Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ✝ Hartmann Pét-ursson fæddist á Selfossi 4. september 1981. Hann lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Pétur H. Hartmanns- son, f. 17.4. 1957, og Jórunn E. Ingimund- ardóttir, f. 1.1. 1958. Systkini Hartmanns eru Ingimundur Pét- ursson, f. 6.8. 1976, og Steinunn Jóna Péturs- dóttir, f. 4.1. 1984, og hún á soninn Pétur Hartmann Jóhannsson, f. 25.9. 2007. Hartmann á einn son, sólargeisl- ann Anton Óla Hart- mannsson, f. 13.9. 2000, en móðir hans er Þóra Ólafsdóttir, f. 30.5 1983. Hartmann ólst upp á Selfossi og bjó þar alla tíð og gekk þar í skóla. Hartmann stundaði ýmis störf en sjómennskan var hans aðalstarf síðustu ár og síðast á Gnúp GK og líkaði honum sjó- mennskan mjög vel. Hartmann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, fimmtudaginn 30. júlí, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Elsku Harti okkar, takk fyrir að fá að eiga þig, þótt við hefðum viljað hafa þig miklu, miklu lengur, en við trúum því að þér hafi verið ætlað eitt- hvert hlutverk á æðri stað. Þú varst svo frábær, fallegur, skemmtilegur og góður. Og það er óbærilega sárt að fyrir mánuði lentir þú í þessu hræðilega slysi úti á sjó um borð í Gnúp GK. Og öllum bar saman um að það hefði verið krafta- verk að þú hafir lifað slysið af og þú tókst þessu öllu með miklu æðruleysi og varst sannfærður um að þú mund- ir ná fullum bata en samt leiddi þetta slys þig til dauða aðeins mánuði seinna. Við vitum að þú hefur fengið góðar móttökur fra Steinunni ömmu þinni sem fór aðeins tveimur dögum á und- an þér og hún var sko betri en enginn og alltaf var mjög kært á milli ykkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svefnsins draumar koma fljótt. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Harti okkar, þú skildir eftir yndislegan son, hann Anton Óla, sem er frábær og duglegur strákur, við munum alltaf gæta hans fyrir þig. Farðu í Guðs friði, elsku Harti okkar, og takk fyrir allt og allt. Mamma og pabbi. Ég man svo vel daginn sem þú fæddist, að ég væri búinn að eignast lítinn bróður, hvað ég var glaður 5 ára gutti þá. Það er mjög sárt að skrifa um þig núna, Harti minn, ekki orðinn 28 ára. Amma okkar fór tveimur dögum á undan þér og tekur vel á móti þér þegar þangað er kom- ið. Þetta er búin að vera erfiðasta vikan í lífi okkar allra, elsku dreng- urinn minn, mér þykir þetta svo ósanngjarnt og mér þykir svo vænt um þig. Það eru margar sögurnar um þig sem verða alla tíð hjá okkur sem við getum hlegið að. Þú elskaðir jólin og ég kem aldrei til með að sjá neinn eins á miklum hlaupum þegar átti að opna pakkana þú áttir erfitt með að bíða eftir að þú fengir næsta pakka. Rosalegur kraftur í þér alla tíð og mikill keppnismaður. Þú gerðir allt upp í 10 alveg sama hvað það var. Duglegur er orð sem lýsir þér vel, man ekki alveg hvað þú varst gamall þegar þú byrjaðir að vinna á Ás- mundarstöðum hjá Trausta, góðum vini þínum og okkar allra, og þar hef- ur ýmislegt verið gert ef ég þekki ykkur rétt. Dellukall í þér alla tíð, ýmislegt reynt, spilaðir golf um tíma og annað kom ekki til greina nema eiga allar græjurnar og þær flott- ustu. Þú varst góður í íþróttum, í frjálsum hefðir þú geta náð langt, svo dæmi sé tekið, einnig í júdó, fót- bolta og glímu, góður í öllu. 13. september 2000 eignaðist þú og Þóra strák sem heitir Anton Óli og er frábær strákur og er með sama keppnisskapið og pabbi sinn; hann á eftir að ná langt, ekki spurning. Alltaf var gott á milli okkar þó að stundum rifumst við bara eins og bræður gera, skárra væri það nú enda skap í okkur báðum. Fyrir nokkrum árum byrjaðir þú að vinna úti á sjó og þar undir þú þér vel og hafa allir sem verið hafa með þér á sjó ekkert nema gott um þig að segja. Er búin að lesa allar kveðj- urnar á facebook, takk fyrir, gott fólk. Næmur á fólk og það komust ekki allir inn hjá þér. Mig langar að þakka öllu fólkinu í Lágenginu fyrir það þegar þau létu öll kertin út á götu á mánudags- kvöldið, alveg frábært, takk fyrir okkur. Þú áttir marga góða vini en ég held að Valdi hafi alltaf verið númer 1 hjá þér enda búnir að vera vinir lengi. Og að lokum vil ég þakka þér fyrir allt, elsku Harti minn, við hittumst síðar. Ingimundur Pétursson. Elsku Harti. Við kynntumst fyrst fyrir 9 árum þegar þú og Þóra dóttir mín eign- uðust hann Anton Óla. Á þessum ár- um hafið þið Anton átt fallegt feðga- samband, farið í veiðitúra, á fótbolta- mót og haft það kósý heima, eins og