Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 8
Útvarpsgjald er lagt á skattgreið- endur í fyrsta skipti í ár, arftaki af- notagjaldsins sem eigendur við- tækja þurftu áður að greiða. Um nefskatt er að ræða, 17.200 krónur á hvern framteljanda sem greiðir tekjuskatt og er á aldrinum 16-69 ára. Alls nemur álagningin 3,2 milljörðum króna og er lagt á 187 þúsund gjaldendur. Eru lögaðilar þá ekki taldir með, sem einnig þurfa að greiða útvarpsgjaldið. Íbúðaskuldir 1.000 milljarðar Framtaldar eignir heimilanna námu 3.657 milljörðum króna í lok síðasta árs, þar af 2.436 milljarðar í fasteignum, og höfðu aukist um 8,2% frá fyrra ári. Verðmæti fast- eigna jókst um 2,5% en lítil fjölg- un varð á eigendum fasteigna. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.683 milljörðum króna í lok árs 2007 og jukust milli ára um fjórðung. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa jukust um 25,9% og námu rúmum þúsund milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu nema skuldir vegna íbúðarkaupa 43,4% af verðmæti þeirra og hafði það hlutfall hækkað um 8% frá fyrra ári. Er það mun meira en dæmi eru um áður. 3,2 milljarðar af útvarpsgjaldi einstaklinga 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Tekjur og bætur í milljónum króna 98.600 almennur tekjuskattur 108.700 útsvar til sveitarfélaga 20.200 fjármagnstekjuskattur 9.600 greiddar barnabætur 10.000 greiddar vaxtabætur FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÁLAGNING opinberra gjalda, vegna tekna einstaklinga á síðasta ári, er nokkurn veginn í samræmi við áætlanir fjármálaráðuneytisins, að sögn Maríönnu Jónasdóttur, skrif- stofustjóra tekju- og lagaskrifstofu ráðuneytisins. Helst munar þó í áætl- uðum fjármagnstekjuskatti, en vegna bankahrunsins lækka þær tekjur um 20% á milli ára. Eins og fram kom í blaðinu í gær nemur samanlögð álagning tekju- skatts og útsvars 221,3 milljörðum króna, þar af eru tæpir 100 millj- arðar af almennum tekjuskatti. Hækkaði skattgreiðsla á hvern gjald- anda að meðaltali um 6,7% á milli ára. Meira af bankabókum Miklar breytingar hafa orðið á samsetningu tekna ríkisins af fjár- magnstekjuskatti, sem nam 20,2 milljörðum króna. Nú er hagnaður af sölu hlutabréfa um 12% af álögðum fjármagnstekjuskatti, miðað við 58% árið áður. Á móti hefur hlutfall tekna af bankainnistæðum vaxið verulega, eða úr 10% árið 2007 í 39% fyrir síð- asta ár. Athygli vekur að hlutur tekna af arðgreiðslum hefur aukist nokkuð milli ára, eða um fimmtung, og er 27% af fjármagnstekjum, eða um 5,2 milljarðar króna. Miðað við 10% fjármagnstekjuskatt hafa fram- taldar tekjur af arðgreiðslum ein- staklinga numið rúmum 50 millj- örðum króna á síðasta ári. Hætt er við að tekjur af arðgreiðslum í næsta skattframtali, fyrir þetta tekjuár, verði litlar sem engar. Fjöldi greiðenda fjármagns- tekjuskatts tvöfaldaðist á milli ára, fór upp í 185 þúsund manns, og ástæðan aðallega sú að nú er fjár- málastofnunum gert skylt að senda upplýsingar óumbeðið til skatta- yfirvalda. Vaxtatekjur birtast því núna á öllum framtölum, en eftir bankahrunið voru háar fjárhæðir fluttar úr peningamarkaðssjóðum yf- ir á innlánsreikninga. Þetta dugði þó ekki til þess að auka tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti, þær lækkuðu um 20% á milli ára. Ríkissjóður mun á þessu ári greiða út samtals 19,6 milljarða króna í barna- og vaxtabætur, þar af 10 milljarða í vaxtabætur. Barnabætur voru hækkaðar um 5,7% og tekju- skerðingarmörk hækkuð um 25% frá fyrra ári. Viðtakendum barnabóta fjölgaði um 3,9% og meðalbætur á hverja fjölskyldu hækka um tæp 8%. Vaxtabætur fá nærri 65 þúsund framteljendur, sem er fjölgun milli ára um 11%. Meðalvaxtabætur eru núna 154 þúsund krónur á hvern bótaþega og hafa hækkað um 35% milli ára, en bótunum er sem kunn- ugt skipt á milli hjóna og sambýlis- fólks. Vaxtabætur voru hækkaðar um 5,7% í fjárlögum en í tilkynningu fjármálaráðuneytisins er bent á að ríkisstjórnin hafi komið til móts við efnahagsvanda heimilanna með því að hækka hámarksbætur um fjórð- ung til viðbótar, auk þess sem heim- ilað hámarksvaxtahlutfall var hækk- að úr 5% í 7%. Skattur nærri áætlun Morgunblaðið/Golli Ríkissjóður Skatttekjur síðasta árs aukast frá árinu 2007 um 3,6% en aukn- ingin hefði orðið mun meiri hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna í haust.  