Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ✝ Hekla Gestsdóttirfæddist á Ak- ureyri 2. maí 1947. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudag- inn 26. júlí síðastlið- inn. Foreldrar Heklu voru Gestur Hall- dórsson, f. 3.10. 1910, d. 14.1. 1973, og Hansína Jónsdóttir, f. 16.12. 1919, d. 9.9. 1998. Alsystkini Heklu eru Guð- mundur Ingvi, f. 8.2. 1941, Klara, f. 27.11. 1943, d. 4.2. 1993, Halldór, f. 6.1.1945, d. 7.7. 2003 og Sigurður Svanur, f. 19.2. 1952. Sammæðra Sigfús Aðal- steinsson, f. 21.10. 1960. Hekla var sett í fóstur sex mánaða gömul til Sigurlaugar Kristinsdóttur, f. 20.7. 1921, d. 3.1. 1996, og Ásgríms Stef- ánssonar, f. 4.10. 1923. Uppeldis- bróðir Heklu er Kristinn, f. 6.10. 1949. Fyrri maður Heklu var Skúli Ís- leifsson, f. 10.8. 1942, d. 9.2. 1999. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sig- urlaug Jensey Skúladóttir, f. 24.1. 1965, gift Guðmundi Ágústi Sig- urdórssyni og börn þeirra eru: Sig- urdór Steinar, f. 15.2. 1984, og Guðrún Sig- ríður, f. 21.10. 1988. b) Skúli Kristinn Skúlason, f. 22.6. 1968, giftur Dag- björtu Hannesdóttur og synir þeirra eru: Hannes, f. 29.3. 1992, Dagur, f. 17.8. 1995, og Hörður, f. 16.7. 2000. c) Sigurbjörg Helga Skúladóttir, f. 29.9. 1969, gift Kjart- ani Ágústi Aðalsteins- syni, og börn þeirra eru: Örn Viljar, f. 9.6. 1991, Erla Katrín, f. 22.9. 1994, og Hekla Rán, f. 12.7. 1999. Þann 24. janúar 1970 giftist Hekla eftirlifandi eiginmanni sín- um Herði Júlíussyni, f. 18.6. 1936. Hann er sonur hjónana Júlíusar Sólbjartssonar og Guðrúnar Sig- urgeirsdóttur. Þeirra synir eru: d) Ásgrímur Harðarson, f. 26.2. 1973, og e) Trausti Harðarson, f. 27.11. 1976, í sambúð með Elvu Hrund Þórisdóttur og dóttir þeirra er: Al- dís Tinna, f. 22.8. 2007. Útför Heklu fer fram frá Akra- neskirkju í dag, fimmtudaginn 30. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um konu sem átti gott og göfugt hjarta, sem gengið hefur nú á Guð síns fund. (E.V.) Elsku mamma. Það er svo margs að minnast þegar við setjumst niður og hugs- um til þín. Þú fórst ung að sýna hvað þú varst listræn í höndunum og eru ófáir hlutir til eftir þig. Skemmtilegasti tíminn í lífi þínu og okkar var þegar von var á fjölgun í fjölskyldunni, þá fórst þú á fullt að prjóna og sauma og færðir okkur stóra pakka af fatnaði á nýja ein- staklinginn. Þegar barn var svo fætt prjónaðir þú réttan lit og stærð til að barnið gæti komið heim í fötum sem passaði því og gátum við þá montað okkur við heimferð hvað við ættum myndarlega mömmu. Það verður skrýtið, mamma, að halda næstu jól án þín, enginn jóla- pakki fullur af óvæntum hlutum og handavinnu eftir þig. Frá því að þú veiktist snemma á þessu ári höfum við nýtt tímann vel með þér og síð- ustu tvo sólarhringana sem þú lifðir vorum við hjá þér og fundum við svo vel fyrir því að þú varst að hlusta á malið í okkur og að það ró- aði þig. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, eig- inmenn og börnin okkar. Guð blessi minningu þína. Þínar dætur, Jensey og Helga. Elsku amma okkar. Með þessum fáu orðum viljum við þakka þér fyr- ir allar okkar samverustundir. Það verður skrýtið að koma til afa og engin amma þar, en við vitum að þér líður vel núna hjá Guði. Hjá þér áttum við okkar annað heimili þar sem þú beiðst okkar með opna arma. Við áttum alltaf góðar stund- ir hjá þér því þú varst alltaf svo góð. Amma, þakka þér fyrir alla þá birtu og hlýju sem þú hefur fært okkur í gegnum árin, þín er sárt saknað. Þín ömmubörn, Örn Viljar, Erla Katrín og Hekla Rán. Elsku amma okkar. