Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Eggert Gel Liðað hár nýtur sín vel í smá sídd. Hægt er að gela hár- ið aftur í anda Mad Men. Stutt, sítt, djarft, eða sportlegt. Allt þetta gengur upp í hártískuvetrarins. Strákar með liðað hár fá uppreisn æru og stelpurganga lengra í klippingum. „Stelpurnar eru djarfar í klippingum og greiðslum,“ segir Ið- unn Harpa Gylfadóttir, hárgreiðslumeistari á Krómi í Skipholti, en á stof- unni starfa einnig Guðrún Helga Finnbogadóttir og Jan Wiken. „Stelp- urnar eru ófeimnar við að taka áhættu, eru með rakað hárið að hluta, hvort sem þær eru með það sítt eða stutt. Þetta er mjög vinsælt núna.“ Sumar raka í hliðunum en aðrar í hnakkann. Raksturinn býður upp á marga möguleika í greiðslum, hægt er að greiða vel frá og láta rakaða svæðið njóta sín eða greiða yfir það og ná þannig fram hefðbundnari greiðslu. Innblástur í hártísku kvenna segir Iðunn hægt að sækja frá mörgum glæsilegum konum. Nú sé m.a. leitað í smiðju Debbie Harry, söngkonu Blondie og einnig sé sígilt að líta til kamelljónsins Madonnu. „Það er ligg- ur við hægt að fara inn í hvaða áratug sem er hjá Madonnu og leita inn- blásturs því hártískan í dag er djörf, afgerandi og spennandi.“ Það sama má segja um liti. Sumar vilja ganga alla leið, hafa hárið „plat- inum blonde“ en aðrar sækja í náttúrulegri liti, hvort sem þeir eru dökkir eða ljósir. Liðaðir lokkar fái að njóta sín „Strákarnir geta notið sín í vetur og liðað hár er sannarlega í tísku,“ segir Iðunn. „Hér áður létu þeir snoða sig en núna eru þeir með sídd í því, annaðhvort í öllu hárinu eða eingöngu í toppnum.“ Síður toppur gengur bæði í slétt og liðað hár. Toppurinn er greiddur ýmist alveg aftur eða til hliðar. „Strákar vilja klippingu sem býður upp á dag- og kvöldgreiðslu,“ segir Iðunn. „Vilji þeir vera flottir á kvöldin setja þeir mikið gel í hárið og greiða aftur.“ Djarft, afgerandi og spennandi Djarft Með því að raka hárið í hliðunum stóraukast mögu- leikarnir. Hægt er að fela raksturinn með því að greiða hárið yfir eða vera djarfur og greiða vel frá. Hártískan í vetur Rokkað Með því að raka í hliðunum verð- ur síðhærða stúlkan kamelljón og getur breytt til að vild. Verð: 119.900 kr. hjá EJS, Grensásvegi 10 Örgjörvi: Intel Celeron 585 Vinnsluminni: 2GB Harður diskur: 160GB Rafhlöðuending: 3 klst Skjár: 15,6 tommur Þyngd: 2,63 kg Ábyrgð: 3 ár  Stærsti skjárinn, fáanleg í svörtu, rauðu og bleiku. Acer Aspire Timeline Verð: 149.900 kr. hjá Svartækni, Síðu- múla 37 Örgjörvi: Intel Celeron M 723 Vinnsluminni: 3GB Harður diskur: 250GB Rafhlöðuending: 6 klst Skjár: 13,3 tommur Þyngd: 1,6 kg Ábyrgð: 3 ár  Besta rafhlöðuendingin, léttasta vélin MacBook Verð: 194.990 kr. hjá Apple á Íslandi, Laugavegi 182 Örgjörvi: 2,13GHz Intel Core 2 Duo Vinnsluminni: 2GB Harður diskur: 160GB Rafhlöðuending: Allt að 5 klst Þyngd: 2,27 kg Skjár: 13,3 tommur Ábyrgð: 2 ár Verð: 89.999 hjá BT, Skeifunni 11, Smáralind og Glerártorgi Akureyri Örgjörvi: Intel Pentium Dual–Core Processor T4200 Vinnsluminni: 2GB Harður diskur: 160GB Rafhlöðuending: 3-4 klst Skjár: 15,4 tommur Þyngd: 2,8 kg Ábyrgð: 2 ár  Ódýrasta vélin. Lenovo G530Dell Inspiron 15 NÚ styttist í að skólarnir taki til starfa og ekki seinna vænna aðþeir sem þess þurfa fari að huga að fartölvukaupum. Það eralkunna að námsmenn hafa yfirleitt ekki efni á að spreða íöflugustu vélarnar en þó má ekki horfa um of í kostnaðinn, tölvan verður að vera öflug og búin dugandi rafhlöðu. Þá verður að hafa hliðsjón af skjástærð og þyngd við valið, það er ómögulegt að þurfa enda- laust að píra augun og burðast með ofurtölvu í skólatöskunni. Dell Inspiron 15 línan fæst hjá EJS og þar er mælt með henni fyrir náms- menn. Þær eru með stórum skjá og fást í mismunandi litum. Öflugri vélar í línunni kosta 149.900 kr og 189.900 kr og henta vel eigi að nota töflureikna og vista mikið af gögnum. Apple á Íslandi mælir með MacBook fyrir námsmenn. Hún er traust og sinnir grunnþörfum námsmanna með ágætum. Vilji fólk ganga skrefinu lengra er mælt með MacBook Pro með 2,26GHz örgjörva sem er öflugri og með rafhlöðu sem endist í sjö klukkustundir. Hún kostar 239.900 kr. Svar tækni hefur umboðið fyrir Acer-tölvur og þar er mælt með Acer Aspire 5536 og Acer Aspire Timeline. Aspire 5536 vélin er nú á tilboði og kostar 119.900 kr. Sú síðarnefnda er með mun öflugri rafhlöðu sem endist í sex klukkustundir og er því töluvert dýrari. Í BT fást fartölvur fyrir allt niður í 69.900 kr. Lenovo G530 tölvan er í ódýrara lagi og hentar námsmönnum vel þar sem rafhlaðan er ending- arbetri en hinna allra ódýrustu. skulias@mbl.is Hvaða fartölvu á neminn að kaupa? @ Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Grundvallarrit um íslenskar matarhefðir og fjársjóðskista full af uppskriftum. Nú er þessi merka bók loksins fáanleg aftur - og á ótrúlegu verði! Matarbiblía Íslendinga 1. sæti metsölulista Eymundsson Á frábæru tilboðsverði í öllum helstu bókaverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.