Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 218. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF HÁRTÍSKAN, MJÚKAR BRINGUR, BESTU TÖLVUKAUPIN OG DILKADRÁTTUR SKÚLA  FJÓRIR hluthafar, sem fara sam- an með 11,57% hlutafjár í matvæla- fyrirtækinu Alfesca, telja að yf- irtökutilboð franska fyrirtækisins Lur Berri í félagið á 4,5 krónur á hlut endurspegli ekki raunvirði þess. Meirihluti eigenda og stjórn- endur vilja afskrá félagið úr Kaup- höllinni og flytja það úr landi. Þjóð- erni þess sé mikill veikleiki. Einn hluthafi kallar verðmat Saga „grín verðmat.“ Jafnframt gera hluthafar alvarlegar at- hugasemdir við fundargerð frá hluthafafundi. »16 Segja tilboð í Alfesca of lágt og verðmatið „grín“ Eftir Agnesi Bragadóttur og Magnús Halldórsson STJÓRNANDSTÖÐUFLOKKARNIR settu sig upp á móti breytingartillögum á frumvarpi vegna ríkisábyrgðar á lánum Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda vegna Icesave-reikninga Landsbankans sem gerðu ráð fyrir að ekki mætti greiða meira ár- lega en sem næmi 3,5 prósent af landsframleiðslu. Fimm manna nefnd lögfræðinga, undir stjórn Ei- ríks Tómassonar prófessors, setti saman tillög- urnar um fyrirvara vegna ríkisábyrgðarinnar að ósk fjárlaganefndar í gær. Stjórnarandstöðuflokkarnir töldu 3,5 prósent alltof hátt og vildu fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks- ins, takmarka greiðslurnar við 2 til 2,2 prósent af landsframleiðslu. Þá vildu þeir einnig setja fyr- irvara um að ef enginn hagvöxtur yrði þá yrði ekki greitt út til Hollendinga og Breta. Hvergi haggað við auðlindum Einnig var um það rætt á fundi fjárlaganefndar í gær, og innan þingflokkanna, að greiðslur vegna ríkisábyrgðarinnar yrðu alltaf í takt við þróun efnahagsmála hér á landi. Stjórnarandstaðan sótti fast að greiðslur vegna ríkisábyrgðarinnar yrðu í takt við þróun efnahagsmála og möguleiki væri á því að fella niður eftirstöðvar skulda. Breytingartillögurnar á Icesave-frumvarpinu, sem voru til umræðu í fjárlaganefnd í gær fram á nótt og deilt var um í þingflokkum, eru birtar í Morgunblaðinu í dag. Í þeim kemur meðal annars fram að hvergi sé haggað við óskoruðum yfirráð- um Íslands yfir auðlindum landsins og rétti hand- hafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um auðlinda- nýtingu og eignarhaldi á náttúruauðlindum. Þá segir að ekki hafi fengist úr því álitaefni skorið, „hvort aðildarríki EES-samningsins beri við kerfishrun á fjármálamarkaði ábyrgð gagn- vart innistæðueigendum vegna lágmarkstrygg- ingar[…] Fáist úr því skorið í máli um það eða sambærilegt úrlausnarverkefni að slík skuldbind- ing hvíli ekki á Íslandi eða öðrum ríkjum EES- samningsins“ skal möguleiki vera fyrir hendi á því að taka viðræður upp að nýju. Krafa um engar Icesave- greiðslur án hagvaxtar Stjórnarandstaðan sótti fast að setja stíf efnahagsleg skilyrði fyrir ríkisábyrgð  Deilur um Icesave | 4 og 6 LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók í gærkvöld fjóra menn í kjölfar tilkynningar um að þeir hefðu ógnað vegfarendum á Bílds- höfða með riffli út um bílglugga. Bifreið mannanna var stöðvuð á Sæbraut rétt fyrir klukkan tíu. Riff- illinn reyndist vera í bílnum og voru mennirnir færðir til yfirheyrslu. Lögreglan vildi í gærkvöldi ekki gefa upp hvort vopnið hefði verið hlaðið. skulias@mbl.is Ógnuðu fólki með riffli út um bílglugga Fjórir menn handteknir í gærkvöldi Teknir Mennirnir teknir höndum. ÁRNI Þór Sigurðsson og Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, sjást hér á leið á fund fjárlaga- nefndar í gær. Hann stóð fram á nótt. Mikil spenna ríkti meðal þingmanna vegna málsins í gær og var fjárlaganefnd kölluð fimm sinnum saman til fundar vegna Icesave-samninganna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kom á fund nefndarmanna eftir miðnætti í gær. Þingmenn freistuðu þess að ná samstöðu um málið en allt kom fyrir ekki. Stjórnarflokkarnir vonuðust þó eftir því að meirihluti væri tryggður fyrir framgangi málsins. FUNDAÐ FRAM Á RAUÐA NÓTT UM ICESAVE Morgunblaðið/Eggert  ST. Franciskusreglan, sem hefur sett mikinn svip á Stykkishólm und- anfarin 80 ár, er að hætta starfsemi í bænum. Fjöldi bæjarbúa mætti í kveðjuhóf í St. Franciskusspítal- anum og þakkaði nunnunum vel unnin störf. Áfram munu þó nunnur starfa í bænum því þrjár systur frá Maríureglunni koma í þeirra stað. »15 St. Franciskussystur að kveðja Stykkishólm  KRISTINN Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir nauðsynlegt að auka öryggi ferðafólks á hálendinu. Hann telur ekki óeðlilegt að komið verði á tilkynningaskyldu fyrir ferðamenn í lengri hálendisferðum. Á átta vikna tímabili sinnti hálend- isgæsla Landsbjargar nálægt þús- und beiðnum um aðstoð af ýmsu tagi. »20 Nauðsynlegt að auka ör- yggi ferðafólks á hálendinu Sérblað um SKÓLA OG NÁMSKEIÐ fylgir Morgunblaðinu í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.