Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ’Til upprifjunar skal á það minnt,að gagnrýni mín beinist að því aðekki er í samningunum gert ráð fyrirað íslenski tryggingarsjóðurinn fáigreiðslu á undan hinum erlendu tryggingarsjóðum þegar kemur að uppgjöri hverrar innstæðu úr búi Landsbankans, heldur er gert ráð fyrir að allir sjóðirnir fái hlutfallslega jafnt, enda þótt íslenski tryggingar- sjóðurinn eigi alltaf að greiða fyrstu 20.887 evrurnar upp í hverja inn- stæðu. » 15 RAGNAR HALLDÓR HALL ’Hagræðing í veiðum og vinnsluveldur áframhaldandi fækkunstarfa í greininni. Það gæti þó breystvið aðild Íslands að ESB því þá yrðiunnt að stunda hér meiri vinnslu sjáv- arfangs fyrir Evrópumarkað. » 16 INGÓLFUR SVEINSSON ’Bruðl- og óráðsíuslóðin er ófög-ur. Mannkynssagan sýnir okkurað almenningur tekur völdin í sínarhendur þegar glys- og óhófslífernistjórnvalda og æðstu manna hefur hneppt alþýðuna í fjötra fátæktar og allsleysis. Þá er alls von. » 16 ARNDÍS HERBORG BJÖRNSDÓTTIR ’Gróft má áætla að hagnaður ís-lenskra sjávarútvegsfyrirtækjageti orðið um 15 milljarðar króna áári. Seðlabankinn er þá að spá því aðstrax á næsta ári verði afgangur af viðskiptum við útlönd tífaldur hagn- aður sjávarútvegsins, undirstöðu- atvinnugreinar þjóðarinnar. » 16 KÁRI SIGURÐSSON ’Er fullveldi Íslands kannski held-ur lítils virði í raun? Var sjálf-stæðisbaráttan bara einhver misskiln-ingur þjóðrembumanna? Og þorska-stríðin við Breta og fleiri, voru þau e.t.v. óþörf? Sjómenn Landhelgis- gæslunnar lögðu líf sitt í hættu í hörðum átökum við herskip hennar hátignar. » 17 ÓLAFUR ODDSSON ’Og því sé rétt, að JóhannaSigurðardóttir taki þráðinn uppvið forsætisráðherra Englands ogHollands. Það sé erfitt að sjá það fyr-ir sér, að oddvitar þessara vinaþjóða láti litlu frænku fara sneypuför. » 17 HALLDÓR BLÖNDAL ’Ég fyrirlít fyrrverandi stjórnendurLandsbankans og reyndar bank-anna allra og eigendur þeirra þó éghaldi reyndar að sumir eigendannahafi varla haft hugmyndaflug til að gera ýmislegt af því sem þó var gert í gróðaskyni fyrir þá. » 17 BJÖRN DAGBJARTSSON Skoðanir fólksins SKOÐANIR» Staksteinar: Diplómati í pólitík Forystugreinar: Íslandi hótað Í skugga fortíðar Pistill: Bryneðlur í dvala Ljósvaki: Berlusconi skemmtir mér Heitast 13°C | Kaldast 7°C  Rigning á Norður- og Austurlandi, en annars þurrt að kalla. Hlýjast á Suðvest- urlandi. »10 Tökum á Hvíldar- dögum hefur verið frestað fram á næsta sumar vegna pen- ingaleysis hjá Kvik- myndasjóði. »28 KVIKMYNDIR» Tökum frestað KVIKMYNDIR» Tarantino frumsýnir Inglorious Basterds. »27 Urður hefur þegar gefið út tvær bækur. Forlagið reka hjónin Jón Þ. Þór og Elín Guðmundsdóttir. »24 BÓKMENNTIR» Nýtt bóka- forlag FÓLK» Flugan skoðaði bæjar- lífið um helgina. »25 FÓLK» Hvaða lög á ekki að spila í brúðkaupi? »28 Menning VEÐUR» 1. Vann 46 milljónir í Lottó 2. Steypti sér kollhnís að altarinu 3. Afneita 8 ára dóttur eftir nauðgun 4. Blátt bann við akstri og áfengi … »MEST LESIÐ Á mbl.is NÝ nöfn voru rit- uð á bikarana í báðum flokkum þegar Íslands- mótinu í högg- leik lauk í gær á Grafarholtsvelli. Hinir nýju Ís- landsmeistarar eru frá Akranesi og Seltjarnar- nesi. Þau heita Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafur Björn Loftsson. Valdís var með for- ystuna nær allt mótið og tókst að halda henni, en naumlega þó. Ólaf- ur Björn átti einn æsilegasta enda- sprett í sögu Íslandsmótsins og knúði fram umspil við Stefán Má Stefánsson. Þegar siglingin var