Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EFTIR ströng fundahöld fjárlaga- nefndar Alþingis undanfarna viku náðist samkomulag í gær um að leggja mögulegar breytingar á frumvarpi um ríkisábyrgð Trygg- ingasjóðs innstæðueigenda, vegna útgreiðslu til innstæðueigenda af Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi, í hendur fimm manna nefndar lögfræðinga. Nefndina skipuðu Benedikt Boga- son, Einar Gunnarsson, Helgi Áss Grétarsson, Páll Þórhallsson og Ei- ríkur Tómasson prófessor. Verkefni nefndarinnar var að fara yfir texta og koma með tillögur um fyrirvara. Komu meðal annars fram tillögur um að greiðslur vegna Icesave- skuldanna mættu ekki fara yfir 3,5 prósent af landsframleiðslu árlega og einnig að tryggt væri að ekki væri hægt að ganga að nátt- úruauðlindum, eða nýtingarmann- virkjum þeirra, kæmi til vandamála við greiðslu. Þá var einnig settur fyrirvari um að Ísland hefði mögu- leika á því að taka upp viðræður við Breta og Hollendinga kæmi upp réttaróvissa, t.d. ef regluverki um innstæðutryggingar í Evrópu yrði breytt. Tillögurnar voru til umræðu hjá fjárlaganefnd á fundi klukkan 15 og síðan komu þingflokkar saman klukkan 18. Greinileg spenna var í Alþingishúsinu vegna málsins og deildu Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaganefndar, og Hösk- uldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, meðal annars um málsmeðferðina í sölum Alþingis áður en þingflokkar héldu til fundar. Að fundum loknum voru línur tekn- ar að skýrast. Forsvarsmenn stjórn- arflokkanna, sem Morgunblaðið ræddi við að loknum fundi, töldu meiri líkur en minni á því að meiri- hluti væri fyrir málinu, með þeim fyrirvörum sem náðst hefði sam- komulag um. Samfylkingarmenn voru þó jákvæðari en vinstri græn. Þar voru enn efasemdarmenn í hópnum, þar helst Lilja Mós- esdóttir, Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir og Ögmundur Jónasson. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að málið væri enn í vinnslu og helst væri stað- næmst við efnahagsfyrirvarann. Stjórnarandstöðuflokkarnir, bæði sjálfstæðis- og framsóknarmenn, sögðu tillögur um hámarksgreiðslur vegna Icesave á hverju ári óvið- unandi. Um þær var deilt á fundi fjárlaganefndar í gærkvöldi og leit ekki út fyrir að samstaða allra flokka næðist. Engin samstaða  Ekki hefur náðst samstaða um fyrirvara ríkisábyrgðar Tryggingasjóðsins  Stjórnarflokkar vongóðir um meirihluta ÞINGMENN stjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, lögðu áherslu á það á þingflokksfundum sínum í gær að reyna eftir fremsta megni að ná sátt meðal þingmanna allra flokka um málið. Sérstaklega lagði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra áherslu á það í samtölum við sína flokksmenn að möguleiki á breiðri sátt yrði fyrir hendi. Að loknum þingflokksfundi í gær ítrekaði hann að farsælast væri að ná breiðri sátt um málið, ef mögulegt væri. Fjárlaganefnd þyrfti þó að fá að klára málin. Ákaft var reynt að ná sam- stöðu, og voru þingmenn oftar en ekki í símanum að ræða við aðra þing- menn um stöðu mála. Einnig hlupu starfsmenn Alþingis með skilaboð inn á þingflokksfundi ótt og títt, enda mikið í húfi. Þingmenn stjórnarflokkanna gáfu ekkert upp um afstöðu sína til tillagna að loknum þingflokksfundi og sögðu fjárlaganefndina þurfa að klára málið. Ákaft reynt að ná sáttum Morgunblaðið/Eggert Á hlaupum Það gekk mikið á hjá þingmönnum í gærkvöldi. Hér sést hluti þingflokks Vinstri grænna áður en fundur hófst, skömmu fyrir kvöldmat í gær. Ákaft var reynt að ná samstöðu um málið meðal allra flokka á Alþingi. Samstaða á Alþingi um frumvarp vegna ríkisábyrgðar fyrir Trygg- ingasjóð innstæðueigenda virð- ist ekki fyrir hendi. Stjórnarand- staðan enn hörð á móti. Vill skýrari efnahagsfyrirvara. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is „ÞETTA er ekki búið fyrr en það er búið,“ sagði Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, rétt fyrir síðasta fund nefndarinnar í gær- kvöldi sem var um þá fyrirvara sem fyrirhugað er að setja við Icesave- frumvarpið. Guðbjartur sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær að þó að náðst hefði meirihluti ríkisstjórnarflokkanna um málið væri samt æskilegra að reyna að ná sem breiðastri sátt. Samningurinn í uppnámi? Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þótti kallið eft- ir samstöðu koma nokkuð seint í gær þegar rætt var við hann í gærkvöldi. Ekki væri hægt að fallast á rík- isábyrgðina á þeim forsendum sem lagt væri upp með. „Það þurfa að vera raunverulegir fyrirvarar við ríkisábyrgðina til þess að við höfum eitthvað um að tala og mér sýnist slíkir fyrirvarar vera í burðarliðnum. En þessari vinnu er langt í frá lokið.