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var svo gaman að koma upp á Akranes til ykkar afa og alltaf hafðir þú einhverjar nýjar hannyrðir, sem þú hafðir lok- ið við, til að sýna okkur. Amma, þú varst svo dugleg að prjóna og hekla og eigum við ófáar húfurnar og vettlingana sem þú hefur gefið okk- ur. Einnig eigum við dýrmæta gull- mola eftir þig sem eru allar peys- urnar og gallarnir sem þú prjónaðir fyrir ófæddu börnin okkar. Þegar þau koma í heiminn getum við verið stolt af því að klæða þau í vel prjón- uð föt eftir Heklu ömmu. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar, þú varst alltaf svo góð amma. Amma, takk fyrir alla þá birtu og hlýju sem þú hefur fært okkur gegnum árin, þín er sárt saknað. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með kvöldbæn okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín ömmubörn, Sigurdór og Guðrún. Hekla GestsdóttirÉg bið þig að standa mér við hliðþví að þetta ræð ég tæpast við. Nú fyrst blæðir mér. Hartmann Péturs- son, ég lofa þig. Oddur Þorkell Jóakimsson. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Elsku Hartmann minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Lifðir af þetta hræðilega slys og varst svo jákvæður fyrir framtíðinni. Við töluðum um það fyrir nokkrum dögum hvað lífið er ótrúlega fljótt að breytast og þú ætlaðir að nýta þetta annað tækifæri sem þér var gefið. Annan séns. Fréttin var ólýsanlega sár. Þú Harti af öllum farinn frá okkur. Eng- inn var sterkari en þú og þú varst al- veg einstakur persónuleiki, öðruvísi, ekta og niðri á jörðinni. Ég gleymi aldrei þegar við vorum saman, Lödu sport sem þú keyptir, rauður, vel farinn og þú varst svo stoltur, sagðir að ég ætti bara að vera ánægð með svona bíl, taldir upp alla kosti þessa ljóta bíls og sagðir mér að vera stolt, enginn ætti svona bíl. Þú varst virkilega stoltur þar til gólfið datt úr. Þér var alveg sama um hvað öðrum fannst og gerðir hlutina „your way“. Þú varst hörkuduglegur, ekkert væl og rugl, en einnig svo hlýr og góður. Þú stóðst upp fyrir fólki sem minna mátti sín og passaðir upp á þína. Þú varst góð sál, Harti minn, og fallegur drengur á allan hátt. Að hafa verið ein af vinum þínum eru forrétt- indi, allir ættu að eiga vin eins og þig. Alltaf svo fyndinn og brosandi, alltaf gaman, krafturinn í þér smitaði aðra í kringum þig og þú varst hrókur alls fagnaðar. Það geislaði af þér. Elsku Harti minn, allar minningar sem ég á af þér í öll þessi ár, og þær eru taldar í árum, síðan við vorum krakkar, eru bara góðar. Þú varst yndislegur og þér þótti vænt um þitt fólk. Þú varst alveg „unique“, og eins og þeir segja: „þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest,“ og trúi ég því að einhvað meira og betra sé ætlað fyrir þig núna. Kraftur þinn og hugrekki var engu líkt og ég veit í hjarta mínu að þér líð- ur vel og að þú ert á góðum stað. Ég sendi ykkur, Pétur, Jórunn, Ingi, Steinunn, Anton Óli og fjöl- skyldan öll, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Missir ykkar er mikill og bið ég Guð um að hugga ykkur og styrkja í þessari miklu sorg á þessum erfiðu tímum. