Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Andrúms-loftið á Al-þingi var þrungið spennu í gærkvöldi og mátti heyra þingmenn rífast á göngum þinghússins. Fundað var um Icesave-málið í fjárlaganefnd og þegar Morg- unblaðið fór í prentun stóðu fundahöld enn yfir. Eins og fram kemur í Morg- unblaðinu í dag þrýsta for- ustumenn stjórnarflokkanna mjög á um að málið verði af- greitt með þeim fyrirvörum, sem fram koma í breyting- artillögum við frumvarp til laga um heimild til ríkis- ábyrgðar vegna láns trygg- ingasjóða innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hol- lenska ríkinu vegna Icesave. Fyrirvararnir eins og þeir komu til nefndarinnar eftir að nefnd lögmanna undir forustu Eríks Tómassonar hafði farið yfir þá birtust í Morgun- blaðinu í dag. Þar er meðal annars svo hljóðandi ákvæði, sem sýnir hvað mikið er í húfi: „Að staða Íslands sem full- valda ríkis komi í veg fyrir að gerð sé aðför í eignum þess sem það þarf nauðsynlega á að halda til að starfrækja hlut- verk sitt sem fullvalda ríki með viðunandi hætti. Sama á við um eignir íslenska ríkisins erlendis, þar á meðal eignir Seðlabanka Ís- lands, sem njóta verndar sam- kvæmt almennum reglum þjóðarétt- ar.“ Mestur styr stendur um ákvæði breytingartillagnanna um að greiðslubyrði ríkissjóðs „verði ekki umfram 3,5% af vergri landsframleiðslu hvers árs“. Með þessum breytingum er verið að reyna að bregðast við þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram á samninginn um Icesave. Því var haldið fram í gærkvöldi að fyrirvararnir rúmuðust innan ramma samn- ingsins. Sé svo er erfitt að sjá að þeir breyti miklu, enda sagði stjórnarandstaðan í gær- kvöldi að þeir þýddu upptöku samningsins. Ljóst var í gærkvöldi að síð- ur en svo ríkti sátt um málið. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra segir í Morg- unblaðinu í dag að vilji sé „til að byggja á breiðri samstöðu eins og krafa er um í þjóðfélag- inu“. Hlusta ber á þessi orð. Það yrði ekki farsælt ef Ice- save-málið yrði keyrt í gegn með knöppum meirihluta. Þjóðin þarf á því að halda að samstaða þvert á pólitískar línur náist um þessi mál. Ís- lensk stjórnmál þurfa einnig á því að halda. Þverpólitísk sam- staða er nauðsynleg í Icesave-málinu} Á ögurstundu Alla 20. öldinavar sjávar- útvegur mikilvæg- asta atvinnugrein okkar Íslendinga og stóran hluta þeirrar aldar byggðist hag- vöxtur landsins á þeirri at- vinnugrein fyrst og fremst, þótt dregið hafi úr vægi grein- arinnar þegar líða tók á liðna öld. Í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær birtist frétta- skýring eftir Grétar Júníus Guðmundsson blaðamann, undir fyrirsögninni „Tækifæri í sjávarútvegi“. Þar kemur fram að í kjölfar bankahruns í fyrra sé líklegt að vægi sjávar- útvegs á Íslandi muni aukast á ný. Atli Rafn Björnsson, við- skiptastjóri sjávarútvegsmála hjá Íslandsbanka, telur að eitt stærsta tækifærið til að bæta hag sjávarútvegsfyrirtækja, sem vissulega séu mörg hver mjög skuldsett, sé að auka verðmætasköpun úr þeim fiskistofnum sem þegar eru nýttir á Íslandsmiðum. Þetta er ugglaust rétt hjá Atla Rafni. Sennilega hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú, að leita allra leiða til þess að auka útflutn- ingsverðmæti af- urða okkar, leita nýrra leiða til þess að afla útflutnings- tekna, efla nýsköp- un, auk gæði og ná fram auk- inni hagkvæmni, í sjávarútvegi sem öðrum atvinnugreinum. Atli Rafn bendir á að þegar útgerðir keppast um veiðar, eins og gerst hafi í nýhöfnum makrílveiðum Íslendinga, sé ekki verið að hámarka þau verðmæti sem fiskurinn geti gefið af sér. Þar réð það sjón- armið að afla veiðireynslu á sem skemmstum tíma. Slíkt viðhorf má ekki verða viðvar- andi. Makríll er verðmætastur sem útflutningsafurð, þegar hann er frystur til