Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 22
NÚ FER sumarið senn að taka enda. Sumar sem einkennd- ist af sólargeislum er komu líkt og himna- sending til lang- þreyttra og sorg- mæddra Íslendinga. Sumar sem fyrir marga einkenndist af ringulreið, vonleysi, sárindum og oft heift varð eilítið léttbærara af þeim sök- um einum að veðurguðirnir ákváðu að standa við bakið á þegnum þess- arar litlu, en jafnframt mögnuðu þjóðar og læða að henni birtu og blíðu. Mögnuð er þjóðin vegna ein- staklinganna sem hún geymir – ólíkra einstaklinga sem eru drifnir áfram af mismunandi hvötum, en eiga það þó sameiginlegt að vilja búa við öryggi í sínu landi. Öll vitum við að undanfarið ár hefur verið erfitt og ætti okkur öllum að vera orðið ljóst að slagurinn er ekki búinn. Til þess að við getum staðið uppi sem sig- urvegari og búið börnum okkar bjarta framtíð verðum við að leggj- ast á eitt og vinna að þessu verkefni í sameiningu. Til þess að svo megi verða þurfum við að hysja upp um okkur brækurnar, hafa náungakær- leikann hugfastan og minna okkur reglulega á það að á bakvið hvern einstakling er fjölskylda. Þótt eng- inn maður sé yfir gagnrýni hafinn ber okkur öllum sú siðferðislega skylda að virða einkalíf annarra og sýna náunganum lágmarkskurteisi. Væri til dæmis ekki nær fyrir þá „þjóðernissinna“ sem eyða orku sinni í að skvetta málningu á heimili umdeildra aðila og fjölskyldna þeirra, rota „útrásarvíkinga“ og hanga tímunum saman á netinu mokandi skít yfir mann og annan, í skjóli nafnleyndar, að gera eitthvað uppbyggilegt? Þeir sem eru í því að skvetta málningu á heimili fólks ættu frekar að kaupa sér striga – mála eitthvað fallegt – láta bjóða upp verkið og láta svo ágóðann renna til þeirra sem minna mega sín. Þeir sem eru í því að rota „útrásarvík- ingana“, ættu frekar að nýta kraft- ana í að læra sjálfvarn- aríþróttir, halda svo námskeið fyrir börnin okkar, sem með þessu áframhaldi munu svo sannarlega þurfa á því að halda. Svo eru það þeir sem í skjóli nafn- leyndar úthúða öðrum á netinu og þykjast vita betur en allir sérfræð- ingar og ráðamenn þjóðarinnar – þeir ættu kannski að minnka net- notkunina og leyfa okk- ur hinum að njóta þeirrar visku og þeirra krafta sem þeir búa yfir og leggja þannig sitt af mörkum til að reisa þjóðarskútuna við… Við þurf- um jú á öllum kröftum að halda. Reiði fólks er skiljanleg, en ein- hvern tímann verður að láta af henni og einnig þeirri hefndarhugsun sem er ríkjandi um þessar mundir. Reið- in er lýjandi og villir okkur sýn og eins og Eleanor Roosevelt sagði „Anger is one letter short of dan- ger“. Ég mæli því með að við berjum okkur á brjóst og förum saman inn í haustið með vonarbros – stöndum á rétti okkar og tökum ákvarðanir sem koma í veg fyrir að afkomendur okkar súpi seyðið af græðgi nokk- urra aðila og af illa gerðum samn- ingum. Okkur ber að nýta öll vopn í vopnabúrinu og eru samhugur, já- kvæðni, samstaða og kjarkur, mjög svo mögnuð vopn sem eiga eftir að nýtast okkur mjög vel. Því ber þó að halda til haga að ef einhverjir hafa til saka unnið í að- draganda og/eða kjölfar efnahags- hrunsins eiga hinir sömu að sjálf- sögðu að gjalda fyrir það. Þar sem við Íslendingar búum blessunarlega í réttarríki höfum við þar til bæra dómstóla til að kveða upp þann dóm. Eftir Hödd Vilhjálmsdóttur Hödd Vilhjálmsdóttir Höfundur er laganemi. Upp með brækurnar »Reiði fólks er skilj- anleg, en einhvern tímann verður að láta af henni og einnig þeirri hefndarhugsun sem er ríkjandi um þessar mundir. 