Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hol- landi hafa gripið til óvenjulegs vopns í baráttunni gegn útbreiðslu svína- flensunnar – tölvuleiks sem sérfræðingar við Erasmus- lækninga- miðstöðina í Rott- erdam hönnuðu. Leikurinn nefnist „Flensan mikla“ og snýst um hættuna sem mannkyninu staf- ar af nýrri flensu- veiru og hraðri útbreiðslu hennar. „Leikurinn byggist á þörfinni á því að auka skilning almennings á hættunni sem stafar af heimsfar- aldri og tiltækum úrræðum til að hefta hann,“ sagði einn sérfræðing- anna, veirufræðingurinn Albert Os- terhaus. Þurfa að vera hagsýnir Leikurinn fer fram á netinu og þátttakendurnir fá það verkefni að hefta útbreiðslu óþekktrar flensu- veiru. Þeir hafa ýmis úrræði í bar- áttunni við faraldurinn, meðal ann- ars viðvörunarkerfi, sóttvarna- grímur og flensulyf, og þeir geta t.a.m. stuðlað að auknum rann- sóknum og bættri heilsugæslu. Þeir geta einnig lokað skólum og flug- völlum, stöðvað starfsemi fyrirtækja og sett hópa fólks í sóttkví. Þátttakendurnir þurfa þó að vera hagsýnir þar sem aðgerðirnar mega ekki kosta meira en sem svarar 400 milljörðum króna. Tölvuleik- ur gegn flensunni Albert Osterhaus Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is OFBELDISGLÆPUM hefur stórfækkað í mörgum bandarískum borgum, m.a. í New York, Los Angeles og höfuðborginni Was- hington. Morðum hefur fækkað verulega í þessum þremur borgum og ef svo fer fram sem horfir verða þau færri í ár en nokkru sinni fyrr í að minnsta kosti fjóra áratugi. Í Washington hefur morðum fækkað um 22% það sem af er árinu og útlit er fyrir að þau verði færri í ár en nokkru sinni fyrr frá 1964. Þetta eru mikil umskipti því ofbeld- isglæpum fjölgaði mjög í Washington á síðustu áratugum, m.a. vegna tilkomu krakksins og fjölgunar glæpagengja. Borgin var kölluð „morðhöfuðborg“ Bandaríkjanna og alls voru brotafræðingi og prófessor í New York. Af- brotafræðinga greinir á um ástæður þessarar þróunar í borgunum en þeir eru sammála um að hún sýni að glæpum fjölgi ekki alltaf á krepputímum eins og margir halda. Afbrota- fræðingar benda einnig á að glæpatíðnin var tiltölulega lág í Bandaríkjunum í heimskrepp- unni á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Bandarísk lögregluyfirvöld rekja fækkun glæpanna m.a. til betri löggæslu í borgunum. „Allir vilja lúskra á okkur þegar glæpum fjölg- ar þannig að við eignum okkur heiðurinn þeg- ar þeim fækkar,“ hafði The Washington Post eftir Cathy L. Lanier, lögreglustjóra í Wash- ington. Lögregluyfirvöldin rekja þróunina meðal annars til aukinnar hverfa- og grennd- arlöggæslu og tækniframfara. skráð 479 morð þar á árinu 1991. Það sem af árinu hafa verið framin 84 morð í borginni. Í New York hefur morðum fækkað um 8,8% á síðustu tveimur árum og 77,2% frá árinu 1993. Í Los Angeles hefur morðum fækkað um 20,8% á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Auk fyrrnefndra borga hefur ofbeld- isglæpum – m.a. morðum, nauðgunum, ránum og alvarlegum árásum – fækkað verulega í Chicago, Boston, San Francisco, Las Vegas og Minneapolis. Fjölgar ekki í kreppunni Þessi þróun hefur komið mörgum banda- rískum afbrotafræðingum á óvart. „Sérfræð- ingar sáu