Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 8

Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is „ÉG sá aldrei neitt ljós við göngin, bara svartamyrkur. Líklega hef ég verið sendur niður því það hefur náttúrlega aldrei komið til greina að hleypa mér nálægt Gullna hliðinu en svo höfnuðu þeir í víti mér líka,“ segir Jóhannes og hlær. „Þú hefur sjálfur snúið við,“ segir Gunnar Mýrdal, hjartaskurðlæknir og lækn- ir Jóhannesar. „Þú hefur skynjað að þarna væri komið gott efni í grín.“ Það ríkir glaðværð á sjúkrastof- unni hjá Jóhannesi þrátt fyrir al- vöru málsins. Þar eru staddir, fyrir utan Jóhannes, Halldóra Sigurð- ardóttir, kona hans, og Gunnar læknir sem dregur upp úr tösku undarlega pípulögn sem Jóhannes starir á í forundran. „Er þetta skil- vindan sem er inni í mér? Þetta er bara eins og í Ferguson. Mikið er þetta sniðugt, ég væri steindauður ef enginn hefði fundið upp á þessu.“ Skyndilega leggst Jóhannes mar- flatur í rúmið og flettir upp hvítum sjúkrahúsbolnum: „Sjáðu, hérna kemur út úr mér snúra sem tengist við hjarta sem ég ber við beltisstað. Það eru nú ekki margir sem geta státað af slíku! Svo tengist ég líka orkuvirkjunum. Sogsvirkjun hjálpar græjunni við sogið og pumpið. Þess- ar skammbyssur sem ég ber eru líka ansi góðar,“ segir hann og sýnir hulstur sem hann ber og minna óneitanlega á byssuhulstur. „Hér geymi ég batterí sem drífa þetta áfram, en á næturnar sting ég mér bara í samband.“ Fær kannski kratahjarta Jóhannes bíður eftir að komast í hjartaígræðslu í Gautaborg. Biðin gæti orðið sólarhringur en gæti líka orðið eitt ár. Oftast er biðin þó um þrír til fjórir mánuðir. „Ég má fullt eins búast við að fá kratahjarta!“ segir Jóhannes kíminn. Hann kveðst vonast til að fá að dveljast á spítalanum þangað til, konu sinnar vegna. „Ég vil nú ekki drepa hana Hallóru á því að þurfa að hugsa um mig daginn út og inn.“ Halldóra fussar og segir að hún ætti þá að vera löngu dauð, og svo springa þau bæði úr hlátri. „Hann fær nú að koma í heimsókn á sunnu- daginn og hans bíður þessi fína bleikja sem á að skella á grillið.“ „Ég hlakka nú óneitanlega til,“ segir Jóhannes. Sagt að fá sér banana Veikindasaga Jóhannesar er orðin nokkuð löng. „Ég fékk kransæða- stíflu fyrir tíu árum. Þegar ég hringdi á læknavakt var mér sagt að borða banana og fá mér mjólkur- glas, það slægi vel á brjóstsviða. Ég bara hlýddi og fór ekki til læknis fyrr en daginn eftir og þá var komin skemmd í hjartað. Síðan hef ég verið hálflélegur. Ég var alltaf með bláar varir og svo urðu eyrun á mér líka helblá. Við stress varð þetta hálfu verra og það varð alltaf að varalita mig þegar ég kom fram í sjónvarpi,“ segir Jóhannes sem kveðst vera einkar ánægður með litaraft sitt eft- ir að hann fékk pumpuna góðu. Allt í einu allir á móti Icesave Áttunda júní sl. hætti hjarta Jó- hannesar að slá. „Þetta var eins og að verða fyrir byssuskoti. Ég man ekkert fyrr en einhverjum vikum síðar. Þá var ég búinn að dveljast hér á spítalanum í góðan tíma, fljúga til Gautaborgar, fara þar í stóra að- gerð og kominn heim á ný. Eftir myndum að dæma var ég eins og spaghettíréttur með óendanlega mikið af snúrum tengdum mér. Og þegar ég vaknaði loksins voru allt í einu allir orðnir gríðarlega mikið á móti Icesave!“ Dýrasti skemmtikrafturinn Jóhannes er fyrsti Íslendingurinn sem fær pumpuna með góðum árangri. Hann segist vera virkilega ánægður með að vera tilraunadýr í tilraun sem lukkist. Hann voni að fleirum verði gefið tækifæri líkt og sér. Gunnar segir að ekki hafi annað komið til tals en að bjarga lífi eins skemmtilegasta manns landsins. „Og nú er ég orðinn dýrasti skemmtikraftur landsins,“ segir Jó- hannes. Gunnar bætir við að fyrir utan að vera skemmtilegur sé Jó- hannes vart kominn af unglings- aldri, bara 54 ára. „Bíddu var ekki Michael Jackson á svipuðum aldri,“ segir Jóhannes. „Nei, hann var miklu yngri en þú,“ fullyrðir Hall- dóra. „Hann var bara búinn að fara í fleiri lýtaaðgerðir en ég. Það á ég eftir. Læknarnir segja að ef allt fari vel eigi ég jafnvel 25 góð ár eftir og því tími til vel heppnaðra lýtaað- gerða. Nú er blóðflæðið hjá mér orð- ið svo gott að ekki er hætta á að nef- ið detti af mér,“ segir Jóhannes grafalvarlegur á svip en springur svo úr hlátri. „Það er kostulegt að hafa lifað allt þetta. Ég væri dauður ef ekki hefði tekið á móti mér og annast mig svona fært fólk. Hér er gott að staldra við. Maður lærir margt um lífið á sjúkrahúsi. Það liggur við að ég segist ekki hefðu viljað missa af þessari veikinda- reynslu allri saman.