22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ÞEGAR stjórnarsáttmálinn var kynntur var fátt um beinar tillögur að breytingum á kvótakerfinu. Aðal- áherslan var lögð á að innkalla allan kvótann á 20 árum með jafnri 5% skerðingu. En er það mögulegt? Hugmyndin felur það í sér að ár- lega yrðu 5 prósentustig tekin af varanlegum kvóta (aflahlutdeild) út- gerða. 100% lækkaði í 95 á fyrsta ári, 95 lækkaði í 90 á öðru ári og koll af kolli uns á tuttugasta ári þegar síðustu 5% lækkuðu niður í 0. Af þessu sést að í upphafi yrði skerð- ingin 5% en síðan ykist hún hlut- fallslega. Síðasta árið yrði skerð- ingin 100% þar sem síðustu 5% yrðu innkölluð að fullu. Þessi aðferð útheimtir það að afla- hlutdeildir mættu ekki færast á milli skipa heldur vera fastar þessi 20 ár sem það tæki að fyrna allan kvót- ann. Slík frysting á kvótanum er óraunhæf þar sem útilokað er að banna algerlega flutning á aflaheim- ildum á milli skipa. Flækjustigið við fyrninguna yrði fljótlega það mikið að ómögulegt væri að halda utan um hana. Gefum okkur að aðeins einn aðili (A) ætti allan kvótann í upphafi. Fyrsta árið lækkaði hlutdeild A úr 100 niður í 95 og á sama tíma yrði 5% endur- úthlutað til B. Gefum okkur síðan að áður en næsta skerðing ætti sér stað myndi A ákveða að selja frá sér 90 prósentustig til C en eiga aðeins 5% eftir fyr- ir sig. Áður en kvótinn yrði skertur öðru sinni væri staðan sú að A og B ættu 5% hvor en C 90%. Hvernig ætti nú að skerða kvótann? B yrði nýbúin að fá sinn kvóta og ætlunin væri ekki að innkalla hann. Jafnframt væri ekki hægt að skerða allan kvóta A en ekkert af kvóta C. Nið- urstaðan væri að skerða þyrfti kvóta A og C hlutfallslega jafnt þannig að samtals yrðu 5% innkölluð. Það þarf því að skilja á milli hlut- deilda eftir því hvort búið er að fyrna þær eða ekki. Það eykur flækjustigið enn frekar að einstök skip gætu ráðið yfir bæði fyrntum og ófyrntum kvóta sem greina þyrfti á milli. Innköllun alls kvótans yrði í reynd óframkvæmanleg þegar haft er í huga að hátt í þúsund skip ráða yfir aflahlutdeildum sem þyrfti að innkalla. Rýrnun möguleg Hins vegar er hægt að skerða kvóta með margföldunarstuðli. Ef skerða ætti um 5% væri stuðullinn 0,95 notaður. Aflahlutdeild ein- stakra skipa væri þá margfölduð með stuðlinum. Á fyrsta ári skerðingar lækk- aði 100% í 95 en á öðru ári myndi 95% lækka niður í 90,3% (95 x 0,95). Fyrstu ár skerðingar er lítill munur eftir því hvort notuð er fyrning eða rýrnun. Eftir því sem tíminn líður fer þó að draga í sundur eins og sést á myndinni. Að rýra kvóta er því mildari aðferð heldur en að fyrna hann. Grundvallarmunur er á hugs- uninni á bakvið fyrningu og rýrnun. Fyrning gengur út á að innkalla all- an núverandi kvóta á tilteknum tíma og endurúthluta jafnóðum. Endur- úthlutaðan kvóta ætti ekki að fyrna. Markmiðið með rýrnun er ekki að innkalla allan kvótann heldur skerða allar hlutdeildir á hverjum tíma jafnt. Endurúthlutaður kvóti yrði líka skertur. Rýrnun og fyrning eru náskyldar aðferðir og ef til vill orðaleikur að greina á milli þeirra. Það er þó nauðsynlegt þar sem tæknilega er ómögulegt að fyrna en rýrnun er einföld í framkvæmd enda hefur þeirri aðferð oft verið beitt í tíð kvótakerfisins. Þegar kvóti hefur færst úr stóra kerfinu niður í króka- kerfi hefur það verið gert með því að margfalda hlutdeildir með viðeig- andi stuðlum þannig að ný skipting kvótans á milli allra skipa verði sam- tals 100%. Hversu mikla rýrnun? Áhrif rýrnunar eru mest fyrstu árin. Því hærri sem rýrnunin er því meiri verða áhrifin. Skammtíma- sjónarmið væru þá líkleg til að vera