Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Lakki skvett á húsin Í annað skipti á stuttum tíma sem hús Hreiðars Más Sig- urðssonar er skemmt Málin öll í rannsókn hjá lögreglu Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Halldór Armand Ásgeirsson RAUÐU lakki var í fyrrinótt skvett á hús Hreið- ars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Húsið stendur við Hlyngerði. Hús Karls Wernerssonar, stjórnarformanns Mile- stone, við Engihlíð hlaut sömu útreið. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem hús Hreiðars verður fyrir slíkum skemmdarverkum að næturþeli. Skemmdarverk af þessum toga hafa færst í aukana að undanförnu og banka- menn, útrásarvíkingar og fólk í ál- og orkugeir- anum hafa að undanförnu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum sem kjósa að sýna hug sinn í verki með þessum hætti. Lögregla gat lítið gefið upp um hvort hún væri með sérstakan viðbúnað gegn skemmdarvörgunum og hvort vitað væri hverjir væru þarna á ferð. „Þessi mál eru enn öll á rannsóknarstigi hjá lögreglu og lítið annað hægt að segja um þau að svo stöddu,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Morgunblaðið/Magnús Bergmann Húsið Skemmdarvargar hafa nú skipt yfir í lakk við iðju sína. „ÞAÐ er alrangt að við þingmenn Borgarahreyfingarinnar viljum Þráin [Bertelsson] úr hreyfingunni, eins og gefið hefur verið í skyn á vefnum í dag (í gær),“ sagði Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfing- arinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Deilur hafa verið innan þing- flokks Borgarahreyfingarinnar á milli Margrétar Tryggvadóttur, Birgittu Jónsdóttur og Þórs annars vegar og Þráins Bertelssonar hins vegar. Deilur hafa magnast innan þingflokksins frá því Margrét, Þór og Birgitta greiddu atkvæði gegn aðild að Evrópusambandinu. Þrá- inn sagði það gegn yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar og afstaða þing- mannanna væri vonbrigði. Þá hafa þing- menn einnig deilt um afstöðu í Ice- save-málinu. Þór segir fullan sáttavilja vera innan hreyfing- arinnar og að hún sé ekki við það að liðast í sundur eins og hald- ið hefur verið fram. „Þvert á móti er vilji til þess að ræða málin. Hins vegar er brýnt að við þingmenn séum með hugann við það sem máli skiptir núna og það er Icesave- málið,“ sagði Þór Saari. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Þráin Bertelsson í gær. magnush@mbl.is Segja sáttavilja fyrir hendi Þór Saari Deilur í þingflokki                            ! "   #  $ %  %   &'" ( ( ) (  &  *       "    $   + , -   ./ 0  1"# , " "      (  0  ./ 2 ./  0 3'  '  0 ,  Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir fjárlaganefnd Alþingis í gær og voru til umræðu í nefndinni langt fram eftir kvöldi. Skjalið eins og það var lagt fyrir nefndina var merkt með upp- hafsstöfunum ET, sem væntanlega vísa til Eiríks Tómassonar en hann var formaður lögfræðinganefndar sem fengin var til að fara yfir þær tillögur sem voru á borði fjárlaganefndar. Fjárlaganefnd Alþingis hefur samþykkt tillögur um breytingar á frumvarpi til laga um heimild handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingasjóðs innistæðueig- enda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.. Breytingartillögurnar eru svohljóðandi: 1. Við 1. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn: Ríkisábyrgð á Icesave-lánasamningunum Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samn- ingum dags. 5. júní 2009 til að standa straum af lágmarks- greiðslum, sbr. 10. gr. laga um innistæðutryggingar og trygg- ingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgðin tekur til höfuðstóls lánanna eins og hvor um sig mun standa að sjö árum liðnum frá undirritun samninganna, 5. júní 2016, auk vaxta af lánsfjárhæðinni. Ríkisábyrgðin afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samning- anna og fyrirvörum þeim sem koma fram í lögum þessum. Fyr- irvararnir eru óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar. 2. Við 2. