Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2009 ✝ Kolbrún Ólafs-dóttir fæddist 9. október 1971 í Reykjavík. Hún lést á sjúkrahúsi í London sunnudaginn 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ólafur Rúnar Árnason, f. 9.3. 1948, og Guðrún Ása Ás- grímsdóttir, f. 13.10. 1948. Systkini Kol- brúnar eru a) Þröst- ur, f. 26.6. 1965, kvæntur Ingu Björk Gunnarsdóttur, þau eiga fjögur börn Ólöfu Karitas, Rakel Ósk, Ar- on Örn og Mikael Andra. b) Íris, f. 5.12. 1973, gift Halldóri Gunnari Vilhelmssyni, börn þeirra eru Guðný Ása og Ingi Rúnar. Fjöl- skyldan bjó í Fossvoginum öll upp- vaxtarár Kolbrúnar en að þeim tíma liðnum bjó hún á Skólavörðu- holtinu. Eftir grunnskóla lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð og Kolbrún starfaði sem fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði frá 1999 og var staðgengill sýslumannsins í Neskaupstað á árunum 2000-2001, eftir að sýslumannsembættin voru sameinuð. Hún starfaði sem fulltrúi lögreglustjórans í Reykja- vík á árunum 2002-2006. Kolbrún var aðstoðarmaður Sivjar Frið- leifsdóttur, þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006- 2007. Kolbrún hafði mikinn áhuga á félagsmálum og vann ötullega að þeim á ýmsum sviðum. Hún var varaformaður Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík suður frá árinu 2003, ritari Sambands ungra framsóknarmanna 2003- 2005, formaður Varðbergs, Félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu 2004-2005 og sat í fram- kvæmdastjórn Landsambands framsóknarkvenna frá 2003 og var varaformaður frá 2005. Kolbrún var formaður Barnarvernd- arnefndar Reykjavíkur 2006-2007. Útför Kolbrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 30. júlí, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar varð hún stúdent ár- ið 1991. Kolbrún út- skrifaðist sem lög- fræðingur frá lagadeild Háskóla Ís- lands árið 1999. Hún stundaði nám við há- skólann í Vín árið 1997-1998. Kolbrún öðlaðist málflutn- ingsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2004. Á námsárum sínum starfaði hún meðal annars hjá ut- anríkisráðuneytinu og í viðskipta- og iðnaðarráðu- neytinu. Haustið 2007 flutti Kol- brún til Kína og hóf þar tveggja ára meistaranám í alþjóða- samskiptum („International Affa- irs“) Námið var tvískipt og var fyrra árið kennt við Háskólann í Peking en seinna árið kennt við London School of Economics í Lundúnum og þar bjó Kolbrún þegar hún lést. Lífið gefur og lífið tekur. Á örskotstundu breytist allt, gleðin og hamingjan var gærdags- ins, sorg og söknuður morgundags- ins. Þú varst okkar gleðigeisli, góða barn, um liðna tíð, eins og blóm á björtu vori, er brosti móti sólu hlíð. En vetur kom og voðinn kaldi vafði um okkur heljar mund sorgin skar og sárin blæddu að sjá þig líða hinstu stund. Vertu sæl um alla eilífð, elskulega góða barn. Þótt að stöðugt þig við grátum þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Höf. Guðrún Jóhannsdóttir.) Með þessum ljóðlínum kveðjum við elskaða dóttur okkar og þökkum þá endalausu gleði sem hún veitti okkur með því bara að vera hún. Mamma og pabbi. Það er örugglega eitt það erf- iðasta sem maður þarf að gera í líf- inu að kveðja systur sína og bestu vinkonu í blóma lífsins. Minningarn- ar eru ljúfar sem ég á um þig, Vá, hvað ég leit upp til þín enda sagði ég alltaf ég vil alveg eins og Kolla, sama hvort mér fannst það best eða ekki, bara að það væri eins. Ég man að þegar við vorum litlar þá sváfum við í sama rúminu og spjölluðum enda- laust, við töluðum um kjólana sem mamma átti og ákváðum hver ætti að eiga hvern þegar við yrðum stór- ar. Við vorum með kerfi þannig að ef önnur okkar gæti ekki sofnað mætti hún vekja hina, en við sofnuðum auð- vitað alltaf báðar áður en til þess kæmi. Skemmtilegustu jólin okkar voru barbí jólin, við fengum ógrynni af barbí dóti og lékum okkur til kl. 4 um nóttina. Þú áttir fjölbreytt og skemmtilegt líf, ferðaðist út um allan heim og varst ekki smeyk við neitt þó að þú værir ein á ferð, ég dáðist að þér að þora þetta … Þegar