ráðandi við ákvarðanatöku útgerða og í umgengni við auðlindina. Að langflestra mati er hins vegar líkleg- ast að fiskveiðistjórnun heppnist best þegar langtímasjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að útgerðar- menn hafi hag af góðri umgengni og því að geyma fiskinn í sjónum. Stofnstærðir breytast á milli ára og ef útgerðir hafa ekki hagsmuni af því að byggja upp fiskistofna til framtíðar eru minni líkur á að það takist. Einnig þarf að varast að rýrnun hafi of mikil áhrif á beinan rekstur útgerða, með öðrum orðum: rýrnunin verður að vera óveruleg svo kvótinn haldi verðgildi sínu. Það ætti því að vera ljóst að ef rýra á kvóta á annað borð þarf að gera það með varúð. Erfitt er að segja til um hvaða prósenta væri heppilegust en allt að 1% skaðar rekstrargrundvöll fyrirtækja óveru- lega. Fullt samráð Það er verulega gagnrýnivert að stjórnvöld skuli fara fram af krafti með hugmyndir um óframkvæm- anlegar breytingar. Ríkisstjórnin hefur margt á sinni könnu og það ætti alls ekki að búa til meiri óvissu og óstöðugleika með því að breyta kvótakerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sem betur fer virðast stjórnarflokkarnir að einhverju leyti hafa áttað sig á að nauðsynlegt er að íhuga vel allar breytingar. Gefa þarf nefndinni sem vinna á að sátt um sjávarútveg góðan tíma til að vinna sín störf. Jafnframt er nauðsynlegt að hafa víðtækt samráð við alla hagsmunaaðila og aðra sem búa yfir reynslu og þekkingu á fiskveiði- stjórnun. Fyrningarleið stjórnvalda óframkvæmanleg Eftir Guðmund Magnús Daðason » Innköllun alls kvót- ans á 20 árum óframkvæmanleg. Tæknilega hægt að rýra kvóta. Ef skerða á kvóta verður rýrnunin að vera mjög hófleg. Guðmundur M. Daðason Höfundur er sjávarútvegsfræðingur frá HA og fyrrum starfsmaður á veiðiheimildasviði Fiskistofu. NÚ ER það morg- unljóst sem Steingrímur og Jóhanna hafa neitað allan tímann, það er beinlínusamband á milli nauðsamningsins Ice- save og þeirrar lánveit- ingar sem við teljum okkur þurfa frá Norð- urlandaþjóðum og mikið gátu þau neitað því aug- ljósa lengi. Við fáum ekki lán frá ESB þjóðum fyrr en við kvittum fyrir ríkisábyrgð á skuldum óreiðumanna. Við íslenskir skatt- borgarar sem fórum ekki í neina út- rás skulum greiða fyrir leikföng ríka og fræga fólksins. Fólks sem talið var viðskiptasnillingar en var bara að leika sér með fjármuni sem það átti ekki. Svona er farið með litlar þjóðir. Í krafti stærðar og valda munu þær stóru kúga þær litlu til að borga meira en það sem þeim ber. Við get- um lítið annað en samþykkt og þakk- að okkar sæla fyrir að fá að „taka þátt í samstarfi þjóðanna“ líkt og Jóhanna vísar svo oft til. Þetta svokallaða sam- starf getur varla verið happadrjúgt fyrir okkur smáþjóðina ef þetta er viðtekin venja innan ESB. Það væri löngu búið að gefa endanlegan skít okkur ef ekki væri fyrir þá litlu stað- reynd að við höfum hér úr miklum auðlindum að moða. Hér er nægt af fersku vatni og lofti, orkumöguleik- arnir eru endalausir, frjó hug- myndaauðgi landans er takmarka- laus og lega eyjunnar skiptir miklu máli Ég er stolt af Evu Joly, þetta er kona sem þorir og á skilið að fá fálkaorðuna! Með réttu áfellist hún umheiminn gagnvart landi sem í fá- vísi og fégræðgi nokk- urra manna braut á innistæðueigendum. Hún bendir á að við getum ekki greitt þetta án þess að verða dæmd til fátæktar næstu árin. Ekki á þessum kjörum og ekki á þessum tíma. Skammarleg framkoma ESB og AGS varð henni til að taka upp hanskann fyrir sakleys- ingja þessa lands. Mikið hefði nú ver- ið gott að þetta hefði