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn: Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar samkvæmt lögum þessum eru: 1. Að við framkvæmd lánasamninganna verði þeir túlkaðir í samræmi við hin umsömdu viðmið, sem samþykkt voru 14. nóv- ember 2008 á milli Íslands, Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkja, þannig að tekið verði tillit til hinna erfiðu og fordæm- islausu aðstæðna sem Ísland er í og nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt. 2. Að staða Íslands sem fullvalda ríkis komi í veg fyrir að gerð sé aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlutverk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Íslands, sem njóta verndar samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar. 3. Að hvergi sé haggað við óskoruðum yfirráðum Íslands yfir auðlindum landsins og rétti handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um auðlindanýtingu og skipan eignarhalds á nátt- úruauðlindum innan lögsögu landsins. Bætt verði við nýrri grein, 3. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn: Endurskoðun lánasamninganna Ákvörðun um að óska eftir viðræðum um breytingar á lána- samningunum samkvæmt endurskoðunarákvæðum þeirra, skal tekin með samþykki Alþingis. Við þá ákvörðun skal m.a. byggt á forsendum ríkisábyrgðarinnar og viðmiðum samkvæmt lögum þessum. Meta skal hvort óska skuli endurskoðunar eigi síðar en 5. júní 2015 og skal niðurstaða þess mats lögð fyrir Alþingi fyrir lok þess árs. Bætt verði við nýrri grein, 4. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn: Efnahagsleg viðmið Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum er grundvölluð á að fjárhagsleg byrði vegna hennar verði innan viðráðanlegra marka þannig að Íslandi sé gert kleift að endurreisa fjármála- og efna- hagskerfi sitt. Til að fylgjast með og meta forsendur fyrir endur- skoðun á samningunum skal ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri í síðasta lagi fyrir 5. júní 2015 IV. greinar úttekt á stöðu þjóðarbúsins, einkum með tilliti til skuldastöðu og skuldaþols. Að auki verði þess óskað að í úttekt- inni leggi sjóðurinn mat á þær breytingar sem orðið hafa miðað við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008. Við mat á forsendum til endurskoðunar á samningunum skal einnig tekið tillit til stöðu í þjóðarbúskapnum og ríkisfjármálum á hverjum tíma og mats á horfum í þeim efnum þar sem m.a. verði sérstaklega litið til gjaldeyrismála, gengisþróunar og við- skiptajöfnuðar, hagvaxtar og breytinga á landsframleiðslu svo og þróunar fólksfjölda og atvinnuþátttöku. Greiðslubyrði ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðarinnar tekur mið af ákvæðum lánasamninganna, þó þannig að hún verði ekki umfram 3,5% af vergri landsframleiðslu hvers árs. Bætt verði við nýrri grein, 5 gr. svohljóðandi: Lagaleg viðmið Ekki hefur fengist leyst úr því álitaefni hvort aðildarríki EES samningsins beri við kerfishrun á fjármálamarkaði ábyrgð gagn- vart innistæðueigendum vegna lágmarkstryggingar. Allt að einu hefur Ísland gengið til samninga við Bretland og Holland. Fáist síðar úr því skorið, fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, í máli um það eða sambærilegt úrlausnarverkefni að slík skuldbinding hvíli ekki á Íslandi eða öðrum ríkjum EES-samningsins skal rík- isábyrgð samkvæmt lögum þessum bundin þeim fyrirvara að fram fari viðræður milli Íslands og viðsemjenda þess um áhrif þeirrar niðurstöðu á lánasamninga og skuldbindingar ríkisins. Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum miðast við það að við úthlutun eigna við uppgjör Landsbanka Íslands hf., eða þrotabús hans, fari eftir íslenskum lögum eins og þau voru 5. júní 2009, þar með töldum lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Ábyrgðin takmarkast við að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta láti á það reyna fyrir þar til bærum úrlausnaraðilum hvort kröfur hans gangi við úthlutun framar öðrum hluta krafna vega sömu innistæðu. Verði þessi niðurstaða á þann veg skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana og skuldbindingu Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Fari ekki fram viðræður samkvæmt 1. eða 2. mgr. eða leiði þær ekki til niðurstöðu, getur Alþingi takmarkað ríkisábyrgð sam- kvæmt lögum þessum í eðlilegu samræmi við það. Bætt verði við nýrri grein, 6. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn: Eftirlit Alþingis (þarf að endurskoða miðað við aðrar breytingar). Fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Ís- lands skulu reglubundið meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol íslenska ríkisins og þjóðarbúsins, þ.m.t. vegna ábyrgðar ríkisins skv. lögum þessum. Fjármálaráðherra skal árlega, í fyrsta sinn fyrir 1. mars 2010, upplýsa Alþingi um framkvæmd samninganna og mat skv. 1. mgr. þessarar greinar og b-liðar, 3. mgr. 2. gr. Í skýrslu ráðherra skal m.a. gera grein fyrir hvort endurheimtur eigna í búi Landsbanka Íslands hafi að marki orðið aðrar en gert var ráð fyrir við gerð samninganna (75%), mat lagt á greiðslubyrði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og hvort aðstæður hafi þróast þannig að virkja skuli endurskoðunarákvæði samninganna. Við eftirlit fjárlaganefndar með framkvæmd fjárlaga skal m.a. meta hvernig skuldbindingar skv. lánasamningunum og lögum þessum þróast. Nefndin skal hafa náið samstarf við Ríkisend- urskoðanda sem skal eiga rétt á öllum nauðsynlegum upplýs- ingum frá fjármálaráðuneyti, Seðlabanka Íslands og Trygg- ingasjóði. Fjárlaganefnd hefur heimild til að leita ráðgjafar frá inn- lendum og erlendum sérfræðingum vegna eftirlits hennar skv. lögum þessum. Kostnaður vegna þess greiðist úr ríkissjóði. Bætt verði við nýrri grein, 7. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn: Skilmálar ríkisábyrgðar gagnvart Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta Fjármálaráðherra setur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta frekari skilyrði vegna ábyrgðarinnar í sérstökum samn- ingi við sjóðinn, einkum varðandi upplýsingagjöf til Alþingis, eft- irlit með fjárhag sjóðsins og endurheimtum eigna úr búi Lands- banka Íslands. Bætt verði við nýrri grein, 8. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn: Gildistaka o.fl. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga nr. 121/1997, um rík- isábyrgðar, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi ná til. Breytingartillögur á borði fjárlaganefndar ÞRETTÁN félagar úr CrossFit Ice- land hlupu í gær 100 km til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Hópurinn var að hlaupa framhjá bænum Lamb- haga, skammt frá Akranesi, þegar hundurinn Depill slóst óvænt í hóp- inn. „Við héldum að hann vildi bara leika aðeins við okkur en hann hætti ekki að elta okkur og hljóp með okkur 40-50 km,“ segir Evert Víglundsson, einn hlauparanna. Ekki tókst að hafa uppi á eig- endum Depils svo þegar hvutti lagðist niður, örmagna af þreytu, um miðbik hlaupsins var hann færður inn í einn bílanna, sem fylgdu hlaupurunum. „Við gátum ekki skilið hann eftir einan svo við tókum hann upp í einn bílinn og hann fékk að liggja þar á leiðinni í bæinn,“ segir Evert. Í ljós kom að Depill kom frá nágrannabæ Lamb- haga og keyrðu eigendurnir, sem voru farnir að verða áhyggjufullir, í bæinn til að ná í hundinn sprett- harða. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hundurinn Depill fylgdi þeim hálfa leið Hlupu 100 km til styrktar Mæðrastyrksnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.