Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is „SUMARÚTSÖLUR og lækkun á hús- næðiskostnaði um 2,6% eru kannski stærstu áhrifavaldar þess að neyslu- verðsvísitalan hækkar minna en spár gáfu til kynna,“ segir Guðrún Jóns- dóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar. Matarverð hækkar lítið Meðalvörukarfa heimilis hækkar um 0,17%. Vörukarfan er stútfull af eig- inlegum og óeiginlegum varningi, s.s. matvöru, fatnaði, síma, hita, rafmagni, bíómiðum, líkamsrækt, húsnæði, fjár- málaþjónustu og svo mætti endalaust telja upp allar vörur og þjónustu sem heimilin kaupa. Rafmagn og hiti hækkaði um 1,5% í júlí, þar af rafmagn um 2,2% en hiti um 0,4%. Þetta hafði 0,04% áhrif á vísitöl- una. Bensíngjaldshækkun kom til framkvæmda núna í júlí. Nýir bílar hækka í verði um 3,4%, húsgögn og heimilisbúnaður um 4,7%. Lítil hreyfing var í matarverði og voru áhrif þess eingöngu um 0,02%. „Það skýrist að hluta af því að ákveðnar matvörur s.s. grænmeti eru á lægra verði yfir sumarmánuðina,“ útskýrir Guðrún. Hún segir ætíð erfitt að mæla matarverð því sveiflur á verði séu miklar og tilboð breytist dag frá degi. Verð á skóm og fatnaði hefur hrap- að á sumarútsölunum og hefur áhrif til lækkunar vísitölunnar um 0,43%. Sumarútsölur hafa einnig áhrif á að verð á innflutningsvörum sem hefur eingöngu hækkað um 0,7% á milli júní og júlí. Undanfarna 12 mánuði hefur hækkunin verið um 22%. Vísitala neysluverðs í júlí er 345,1 stig og hækkaði því um 0,17% frá fyrra mánuði. Ef húsnæði er undanskilið þá er vísitalan 323,9 stig og hefur hækkað um 0,56 stig milli mánaða. Verðbólgan mælist nú 11,3% og hef- ur lækkað milli mánaða um 1,1%. Guðrún segir að þó innflutningur hafi dregist saman og ákveðnar mat- vörur og fleira sem nú sé of dýrt í inn- kaupum hafi horfið af markaði hafi það engin áhrif á mælingar. „Við höfum vissulega tekið eftir að úrval er minna bæði í matvöruverslunum og annars staðar. En ef ákveðnar vörur hverfa af markaði þá skiptum við inn nýjum sambærilegum. Þetta hefur því engin áhrif til verðhjöðnunar né verðbólgu. Ekki frekar en að þó hvert heimili eyði minna og kaupi fyrir átta þúsund en ekki tíu þúsund hverju sinni. Það er ekki hægt að mæla á milli nautalundar og kjötfars.“ Verðhjöðnun ólíkleg Spár í byrjun árs hnigu í þá átt að Íslendingar ættu eftir að upplifa verð- hjöðnun. Forsenda þeirrar spár var að gengislækkun íslensku krónunnar væri tímabundin og að gengið myndi styrkjast fljótt sem ekki hefur gengið eftir. „Ísland er mjög háð innflutningi sem er nátengdur genginu. Ef gengi krónu styrkist ekki þá eru líkur á verðhjöðnun hverfandi,“ segir Guðrún. Hækkun neysluverðsvísitölu hefur áhrif víða, t.d. á verðtryggingu lána. Þannig er neysluverðsvísitala júlí- mánaðar sú vísitala sem hefur áhrif á verðtryggingu lána í september. Guð- rún segir skattahækkanir af óbeinum sköttum fara inn í vísitöluna. Þannig hafði vörugjald á bensín áhrif til hækkunar og fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti fer beint inn í neyslu- verðsvísitöluna. Sumarútsölur áhrifavaldur  Neysluverðsvísitalan hækkaði minna en spár höfðu gefið til kynna  Húsnæðiskostnaður lækkar  Opinberar álögur fara inn í vísitöluna sem notuð er til útreikninga á verðtryggingu lána        !" #$ %"&''(")*"!"   822=! >89?@13 822?% , >298:13 822@5 ! 97!! 9   >29A213  +,-.$/ #$ 01'    2* #$ 3'0"    453.67/ 8/ / #$ ",9$.   