börnin mín fæddust eign- uðust þau frábæra frænku sem alltaf var til í að leika, spila fara í bíó eða í bæinn, alltaf kom hún færandi hendi þegar hún kom. Það er óhætt að segja að Kolla hafi verið mjög gjaf- mild. Við mæðgurnar fórum nokkr- um sinnum til útlanda saman, það voru mjög skemmtilegar ferðir og þá var nú mikið hlegið. Ó, hvað við eig- um eftir að sakna þess að geta ekki farið oftar allar saman. Við áttum yndislegan tíma saman þegar við heimsóttum þig til Kína, þú varst fljót að tileinka þér allt, bjargaðir þér bara, ferðin á Kína- múrinn stendur upp úr, það var æð- islegt að fara þangað með þér. Ekki má þó gleyma nuddinu, fót- og hand- snyrtingunni sem við fórum í næst- um daglega meðan við dvöldum hjá þér í Kína. Þú hringdir í mig í júní og vorum við að spá í hvað við gætum gert í til- efni 40 ára brúðkaupsafmælis for- eldra okkar, þú stakkst upp á að við færum á Snæfellsnes og myndum fara á Jökulinn, við töluðum við Þröst og skipulögðum ferðina og mætti öll fjölskyldan saman á nesið 3.-5. júlí, ekki tókst að fara á Jökul- inn vegna þoku og stefnan var að koma aftur fljótlega og þú sagðir við mig að við mættum ekki fara án þín, ég lofaði því … Þessi ferð lifir í hjarta mínu og er ég svo þakklát fyr- ir að við vorum þarna öll saman þessa helgi. Ekki hvarflaði það að mér að þetta væri síðasta ferðalagið okkar saman. Elsku fallega systir mín, ég kveð þig með söknuði og sárum trega, ég þakka þér allar yndislegu stundirnar og hvað þú varst traust og góð systir. Þín litla systir, Íris. Okkur er þungt fyrir brjósti yfir skyndilegu og ótímabæru andláti Kollu. Hvernig getur það gerst að heilbrigðri, ungri konu sé kippt svona snögglega úr lífinu, í burtu frá ættingjum, vinum og björtum og metnaðarfullum framtíðardraum- um? Þegar við hugsum til baka um Kollu finnst okkur orðin fágun og hlýleiki einkenna hana. Hún var ljúf og hæglát en vissi hvert hún stefndi og vann að takmarki sínu af festu og öryggi. Allir sem þekktu hana vita að henni hefðu verið allar leiðir færar ef henni hefði hlotnast aldur til. Hún hafði ríka réttlætiskennd, mikla for- ystuhæfileika, var óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir og var sáttasemjari af Guðs náð. Það sem helst olli henni uppnámi var spilling, óréttlæti og óheiðarleiki. Kolla var heimskona og naut sín best í stór- borgum með fjölbreytilegu og iðandi mannlífi. Hún átti auðvelt með að kynnast fólki og átti fjölda vina um allan heim. Hún var mjög vel lesin og var sér- staklega áhugasöm um sögu, menn- ingu og listir. Hún hafði yndi af ferðalögum og að kynnast mismun- andi menningu. Því lá það beint við þegar hún var við lögfræðinám í Há- skóla Íslands að fara eitt ár sem skiptinemi til Vínar. Þegar starfi hennar sem aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra lauk ákvað hún að hefja nám í samtvinnaðri tvöfaldri meistaragráðu í Alþjóðasamskiptum en það var hennar heitasti draumur að geta sinnt störfum í þá veru. Sér- stakan áhuga hafði hún á Asíu. Fyrra ár námsins nam hún í Peking en seinna árið var í London School Of Economics. Síðustu samverustundir fjölskyld- unnar voru á Snæfellsnesi aðeins tveimur vikum áður en hún lést. Ætlunin var að fara með vélsleðum upp á Snæfellsjökul en vegna skýja- fars varð ekkert úr því. Þegar við kvöddumst eftir yndislega helgi sögðum við við Kollu, sem var á leið til London þremur dögum síðar, að við myndum gera aðra tilraun þegar betur viðraði. Hún bað okkur að fara ekki án sín. „Að sjálfsögðu færum við ekki án hennar!“ Hvern gat órað fyrir að hún myndi veikjast lífs- hættulega aðeins nokkrum dögum seinna? Eftirleiðis verður öðruvísi að horfa á Jökulinn, sú sýn mun tengj- ast söknuði. Það er of mikið lagt á foreldra að þurfa að jarðsetja barn sitt. Við biðj- um um styrk þeim til handa í þessari miklu raun. Eftir lifa minningar um dagfarsprúða en jafnframt stórhuga konu – góða systur og mágkonu. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.),# Þröstur og Inga. Í nótt hefur haustið hljóðlega gengið um veginn og höndum farið um viðkvæm sumarblóm. Og söngfuglinn litli, sem ljóðaði á hörpu sína, hann lék ekki í morgun, ég heyrði ekki nokkurn óm. Og silfurtær lindin, sem niðaði, nú er hún þögul, náttúran öll hefur misst sinn vorglaða róm. (Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku.) Þannig varð mér innanbrjósts eft- ir andlátsfregn systurdóttur minnar Kolbrúnar, en hún lést í London 19. júlí sl. eftir skyndileg veikindi, að- eins 37 ára að aldri. Þessi glæsilega unga kona, sem var allra hugljúfi, hafði aðeins tíu ára gömul lýst því yfir hvað hún vildi gera, þegar hún yrði stór. Hún sagð- ist ætla að verða lögfræðingur og brosti þá fullorðna fólkið. En litla stúlkan lét æskudrauminn rætast, þegar fram liðu stundir. Kolbrún var afburðagreind, ein- staklega vel skapi farin, létt í lund, en ákveðin að ná markmiði sínu. Og meðfædd glettni í öllum samskiptum var lykillinn að vinsældum hennar á námsárunum og í öðrum störfum sem fylgdu í kjölfarið. Hún var mikið leiðtogaefni, hugmyndarík og rétt- sýn allt frá barnæsku, sem er und- irstaða ábyrgðarstöðu. Hún hlaut gott uppeldi í heima- húsum, og ung að árum var hún í sveit á sumrin hjá frændum sínum á Ásbrekku í Vatnsdal og Varmalandi í Sæmundarhlíð, sem reynist ungu fólki gott veganesti til framtíðar og aukins þroska. Ég minnist Kolbrúnar frá æskuár- um alltaf með bók í hönd. Það sýndi snemma hvert hugurinn stefndi. Auðvitað gekk hún menntaveginn og lauk lögfræðinámi frá Háskóla Ís- lands, þar af háskólanámi um eins árs skeið í Vínarborg. Ég gladdist yfir því, að hún skyldi ávallt fylgja sannfæringu sinni og láta ekki deig- an síga í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Að háskólanámi loknu starfaði hún hjá sýslumannsembættinu á Eskifirði og Norðfirði um skeið. Einnig hjá lögregluembættinu í Reykjavík og síðar sem aðstoðar- maður ráðherra í heilbrigðisráðu- neytinu. Eftir stjórnarskipti ákvað frænka mín að fara næstu tvö árin í fram- haldsnám erlendis. Hún hafði mik- inn áhuga á málefnum Asíuþjóða. Fyrra árið stundaði hún nám í Pek- ing í Kína og heimsótti einnig mörg lönd á þessum slóðum. Þá lá leiðin til Englands og London varð fyrir val- inu til námsdvalar. Þar hafði hún dvalið um skeið, en þá er klippt fyr- irvaralaust á lífsþráð þessarar hæfi- leikaríku ungu konu og vísast kölluð til æðri starfa, sem okkur eru hulin. „Hvað er lífið?“ Þannig komst Kristján Jónsson Fjallaskáld að orði, en hann lést að- eins 27 ára að aldri: „Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtila- stund.“ Elsku Ása, Rúnar, Þröstur, Íris og fjölskyldur, hugur minn hefur verið hjá ykkur og ég hef beðið fyrir ykkur á hverjum degi, að þið öðlist styrk til að takast á við sáran söknuð, sem engan lætur ósnortinn. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Blessuð sé minning Kolbrúnar Ólafsdóttur. Sigurlaug Ásgrímsdóttir. Elsku Kolla, við skiljum ekki af hverju þú varst tekin frá okkur svona fljótt og nánast án nokkurs fyrirvara og munum eflaust aldrei skilja það. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að síðast þegar við hittumst, sem var á Snæfellsnesinu í byrjun júlí, voru allir svo hressir og kátir. Þar áttum við yndislega daga vegna frumkvæð- is þíns að þeirri frábæru hugmynd að koma ömmu og afa á óvart á 40 ára brúðkaupsafmælinu þeirra. Við munum aldrei gleyma þessari ferð. Vegna veðurs ákváðum við að fara ekki upp á Jökulinn en lofuðum þér því að fara ekki án þín og að bíða þangað til þú kæmir næst til lands- ins. Við vitum að ef við förum ein- hvern tímann á Snæfellsjökul munt þú fylgja okkur og við munum öll hugsa til þín. Þú varst þannig frænka að það var ekki hægt annað en að líta upp til þín. Þú lést alla drauma þína rætast og hjálpaðir okkur hinum að láta okkar drauma rætast. Besta dæmið um það er þegar Ólöf og Ómar heim- sóttu þig til Kína á meðan þú bjóst þar. Það var ævintýraleg ferð sem mun lengi sitja í minnum okkar. Það er okkur einnig ofarlega í huga þeg- ar þú varst skiptinemi í Vín, en þá vorum við litlar stelpur. Þaðan send- ir þú okkur mörg falleg bréf