Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 11

Morgunblaðið - 14.08.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Íslands opnar nýjan vef um smádýr klukkan níu í dag. Þar verða í byrjun birtar 80 greinar með myndum eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing. Hann ætlar síðar að bæta við fleiri pistlum. Auðvelt verður að komast inn á pödduvefinn af forsíðu heimasíðu Náttúrufræðistofnunar, www.ni.is. Á vefnum verður sagt frá íslenskum pöddum en einnig tegundum sem berast með varningi og á annan hátt. Sumar þeirra eru mögulegir land- nemar en aðrar eiga sér enga lífsvon hér. „Þetta er það helsta sem um tegundirnar er að segja, útbreiðslu þeirra í heiminum og á Ís- landi,“ sagði Erling. En er þessi fána að stækka? „Já, hún er að stækka. Við flytjum svo mikið inn af þessu.“ Erling hefur unnið að þessu verkefni í hjá- verkum í vetur. „Ég byrjaði einhvern tímann á útmánuðum. Þetta var aðallega hugsað mér til ánægju – í staðinn fyrir að prjóna við sjón- varpið! Svo hefur þetta bara vaxið,“ sagði Er- ling. Greinarnar eru skrifaðar í kringum myndir sem Erling hefur tekið. Hann segir að þær séu í raun ítarlegir myndatextar. Greinarnar eru flokkaðar til að gera þær aðgengilegri. M.a. eru flokkar um pöddur í náttúrunni, í görðum, í hús- um, flækinga með vindum og slæðinga með vörum. Einnig eru nýir landnemar. Þá er hægt að velja fiðrildi, bjöllur eða aðra flokka. Iðandi líf á nýjum pödduvef  Náttúrufræðistofnun Íslands opnar nýjan vef um smádýr í dag  Í byrjun eru um 80 tegundir kynntar til sögunnar  Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók myndir og skrifaði textana Í HNOTSKURN »Það sem kallað er pöddurinnifelur m.a. skordýr, áttfætlur á borð við kóngu- lær, snigla, ánamaðka, marg- fætlur, landkrabba og maura svo nokkuð sé nefnt. »Hér á landi eru þekktarum 1.200 tegundir smá- dýra eða padda. »Náttúrufræðistofnun ber-ast margar fyrirspurnir og myndir frá almenningi sem vill fræðast um ýmsar pöddur. »Til stofnunarinnar berasteinnig framandi smádýr af ýmsum tegundum sem hafa fundist hér á landi. Ljósmynd/Erling Ólafsson Fluga Randasveifa er litskrúðugt skordýr. Ljósmynd/Erling Ólafsson Snigill Baugabobbi slæðist hingað með vörum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ATHYGLI vakti sl. miðvikudag þeg- ar Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, sagði í viðtali við Netvarpið að íslensk stjórnvöld hefðu afþakkað 4 milljarða evra lán frá rússneskum stjórnvöldum í októ- ber sl. Viðtalið kallaði á sterk við- brögð ráðherra síðustu ríkisstjórnar sem furðuðu sig á ummælum sendi- herrans þar sem slíkt lán hefði aldr- ei verið afþakkað. En hvað er Netvarpið og af hverju var rússneski sendiherrann í viðtali þar? Að sögn Björns Brynjúlfs Björnssonar, eins stofnanda Net- varpsins, er þetta nýr miðill fyrir myndefni á netinu sem stofnað var til í upphafi sumars í atvinnusköpun. Segir hann hópinn sem stendur að Netvarpinu vera nemendur í verk- fræði, lögfræði og bókmenntafræði við HÍ, en þeir fá allan tækjabúnað og húsnæði lánað til þess að geta haldið Netvarpinu úti. „Við höfum allir mjög mikinn áhuga á fréttum og höfum fylgst grannt með fréttum síðan hrunið varð. Okkur fannst vanta jákvæðari og uppbyggilegri fréttir,“ segir Björn og tekur fram að viðtölin á síðunni skiptist í þrjá flokka: nýsköpun, stjórnmál og við- skipti. Spurður um fréttastefnu Net- varpsmanna segir Björn það sýn þeirra að gefa viðmælendum færi á að miðla sinni sýn án of mikillar truflunar. „Hugmyndin með síðunni er að viðmælandinn sé í eins konar drottningarviðtali og fái að miðla sinni sýn óáreittur.