Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Það kemurekki áóvart að ríkisstjórnar- flokkarnir séu á öndverðum meiði í varnarmálum – var raunar fyrirséð. Fulltrúar vinstri grænna, þeir Árni Þór Sig- urðsson formaður utanríkis- málanefndar Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa kveðið upp úr um að leggja eigi Varnarmálastofnun niður og hætta loftrýmisgæzlu á veg- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem hefur varnarmálin á sinni könnu, kannast ekki við að neinar ákvarðanir hafi verið teknar um slíkt, en bendir í samtali við Morgunblaðið í gær á hug- myndir Thorvalds Stolten- berg, fyrrverandi utanrík- isráðherra Noregs, um að Norðurlönd annist loftrýmis- gæzlu við Ísland og það verði liður í auknu samstarfi Norð- urlandanna í varnarmálum. Ekkert hefur breytzt í hinu alþjóðlega umhverfi Íslands, sem gerir loftrýmisgæzluna óþarfa. Öll ríki NATO telja slíkt eftirlit með lofthelgi sinni nauðsynlegt, jafnvel þótt þau telji enga beina hernaðarógn steðja að sér. Það hefur ekki breytzt að óvissan um þróun mála á Norður-Atlantshafi hefur vaxið. Rússar hafa í auknum mæli sýnt vald sitt, meðal annars með flugi sprengju- flugvéla inn á íslenzka loft- varnasvæðið og með því að stórauka umferð kafbáta sinna um Norður-Atlantshaf. Reglubundið eftirlit á Norð- ur-Atlantshafinu þjónar með- al annars þeim tilgangi að gefa Rússum ekki til kynna að þar hafi NATO skilið eftir einhvers konar öryggis- tómarúm, sem þeim sé frjálst að fylla. Talsmenn vinstri grænna bera nú fyrir sig stöðuna í ríkisfjármálum og telja ekki verjandi að eyða peningum í „hernaðarbrölt“ við núver- andi aðstæður. Á það ber hins vegar að líta, að bandalagsríki Íslands bera langstærstan hluta kostnaðar við loftrým- isgæzluna og hafa raunar tek- ið á sig stærri hluta eftir að Ísland lenti í efnahagsþreng- ingum. Hlutur Íslands í kostnaðinum er hverfandi, bæði miðað við kostnað við ör- yggismál í landinu almennt, sem talinn er um 20 millj- arðar, og í samhengi við þær fjárhæðir, sem bandalagsríki okkar í NATO verja til eigin varna og sameig- inlegra varna bandalagsríkj- anna. Hafa þarf í huga að landvarnir eru ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins, auk reksturs löggæzlu og dómstóla. Það ríki er aumt, sem treystir sér ekki til að verja krónu til eigin varna. Ef hægt er að finna leiðir til að lækka kostnað enn frekar án þess að draga úr þeim lágmarksvörnum, sem íslenzk stjórnvöld hafa til þessa talið nauðsynlegar, er hins vegar sjálfsagt að skoða það. Mikilvægt er að rugla ekki saman tilvist Varnarmála- stofnunar og loftrýmis- gæzlunni. Þótt loftrýmis- gæzlunni sé haldið áfram kemur vel til greina að leggja Varnarmálastofnun niður eða sameina öðrum stofnunum, ef það verður til þess að draga úr tvíverknaði og lækka kostnað. Verkefnið færist þá annað, til dæmis mætti ætla að Landhelgisgæzlan gæti sinnt því að þjónusta erlendar flugsveitir, sem hingað koma. Hins vegar blasir við að eftir að við hættum að fela öðru ríki umsjón með vörnum Íslands, verðum við að hafa einhvern viðbúnað í landinu til að halda utan um verkefni, sem tengjast vörnum lands- ins, þar á meðal samstarfið við önnur ríki Atlantshafs- bandalagsins. Það getur auðvitað komið til greina, sem Össur Skarp- héðinsson nefnir, að Norð- urlöndin taki að sér loftrým- isgæzlu við Ísland. En ef röksemdin gegn gæzlunni er kostnaðurinn, er vandséð hverju það breytir. Ísland hlýtur þá áfram að þurfa að kosta einhverju til, eins og Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, bend- ir á í Morgunblaðinu í gær. Afstaða vinstri grænna í þessu máli hefur alltaf legið fyrir. Þeir, eins og flokkarnir sem voru forverar VG, hafa alla tíð talið að allar land- varnir væru