manneldis, ekki þegar hann fer í bræðslu. Að þessu þurfa útgerðarmenn að huga og átta sig á að kapp er best með forsjá, í þessum efn- um eins og öðrum. Vissulega eiga mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki við mikla fjárhagserfiðleika að stríða vegna mikillar skuldsetningar, en önnur ganga vel og eru vel rekin. Slíkan atvinnurekstur þurfum við að styðja og efla, okkur öllum til hagsbóta. Slíkan atvinnurekst- ur þurfum við að styðja og efla} Tækifæri í sjávarútvegi Þ að sem skilgreinir gáfur okkar er möguleikinn á að geta hugsað út fyrir hvert einstakt tilvik. Það sem ég á við með þessum al- mennu orðum er að enginn er gáfaður sem tekur öllu bókstaflega, sem get- ur ekki leitt almenna reglu af einstökum dæmum, eða öfugt. Sá sem heyrir málshátt- inn að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi, og heldur að hann snúist aðeins um fugla, telst tæplega læs þó hann skilji setn- inguna orð fyrir orð. Læsi er ekki aðeins að breyta texta í orð, eða orðum í setningar, heldur að breyta textanum í hugsun. Hugsunin á bak við að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi er væntanlega eitthvað á þá leið að það sem við höfum ekki í hendi sé lítils virði, að við eigum að einbeita okkur að smærri en áreiðanlegri hagsmunum í stað þess að taka áhættu og freista meiri ávinnings. Málshátturinn nær að útskýra þessa hugsun á einfaldari, styttri og fallegri máta. Af þeim sökum situr hann eftir sem eftirminnileg birting- armynd hugsunarinnar fremur en sú romsa sem ég lét frá mér er ég túlkaði hann. Eins og ég legg dæmið upp geta orð verið afstæð, en hugsanirnar á bak við ekki, þær þýða alltaf það sama, hvernig sem þær eru orð- aðar. Í samfélögum sem kenna sig við réttarríki er leitast við að lög séu orðuð með almennum hætti. Það þýðir til dæmis að lögbækur okkar eru ekki safn málshátta, sem væri vissulega forvitnilegt, heldur ótilviks- bundnar reglur. Þá reynir á gáfur okkar til að breyta almennt orðuðum texta og heim- færa hann yfir á einstök tilvik. Sá sem les lagareglu sem segir að markaðsmisnotkun sé bönnuð en gerir enga tengingu milli þess og þess tilviks þegar banki lánar fyrirtæki peninga til að kaupa hlutabréf í bankanum, gegn veði í hlutabréfunum, er ekki læs þó hann geti lesið regluna orð fyrir orð. Hann skortir gáfurnar, eða í besta falli viljann, til að hugsa út fyrir tilvikið. Stundum er samt ágætt að hugsa ekki út fyrir tilvikið. Mér var til dæmis sagt það sem ungum dreng að maður ætti aldrei að dæma bækur eftir því hvernig kápa þeirra liti út. Þótt ég heyrði þetta spakmæli oft síðar í formi málsháttar þá sá ég enga ástæðu til að draga neina al- menna reglu af þessu. Ég leit svo á að þetta væri regla sem gilti aðeins um bækur. Mörgum skemmtilegum rit- verkum hef ég kynnst vegna þess hversu bókstaflega ég tók þessum málshætti. Um leið og einhverju er breytt í almenna reglu er hætta á að slagkrafturinn fari úr hugsuninni. Nú vona ég að krafa samfélagsins um almenn lög muni ekki verða til þess að enginn verði sakfelldur fyrir til dæmis markaðsmisnotkun í aðdrag- anda bankahrunsins. Við viljum nefnilega ekki stjórna samfélaginu með málsháttum, það myndi skapa jafnvel stærri vanda. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Um almennt orðalag Segir fátt af einum – ekki síst á fjöllum FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ö RYGGISMÁL erlendra ferðamanna bar enn á góma þegar ferðamanni var bjargað úr ánni Kreppu á þriðjudaginn var. Mörgum er í fersku minni þegar tveir þýskir ferðamenn týndust í Skaftafellsþjóðgarði, líklega á Svína- fellsjökli, í ágúst 2007. Þeir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Í kjölfar hvarfs Þjóðverjanna tveggja mótaði Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) tillögur að eflingu