Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 Kristinn Ólykt Hvort Evrópumálaráðherra Frakklands, Pierre Lellouche, er að hugsa um Icesave-málið skal ósagt látið, en hitt er víst að margir eru þeirrar skoð- unar að það sé skítalykt af málinu. Spurningin er hins vegar hvort hið pólitíska nef Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra er eitthvað farið að dofna eða hvort hann er bara búinn að venjast lyktinni. Sveinn Björnsson, fyrrverandi forseti, vakir yfir leiðtogum þjóðanna í hátíðarskrúða ríkisstjórans. AFTUR og aftur kemur á óvart að ís- lensk stjórnvöld skuli ekki notfæra sér þjónustu almanna- tengla erlendis til að hafa áhrif á stöðu landsins. Fullyrða má að öflug opinber umræða í Bretlandi og Hollandi um sjón- armið Íslendinga vegna Icesave hefði getað haft já- kvæð áhrif. Hér heima eru allir sammála um hversu grimmilegir Icesave- samningarnir eru. Þeir eru sagðir þungbærari en hæstu skaðabætur sem sigraðar þjóðir hafa mátt þola að loknu stríði. Ef íslensk stjórnvöld hefðu mark- visst upplýst breskan og hollenskan almenning um það sem við Íslend- ingar vitum, þá er ljóst að hinar er- lendu samninganefndir hefðu fengið skýr pólitísk skilaboð um að ganga ekki of langt. Með góðri PR-aðstoð hefðum við getað vakið ákveðna sam- úð með málstað okkar. Bresk og hol- lensk stjórnvöld hefðu gætt sín á að ganga ekki á skítugum skónum yfir „stríðshrjáða“ þjóð. Máttur almenningsálitsins er mik- ill í breskum stjórnmálum, enda fjöl- miðlar þar grimmir og pólitískar lín- ur skýrar. Fyrir svona 300 milljónir króna hefðum við getað keypt þjón- ustu PR-fyrirtækja til að móta al- menningsálitið í Bret- landi og undirbúa jarðveginn fyrir íslensku Icesave-sendinefndina. En við virðumst alltaf vera að spara á vitlaus- um stöðum og fyrir vikið sitjum við uppi með nið- urstöðu sem er að sundra þjóðinni og jafnvel koma í veg fyrir endurreisn at- vinnulífsins. Við glöt- uðum þessu tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa frá hruninu vitað allt um mik- ilvægi þess að styðjast við almanna- tengsl erlendis. Þau hafa hins vegar kosið að spara sér þau útgjöld – svo og ýmis önnur útgjöld við verðmæta- ráðgjöf erlendra sérfræðinga. Það er meira að segja búið að skera niður opinbert markaðsstarf fyrir ferða- þjónustuna, á sama tíma og vonast er eftir fleiri ferðamönnum til að skapa gjaldeyristekjur. Hér áður fyrr, áður en orðið millj- arður komst inn í málið, var talað um að spara eyrinn og kasta krónunni. Eftir Ólaf Hauksson Ólafur Hauksson »Með góðri aðstoð í almannatengslum erlendis hefðum við getað vakið ákveðna samúð með málstað okkar vegna Icesave. Höfundur starfar við almannatengsl. Þjóð hinna glötuðu PR-tækifæra ÞAÐ ERU grund- vallarmannréttindi að eiga ríkisfang. Þó geta einstaklingar ekki val- ið sér ríkisfang að eig- in geðþótta; ríki eru ekki skipulögð með sama hætti og Rótarý eða Lions eða Kiwanis eða Amnesty Int- ernational. Við bestu aðstæður tekur það einstakling áratugi frekar en ár að fá nýtt ríkisfang. Ríkið hefur einkarétt á löglegri beitingu valds innan landamæra sinna. Ekki þarf að rekja hvernig sá einkaréttur er notaður í einræðisríkjum til að þagga niður í þegnum sem ekki líkar stefnu- mörkun einræðisherranna. Handhafar ríkisvalds í lýðræð- isríki hafa einnig einkarétt á vald- beitingu. En það er viðfangsefni þegnanna að nota lýðréttindi sín til að koma í veg fyrir að ráðamenn noti þann einkarétt til óhæfuverka. Fáir þegna lýðræðisríkja skipta um ríkisfang til að mótmæla fram- göngu eigin ráðamanna, enda ligg- ur beinna við í lýðræðisríki að skipta út stjórnmálamönnum og þar með handhöfum ríkisvalds. Tilefni þessarar upprifjunar á gagnkvæmum tengslum lýðs og ráðamanna er umræða um Icesave- skuldbindingar íslenska innlána- tryggingarsjóðsins. Sagt