þetta alls ekki fyrir,“ hafði The Washington Post eftir Andrew Karmen, af- Morðum hefur stórfækkað í bandarískum borgum Þróunin meðal annars rakin til bættrar löggæslu og tækniframfara Á varðbergi Vopnaður lögreglumaður í Wash- ington. Morðum hefur fækkað þar um 22% í ár. París. AFP. | Fólk, sem hefur lifað af hjartaáfall og borðar súkkulaði tvisvar eða oftar á viku, er í þrisvar sinnum minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en þeir sem aldrei borða súkkulaði, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Ávinningurinn er ekki jafnmikill þegar fólk borðar minna af súkku- laði. Minna súkkulaðiát er þó betra en ekkert, ef marka má rannsókn- ina. Skýrt er frá niðurstöðunum í septemberhefti tímaritsins Journal of International Medecine. Áður höfðu rannsóknir leitt í ljós að súkkulaðiát minnkar líkurnar á því að aldrað fólk, sem aldrei hefur fengið hjartaáfall, deyi af völdum hjartasjúkdóma. Gott fyrir hjartað Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HLUTI vatnsins í indversku grunn- vatnsbólunum er jafnvel þúsunda milljóna ára gamalt. Hinn hlutinn er nýlegri uppsöfnun grunnvatns með vatnshringrásinni, þar sem úrkoman og yfirborðsvatnið seytla til jarðar. Sumir droparnir sem bændur nota við áveitur í norðvesturhluta landsins eru mikli eldri en mannkynið. Sá fjársjóður ferskvatns sem nátt- úran hefur eftirlátið Indverjum er nú að hverfa. Grunnvatnsstaðan á Norð- ur-Indlandi lækkar með ógnvekjandi hraða. Aðeins á síðustu þremur árum hefur hún lækkað um metra. Það er gífurlegt magn á jafnstóru svæði. Ef litið er til áranna 2002 til 2008 var gengið á grunnvatnið um sem svarar 109 rúmkílómetrum vatns. Það er tvöfalt meira magn en hægt er að geyma í stærsta vatnsforðabúri landsins og þrefalt meira en í Mead- vatni, stærsta manngerða vatns- forðabúri Bandaríkjanna. Grunnvatn gegnir lykilhlutverki: Átta af hverjum tíu lítrum sem Ind- verjar nota til heimilisnota koma þaðan. Stefnir í óefni „Ef ekki verður gripið til aðgerða til að tryggja sjálfbæra nýtingu grunnvatnsins gæti það haft þær af- leiðingar að landbúnaðar- framleiðslan hryndi og við tæki mikill skortur á drykkjarhæfu vatni,“ segir Matt Rodell, vatnafræðingur hjá NASA, í aðvörunarorðum eftir að niðurstöður rannsókna bandarísku tvíburahnattanna Grace lágu fyrir (sjá ramma). Grunnvatnsbólin sem hraðast er gengið á eru í sambandsríkjunum Punjab, Haryana og Rajasthan. Samkvæmt greiningu NASA er ásóknin meiri en sem nemur nátt- úrulegri endurnýjun. Til að bæta gráu ofan á svart var úrkoma yfir meðallagi á rannsóknartímabilinu sem þýðir að orsökin er ekki þurrkar. Íbúafjöldinn er gríðarlegur; tæpar 56,5 milljónir í Rajasthan, 24,3 millj- ónir í Punjab og 21 milljón í Haryana. Samanlagt gera þetta rúmar 100 milljónir eða sem nemur gróft áætlað íbúafjölda Þýskalands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Íslands. Áætlað hefur verið að 70% fersk- vatns í heiminum fari til landbúnaðar og má auðveldlega draga úr vatns- sóuninni með því að innleiða svo- nefnda dropatækni við áveitur. Innleiðing þeirrar tækni útheimtir hins vegar fjárfestingarkostnað sem óvíst er að fátækir indverskir bænd- ur ráði við. Indverjar eru