sem mest á Ólafi fékk hann fimm fugla í röð. kris@mbl.is | Íþróttir Valdís Þóra og Ólafur Björn Ís- landsmeistarar Valdís Þóra Jónsdóttir HELGA Margrét Þorsteinsdóttir missti af Evr- ópumeistaratitli unglinga í sjö- þraut í gær þeg- ar hún meiddist í fimmtu grein mótsins í Novi Sad í Serbíu. Helga var með forystu þegar hún meiddist og hefði að öllu óbreyttu unnið öruggan sigur. „Ég fer að grenja nánast á fimm mín- útna fresti og vona enn að ég vakni bráðum og þetta sé bara einhver martröð,“ sagði hin 17 ára gamla Helga við Morgunblaðið. |Íþróttir Vona enn að þetta sé bara martröð Helga Margrét Þorsteinsdóttir TALIÐ er að um fimmtán hundruð manns hafi heimsótt Borgarfjörð eystra um helgina þar sem tónlistarhátíðin Bræðslan fór fram. Færri komust að á tónleikunum en vildu en gamla síldarbræðslan var troðfull, þar voru átta hundruð gestir. Hér sést Páll Óskar flytja lög með Moniku Abendroth og strengjasveit. | 29 Um 1.500 manns í firðinum Fjölmennt á Bræðslunni á Austurlandi um helgina Ljósmynd/ Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HÆGT er að fylgjast með ferðum hreindýra eftir að starfsmenn Nátt- úrustofu Austurlands hófu að fanga kýr og setja á þær staðsetningar- tæki. Fimm voru merktar í vetur. Að sögn Skarphéðins G. Þórisson- ar líffræðings sendir tækið frá sér sms-skilaboð á þriggja klukku- stunda fresti um staðsetningu sína, en verkefnið tengist vöktun á áhrif- um Kárahnjúkavirkjunar, auk þess að kanna landnotkun dýranna. „Á virkjunarsvæðinu, þar sem til eru góð gróðurkort, er hægt að leggja þau undir ferðir dýranna og sjá hvaða gróðursvæði þau nýta,“ segir Skarphéðinn. „Annað sem við viljum sjá er hvaða áhrif veiðar hafa á dýrin. Á Fljótsdalsheiðinni er stundum mikil örtröð veiðimanna,“ bætir hann við. Bera megi saman ferðir hreindýr- anna á veiðitíma og utan veiðitíma. Ein kýrin, sem nefnd er Hauga, hvarf úr símasambandi um langa hríð. Leitaði Skarphéðinn hennar á Snæfellsöræfum og taldi jafnvel að tækið hefði bilað. Fyrir skemmstu komst Hauga svo aftur í samband og skilaði þá ferðasögunni. Þá var hún stödd í Hamarsdal, á öðru svæði en hún ætti að vera á, samkvæmt bók- inni. „Það verður spennandi að fylgj- ast með því hvað hún gerir næsta vetur,“ segir Skarphéðinn. Hreindýrin senda sms  Fylgst verður með ferðum hreindýra í tvö og hálft ár  Staðsetningartæki veita upplýsingar um hegðun þeirra Ljósmynd/na.is Vel merkt Kýrin Hauga með sendi- tæki um hálsinn í Skriðdal í vetur. Í HNOTSKURN »Búsvæðum hreindýra hef-ur hingað til verið skipt upp í svæði og veiðisókn m.a. verið stjórnað með hliðsjón af þeim. »Rannsóknin gæti leitt í ljósað meiri samgangur sé á milli hjarða en áður var talið. »Stefnt er á að merkja ábilinu 13-15 kýr í heildina. ÞRÍR hollenskir listamenn hafa tekið ástfóstri við Húsavík án tengsla við bæinn. Rithöfund- urinn Paul Sterk er nýbúinn að gefa út skáldsögu þar sem eru minningar hans úr Húsavíkur- heimsókn fyrir mörgum árum. Þá hafa tónlistarmennirnir hollensku Jason Kohnen og Maurits Wester- ik gefið út tíu laga plötu með tónlist í anda Sigur Rósar. Platan var tekin upp undir áhrifum af hvalaskoðunarferð. „Þessir lista- menn eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa heillast af Húsavík,“ segir Erla Sigurðardóttir hjá Hvalasafninu á Húsavík. Sterk les upp úr bók sinni á Húsavík nk. laugardag og tónlistarmennirnir eru sömuleiðis væntanlegir. sbs@mbl.is Hollenskir heillast af Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.