8A4B ! )7  >2=9213  453$*$. 8-/9/:/315.7!" #,:    8:27  ) $&7 >=9A613 8:A &7 9  9  )7)  >89@C13  4-/:3   8?2  !  >29C=13  2-"7/" #$ ,:! ./.$"   8C22# >=9?813 8C44 #  # >:98@13 8C=4    $>89=:13  40 -: #$ )-/ /.$3 7/"  ; 224D >89A213  $ ;  *                 ,"< (5.= /: (5:= >  >  E49?C1 F=9861 E49C=1 F49:@1 >  >  E29?@1 > ; E=9221 >  > ; ? ?  E=9=?1 EA9C=1 EA9@=1 E296A1 EC9481 Í HNOTSKURN »Neysluverðsvísitala ermælikvarði á verðlags- breytingar. »Prósentubreyting hennarer mælikvarði á verðbólgu. »Innfluttar vörur hafahækkað um 22% sl.12 mán- uði. Gengisbreytingar hafa verið hærri og því ekki að fullu skilað sér inn í verðlag. „ÁLÖGUR stjórnvalda leiða til hækkunar á neysluverðsvísitölu sem leiðir til hækkunar á verð- tryggingu lána sem síðan hækkar höfuðstól,“ seg- ir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Krafa okkar, sem því miður hefur ekki verið hlustað á, er að verðhækkanir sem verða til vegna hækkunar á opinberum gjöldum séu teknar út þegar verið er að reikna hækkanir á lánum.“ Jóhannes segir eðlilegt að hækkanirnar séu reiknaðar inn í framfærsluvísitöluna sem gefi til kynna verðbólgu. „Það er hins vegar óeðlilegt að þegar stjórnvöld ákveða að auka tekjur sínar með óbeinum sköttum fái bankar einnig aukið fé. Þannig koma skattarnir með tvöföldum þunga á heimili sem eru með verðtryggð lán og þau eru ófá. Beinar skattahækkanir eru þá skömminni skárri. En ef að stjórnvöld kjósa að auka tekjur sínar frekar með óbeinum sköttum þá verður að finna leið til að lánin hækki ekki. Það ætti að fela Hagstofunni að taka út hækkanir sem verða vegna óbeinna skatta þegar kemur að því að reikna út hvað lánin eiga að hækka.“ Óbeinir skattar hækka lánin „ÞAÐ er út í hött að húsnæðisverð vegi allt að 20% í útreikningi á neysluverðsvísitölu,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. „Það má segja að þetta sé ágætt á meðan verðið er á nið- urleið. En staðreynd málsins er sú að eigið húsnæði er ekki neysla heldur fjárfesting. Viðhald og fleira má skilgreina sem neyslu en ekki sjálft verðið á fjárfestingunni. Þetta er alvarleg hugsanavilla sem margir hagfræðingar hafa bent á.“ „Þegar verð hækkar aftur þá mun það vega hátt í vísitölunni með tilheyrandi hækkun lána. Aðalatriðið er þó tvímælalaust það að þjóðin verður að fara að losna undan áþján vísitölutengingar og verð- tryggingar í langtímafjárfestingu. Staðan er þannig nú að 20 milljóna króna fasteign er komin niður í 17,4 milljónir. Gera má ráð fyrir að eigandi hafi tekið 18 milljóna króna lán. Fasteignin hefur lækkað um 1,6 milljónir og lán- ið er komið í tuttugu milljónir. Rýrnun nálgast fimm milljónir. Þetta þýðir rýrnun á veðum og er hvati til að gefast upp. Þetta þýðir mikið samfélagslegt tap.“ Húsnæðisverð er ekki neysla IINN á vef Umferðarstofu má sjá að nýskráningar bíla hafa aukist töluvert í júní. Nýskráningar eru þannig 1.135 í júní samanborið við 585 í maí. Ný- skráningar voru fæstar í mars á þessu ári, eða 220 bílar. Þetta kemur nokkuð á óvart, því í júlí hækk- uðu nýir bílar um 3,4% í verði. „Aukin sala skýrist aðallega af því að tvö bíla- umboð hafa verið með útsölu á svokölluðum eftir- ársbílum á lager frá því í byrjun júní,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins. „Þetta eru einu bílaumboðin sem hafa lækkað verðið, hjá öðrum hefur verðið hækkað. Það er líklega ástæðan fyrir því að útsalan nær ekki inn í neysluverðsvísitöluna.