því staddir í víta- hring. Fólkinu fjölgar stöðugt. Ind- verjar er nú um 1.170 milljónir og því spáð að þeir fari fram úr Kínverjum, sem nú telja 1.340 milljónir, síðar á öldinni. Fleiri munnar kalla á meiri landbúnað sem eykur þrýstinginn á vatnsbólin. Á sama tíma er að byggj- ast upp millistétt sem er að tileinka sér neyslumynstur Vesturlanda. Það leiðir aftur til meiri vatnsnotkunar. Til að gera vandann enn flóknari er ein orsök sóunarinnar sú að vatnið er ekki verðlagt sem skyldi. Blaða- maður New York Times gerði þetta að umtalsefni í sumar en þar sagði að ferskvatn væri 9,3 sinnum dýrara í Miami en í Nýju-Delhí og allt að 13,4 sinnum dýrara í Boston en í ind- versku höfuðborginni. Svo er vatn víða mikið niðurgreitt eða jafnvel ókeypis á Indlandi, sem er ekki til að ýta undir ábyrga notkun. Blaðið vitnar til skýrslu markaðs- rannsóknarfyrirtækisins Grail Re- search, sem sérhæfir sig í þróunar- löndum, en þar er því spáð að með sama áframhaldi muni Indverjar búa við mjög alvarlegan skort á drykkjarvatni eftir um fjóra áratugi. Erfitt að breyta stefnunni Það kann að hljóma langur tími en þá ber að hafa í huga að það er ekki áhlaupaverk að breyta notkuninni í jafn fjölmennu og víðfeðmu ríki. Stjórnvöld setja markið á aukinn iðnað sem mun, samkvæmt sömu skýrslu, þrefalda hlut hans í vatns- notkuninni, úr um 6% í upphafi ára- tugarins í 18% um miðja öldina. Tekið er dýpra í árinni í skýrslu Alþjóðabankans, India’s Water Eco- nomy: Bracing for a Turbulent Fut- ure, en þar er varað við því að Ind- verjar stefni að óbreyttu í alvarlegan vatnsskort innan tveggja áratuga. Árið 2020 muni eftirspurnin fara fram úr framboðinu og Indland ekki hafa fjárhagslega burði til að sjá öll- um þegnum sínum fyrir nægu vatni. Því sé brýnt að stuðla að aukinni fjár- festingu í vatnsinnviðunum og við það áríðandi verkefni að hreinsa upp mengaðar ár og vatnsból. Niðurstöðurnar sem Geimvísinda- stofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur skýrt frá eru byggðar á gögnum sem er aflað með Grace- tvíburagervihnöttunum. Hnettirnir hafa í dag verið 2.707 daga í geimnum en þeim var skotið á loft árið 2002 til að mæla breyt- ingar á segulsviði jarðar. Um 220 km eru á milli hnattanna sem eru í um 500 km hæð yfir jörðu. Matt Rodell, vatnafræðingur hjá NASA, segir í viðtali á vef stofn- unarinnar að mælingar á breyt- ingum í segulsviðinu veiti vísbend- ingar um vatnsforðann, hvort sem um ræðir athugun á grunnvatns- stöðu, vatnsmagn í jarðvegi, yfir- borðsvatn í vötnum og ám eða vatn í formi snjós og íss (vatn hef- ur þyngd sem aftur hefur áhrif á segulsviðið). Rodell segir meira vatn á sumum stöðum síðan mæl- ingin hófst, minna á öðrum. Tvíburahnettir sjá undir jarðlögin Grunnvatnið að hverfa  NASA varar við yfirvofandi vatnsskorti á Indlandi  Vatnsþurrð gæti sett líf á annað hundrað milljóna úr skorðum  Landbúnaðarframleiðslan í uppnámi Reuters Barist um dropann Íbúar hverfisins Sanjay Colony í Nýju-Delhí þyrpast að vatnsdreifibíl á vegum borgaryfirvalda. Aðgengi íbúa borgarinnar að vatni er mismikið og leita yfirvöld leiða til að bregðast við skorti í mörgum hverfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.