verið gert fyrr og þá af íslenskum ráðherrum. Þrátt fyrir að elska land mitt og þjóð hef ég stolist til að hugsa til þess að flytja héðan á brott. Ástæðan er börnin mín. Ég þarf að íhuga hvort að ég geti hugsað mér að lifa sem út- lendingur í öðru landi og sinna störf- um þar sem innfæddir vilja ekki starfa við gegn því að ég fái góða menntun fyrir ormana mína. Hér er rekið ágætis skólakerfi sem þó ein- hverra hluta vegna hefur aldrei náð að skora hátt í PISA könnunum. Það kerfi þarf nú að fara að skera enn frekar niður með að öllum líkindum hrikalegum afleiðingum fyrir mennt- un barna okkar. Ég get bara vonað að kennararnir vilji vera hérna áfram. En ég vil ekki fara héðan. Við búum hér saman rúmlega 300 þúsund sér- viskulegar hræður í öruggu um- hverfi. Hér eru ekki borgarastyrj- aldir, né ofsóknir gegn minnihlutahópum, fjölskyldur eru ekki bornar út til að rýma fyrir þókn- anlegum þjóðfélagsþegnum, konum og börnum er ekki nauðgað þegar þau sækja sér vatn og lengi áfram mætti telja. Þó svo að aðstæður okkar séu ekki nálægt því að vera jafn ömurlegar og finna má um heim allan, þá eigum við samt ekki að láta óréttlæti yfir okkur ganga. Dætur mínar eru einfaldlega ekki ábyrgar fyrir Icesave en samt vilja Steingrímur og Jóhanna ólm láta þær greiða fyrir það án allra fyr- irvara. Þau réttlæta það með því að kenna ný-frjálshyggjunni um og að við þurfum að vera þæg svo að við komumst í ESB. Það er gamalt upp- eldisráð að kenna ekki öðrum um þær ákvarðanir sem maður þarf að taka. Steingrímur getur ekki falið þennan vanhugsaða samning og afleiðingar hans á bak við ásakanir hans um þá sem ábyrgir eru fyrir hruninu. Ice- save verður gerður „á hans vakt“. Það eru til peningar í heiminum, það er hins vegar að minnka í fjár- hirslum Breta og ESB-þjóða. Þess vegna þurfa þeir á auðlindum okkar að halda sem þeir munu hirða um leið og við getum ekki greitt fyrsta gjald- daga, enda er brunnurinn að verða þurr hjá þeim. Hvers vegna í ósköp- unum hefur ekki verið athugað með lán frá öðrum löndum en þeim sem búið er að biðla til? Hvað með Kína sem ber efnahag Bandaríkjanna á herðum sér og fer létt með. Vonandi semjum við ekki af okkur þegar kemur að því að klára Icesave eða ESB-aðild, en það er ljóst að ESB-þjóðirnar ætla sér góða samn- ingsstöðu þegar kemur að því að semja. Við verðum á hnjánum enda ekki nokkur leið að sjá hvernig við ætlum að greiða af skuldum okkar. Ég vil leggja eftirfarandi til: að nú þegar þýðingarmestu mál Íslands- sögunar eru til afgreiðslu hjá Alþingi okkar Íslendinga aftengjum við hnappinn sem segir: sit hjá! Það á ekki að líðast neinum alþingismanni að taka ekki afstöðu þegar kjósa á um Icesave eða ESB-aðild. Allt kosn- ingavæl og annar hjáróma málflutn- ingur á ekki að líðast fólki sem hefur boðið sig fram til þess að vera fulltrú- ar þjóðarinnar á þingi. Ég geri ráð fyrir að það hafi viljað komast á Al- þingi til þess að hafa áhrif á þróun ís- lensks samfélags til hins betra….eða hvað? Það er krafa kjósenda að fulltrúar þeirra komi sinni afstöðu skýrt áleiðis. Ég vona að alþingismenn þessa lands þori að krefjast þess að samið verði á ný í ljósi nýrra upplýsinga um framtíðarhorfur barna okkar sem alast eiga upp á eyjunni okkar. Eyjan mín Eftir Karen Elísabet Halldórsdóttur » Svona er farið með litlar þjóðir. Í krafti stærðar og valda munu þær stóru kúga þær litlu til að borga meira en það sem þeim ber. Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er MS í mannauðsstjórnun, BA í sálfræði. Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.