Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Spennandi ferð til borgarinnar sem var höfuðborg Rússlands á árunum 1712 - 1918 og hét síðar um tíma Leníngrad. Hún telst án efa miðstöð menningar og lista og margir telja borgina eina þeirra fallegustu í heimi. Flogið verður til Helsinki og haldið til St. Pétursborgar. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir um borgina og nágrennið. Reynum að kynnast sögunni og menningunni á sem fjölbreyttastan hátt, bæði með því að skoða merka staði og borða góðan mat. Undir lok ferðar verður farið til Tallinn, höfuðborgar Eistlands, en borgin er ein best varðveitta miðaldaborg í N-Evrópu. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar í þessari einu og sömu ferð! Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Verð: 236.460 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu, ferja Tallinn - Helsinki, 5 máltíðir þar af 2 stórveislur, aðgangseyrir, vegabréfsáritun og íslensk fararstjórn SUMAR 13 31. ágúst - 7. september Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Pétursborg - Tallinn ATH . Mikiðinnifalið Lífeyrissjóður starfsmanna Kópa-vogs kemur saman í næstu viku og er tilefnið meðal annars að skipa nýja stjórn. Eins og fram kemur hjá Elínu Jónsdóttur, umsjónarmanni sjóðsins í Morgunblaðinu í gær er ástæðan sú að skipa þurfti sjóðnum umsjónarmann og víkja frá stjórn hans og framkvæmdastjóra. Efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú fjárfestingar sjóðs- ins.     Í viðtalinu segirElín: „Við töld- um rétt að skoða hvernig best væri að skipa stjórnina til að tryggja hags- muni sjóðfélaga og til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum.“     Það er undarleg árátta launa-greiðenda að gera tilkall til að ráðskast með það hvernig farið er með peninga sem þeir eiga ekkert í.     Í stjórninni, sem var vikið frá 19.júní, voru fjórir af fimm stjórn- armönnum kjörnir fulltrúar. Hlut- ur launagreiðenda var orðinn ráð- andi í stjórninni.     Nú á að breyta þessu og það ertímabært. Sjóðfélagar eiga að kjósa tvo fulltrúa, bæjarstjórn Kópavogs tvo. Stjórn sjóðsins skal síðan skipa þann fimmta, formann- inn, sem á að vera óháður bæði sjóðfélögum og bæjarstjórn Kópa- vogs.     En er það nóg? Kópavogur hefurekki leyfi til að skipta sér af í hvað launþegar hjá bænum nota kaupið sitt. Af hverju ætti lífeyr- issjóðurinn þeirra að koma bænum við? Þessarar spurningar má spyrja um alla lífeyrissjóði í landinu, hvort sem félagarnir – les eigendurnir – starfa hjá hinu opinbera eða á frjálsum markaði. Umbætur í aðsigi. Hverjir eiga lífeyrissjóðina? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 14 skýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Bolungarvík 8 rigning Brussel 25 léttskýjað Madríd 33 heiðskírt Akureyri 12 skýjað Dublin 13 skúrir Barcelona 27 heiðskírt Egilsstaðir 9 rigning Glasgow 18 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 15 skýjað London 20 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Nuuk 6 skýjað París 28 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 25 léttskýjað Winnipeg 15 alskýjað Ósló 16 skýjað Hamborg 25 heiðskírt Montreal 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt New York 26 alskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Vín 27 léttskýjað Chicago 24 léttskýjað Helsinki 22 léttskýjað Moskva 21 skýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 30. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.22 3,0 6.33 1,3 13.07 3,0 19.27 1,4 4:30 22:40 ÍSAFJÖRÐUR 2.20 1,8 8.37 0,8 15.19 1,8 21.47 0,9 4:12 23:08 SIGLUFJÖRÐUR 5.05 1,1 11.05 0,6 17.31 1,2 23.46 0,5 3:54 22:52 DJÚPIVOGUR 3.18 0,7 9.58 1,8 16.26 0,9 22.11 1,5 3:54 22:15 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Fremur hæg norðlæg átt, skýj- að með köflum og skúrir á stöku stað, en skýjað og dálítil rigning með köflum norðantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SV-lands. Á laugardag Breytileg átt, skýjað eða skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag (frídagur verslunarmanna) og þriðjudag Útlit fyrir norðaustlæga átt og vætu með köflum N- og A- lands, en úrkomulítið á S- og V- landi. Áfram fremur milt í veðri, einkum suðvestantil á landinu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og rigning eða súld með köflum norðantil á landinu og aust- anlands, en annars skýjað eða skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig, en 7 til 13 á norðanverðu land- inu. EMBÆTTI ríkisskattstjóra opnaði kl. 16 í gær fyrir álagningarseðla einstaklinga á netinu og var gríðarlegt álag á vefnum skattur.is og einnig rsk.is. Seðlar á pappír verða bornir í hús í dag og inneignir greiddar í langflestum tilvikum út á morgun, föstudag. Um er að ræða skuldajöfnun á móti ofgreiddum sköttum og vaxtabætur, alls 15,1 milljarður króna. Þar af eru vaxtabætur 8,3 millj- arðar, sem eru 83% af öllum greiddum vaxtabótum í ár. Ofgreidd staðgreiðsla nemur 3,9 milljörðum. Þá verður fjórðungur barnabóta greiddur út um þessi mánaðamót, eða 2,5 milljarðar króna. Barna- bætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári og kemur síðasti hluti þeirra, 2,6 milljarðar, til út- borgunar 1. nóvember nk. Á vef skattstjóra kemur fram að skil á skatt- framtölum hafi batnað í öllum umdæmum frá fyrra ári. Batinn er hlutfallslega mestur á Vest- urlandi, Norðurlandi eystra og vestra og í Vest- mannaeyjum, um og yfir 50%. Skattstjórar lands- ins áætla tekjur á rúmlega 17.500 einstaklinga á þessu ári vegna tekna ársins 2008. Áætlunum fækkar frá fyrra ári en tekjur voru áætlaðar hjá 21 þúsund manns í fyrra. bjb@mbl.is Ríkissjóður greiðir út 15 milljarða  Betri skil á skattframtölum en áður  Tekjur áætlaðar á 17.500 manns Í HNOTSKURN »Skil á skattframtölum eru einnaverst í umdæmum skattstjóranna á Suður- og Austurlandi. »Á Austurlandi eru tekjur áætlaðará 9,67% þeirra sem eru á skattskrá og á Suðurlandi er sami hópur 9,1%. Best eru skilin í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.