Morgunblaðið - 14.08.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 14.08.2009, Síða 18
Afgerandi Hægt er að leika sér endalaust með þessa klippingu. Smá lengd í hliðunum og topp- urinn rokkaður. Möguleikar Þessi herraklipp- ing býður upp á bæði dag- og kvöldgreiðslu. Hægt er að gela hárið vel aftur að kvöldi en hafa greiðsluna sportlegri á daginn. Toppurinn er frekar síður sem eykur möguleikana. Dökkt Allir hárlitir ganga í haust. Margar vilja litina náttúrulega en aðr- ar hafa þá meira af- gerandi. Fjölbreytni Síðan topp má greiða fram á enn- ið jafnt sem aftur. ORÐATILTÆKIÐ að vera mjúkur maður hefur öðlast nýja merkingu undanfarin misseri því nú er vinsælt að vera mjúkur jafnt að innan sem utan. Karlmenn á öllum aldri flykkjast bók- staflega á snyrtistofur til að láta fjarlægja lík- amshár. Hárin sem körlum finnast óæskileg eru yfirleitt á bringu, baki, í kringum og á kyn- færum og jafnvel rassi, þ.e. hið margumtal- aða brasilíska vax. Vaxmeðferðirnar eru sérstaklega vinsælar á sumrin enda vilja þá margir geta fækkað fötum og sýnt hárlausan (og stundum stæltan) líkam- ann. Fræga fólkið hefur væntanlega gefið tóninn, ekki stingandi strá sést á bringu flestra leikara, sérstaklega þeirra yngri, svo halda mætti að stökkbreyt- ing hefði átt sér stað milli kynslóða. En skýringin felst annars vegar í tísku- straumum og hins vegar í því að hár- eyðingarmeðferðir eru orðnar mun aðgengilegri og þægilegri. Frábært að fjarlægja „Hárvöxtur hefur í gegnum tíðina farið fyrir brjóstið á mörgum karl- mönnum en nú finnst þeim frábært að geta fjarlægt hárin með þeim árangurs- ríku meðferðum sem í boði eru,“ segir Erna María Eiríksdóttir, snyrtimeistari á snyrtistofunni Verði þinn vilji. Vax á baki er langvinsælasta meðferðin en sífellt fleiri kjósa hárlausa bringu. Erna María segir vaxið ekki lengur feimnismál hjá körlum. Þeir fari sumir í fyrstu meðferðina þegar verið er að steggja þá og halda svo áfram að koma reglulega eftir það. „Þeir koma sjálfir, það eru ekki kærustur eða eiginkonur sem senda þá,“ segir Erna María. Glansandi bringa og bossi „Þeir eru alls ekkert feimnir við að koma. Hár- eyðingin er orðin hluti af þeirra líkamsumhirðu og ekkert til að skammast sín fyrir.“ Fyrsta vaxmeðferðin getur verið nokkuð sárs- aukafull. Annað skiptið er strax mun þægilegra. Einnig er boðið upp á súkkulaðivax sem er ekki eins sársaukamikið og venjulegt vax. Súkkulaðið er helst notað á viðkvæmari svæði, eins og í kringum kynfæri. „En við notum súkkulaðivaxið mikið á karlmenn, sérstaklega þá sem eru að koma í fyrsta skipti,“ segir Erna María. Hún tel- ur að tilkoma súkkulaðivaxins hafi snaraukið áhuga karlmanna á háreyðingu – einmitt vegna þess að sársaukinn er minni.  Til að halda líkamanum hárlausum er gott að fara í vaxmeðferð á 4-6 vikna fresti. Margir kjósa þó að fara mun sjaldnar í meðferð.  Vaxmeðferð á baki eða bringu tekur um 15-20 mínútur og kostar á bilinu 2.500-5.500 kr.  Brasilíska vaxið tekur um 30 mínútur og kost- ar á bilinu 5.000-8.700 kr. www.vilji.is  Vaxmeðferð endist mun betur en rakstur því hárin eru tekin með rótum.  Ekki þykir sérstaklega sexí þegar hárbroddar eftir rakstur fara að sjást á bringunni eða baki.  Meiri kláði og jafnvel kláðabólur geta fylgt rakstrinum.  Vaxmeðferð hægir á hárvexti og hárin sem vaxa aftur eru mýkri en eftir rakstur. Vax eða rakstur? 