í tannlæknanámið. Hann varð svo stoltur og glaður og ég get alveg sagt það að þetta hefði mér aldrei tekist nema með stuðningi hans og mömmu. Ég leita þín Guð til að lofa þá dýrð sem leiftrar af bláhimni þínum. Ég veit að í hjarta mér visku þú býrð og virki á lífsvegi mínum. Að öðlast það yndi í fönguði’ og trú, er aðall mín lífs sem að lifi ég nú. (Arnar Einarsson.) Ég kveð pabba minn með miklum söknuði en samt svo ánægð með að hann er kominn á góðan stað hjá ömmu og afa, laus við kvöl og pínu. Arnar Einarsson ✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal 1. september 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 20. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir Jóns Lárussonar kvæðamanns, f. 28.12. 1873, d. 14.4. 1959, og Halldóru Margrétar Guð- mundsdóttur, f. 26.6. 1886, d. 28.8. 1963. Systkini Kristínar eru: Sigríður, f. 1915, d. 1999, Pálmi, f. 1917, María, f. 1918, Jónas, f. 1925, og Guðmundur, f. 1925. Kristín gift- ist Helga Guðmundi Benediktssyni 1.9. 1945, f. í Húnavatnssýslu 12.1. Hanna Rúna Hjaltadóttir, f. 21.6. 1967, börn þeirra eru Kristrún Halla, f. 25.7. 1994 og Guðrún Halldóra, f. 17.2. 2000; og Fríða Birna, f. 17.10. 1974, maki Guð- mundur Árni Guðlaugsson, f. 25.6. 1969, börn þeirra eru Rósmarý Bergmann, f. 22.5. 2000, og Reg- ína Bergmann, f. 19.3. 2006, barn Guðmundar er Aron Björn, f. 2.1. 1995. Kristín fluttist með for- eldrum sínum að Hlíð á Vatnsnesi fimm ára að aldri og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi 1944-1945 og sinnti eftir það sínu heimili á Hvammstanga, manni og dóttur. Hún starfaði í Kvenfélaginu Björk um árabil, var lengi í kirkjukór Hvammstangakirkju og vann í mötuneyti sláturhússins á Hvammstanga fyrr á árum. Útför Kristínar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, mánu- daginn 27. júlí og hefst athöfnin klukkan 14. 1914, d. 29.12. 1982. Foreldrar hans voru Benedikt Helgason, f. 2.10. 1877, d. 28.4. 1943, og Friðrikka Guðrún Þorláks- dóttir, f. 11.12. 1886, d. 18.4. 1973. Barn þeirra er Guðrún Halldóra, f. 18.4. 1946, d. 2.4. 1987. Guðrún Halldóra giftist Þráni Traustasyni 25.7. 1965, f. í Vesturhópi 9.4. 1942. Börn þeirra eru: Kristín Harpa Þráins- dóttir, f. 18.1. 1966, og hennar börn eru Guðrún Bryndís, f. 10.12. 1985, og Egill Fannar, f. 27.12. 1989, d 5.12. 2004; Sigurður Helgi Þráinsson, f. 8.5. 1967, maki Amma mín Kristín Jónsdóttir kvaddi okkur mánudaginn 20. júlí á brúðkaupsdegi bróður míns Helga og Hönnu konu hans. Ég var á leið- inni norður þegar það var hringt í mig og tilkynnt fráfall hennar, hún var óvenjuveik þennan morgun en gott að það tók stuttan tíma. Ég keyrði og sá allt í móðu því ég fann söknuð í hjarta mínu og tárin streymdu niður kinnar mínar, eina sem ég fann til að þerra augun var stórt handklæði, en stelpurnar mín- ar sem sátu aftur í létu mig vita af því að þær þyrftu líka handklæðið og sú stutta sagði, mamma ég þarf líka að snýta mér. Það komu margar hugsanir og minningar á leiðinni norður, hvað amma átti erfitt þegar mamma mín dó, hvað amma hugsaði mikið um það að mér mundi líða vel. Stundum fannst henni ég vinna of mikið og bað mig nú að ofgera mér ekki. Amma hringdi fyrstu árin mín í sambúðinni á hverjum degi og ég í hana, ég