er að þar sem íslenska ríkinu hafi ekki verið stjórn- að af skynsemi á upp- gangstíma hinna einkavæddu rík- isbanka þá beri þegn- arnir ekki ábyrgð á gjörðum eða andvara- leysi kjörinna stjórn- valda og embættis- manna sem störfuðu í umboði þeirra. Hugmyndin virðist þessi: Í stað þess að refsa óhæfum stjórn- völdum í kosningum geti þegnarnir neitað að taka ábyrgð á gjörðum þeirra. Þannig gætu íslenskir þegn- ar neitað að bera ábyrgð á styrjald- aryfirlýsingu ráðherranna Davíðs og Halldórs eða harðræði í garð unglinga á Breiðavík. Látum liggja á milli hluta að óljóst er hver beri þá fjárhagslega og siðferðislega ábyrgð á ákvörðunum og framferði stjórnvalda. Það gæti eftir atvikum verið hinn óhæfi stjórnmálamaður en þó líklega frekar þolandi harð- ræðis og sinnu- eða andvaraleysis. Mér sýnist að þessi leið, að þegn- arnir geti neitað að bera ábyrgð á gjörðum óhæfra stjórnvalda, sé ófær. Hún er ófær vegna þess að hún vegur að rótum lýðræðisins. Hún vegur að rótum lýðræðisins vegna þess að ef þegnar lýðræð- isríkis geta sagt sig frá ábyrgð á óhæfuverkum stjórnvalda þá er ekki lengur nein siðferðisleg eða fjárhagsleg nauðsyn fyrir þegnana að fylgjast með og veita stjórnmálastéttinni aðhald. Og þeg- ar almenningur hættir að gagnrýna stjórnmálamenn fjölgar óhjá- kvæmilega þeim axarsköftum sem þeir gera. Íslendingar geta ekki vikið sér undan þeirri staðreynd að í umboði þeirra einka(vina)væddu íslenskir stjórnmálamenn íslenska rík- isbanka sem síðar hófu stórfellda söfnun innlána undir „vökulu“ auga íslenskra eftirlitsstofnana, nema með því að sannfæra umheiminn um að hér hafi ríkt einræði eða fá- ræði og ekki lýðræði meðan á einkavæðingu og innlánasöfnun er- lendis stóð. Eftirlitsstofnanirnar störfuðu í umboði og undir „vök- ulu“ eftirliti íslenskra stjórnmála- manna. Íslendingar hafa nú, því miður, lært þá lexíu að andvara- leysi stjórnmálamanna og eftirlits- stofnana getur verið afar dýrkeypt. Sá kostnaður hverfur ekki við það að stinga höfðinu í sandinn eða syngja ættjarðarlög. Eftir Þórólf Matthíasson »Ef við föllumst ekki á að Íslandi hafi verið stjórnað af einráðri klíku verðum við að gangast við axarsköftum kjörinna fulltrúa og greiða kostnaðinn. Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. Þegnarnir, stjórnvöld og Icesave-samkomulagið Forsendur: 1. Landsbankinn gat ekki greitt viðskiptavinum inn- stæður þeirra í október 2008. Við þær aðstæður hefur Ísland ábyrgst að greiða innstæður allt að tiltekinni fjárhæð. Gjald- dagi ábyrgðarinnar samkvæmt lögum og reglugerð er í júlí 2009 eða síðar. 2. Bretar og Hollendingar ákváðu að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum út innstæðurnar í Landsbank- anum í október 2008. Sam- komulag hefur tekist milli Ís- lands, Bretlands og Hollands um að Bretar og Hollendingar láni Íslandi fjárhæð sem svarar til þess hluta innstæðnanna sem Ísland ber ábyrgð á. Spurning: Frá hvaða tíma eiga Íslend- ingar að greiða vexti af pening- unum sem erlendu þjóðirnar lána Íslandi? Svar okkar: Frá gjalddaga ábyrgð- arinnar. Samkvæmt Icesave- lánssamningunum greiðir Ís- land vexti af lánsfjárhæðinni frá 1. janúar 2009 þótt greiðslu- skylda stofnist ekki fyrr en við gjalddaga ábyrgðarinnar, þ.e. í fyrsta lagi 25. júlí 2009. Vextir tímabilsins eru um 23 millj- arðar króna. Af hverju á ís- lenska þjóðin að greiða vexti áður en ábyrgð íslenska inn- stæðutryggingasjóðsins fellur í gjalddaga? Stjórnvöld , sem standa frammi fyrir því að auka álögur og skera niður útgjöld til brýnna þjóðfélagsmála, þurfa að skýra fyrir þjóðinni hvernig þau hafa efni á auka- greiðslu, til vinaþjóða okkar. Helga Jónsdóttir Helgi H. Jónsson Vextir – af hverju? Höfundar eru hjón í Fjarðabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.