ónauðsynlegar, sömuleiðis samstarf við önnur vestræn ríki um öryggis- og varnarmál. Samfylkingin hef- ur hins vegar, a.m.k. í orði kveðnu, viljað standa vörð um landvarnir og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þess vegna má ítreka spurningu, sem sett var fram í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 1. febrúar síðastlið- inn: Ætlar Samfylkingin að standa í ístaðinu í varnar- málum eða ætlar hún enn eina ferðina að fara á taugum? Ekkert hefur breytzt sem gerir loftrýmis- gæzlu óþarfa} Varnarmál upp í loft? En – gáfum gædda þjóð! Gleymdu ei, hver svefni þeim þig svæfði, sérhvert lífsmark Íslands deyddi og kæfði, hungurs ár þín, tjón þitt, tár þín tíndi í maura sjóð. Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir. Engu að gleyma í Höfn né heima. – Heil, mín ættarslóð. Ý msir hafa að undanförnu staðhæft að Einar Benediktsson skáld hafi verið fyrsti útrásarvíkingurinn. Mér hefur jafnan þótt ómaklega vegið að Einari að flokka hann, varnarlausan, í þennan umdeilda félagsskap manna. Vissulega stundaði hann um tíma viðskipti sem minntu um sumt á þau sem tíðkuðust í pappírs- og pizzuhagkerfinu hér á landi síðustu ár, en hann skuldsetti aftur á móti aldrei íslensku þjóðina. Fyrst og fremst var hann ábyggilega fremsti skáldjöfur Íslendinga og einn mesti andi sem fæðst hefur í sögu þessa lands. Einar elskaði land sitt, málið og menninguna og hvatti fólk til hæstu hæða í verkum sínum á borð við Íslandsljóð (reistu í verki viljans merki ...). Þá var dýpsta þrá hans að koma Íslandi í fremstu röð í samfélagi þjóða. Slíkar dyggðir einkenna ekki hina svonefndu útrásarvíkinga – öllu heldur virðast þeir hneigjast til hins gagn- stæða. Þeir virðast engu skeyta um það afrek sitt að hafa tekist að skuldsetja sitt eigið föður- land upp í hársrætur um ókomna framtíð og ég á enn eftir að lesa kvæði eftir einhvern þeirra sem jafnast á við Grettisbæli Einars. (Ég vona þó innilega að þegar að því kemur að einn úr röðum útrásarvíkinga yrkir loks slíkt stórvirki láti hann ekki afraksturinn daga uppi ofan í skúffu.) Einar virðist að vísu hafa deilt þeirri skoðun með útrásarvíkingum að mikilvægt væri að hafa þjóna ávallt til reiðu og skrýða þá jafnvel einkennisbúningum. Amma mín heitin dýrkaði skáldskap Einars Benediktssonar. Á hinn bóginn er ég viss um að hún hefði ekkert álit haft á útrásarvíkingum og verkum þeirra og hefði aldrei látið sér detta í hug að nefna hans nafn í sömu andrá og þeirra. Nú þegar nýtt Ísland er í fæðingu vona ég innilega að það þróist í þá átt að verða örlítið rómantískara og inn- taksmeira en það Ísland sem ég þekki – Ísland með ókeyp- is handklæðum, hressum útvarpsmönnum og léttum latté með kókos til að taka með. Ég vona að Íslendingar öðlist að nýju áhuga á sönnum kveðskap, eignist stórskáld og leggi áherslu á að rækta anda sinn og þroska fremur en hin áþreifanlegu gæði. Mótlæti mannvitið skapar. Og ég vona að Íslendingar eignist fleiri stórmenni á borð við Ein- ar Benediktsson en útrásarvíkingarnir hverfi hratt í sögu- flórinn þar sem þeir og málpípur þeirra eiga heima. haa@mbl.is Halldór Armand Ásgeirsson Pistill Skáldið og víkingarnir Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ rátt fyrir að framkvæmd síðustu alþingiskosninga hafi einkennst af gagnsæi og trausti al- mennings til vinnu- bragða kosningayfirvalda má ýmis- legt betur fara, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Skýrsla stofnunarinnar, Iceland: Early Parliamentary Elections, sem er aðgengileg á vefnum, telur bæði upp það sem þykir með ágætum og svo hitt sem þurfi athugunar við. Fundið er að misræmi í vægi at- kvæða, einkum á milli Norðvestur- og Suðvesturkjördæmis, sem veki spurningar um jafnræði kjósenda. Vísað er