var búin að gleyma því en maðurinn minn Guðmundur minnti mig á það. Fyrsta heimsókn hans með mér til ömmu var eftirminnileg, það var vetur, kalt og mikill snjór, amma tók vel á móti okkur og áður en við fórum frá henni fór amma nið- ur í kjallara og náði í lambaskrokk og vildi gefa okkur, eftir það kallaði minn maður hana „amma kjöt“, hún hafði gaman af því og fíflaðist með þetta lengi. Dætur mínar Rósmarý og Regína muna bara eftir ömmu sinni á sjúkrahúsi; ótal margar heim- sóknir til ömmu. Þær gerðu sér lítið fyrir og lögðu sig stundum við hlið hennar, léku sér í slánni sem er fyrir ofan höfðalagið því sú eldri fann það út að ef amma sæti uppi gæti hún sveiflað sér á stönginni í heilan hring, amma elskaði hvað hún var fjörug. Amma mín var lífsglöð, sæt og góð kona og það sem hélt henni var að það var alltaf stutt í hláturinn þó svo henni liði mjög illa. María systir hennar var dugleg að hringja í hana og senda henni alls konar smá- gjafir og þó aðallega sem hún bjó sjálf til. Hún var mjög stolt af systur sinni og talaði mikið um hana við mig og sýndi mér listaverkin hennar sem eru ómetanleg. Elsku besta amma mín, ég veit að þú ert komin á betri stað núna, það er tekið vel á móti þér og þó sér- staklega afi minn og mamma mín. Við munum sakna þín sárt og ég veit að þú ert alltaf hjá okkur. Þín, Fríða Birna. Elsku Stína amma, við vorum slegin þegar við fengum þær fréttir að þú værir látin. Þó að þetta hafi legið í loftinu í þó nokkurn tíma þá er það alltaf áfall að fá þannig fréttir, þú varst búin að vera mjög veik und- anfarnar vikur. Þegar við settumst niður til skrifa nokkur orð um góða konu komu margar góðar minningar upp í hugann. Alltaf var ánægjulegt að heimsækja þig, fyrst þegar þú bjóst í Hvammi svo á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Þú varst búin að vera lengi vel á sjúkrahúsinu og fékkst þar frábæra umönnun frá starfsfólkinu og eiga þau mikið þakklæti fyrir. Þú varst alltaf svo hress og kát, dillandi hláturinn og sposk á svip, og alltaf vildirðu vera fín, þú varst svo mikil dama, þú varst svo gestrisin, þú vildir alltaf bjóða öllum upp á kaffi og meðlæti. Þegar þú þurftir að koma suður til að hitta lækna kom það fyrir að þú gistir hjá okkur og höfðum við unun að því að hafa þig. Þú varst mikil hannyrðakona alltaf að prjóna sokka og áttum við alltaf nóg af þeim því þú varst svo iðinn við prjónaskapinn. Okkur fannst mjög gaman þegar þú spilaðir fyrir okkur upptökur af ykk- ur systkinunum að kveða þú varst svo stolt af ykkur, þið voruð komin af miklu kvæðafólki. Mikið varstu ánægð þegar við eignuðumst gull- molana okkar Kristrúnu Höllu og Guðrúnu Halldóru og þegar við skírðum yngri dóttur okkar sama nafni og dóttur þína og ekki var það verra að við kölluðum hana gælu- nafni hennar Gunna Dóra. En nú er skilnaðarstundin runnin upp. Söknuður okkar á eftir að verða mikill enda skipaðir þú ávallt stóran sess í lífi okkar. Elsku Stína amma, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við vitum að Helgi afi og Gunna Dóra mamma munu taka á móti þér og það er með sorg í hjarta sem við kveðjum þig. Þú munt ávallt lifa áfram í minningum okkar. Helgi, Hanna, Kristrún og Guðrún. Kristín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.