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Slekkurðu á útvarpinu þegar ástar- lögin hljóma? Sendirðu fyrrverandi stanslaust sms og tölvupóst? Ertu að því komin/kominn að njósna um ferðir hans/hennar? Æfirðu stöðugt í huganum hvað þú myndir segja ef þú rækist á hann/hana af tilviljun? Og ef það gerist fer allt í handa- skolum, þú segir ranga hluti og end- ar á barmi taugaáfalls? Vanti þig hjálp við að vinna hjarta þíns eða þinnar fyrrverandi aftur er lausnina hugsanlega að finna á vefnum wantmyexbacknow.com (ég vil minn/mína fyrrverandi aftur ekki seinna en strax). Þar er kynnt bókin The Magic of Making up. Höfund- urinn, T.W. Jackson, er fyrrverandi hermaður sem býr yfir ýmsum kænskubrögðum. Jackson fullyrðir að næstum öll- um samböndum sé hægt að bjarga. Aðeins þurfi að nálgast viðfangs- efnið á ákveðinn hátt: Með því að vera með pottþétta áætlun. Fyrsta skrefið sé að koma sjálfri þér/ sjálfum þér í jafnvægi. Það er ekk- ert sérlega aðlaðandi að bresta í grát eða hrópa í hvert sinn sem sá eða sú fyrrverandi birtist. Hitt sé síðan barnaleikur. Fróðleg heimasíða Að vinna hjarta þíns fyrrver- andi aftur Breakbeat.is heldur „All Nighter“- tjútt á Jacobsen í kvöld þar sem fjöl- margir tónlistarmenn og plötusnúðar koma fram. Dagskráin hefst á efri hæð Jacobsen um miðnætti með tón- leikum hljómsveitarinnar The Zuck- akis Mondeyano Project en að þeim loknum taka Leópold og Ewok við í house- og groove-fíling fram eftir nóttu. Á neðri hæðinni verða bumbur, bassar og brotnir taktar að hætti Breakbeat.is. Fastasnúðar Break- beat.is sjá ásamt góðum gestum um að kokka fram úrvals dubstep- og drum&bass-tóna. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar á Jacobsen Tjútt í alla nótt Risastórt 90’s partí með DJ Kiki- Ow og DJ Curver verður haldið á Nasa við Aust- urvöll annað kvöld. Síðastliðin fjögur ár hafa plötusnúðarnir Kiki-Ow og Curver haldið sín vinsælu 90’s partí og kvöldin þeirra hafa ver- ið gríðarlega vel sótt. Þeir sem vilja dansa ættu endilega að skella sér í rave-gallann á morgun og fara á Nasa því þar verður pottþétt dansstuð. Stuðið hefst klukkan 1 eftir mið- nætti og er 20 ára aldurstakmark. Miðaverð er 1.500 kr., miðasala er á www.midi.is og í verslunum Spútnik. Útvarpsstöðin FM957 verður með sérstakan 90’s dag á morgun í tilefni partísins á Nasa. Dans, dans, dans 90’s partí á morgun Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Því er haldið fram að maður eigi ekki að dæma bók eftir kápunni, fólk eft- ir útliti og gjafir og því um líkt eftir umbúðunum. Þetta er góð speki þótt ekki megi hunsa þær ótvíræðu vísbendingar sem þetta gef- ur: Bók með mynd af þrýstnu pari í faðmlögum á kápunni er jú sennilega ástarsaga og sæt stúlka er sennilega ofboðslega skemmtileg og með frá- bæran persónuleika. Mjúkir pakkar sökka. Fara verður varlega í að draga ályktanir af kápum, útliti og umbúðum. Það er mjög ergjandi að vera dreginn afdráttarlaust í dilk eftir þessu og öðru, til dæmis fatavali eða stjórnmálaskoð- unum. Fólk er oft afgreitt í einu vetfangi án annarra sönn- unargagna: „Já, þú ert svona týpa.“ Óþolandi. Alveg. Sjálfum finnst mér verst að vera dæmdur eftir tónlist- arsmekk. Ég poppa ekki E þótt ég hlusti á Daft Punk og bryð ekki Zoloft þótt ég hlusti á Nick Cave. Ég er ekki alltaf rammskakkur þótt ég hlusti á Dylan. Þaðan af síður laðast ég að körlum þótt ég hlusti á Pál Ósk- ar eða ræni kaupmanninn á horninu þótt ég hlusti á NWA. Fráleitt er að telja mig meðlim Ku Klux Klan þótt Lynyrd Skynyrd rati endr- um og eins í spilarann. Dilkadráttur með þessum hætti er ekki af hinu góða. Hann er einföldun einfeldningsins á flóknu og gjarna áhugaverðu fólki í margslungnum heimi. Aukinheldur eykur þessi hugsunarháttur hleypidóma hjá okkur þröngsýni og rýrir ánægju okkar af öðru fólki. Notum höfuðið, sjáum heildarmyndina. Á föstudegi Skúli Á. Sigurðsson ’Fráleitt er að teljamig meðlim Ku Klux Klan. Hárlaus Hægt er að spegla sig í bringunni á leikaranum Ryan Rey- nolds.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.