til tilmæla Feneyjanefndar Evrópuráðsins um að misræmi í at- kvæðavægi skuli ekki vera umfram 10% – og alls ekki yfir 15% – nema í sérstökum tilvikum, svo sem til varn- ar afmörkuðum minnihlutahópum. Í kosningunum í maí hafi hins veg- ar verið samanlagt um 50% fleiri skráðir kjósendur á bak við hvert þingsæti í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur og í Suðvestur- kjördæmi en í hinum kjördæmunum þremur. Munurinn á milli Suðvestur- og Norðvesturkjördæmis hafi verið hvað mestur, eða um 100%. Tryggir fjölda valkosta Umgjörðin um skráningu flokka og frambjóðenda er sögð tryggja fjöl- breytt úrval valkosta, þar með talið tveggja framboða sem buðu fram með litlum fyrirvara (þ.e. Lýðræð- ishreyfingin og Borgarahreyfingin). Fjölmiðlum, hvort sem þeir eru op- inberir eða í einkaeigu, er lýst sem frjálsum. Hins vegar megi styrkja ýmislegt í regluverkinu um umfjöllun opinberra miðla, svo sem í tengslum við 10 mínútna ókeypis útsendingar- tíma Ríkissjónvarpsins til handa framboðum fyrir kosningar. Fyrir kosningarnar í maí hafi fjög- ur af framboðunum sjö hafnað boð- inu, enda ekki talið það borga sig. RÚV hafi svo fallið frá boðinu þvert á vilja forystumanna Lýðræð- ishreyfingarinnar og Borgara- hreyfingarinnar, sem hafi álitið þá ákvörðun skerða svigrúm þeirra til að koma áherslum sínum á framfæri. Með þetta í huga reifa eftirlits- menn ÖSE möguleikann á að útdeil- ing ofangreinds útsendingartíma verði tekin fyrir í lagasetningu. Jafnframt er lagt til að útvarps- réttarnefnd fái aukið svigrúm til eftirlits með kosningaumfjöllun og heimild til að smíða reglur um hvern- ig staðið skuli að henni. Áhyggjur af samþjöppun Þeir víkja jafnframt að áhyggjum af samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlamarkaði. Í ljósi fámennis og smæðar auglýsingamarkaðarins sé þeim mun brýnna að fjölmiðar í eigu fjölmiðlasamsteypa stuðli að ólíkum sjónarmiðum í dagskránni. Því gæti lagasetning sem takmarki eignarhald komið til greina á ný. Kosningayfirvöld eru sögð hafa staðið sig vel en að tilefni sé til að styrkja hlutverk landskjörstjórnar. Þá sé tímabært að endurskoða fyrir- komulag um utankjörstaðaatkvæði og gefa landskjörstjórn aukið vald yf- ir yfirkjörstjórn til að tryggja aukna samhæfingu á öllum stigum. Einnig skorti samhæft og miðlægt tölvukerfi fyrir skrásetningu úrslita. Fjallað er um umgjörð og fram- kvæmd alþingiskosninganna í maí í skýrslu Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE). Vikið er að misræmi í atkvæðavægi og stöðu á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið/Kristinn Með einföldu sniði Tíu sérfræðingar frá jafnmörgum aðildarríkjum ÖSE komu að skýrslugerðinni. Tekið er fram að kosningabaráttan var ódýr. ÝMIS önnur atriði koma fram í skýrslu eftirlitsmanna ÖSE. Æskilegt er talið að heimild fyrir aðgangi hlutlausra eftirlitsaðila, al- þjóðlegra og innlendra, að kosn- ingaferlinu sé sérstaklega tekin fyrir í lögum í samræmi við 8. málsgrein Kaupmannahafnarskjalsins, svo heiti þess sé þýtt beint á íslensku. Staldrað er við ólíkar skoðanir full- trúa íslensku flokkanna á því hvað þakið eigi að vera í fjárframlögum til flokkanna. Þessir sömu fulltrúar, jafnt sem frambjóðendur og tals- menn óháðra stofnana sem rætt var við hafi hins vegar lýst yfir stuðningi við að þróa lagasetninguna frekar. Vitnað er til kvörtunar Lýðræðis- hreyfingarinnar til landskjörstjórnar vegna athugasemda kjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmunum við fram- boðsgögn flokksins. Ástæða sé til að fara yfir lög sem varða skráningu frambjóðenda, ásamt því sem koma þurfi á stöðluðum vinnubrögðum og leiðbeiningum í öllum kjördæmum. TILGREINI HEIMILD ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.