Anton Óli segir, þegar þú varst ekki á sjónum. Þegar Anton er spurður hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór þá er hann ákveðinn í að verða sjómaður eins og pabbi sinn. Ég á bágt með að trúa því að þú sért skyndilega farinn. Fyrir aðeins nokkrum dögum stóðst þú í forstof- unni hjá mér, hress og lífsglaður og tilbúinn til að takast á við afleiðingar þessa skelfilega vinnuslyss sem þú lentir í aðeins 3 vikum fyrr. Þú kvaddir Anton Óla svo fallega, kysstir hann á kollinn og sagðist elska hann. Það, ásamt mörgum öðr- um minningum, er góð minning hans um pabba sinn. Elsku Jórunn, Pétur, Ingi og Steinunn, missir ykkar er mikill. Fyrst lést móðir þín, Jórunn mín, og aðeins 3 dögum síðar hann Hart- mann. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hjördís og fjölskylda. Elsku Harti minn, það er svo sárt að þú skyldir þurfa að kveðja okkur svona fljótt, þú áttir svo mikið eftir. En nú lifir maður á fallegu og góðu minningunum um hraustan, fallegan og yndislegan dreng. Þú varst alltaf fyrirmyndin mín og var ég svo mont- in að eiga þig sem bróður og þú varst besti vinur minn líka. Það var hægt að tala um allt við þig og leitaði ég mikið til þín og þú passaðir alltaf upp á Steinu systur. Svo varstu líka frá- bær pabbi, hann Anton Óli sonur þinn líkist þér mikið, hraustur, dug- legur og sami keppnismaðurinn og þú, og við munum alltaf passa hann fyrir þig. Þú varst með stórt hjarta og varst traustur vinur og allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðirðu vel. Ég trúi því að þú sért á góðum stað hjá englunum. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum saman að hafa fengið að eiga þig sem bróður og mun sakna þín óendanlega mikið. Guð geymi þig og hvíldu í friði, elsku engillinn minn. Steinunn systir. H-in þrjú, Hartmann, Haraldur og Hannes. Einn sá traustasti og sterk- asti vinahópur sem um er getið í sögu Selfossbæjar. Allir voru þeir fæddir seint á árinu 1981 og byrjaði vinátta þeirra snemma á lífsgöngunni og eru komin um 20 ár síðan gangan hófst hjá þeim þremur. Á þessari löngu göngu þeirra skvettist aldrei það mikið upp á vinskapinn að þeir gætu ekki fyrirgefið hver öðrum sem fyrst. Það er vinátta af sterkustu gerð, að fyrirgefa, og það höfðu þeir, sanna vináttu. Þeir áttu það til að vera uppá- tækjasamir og kannski stundum svoldið meira en normalt er talið og sköpuðu þeir sér það orðspor mjög snemma og áttu aðrir ungir menn það til að stökkva inn í næstu runna er þeir nálguðust þá á göngustígum bæjarins. Ganga þeirra var ekki allt- af auðgengin, heldur var hún frekar brösótt og erfið stóran hluta hennar, og villtust þeir því af leið allir þrír um stund en náðu því miður ekki allir á rétta braut á ný nema tveir af þeim. Svo að morgni 21. júlí síðastliðins kom að því að einn af hópnum kvaddi þetta líf. „Hann Harti er dáinn“ voru fréttirnar sem þeir fengu og veröld þeirra hrundi. H-in eru ekki lengur þrjú, var hugsunin. Harti var Hann- esi og Halla meira en bara vinur. Taugin sem tengdi þá var órjúfanleg og í augum þeirra félaganna var Harti heljarmenni sem náði langt á öllum þeim sviðum sem hann lagði fyrir þig. Það er víst satt sem sagt er að skærasta ljósið fari fyrst og það var Harti í H-unum þremur. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf.ók.) Við munum sakna þín fram að þeim degi er H-in þrjú sameinast að nýju. Guð geymi þig, elsku besti vin- ur okkar, og styrki þá sem eftir standa á þessum erfiða tíma. Þínir bestu vinir, Hannes og Haraldur. Ofsalega á ég erfitt með að sætta mig við þessi snögglegu endalok hjá þér, elsku vinur. Við trúum þessu varla enn; af hverju þarf svona mikill öðlingur að kveðja svona fljótt? Það var svo mikið sem við áttum eftir að gera saman. Við Tristan höldum áfram fjórhjólaferðum með Antoni. Við skulum hugsa vel um strákinn þinn. Elsku Anton, Jórunn, Pétur, Ingi, Steina og fjölskylda, innilegustu samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Við gleymum þér aldrei, elsku Harti okkar. Þinn vinur, Valdimar Ragnar Gunnarsson. Elsku Harti. Við munum ávallt minnast þín fyrir kraftinn sem þú sýndir, glaðleikann sem skein af þér, hjartahlýjuna sem þú bjóst yfir, trúnaðinn sem einkenndi þig, mann- eskjuna sem þú hafðir að geyma og svo miklu, miklu meira. Elsku besti Harti minn. Allt virðist svo óraunverulegt. Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. En núna ertu kominn á góðan og fallegan stað þar sem þér á eftir að líða vel. Þú varst alltaf svo hress og alltaf bros- andi og ég minnist þín með brosi á vör og á aldrei eftir gleyma þeim fal- legu stundum sem við áttum saman. Alveg frá því við hittumst fyrst höfum við verið svo miklir og góðir vinir. Ég gleymi aldrei tímanum þeg- ar þú bjóst fyrir utan Á, við vorum þar öllum stundum og alltaf voru ein- hverjir góðir vinir með okkur. Eða þegar við sátum tímunum saman á flugvellinum í Kaupmannahöfn að bíða eftir flugi sem var frestað stöð- ugt, en það var ekki leiðinlegt því það var aldrei leiðinlegt með þér. Ég, þú og Steina systir þín vorum svo góð saman. Þú og drottningarnar þínar eins og þú varst vanur að segja. Þú varst mér alltaf svo góður og varst svo sannarlega vinur vina þinna. Ég er svo ánægð að hafa átt þig sem vin, en nú kveð ég þig og um leið sakna ég þín svo sárt, elsku Harti minn. Þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu, elsku vinur minn. Elsku Anton Óli, Jórunn, Pétur, Ingi, Steinunn og Pétur Hartmann, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi Guð og englarnir styrkja ykkur í sorg ykkar. Hvíldu í friði, elsku Harti. Þín vinkona, alltaf, Agnes Ýr. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni, vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svefnsins draumar koma fljótt. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Megi Guð blessa og styrkja Anton litla, foreldra og systkini ásamt öðr- um ættingjum á þessum erfiða tíma og miklu sorgar. Guð blessi minn- ingu góðs drengs. Soffía, Guðrún og Hildur Lúðvíksdætur. Svo sárt er að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, elsku Harti. Þú varst yndislegur á allan hátt, ljúfur og góður við alla, vildir alltaf að öll dýrin í skóginum væru vinir, varst vanur að segja það við okkur. Fyrstu kynni okkar af þér voru fyrir tíu árum í Galtalæk um versl- unarmannahelgina, þú varst svo fyndinn og skemmtilegur með blátt hár og okkur fannst svo gaman að elta þig og hlusta á sögurnar sem þú sagðir okkur. Mikil vinátta myndað- ist eftir þessa helgi og fengum við að kynnast vinum þínum og fjölskyldu. Það var svo margt sem þér datt snið- ugt í hug, þegar þú áttir Lödu sport- bílinn þinn og bauðst okkur á rúntinn með þér og bíllinn hoppaði alla leið- ina og við hlógum svo mikið að við þurftum stoppa og draga andann, allt svona var svo mikið þú, alltaf hlátur þar sem þú varst. Svo margar minningar eigum við þegar við öll vinirnir hittumst í Lambhaganum og áttum góðar stundir sem gleymast aldrei. Bros þitt eitt gat glatt okkur öll og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku vinur. Elsku Anton Óli, Jórunn og Pétur, Steinunn og Ingi, ættingjar og vinir, missir ykkar er mikill og megi Guð vera með ykkur í sorginni og vottum við okkar dýpstu samúð. Þínar vinkonur, Hildigunnur og Bryndís. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, fyrir allt það sem þú skildir eftir, fyrir gleðina sem þú gafst mér, fyrir stundirnar sem við áttum, fyrir viskuna sem þú kenndir, fyrir sögurnar sem þú sagðir, fyrir hláturinn sem þú deildir, fyrir strengina sem þú snertir, ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Votta mína dýpstu samúð þeim sem eftir standa og megi Guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma. Jónas Árni Lúðvíksson. Guðs sonur. Nú ert þú heima og ekki ég. Ég veit þú biður mig að gráta ei. Hart- mann minn eilífðarvin. Hartmann Pétursson Elsku besti pabbi minn. Þú varst sterkastur og flottastur og verður það allt- af. Við ætluðum að gera svo margt saman þegar þér batnaði, kaupa veiðistöng, fara í veiðitúr, fara í fótbolta og kúra saman. Ég elska þig og sakna þín, pabbi minn. Þinn, Anton Óli. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ERLENDUR SIGURÐSSON, Skólatröð 3, Kópavogi, andaðist laugardaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Svanborg Lýðsdóttir, Jónína Þórunn Erlendsdóttir, Birkir Þór Bragason, Lýður Skúli Erlendsson, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Erlendur Örn Erlendsson, Lilja Björk Kristinsdóttir, Hrafnkell Erlendsson, Sigurlaug Viktoría Pettypiece, Aðalheiður Erlendsdóttir, Pétur Ólafsson, Kristinn Erlendsson, Ásta Guðmundsdóttir, Sigrún Erlendsdóttir, Sigurgestur Ingvarsson, Guðrún Lísa Erlendsdóttir, Bragi Baldursson, Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir, Björn Á. Björnsson og fjölskyldur. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík sími 553 3032 Gsm 866-2747 og 822-6373

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.