Mikil breyting á fjármagnstekjuskatti á milli ára  Tekjur af arðgreiðslum juk- ust um fimmtung  Vaxtabætur alls 10 milljarðar og barnabætur 9,6 milljarðar Afleiðingar bankahrunsins síð- astliðið haust koma berlega í ljós í álögðum skattgreiðslum til rík- isins, sérstaklega hvað fjár- magnstekjuskatt varðar. Aðrir tekjuliðir eru nærri áætlun.         $ ; $    5  )  ) & <   1   )  + ,  &!&! $ + ,   & < $  !     $  1   !     1    5  )  ) & <  + ,  &!&! $  !     $  1   ! + ,     & < $  1   )  Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is OFGREIÐSLUR til ellilífeyrisþega fyrir árið 2008 eru tæplega 3,1 milljarður króna, en ofgreiðslur til örorkulíf- eyrisþega rétt tæpur milljarður, að sögn Sigríðar Lillýj- ar Baldursdóttur, forstjóra Tryggingastofnunar. Öllum sem fengu ofgreitt er sent bréf, ekki eingöngu þeim sem fengu greitt umfram 70.000 kr. vikmörkin líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Meðaltal allra greiðslna umfram er því rétt tæpar 130.00 krónur fyrir skatt – eða um 100.000 er skattur hefur verið greiddur. Alls fengu um 12.000 manns greitt umfram vikmörk og er meðaltal ofgreiðslna hjá þeim sem fengu ofgreitt um- fram 100.000 kr. 276.000 kr. fyrir skatta. Fjórir af hverj- um fimm lífeyrisþegum sem fengu ofgreiddar bætur um- fram 100.000 krónurnar eru ellilífeyrisþegar. Erfitt að hafa upplýsingarnar réttar Líkt og fram kom í viðtali við Sigríði Lillý í Morgun- blaðinu á miðvikudag liggur skýringin í því að margir lífeyrisþegar veittu engar eða rangar upplýsingar um sínar fjármagnstekjur. Sá upplýsingaskortur þarf þó ekki að vera óeðlilegur að mati Einars Árnasonar hag- fræðings sem hefur unnið með Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalagi Íslands. Ekki sé hlaupið að því að veita réttar upplýsingar um fjármagnstekjur. „Það er illmögulegt að áætla fjármagnstekjur, þær rjúka upp einn daginn og svo er hrun þann næsta. Það er gott sem ómögulegt að hafa rétt fyrir sér og í raun ótrúleg heppni að geta giskað á rétta tölu,“ segir Einar. Langflestar leiðréttingar verða þó, að sögn Sigríðar Lillýjar, gerðar með skuldajöfnun við bætur og í meiri- hluta tilvika næst það innan árs, en Tryggingastofnun er heimilt að halda eftir allt að 20% af tekjutengdum bótum. Í þeim tilvikum þar sem ekki næst að skuldajafna af lífeyrisgreiðslum á þeim tíma verða sendir greiðsluseðlar í heimabanka fyrir mismuninum og er þeim líka dreift á tólf mánuði. „Telji fólk sig ekki ráða við endurgreiðslu á tólf mánuðum getur það beðið um lengri endurgreiðslu- tíma. Þá ber Tryggingastofnun skylda til að líta til eigna- og teknastöðu við mat á því hvort sú beiðni verði sam- þykkt.“ Sérstök áhersla verði þá lögð á samningaleiðina áður en farið verði í frekari innheimtuaðgerðir. Ellilífeyrisþegar í miklum meirihluta  Ofgreiðslur til ellilífeyrisþega tæplega 3,1 milljarður Öryrkjabandalagið og Landsamband eldri borgara hafa farið fram á við félags- og tryggingamálaráð- herra að skerðingar vegna fjármagnstekna verði endurskoðaðar. Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér er bent á að misræmi felist í því að frí- tekjumark lífeyrisbótaþega vegna fjármagnstekna sé 97.000 kr. á ári, á meðan að atvinnulausir megi hafa 59.000 kr. í fjármagnstekjur á mánuði og þá hafi fjármagnstekjur ekki áhrif á lánveitingu frá LÍN. „Margir hafa með ráðdeild og hagsýni náð að búa sér til varasjóð til að bregðast við óvæntum aðstæð- um eins og auknum kostnaði […] Því munu endur- greiðslukröfur TR koma illa við marga,“ segir í til- kynningunni. Ósanngjarnar tekjuskerðingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.