tilkynningarþjónustu ferðamanna sem félagið hefur annast frá 1995. Þessi þjónusta hefur ekki verið mikið auglýst. Hugmyndin var kynnt á fundi með Ferðamálaráði haustið 2007. Þá höfðu rúmlega 100 ferða- menn nýtt sér tilkynningaþjón- ustuna, langflestir útlendir, og gert ferðaáætlanir í samvinnu við SL og látið fara yfir búnað sinn. Að jafnaði hafði SL þurft að fylgja 2-3 ferða- áætlunum eftir á hverju ári og leiddu sumar til leitar og björgunar. Auk þess að veita þessa þjónustu hefur SL leigt ferðamönnum neyðarsenda til að hafa með sér. Þrennskonar skráning Hugmyndin var að vera með þrenns konar skráningu í kerfið. Einfalda skráningu á vefsíðu tilkynn- ingaþjónustunnar, að fólk skrái sig inn á tiltekin landsvæði með skrán- ingu í bók á staðnum og skráningu með leigu á neyðarsendi og gerð ferðaáætlunar. Landsbjörg kynnti málið fyrir samgönguráðuneytinu og óskaði eft- ir styrk til að efla tilkynningaþjón- ustuna. Þá var gerð kostnaðar- áætlun. Uppsetning kerfis sem byggðist á tilkynningum um vefinn, skráningu í bækur á ferðamanna- stöðum, kaupum á neyðarsendum o.fl. var metin 17,7 milljónir króna. Árlegur rekstur og viðhald var áætl- að vera rúmlega 2,6 milljónir króna. Hugmyndin var að byrja með þetta verkefni í tengslum við Vatna- jökulsþjóðgarð og ferðir manna yfir jökulinn, enda svæðið hættulegt. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur mikinn áhuga á að halda utan um öryggismál ferðamanna, að sögn Kristins Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra SL. Hann sagði nauð- synlegt að gera ráðstafanir til að auka öryggi ferðamanna. Það væri ekki gott til afspurnar að hér týnist fólk á ferðalögum og finnist ekki. „Ferðamálayfirvöld tala mikið um að markaðssetja Ísland sem heilsárs áfangastað fyrir útlendinga. Það kemur orðið margt ferðafólk á vet- urna þegar veður eru válynd og færð erfið. Okkur þykir mikilvægt að landið sé ekki markaðssett með þessum hætti nema búið sé að hugsa um öryggisþáttinn,“ sagði Kristinn. Hann taldi ekki óeðlilegt að hér væri tilkynningaskylda fyrir þá sem væru að leggja í lengri hálendisferðir. Farið væri yfir ferðaáætlanir og búnað og gengið úr skugga um að þeir væru með tryggingar vegna leitar og björgunar. Helga Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri ferðamála í iðnaðarráðu- neytinu, segir málið hafa komið inn í samgönguráðuneytið og fylgt síðan málaflokknum þegar hann fluttist í iðnaðarráðuneytið. Hún segir málið hafa verið flokkað sem styrkbeiðni. „Málið er til skoðunar í ráðuneytinu og hefur kannski verið það svolítið lengi,“ sagði Helga. Morgunblaðið/RAX Leit Tilkynningaþjónusta fyrir ferðamenn, ekki síst á hálendinu, gæti auð- veldað leit ef þeir týnast og jafnvel komið í veg fyrir að leita þurfi að þeim. Hálendi Íslands er heillandi, hrikalegt og víða hættulegt. Þar hefur fólk bjargast naumlega en aðrir týnst og aldrei fundist. Öflug tilkynningaþjónusta ferðamanna gæti bætt þar úr. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR fyrir ferðamenn á Íslandi er að finna á vefnum www.safetravel.is. Vef- urinn er á fimm tungumálum auk íslensku. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að hér á landi séu vissulega hættur á hverju strái. En viti fólk af þeim geti það auðveld- lega forðast þær flestar. Hann telur æskilegast ef hægt er að fræða er- lenda ferðamenn og leiðbeina þeim um hvað beri að varast. Á www.safetravel.is er farið yfir ýmsar hættur sem steðja að ferða- fólki á ferð í íslenskri náttúru og hvernig megi forðast þær. Þar er m.a. fjallað um veðurfarið, akstur á þjóðvegum og hálendinu, vélsleða- og vélhjólaferðir. Einnig eru hag- nýt ráð fyrir göngufólk, hestafólk, þá sem stunda klifur, siglingar, köf- un og sund. ÖRUGG FERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.