Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is fyrir alla sem www.gottimatinn.is toppa allt! – Þessi ostur er rifinn á tæknilegan hátt, í vél. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is HÖRÐUR Arn- arson, fyrrverandi forstjóri Marels og núverandi for- stjóri Sjóvár, tek- ur við stöðu for- stjóra Lands- virkjunar eigi síðar en 1. janúar. Hörður var ráð- inn eftir hefð- bundið umsóknarferli og voru um- sækjendur 35 talsins. Að sögn Bryndísar Hlöðvers- dóttur, stjórnarformanns Lands- virkjunar, var það einróma nið- urstaða stjórnarinnar að Hörður væri hæfastur. „Það voru fimm teknir í viðtöl og eftir þau var sú ákvörðun tekin að ráða Hörð. Með þá ákvörðun ríkir mikil ánægja.“ Hörður segist hlakka til þess að hefja störf hjá fyrirtækinu. Um draumastarf sé að ræða að mörgu leyti, en Hörður er rafmagnsverk- fræðingur að mennt með dokt- orsgráðu frá danska tækniháskól- anum DTU. „Ég hlakka til þess að takast á við þetta starf og það er ljóst að Landsvirkjun mun gegna lyk- ilhlutverki í uppbyggingu landsins.“ Bryndís segir Friðrik Sophusson, sem gegnt hefur stöðu forstjóra Landsvirkjunar undanfarin 11 ár, hafa staðið sig vel. „Friðrik skilaði einstaklega miklu og góðu starfi fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið hefur tekið miklum breytingum frá því hann hóf störf og það má segja að ákveðin tímamót séu framundan í rekstri þess.“ Erfitt aðgengi að fjármagni hefur komið harkalega niður á Lands- virkjun. Fyrirtækið hefur gert við- búnaðarsamning við Seðlabanka Ís- lands til að auðvelda sér að komast í gegnum lausafjárþurrð. Hörður ráðinn forstjóri  Hörður Arnarson nýr forstjóri Landsvirkjunar  Hlakkar til að taka til starfa  Sagt að arðsemi virkjana sé of lítil Hörður Arnarson Hörður Arnarson er einn af þeim sem lögðu samtökunum Framtíðarlandinu lið á sínum tíma og hefur margsinnis gagn- rýnt virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda. Einkum hefur hann sagt að arðsemi virkjana sé ekki nægilega mikil. Bryndís Hlöð- versdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði stjórnina hafa verið sér vel meðvitandi um afstöðu Harðar þegar hann var ráðinn. „Ég tel það Herði frekar til tekna að hann hafi tekið þátt í umræðu um þessi mál sem lengi hafa verið umdeild hér á landi. Ég vil þó ekkert vera að tjá mig sérstaklega um þessi at- riði,“ segir Bryndís. Í Framtíðarlandinu Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „RÍKISSTJÓRNIN stendur sig illa í að kynna málstað okkar í Icesave- málinu, enda er hún með allt kerfi gömlu stjórnarinnar í vinnu. Og hvar er forsetinn með öll sín sambönd? Eða þekkir hann bara auðjöfra og fjárglæframenn,“ sagði Einar Már Guðmundsson á samstöðufundi Inde- fence-samtakanna á Austurvelli í gærdag. Þar var samningsdrögum í Icesave-málinu mótmælt og skorað á ráðamenn að ná lendingu í málinu sem þjóðin gæti sætt sig við. Fundurinn var fjölsóttur. Tals- menn Indefence voru ánægðir með hvernig til tókst. „Allir Íslendingar hljóta að taka undir þann málstað sem hér kemur fram. Eða hvaða þjóð er það sem ber ekki hönd fyrir höfuð sér þegar að henni er gengið með óréttmætum kröfum,“ sagði Ólafur Elíasson sem er í forystu Inde- fence. Aldrei gengið að auðmönnum „Ég tek ofan fyrir Ögmundi Jón- assyni, sem berst gegn Icesave- samningnum, en sá skilningur er ekki til hjá forseta ASÍ,“ sagði Elín- björg Magnúsdóttir fiskverkakona. Hún segir greiðslur vegna Icesave geta lamað velferðarkerfið, sem sé aðal íslensks þjóðfélags. „Íslendingar munu ekki berjast þegar þeir hafa á tilfinningunni að aldrei verði gengið að auðmönnum,“ sagði Andrés Magnússon læknir, sem telur efnahagshrunið sl. haust afleiðingu þess að útrásarvíking- arnir áttu flesta fjölmiðla landsins og hafi stjórnað umræðunni. Morgunblaðið/Ómar „Hvar er for- setinn með öll sín sambönd?“ Ljósmynd/Einar Friðgeirsson Á staðnum Davíð Oddsson var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Ósátt Slegið var á að hátt í 3.000 manns hefðu mótmælt Icesave-samningunum á Austurvelli í gær. Aðstandendur fundarins voru ánægðir með þátttökuna. TÖLUVERÐ hætta skapaðist þegar umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar og mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar urðu óvirk í a.m.k. fjórar mínútur um klukkan fjögur í gær. Í fyrradag voru ljós á fyrr- nefndum gatnamótum líka óvirk um tíma en gatnamótin eru þau hættulegustu á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu urðu engin óhöpp meðan dautt var á ljósunum en þau lifnuðu að nýju fjórum mínútum eftir að lögreglu var tilkynnt um málið. Hætta þegar ljós biluðu á Miklubraut NÚ hafa um 10% fleiri skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmara- þoni en á sama tíma í fyrra og stefnir því enn í að nýtt þátttöku- met verði sett. Yfir 3.000 manns höfðu skráð sig síðdegis í gær, um 1.300 í 10 km hlaup, 876 í hálft maraþon og 567 í maraþon. Í fyrra hlupu alls 10.800 manns. Gert er ráð fyrir að skráningar taki verulegan kipp í næstu viku, síðustu vikunni fyrir hlaup. Hlaup- urum er ráðlagt að skrá sig í tíma, ekki síst ætli þeir að taka þátt í 10 km hlaupi en í fyrra seld- ist upp í þá keppni. Hlaupið fer fram 22. ágúst nk. runarp@mbl.is Morgunblaðið/Golli Um 10% fleiri í Reykjavíkurmaraþon KJARASAMNINGAR Starfsgreina- sambandsins við ríki og sveitar- félög voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. 83% samþykktu samning við ríkið og 88% samþykktu samning við sveit- arfélögin. Kjarasamningar Starfsgreina- sambandsins við ríkið voru und- irritaðir 3. júlí sl. Samningarnir gilda frá 1. júlí 2009 til 30. nóvember 2010. Þar er m.a. kveðið á um að lágmarkslaun fyrir fullt starf skuli vera 157 þús- und krónur frá 1. júlí 2009. SGS samþykkti samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.