“ Andrúmsloftið innan Alþingis- hússins var spennuþrungið. Fundað var í hliðarherbergjum og mönnum jafnvel bókstaflega stillt upp við vegg. Orð eins og trúnaðarbrestur heyrðust falla eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, tjáði sig um fyrirvar- ana í beinni útsendingu í sjónvarpinu og sagði þá „svik við þjóðina“. Var mikil óánægja með að hann skyldi þannig hafi rofið þann trúnað sem hefði átt að ríkja um vinnu fjár- laganefndar þar til henni væri lokið. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra vildi ekki tjá sig um um- mæli Sigmundar Davíðs en sagðist telja að sýna ætti vinnu fjárlaga- nefndar og þeim trúnaði sem þar væri reynt að halda virðingu. Áður hafði verið talið að það gæti verið meirihluti innan fjárlaganefnd- ar fyrir samþykkt fyrirvaranna en eftir þær efasemdir sem menn létu í ljós í viðtölum dró úr þeirri vissu. Varðandi það að það væri þungt hljóðið í minnihluta nefndarinnar þar sem ríkisstjórnin ætlaði sér að keyra málið í gegn sagðist Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra ekki hafa skilið það þannig. „Það kom fram á þingflokksfund- inum að sumir fulltrúar minnihlut- ans hefðu tekið tiltölulega vel í þá vinnu sem var kynnt í nefndinni í dag. Þannig að ég held að það sjái það allir að það er búið að leggja mikið á sig til að finna besta mögu- lega búning á málinu og þar með ná sem mestri samstöðu um það.“ Mikil spenna fyrir fund fjár- laganefndar Áhersla á samstöðu um afgreiðslu Morgunblaðið/Eggert Staðið í ströngu Mikið hefur geng- ið á í starfi fjárlaganefndar. Allt kapp var lagt á að afgreiða breytingar á fyrirvörum við Ice- save úr fjárlaganefnd í gær. Ósk- að var eftir breiðri samstöðu um málið sem virtist ekki ætla að nást seint í gærkvöldi. einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9Ljósadagar 13. ágúst - 23. ágúst 15 - 70% afsláttur af öllum ljósum Nostalgic. Borðlampi. Matt stál. H 98 cm. Verð 17.900,- NÚ 9.995,- Nýtt kortatímabil Icesave „ÍSLENDINGAR eru reiðir en munu færa fórnir,“ er fyrirsögn greinar eftir Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem birt var á vef Fin- ancial Times laust fyrir klukkan 19 í gær. Í greininni neitar Jóhanna ásök- unum um að Íslendingar hneigist til að halda að allt sem miður hef- ur farið megi rekja til samsæris Breta og Hollendinga. „Íslend- ingar, sem telja sig ekki bera ábyrgð á bankakreppunni í heim- inum, eru tilbúnir að færa fórnir til að tryggja eðlileg tengsl og við- skipti við umheiminn. En þeir eru reiðir yfir því að þurfa að bera byrðarnar vegna Icesave- reikninga Landsbanka.“ Í greininni gagnrýnir Jóhanna bresk stjórnvöld fyrir að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi eftir bankahrunið. Hún segir sterk rök hafa verið færð fyrir því að Ísland hafi orðið fórnarlamb galla á tilskipun ESB um innláns- tryggingar. Jóhanna segir að umfjöllun Financial Times um meintan þrýsting Hol- lendinga og Breta á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi torveldað ríkisstjórninni að sannfæra Alþingi um að sam- komulag um Icesave væri óhjá- kvæmilegt. „Vonandi gerir fólk í stórum löndum á borð við Bret- land og Holland sér grein fyrir þeim varanlegu afleiðingum sem gerðir ríkisstjórna þeirra geta haft fyrir lítið land eins og okkar þegar miklir erfiðleikar steðja að því.“ Eru reiðir en munu færa fórnir Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra á vef Financial Times „VIÐ ætlum að standa við skuld- bindingar okkar og ætlum að halda því alveg til streitu,“ sagði Guðbjartur Hannesson, for- maður fjár- laganefndar, spurður hversu almennir fyr- irvararnir sem fyrirhugað er að setja við Icesave-samninginnn væru og hvort þeir gætu fellt samninginn. Spurður um líkur á samþykkt nefnd- arinnar sagði hann það nýtt fyrir sér að menn hefðu efasemdir líkt og komið hefði fram í viðtölum. Guð- bjartur sagði fyrirvarana hafa veru- legt vægi, bæði efnahagslega og lagalega, og þeir hefðu verið samdir að óskum fjárlaganefndar. Sú vinna var svo lögð fram í gær fyrir nefnd- ina og aftur eftir lítillegar lagfær- ingar. Lögfræðingar hefðu lagað til- lögurnar lítillega og þær því verið lagðar fyrir aftur en alls fundaði fjárlaganefnd fimm sinnum í gær. Staðið við skuldbindingar Guðbjartur Hannesson Steingrímur J. Sigfússon neit- aði því að þeir fyrirvarar sem fyrirhugað er að setja við samn- ingana sem gerðir voru í umboði hans, feli á nokkurn hátt í sér höfnum á þeim. Steingrímur sagðist ekki sjá ástæðu til þess að telja að staða sín veikist við að settir verði fyr- irvarar við samninginn. „Ég á ekki í nokkrum einustu vandræðum með það að fagna vandaðri vinnu um þingmál sem ég hef lagt fyrir þingið.“ Ekki veikari staða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.