og sagð- ir okkur frá öllu fólkinu frá mismun- andi löndum sem þú varst búin að kynnast. Okkur fannst þetta svo spennandi að okkur langaði mest að taka næstu flugvél til þín. Þú varst mjög vinamörg og lýsir það persónuleikanum þínum vel, svo ljúf, skemmtileg og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Við systurnar munum alltaf muna eftir þér sem einstaklega sterkri, ævintýra- gjarnri, gáfaðri, ákveðinni og ynd- islegri frænku. Við bjuggumst við að fá að eiga miklu lengri tíma með þér og geta fengið að sjá þig uppfylla drauma þína og jafnvel að fá að taka þátt í þeim eins og við höfum stund- um gert. Okkur systurnar langar að feta í fótspor þín, meðal annars með því að skoða alla þessa ólíku menningar- heima sem þú heimsóttir. Rakel ætl- ar í lögfræði eins og þú og hún hlakk- aði svo til að geta rætt við þig um námið og félagslífið í Háskóla Ís- lands. Við munum alltaf líta upp til þín því það sem þér tókst að gera á stuttri ævi var ótrúlegt. Við munum alltaf sakna þín og við ætlum að varðveita allar góðu minn- ingarnar um góðu stundirnar með þér. Við biðjum um styrk til handa okkar nánustu til að takast á við þennan mikla missi en þó sérstak- lega fyrir ömmu og afa. Ólöf Karitas og Rakel Ósk. Maður átti ekki von á því að vera kveðja í síðasta sinn þegar ég sagði „sjáumst“ við hana Kollu rétt áður en hún fór út til London aftur eftir skemmtilegt ferðalag sem við vorum nýkomin úr af Snæfellsnesinu. Það eru margar minningar sem koma upp hjá manni þegar maður hugsar til baka, t.d. þegar þær syst- ur ákváðu að fara í konfektgerð fyrir ein jólin, þetta var svo einfalt, bara bræða súkkulaði, fylla í form og frysta, en þegar ég kom heim voru þær skellihlæjandi allar út í súkku- laði og eldhúsið líka, en það komu nú nokkrir góðir molar úr þessu öllu saman. Þegar Kolla ákvað að fara til Kína að læra fannst okkur tilvalið að kíkja á hana því hún var búin að lýsa fyrir okkur hvað þetta væri frábært þarna. Hún var alveg heilluð af Asíu og sagði okkur einu sinni að hún gæti alveg hugsað sér að vinna þar að loknu námi. Það var alveg ótrúlegt hvað hún gat reddað sér, maður dáð- ist að henni þegar maður fylgdist með henni eiga samskipti við Kín- verja sem töluðu hvorki né skildu stakt orð í ensku, en með einhverjum óskiljanlegum aðferðum skildu þeir hana alltaf. Þegar hún var á Íslandi var það alltaf mikil tilhlökkun hjá börnum okkar að hitta Kollu því þau gátu vafið henni gjörsamlega um fingur sér og látið hana gera allt með sér, hvort sem það var að spila, fara í bíó eða eitthvað annað, alltaf var hún til. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð elskulegu mágkonu mína og ég þakka fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. (Friðrik Steingrímsson) Þinn mágur Halldór. Elsku Kolla frænka Við trúum ekki að þú sért farin frá okkur allt of snemma. Við áttum svo skemmtilegar stundir saman, feng- um að gista hjá þér á Skólavörðu- stígnum í algjöru dekri, fórum á Súf- istann og fengum okkur morgunmat og skoðuðum bækur og blöð. Skemmtilegast var þegar við vinkon- urnar fórum í svörtu kápunum niður í bæ, við vorum sko algjörar pæjur. Þegar þú varst í útlöndum fannst okkur gaman að fá að tala við þig á skypinu. Ingi Rúnar spyr alltaf hvar hún Tolla vinkona sín sé og hvenær hún komi. Ó hvað þín verður sárt saknað, elsku besta Kolla okkar. Guðný Ása og Ingi Rúnar. Lífið er stundum svo miklum til- viljunum háð að maður virðist á stundum hafa ósköp lítið um sín ör- lög að segja. Þannig rataði Kolbrún alveg óvænt inn í líf mitt eitt rigning- arkvöld fyrir tólf árum þar sem við Kristbjörg Karí Sólmundsdóttir gengum í Vínarborg og veltum fyrir okkur hvernig við myndum leysa úr því að finna meðleigjanda í stað ann- ars sem hugðist flytja út á næstunni. Kolbrún Ólafsdóttir Elsku Kolla, takk fyrir að vera alltaf góð við mig. Mér fannst gaman að sitja með þér og mömmu á Súfistanum og lesa blöð. Mamma saknar þín mikið. Vonandi líður þér vel á himnum. Dagur Salberg Mooney. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.