“ Özur segir þessi tilboð vera að fjara út og þeim muni væntanlega ljúka í næsta mánuði. Hann segir bílasölu hafa hrunið og verið sé að selja bíla með miklu tapi. Svigrúm til verðlækkana sé því ekkert þó að lækkað verð sé ef til vill eina leiðin til að selja bíla nú um stundir. Hann segist vita til að eitthvað hafi selst hjá öðrum umboðum inn á bíla- leigur, en sala á bílum sé þó hverfandi lítil. Bílar hækka en sala eykst Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is ALGENGT er að laun bæjarstjóra skiptist í föst mánaðarlaun og fasta yfirvinnu. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásgerður Halldórsdóttir, er hæst launaði bæjarstjóri landsins sam- kvæmt úttekt Morgunblaðsins sem nær til helstu sveitarfélaga lands- ins. Laun hennar eru tvíþætt. Annars vegar fær hún 1.180.070 kr. sem bæjarstjóri og svo fær hún 137.904 kr. fyrir setu í bæj- arstjórn en Ásgerður er kjörinn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Afnot af bíl Líkt og margir aðrir bæj- arstjórar fær Ásgerður afnot af bíl og greiðir hlunnindaskatt af hon- um. Í öðru sæti er bæjarstjóri Garðabæjar sem hlýtur 759.043 í föst mánaðarlaun en að auki fær hann 50 klukkustundir borgaðar sem fasta yfirvinnu, eða 265.256 kr. Samtals gerir þetta 1.204.572 kr. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er í þriðja sæti með 1.194.350, þá kem- ur Akureyri með 1.064.642, Hafn- arfjörður með 1.086.649, Kópavog- ur með 1.085.187, Reykjanesbær með 1.044.626 og Fjarðabyggð með 1.004.472 kr. Reykjavík í níunda sæti Athygli vekur að borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, er í níunda sæti listans með 935.000 í föst mánaðarlaun og eru setur í borgarstjórn innifaldar í þeirri tölu. Að auki fær hún greiddan fastan, mánaðarlegan, starfstengdan kostnað upp á 66.400 kr. sem gerir samtals 1.001.400 kr. Bæjarstjórarnir á Dalvík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akranesi, í Árborg og Snæfellsbæ eru allir með undir milljón á mán- uði. Lækkanir á árinu Laun nokkurra bæjarstjóra lækkuðu á árinu í samræmi við sparnaðaraðgerðir sveitarfé- lagsins. Má þarna nefna Akureyri, Reykjavík, Árborg og Ísafjörð. Nokkrir bæjarstjórar sitja í nefnd- um sem tilheyra stofnunum bæj- arfélagsins, svo sem stjórn slökkviliðs eða hafnar. Greiða þessar stofnanir iðulega fyrir stjórnarsetuna og eru þær upp- hæðir gjarnan á bilinu fimmtán til tuttugu og fimm þúsund fyrir hvern fund en þeir eru nokkrum sinnum á ári. Þess má geta að for- sætisráðherra landsins, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur alls 935.000 kr. á mánuði, sömu laun og borg- arstjóri Reykjavíkur hefur fyrir utan greiðslu vegna kostnaðar. Þá hefur hún afnot af bíl, til takmark- aðra einkanota, og bílstjóra. Voru laun forsætisráðherra lækkuð í vetur. Bæjarstjóri Seltjarnarness hæstur  Níu bæjarstjórar eru með yfir milljón á mánuði  Borgarstjórinn í Reykjavík er í níunda sæti  Laun forsætisráðherra Íslands eru 935.000  Margir bæjarstjórar hafa lækkað í launum á árinu Hæstlaunaði bæjarstjóri á land- inu er á Seltjarnarnesi en þar hefur bæjarstjórinn rúm þrettán hundruð þúsund í mánaðarlaun.      5     D & G  & !      0( B ! &  & B !#! % & 5 !!)$   )  5 & /#! *   !     ;          ; ; ; ;  7! 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.