“ Spurður hvernig viðtalið við rúss- neska sendiherrann hafi verið til komið segir Björn einn starfsmanna Netvarpsins hafa mikinn áhuga á Rússlandi og því hafa óskað eftir viðtali við sendiherrann. „Hann samþykkti viðtal vegna þess að hann sá að Tryggvi Þór Herbertsson hafði verið í viðtali hjá okkur, en Tryggvi Þór er vinur hans,“ segir Björn. Tekur hann fram að eftir því sem viðmælendum Netvarpsins fjölgar því auðveldara sé að fá fólk í viðtal. Drottningarviðtöl á Netvarpinu Morgunblaðið/Eggert Fjórir af fimm stofnendum Netvarpsins Björn Brynjúlfur Björnsson, Mar- inó Páll Valdimarsson, Sindri M. Stephensen og Hrólfur Andri Tómasson. LÉTT var yfir þessum stúlkum í unglingavinnunni á Laugarvatni í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Svæðið er grasi gróið, enda góður yl- ur í jörð, og eins gott að blettirnir séu slegnir vel. Morgunblaðið/RAX SLÁTTUKONUR Á LAUGARVATNI Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HJÁ Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins og sveitarfélögunum er verið að leggja lokahönd á gerð áætlana um hvernig tryggja megi órofna lykilþjónustu sveitarfélaganna komi til þess að inflúensufaraldur valdi miklum forföllum meðal starfsfólks. „Við viljum tryggja að viðbrögð og allar áætlanir séu með sambæri- legum hætti á öllu svæðinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- stjóri. Lögð er áhersla á að starfsemi veitna, strætisvagna, skóla, heima- hjúkrunar, heimaþjónustu og slökkviliðs verði í gangi. Fram- kvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fólu slökkvi- liðsstjóra, sem formanni almanna- varnanefndar svæðisins, að sam- hæfa viðbrögð á grundvelli sérstakra svæðisáætlunar. „Miðað er við að starfsmenn ólíkra stofn- ana hvers sveitarfélags geti hlaupið í skarðið vanti fólk til mikilvægra starfa vegna for- falla. Einnig að starfsmenn eins sveitarfélags geti aðstoðað í því næsta sé þörf á slíku. Fólk hefur verið opið fyrir þessu og vill allt leggja sig fram,“ segir Jón Viðar. Hann bætir við að haft hafi verið náið samstarf við sóttvarnalækni og fleiri í þessu verkefni. Hjá ríkislögreglustjóra hefur, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, verk- efnisstjóra í almannavarnardeild, verið unnið víðtækt undirbúnings- starf vegna aðsteðjandi hættu. Í samstarfi við matvöruverslana- keðjur, olíufélög og fleiri, hafa ver- ið settar upp áætlanir sem miðast við að hægt verði, við verstu kring- umstæður, að halda að minnsta kosti einni verslun opinni í hverju borgarhverfi. Þá verði tryggt að matarsendingar út á land stöðvist ekki. Lykilþjónustan haldist órofin  Minnst ein búð opin í hverju hverfi  Geti hlaupið í skarðið vegna forfalla Jón Viðar Matthíasson Frá því Netvarpið fór í loftið í júlíbyrjun hefur alla virka daga ratað eitt 5-10 mínútna viðtal inn á vefinn: netvarpid.is. Alls hafa birst því birst 25 viðtöl það sem af er sumri. Meðal viðmæl- enda Netvarpsins eru Aðal- heiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs, Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra, Tryggvi Þór Herbertsson þing- maður, Gunnar Karl Nielsson, verkefnisstjóri hjá Hugmynda- húsi Háskólanna, Ragnheiður Magnúsdóttir sem fer fyrir ör- lánasíðunni www.uppspretta.is, Egill Helgason sjónvarpsmaður og Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP. Eitt viðtal á dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.