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt við hana að una við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin sért burt þessum heimi, ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Hvíl í friði, minn kæri vinur, þín er og verður sárt saknað. Sigurlín (Silla) Gústafsdóttir. Elsku amma okkar. Við elskum þig svo mikið og eigum eftir að sakna þín ótrúlega. Þú varst alltaf svo skemmtileg og góð við okkur. Þú sagðir okkur svo margar skemmti- legar sögur frá því þú varst lítil og frá því pabbi var lítill. Það er svo margt að þakka fyrir. Þú sýndir því sem við vorum að gera svo mikinn áhuga. Hjálpaðir okkur við píanó- námið og hvattir okkur áfram. Við héldum heilu tónleikana fyrir þig og þú klappaðir okkur alltaf upp. Þú varst svo stolt af okkur. Þú kenndir okkur að sauma út og mála á postu- lín. Það var svo gaman þegar þú kallaðir okkur barnabörnin saman fyrir jólin til að föndra gjafir fyrir mömmu og pabba. Þú varst algjör pæja, alltaf með varalit og í flottum fötum. Þú vara- litaðir þig oft á dag. Þú nenntir allt- af að kjafta við okkur og spila við okkur. Nema kannski þegar frétt- irnar voru. Þú vildir hlusta á þær og vita hvað var að gerast á Íslandi og í öllum heiminum. Litli chihuahua- hundurinn okkar hún Gyðja og þú voruð perluvinkonur. Þið voruð al- gjörar dívur. Þegar þú varst í heim- sókn vildi Gyðja alltaf vera hjá þér. Það var svo sætt þegar þú hafðir hana undir sloppnum þínum. Þú varst alltaf kát og glöð þegar við komum í heimsókn og áttir alltaf nammi í skál. Það verður skrítið að koma á Akranes og hitta þig ekki en við munum aldrei gleyma þér. Við vit- um að þú ert hjá afa Didda núna og líður vel. Takk fyrir allt elsku amma. Helena Rakel og Sólveig Svala. Elsku amma. Ég man þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna hvað amma tók mér vel. Ein af mínum fyrstu minningum um hana er þegar ég sat í kjöltunni á henni og hún spurði hvort ég vissi hver Bubbi Morthens væri. Ég starði á hana tómum augum þar sem ég var alin upp við Abba og Mariu Mckee og kannaðist ekki alveg við kauða. Hún var ekki lengi að átta sig og lét „Það er gott að elska“ á fóninn og byrjaði að syngja með. Eftir að lagið hafði rúllað í gegn nokkrum sinnum var ég að sjálf- sögðu búin að læra textann og op- inberlega orðin ein af fjölskyldunni. Ég og amma vorum alla tíð mjög nánar og tengdumst fljótt yfir hinni síspennandi sápuóperu Guiding Light. Að sitja uppi í sófa og slappa af yfir góðu sjónvarpsefni var nokk- uð sem við amma gátum gert daginn út og inn. Ég man þegar þættirnir Dark Angel voru sýndir á mánu- dagskvöldum að það voru kvöldin okkar ömmu. Ég tók fram hjólið og gerði mér góða ferð í hús sem bauð upp á Stöð tvö OG nýmjólk, stein- aldarforeldrar mínir voru ekki alveg á sömu bylgjulengd og við amma. Amma fylgdist alltaf rosalega vel með mér. Ef ég skoraði mark í leik, þá vissi amma það, ef ég fékk 9 á prófi, þá vissi amma það, og ef ég féll … þá vissi amma það. Lengi vel bloggaði ég og amma kíkti þar inn oft á dag og skammaði mig iðulega ef ég var löt við að skrifa. Ekki allar ömmur myndu nenna að lesa þvæl- una sem kemur stundum upp úr mér og hvað þá skamma mig ef ég tók mér pásur. Já engin var jafn svöl og hún amma Svala. En amma kúl er einmitt viðurnefni sem hún fékk þegar nokkrar vinkonur mínar sáu hana krúsa um götur bæjarins með gluggann niðri á heitum sum- Svala Ívarsdóttir ✝ Svala Ívarsdóttirfæddist 10. nóv- ember 1936 í Reykja- vík. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 19. júlí síðastliðinn. Útför Svölu fór fram frá Akra- neskirkju föstudag- inn 24. júlí síðastlið- inn. Meira: mbl.is/minningar ardegi með FM 957 á fóninum og hátt heyrðist í Eminem rappa um hvað líf hans væri nú flókið. Nú hefur mér verið sagt í gegnum tíðina að ég sofi sem steinn og geti sofið í gegnum allt í lífinu. Lengi vel var það satt, eða alveg þangað til ég gisti fyrst með ömmu. Hroturnar í frúnni voru nokkuð sem ég íhugaði lengi vel að nota sem sms-tón fyrir símann minn, svo spes voru þær. Ég veit bara að hún hvílist betur núna en hún gerði þá. Amma ég mun aldrei gleyma þér og ég mun varðveita allar minningar okkar að eilífu. Ég mun heldur aldr- ei gleyma tetris-leikjatölvunni þinni, grænu baununum inni í örbylgjuofni og ástinni og hlýjunni sem þú gafst frá þér. Ég elska þig alltaf. Þín Eva Jóa. Elsku amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá mér, en ég hugga mig við það að nú færðu loksins að hvíla þig og ert hætt að finna til. Afi og mamma hafa örugglega tekið vel á móti þér. Þegar ég hugsa til baka minnist ég margra stunda sem við tvær átt- um saman. Þegar ég höfuðkúpu- brotnaði 10 ára og pabbi og Svandís voru í Brasilíu þá vaktir þú yfir mér á sjúkrahúsinu. Þú tókst ekki annað í mál. Þú varst mér mikill stuðn- ingur og það litla sem ég man frá því slysi er að þú hafir alltaf verið hjá mér. Takk elsku amma fyrir það. Þegar við systkinin vorum í pöss- un hjá þér voru oft aðrar reglur en heima, þú leyfðir okkur að vaka lengi og horfa á bannaðar myndir og þá helst spennumyndir því alltaf þegar fólk kysstist í sjónvarpinu varstu fljót að skipta um stöð. Eftir því sem ég varð eldri leitaði ég meira til þín eftir ráðum í sam- bandi við strákamál, saumaskap, prjónaskap og svo auðvitað önnur vandamál. Ég gat alltaf treyst á það að þú værir með réttu svörin og lausnirnar þegar ég kom til þín í kaffi og sígó. Ég man líka eftir skemmtilegu stundunum sem ég og Svala áttum með þér þegar við komum til að hjálpa þér að taka til. Það var aldrei hægt að byrja þrifin fyrr en platan Ðe lónlí blú bojs var komin á fóninn og svo sungum við með allan tím- ann. Ég vil þakka þér amma mín fyrir allar góðu og skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman og ég vil segja þér að ég elska þig og sakna þín mjög mikið. Þín ömmustelpa, Thelma Sjöfn. Elsku amma mín, orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið, ég þráði svo heitt að þú myndir faðma mig á þessum erfiðu tímum og segð- ir að allt yrði í lagi. Ég gat alltaf leitað til þín og þú hafðir lag á að bæta öll mein. Ég á svo margar góð- ar minningar um þig, elsku amma mín, sem ég mun geyma í hjarta mér. Ég man svo vel eftir jólaföndrinu okkar barnabarnanna og skemmti- legu sögunum sem þú sagðir okkur af þér. Ég sit hér alveg agndofa yfir hve snögglega þú kvaddir okkur og það hryggir mig svo að þurfa að kveðja þig, en ég hugga mig við að nú ertu komin í fang afa. Amma mín, ég mun elska þig ávallt og minningin um þig lifir svo sannan- lega í hjarta okkar allra. Þín, Heiðrún.  Fleiri minningargreinar um Svölu Ívarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, BARKAR ÁKASONAR frá Súðavík, Sefgörðum 16, Seltjarnarnesi. Starfsfólki krabbameinslækningadeildar 11E, Landspítala við Hringbraut og starfsfólki Karitas heimahjúkrunar er þakkað sérstaklega fyrir alla hjálpina og þá vinsemd og hlýhug sem við öll upplifðum og var svo mikilvægur stuðningur bæði fyrir hinn látna og aðstandendur. Guð blessi ykkur. Kristín M. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.