“ Sting mér bara í samband! Morgunblaðið/RAX Hjartanlegir Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur ásamt hjartaskurðlækninum Gunnari Mýrdal.  Fékk góðan efnivið í grín og glens úr þessari hjartanlegu reynslu sinni  Alvara málsins snúist um að hægt verði að sinna sjúklingum með svipaða kvilla  Sá ekkert ljós og var líklega sendur niður Hinn 8. júní hélt Jóhannes Kristjánsson að hann hefði orðið fyrir byssuskoti. Hjartað hafði hætt að slá. Til að bjarga lífi eins skemmti- legasta manns landsins var ekki um annað að ræða en að setja í hann hjartapumpu og undirbúa hjartaígræðslu. Jóhannes er fyrsti Íslendingurinn sem fær hjartapumpu með góðum árangri. Hann er nú í endurhæfingu og sér fram á betri tíð með nýju hjarta. BRJÓSTKASSINN er opnaður og annar hluti pump- unnar tengdur inn í vinstri slegilinn. Hinn hlutinn liggur í gollurshúsinu fyrir utan hjartað. Tækið sog- ar blóðið úr hjartanu og inn í tækið. Þar er eins kon- ar hverfill, sem minnir á litla útgáfa af hverflum sem sjá má í orkuverum. Hverfillinn snýst 9.800 snúninga á mínútu. Blóðið sogast út úr hjartanu yfir í hina píp- una sem er tengd við ósæðarnar og flæðir svo um lík- amann. Hjá Jóhannesi er vinstri slegillinn í hjartanu hættur að virka og pumpar engu blóði af sjálfs- dáðum. Hægri slegillinn ræður við að pumpa blóði til lungnanna. Út úr tækinu liggur kapall sem er leidd- ur út úr líkamanum og tengdur stjórnstöð sem sjúk- lingur ber við beltisstað. Þetta er síðan drifið áfram með rafmagni eða batteríum. Hjartapumpan góða hefur bjargað mörgum mannslífum og hægt er að lifa með hana í nokkuð langan tíma. Gunnar Mýrdal lærði og starfaði um árabil í Svíþjóð. Hann segist muna eftir sænskum bónda sem hafi verið með hjartapumpuna í tvö og hálft ár. Það var svo mikið að gera í búskapnum að þegar hann var kallaður í hjartaígræðslu eftir eitt ár þá hafnaði hann hjartanu vegna anna. Þegar hægri slegill hjartans var farinn að gefa sig samþykkti hann að fá nýtt hjarta. Bónd- inn sinnir enn búskap. Þá minnist hann konu sem ekki uppfyllti skilyrði fyrir hjartaígræðslu vegna annarra sjúkdóma sem hana plöguðu. Konan hefur nú lifað með pumpuna í fjögur og hálft ár. Hjartapumpan góða „PENINGARNIR koma úr sama vasanum en hendurnar eru tvær,“ segir Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir og vísar til sjúkrahússins annars vegar og Tryggingastofnunar hins vegar. „Við flugum með Jóhannes til Gauta- borgar með tilheyrandi kostnaði en hefðum vel getað framkvæmt aðgerð- ina hér á landi. Vandamálið er að ef aðgerðin er gerð hér þá fellur kostn- aðurinn á sjúkrahúsið en ef sjúklingur er sendur úr landi til meðferðar fer reikningurinn til Tryggingastofnunar.“ Gunnar segir kunnáttu og aðstöðu fyrir hendi til að framkvæma þessa aðgerð hér, fyrir utan að vera miklu hagkvæmara. „En í sparnaðarátakinu mikla má ekki hefja neina nýja með- ferð á sjúkrahúsum. Það undarlega er þó að á uppgangstíma var heldur aldrei peningur til! Sparnaðurinn hefur þó ekki svipt okkur mannlegum kenndum og við teygjum okkur langt til að bjarga mannslífum. En það er sannast sagna mjög gremjulegt að fá ekki að nýta kunnáttuna til að bjarga fólki. Kannski það væri hugmynd að við læknar leigðum skurðstofu sjúkra- hússins, framkvæmdum aðgerðir og sendum svoTryggingastofnun reikn- inginn! Það verður að sinna betur sjúklingum með alvarlega hjartabilun, sem er nokkuð algeng. Margir eru á besta aldri og gætu öðlast langt, gott og gjöfult líf. Mannlegt líf verður vonandi aldrei metið til fjár en það er þó hægt að fullyrða að þetta væri hreinlega þjóðhagslega hagkvæmt. Það er líka fásinna að nýta ekki kunnáttu lækna og hjúkrunarliðs. Þetta fólk fer eðlilega ef það fær ekki störf við hæfi. Yfirmaður deildarinnar í Gautaborg er íslenskur læknir sem ekki fékk vinnu hér. Við verðum að skoða sparn- aðinn í víðu samhengi.“ Einn vasi en tvær hendur Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante 19. ágúst á hreint ótrúlegu verði. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 24.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante. Sértiboð 19. ágúst. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu verði. Allra síðustu sætin! Alicante 19. ágúst frá kr. 24.990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.