Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. ágúst Heilsa og lífstíll Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2009. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum • Flott föt í ræktina • Andleg vellíðan • Afslöppun • Dekur • Svefn og þreyta • Matarræði • Skaðsemi reykinga • Fljótlegar og hollar uppskriftir • Líkaminn ræktaður heimafyrir • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni ALLT frá því að Grímur geitskór fór um landið á landnáms- öld til að finna hent- ugan þingstað hafa Þingvellir skipað heið- urssess meðal þjóð- arinnar. Staðurinn er enn einn sá kærasti í hug- um þjóðarinnar. Það var því mörgum brugðið þegar Valhöll brann til kaldra kola á stuttum tíma í byrjun júlí síðastliðins. Þrátt fyrir að húsið hafi verið umdeilt, bæði staðsetning og útlit, var það mörg- um kær staður. Staður þar sem hægt var að koma saman, njóta veit- inga, um leið og Þingvellir voru heimsóttir. Nú er allt horfið og búið að jafna og tyrfa yfir. Spurningin stóra sprettur því upp. Hvað á að gera? Á að byggja upp aftur á sama stað? Hvaða þjónusta á að vera í boði? Hótel með gistingu eða einungis veitingar? Í gegnum árin hefur það legið í loftinu að Þingvallanefnd sem ein- ungis er skipuð alþingismönnum hefur lengi haft þá skoðun að þarna eigi helst ekkert að vera. Og sú þjónusta sem þó sé til staðar eigi að vera fjarri miðsvæði þinghelginnar og bústað forsætisráðherra. Á tíma- bili voru jafnvel uppi hugmyndir um að rífa hótelið og byggja móttöku- sali eða veislusali á staðnum til op- inberrar notkunar. Í fyrirspurn minni á Alþingi, í kjölfar brunans, til forsætisráðherra um framtíðaruppbyggingaráform fengust fá svör. Staðreyndin er sú að aðeins í stuttri forsætisráð- herratíð Halldórs Ásgrímssonar var leitað til heimamanna, fagaðila ferðaþjónustunnar og annarra hags- munaaðila um hug- myndir að uppbygg- ingu. Í annan tíma virðast forsætisráð- herrar og Þingvalla- nefndir hvers tíma lít- inn áhuga hafa haft á samstarfi við þessa að- ila. Þingvallanefnd og stjórnsýslan Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að breyta stjórnsýslu þjóðgarðsins. Það væri miklu eðlilegra að Þing- vallanefnd væri skipuð í bland heimafólki, sveitarstjórn svæðisins, hagsmunaaðilum ásamt fulltrúum frá Alþingi. Í heimsókn sem við odd- vitar og sveitarstjórar uppsveita Ár- nessýslu fórum til Skotlands fyrir nokkrum árum heimsóttum við þjóðgarð Skota, Loch Lomond and the Trossachs National Park, ein- mitt í þeim tilgangi að kynnast stjórnsýslu þjóðgarðsins og því hvernig er að hafa þjóðgarð innan- borðs í sveitarfélagi eða sveit- arfélögum. Starfsemi og stjórn- skipan þar var verulega frábrugðin þeirri sem við þekkjum frá Þingvöll- um. Og gætum við lært þar margt af Skotum. Í starfi mínu sem oddviti sam- ráðsvettvangs sveitarstjórna upp- sveita á Suðurlandi og einnig sem formaður skipulags- og bygging- arnefndar sama svæðis, og þar með Þingvalla, hef ég kynnst náið hvern- ig stjórnsýslan og uppbyggingin hefur verið um langt skeið. Við þá kynningu hefur mér orðið ljóst að Þingvellir eigi að vera opnari ís- lenskum almenningi án þess að skerða þurfi kröfur um náttúru- eða menningarverðmætavernd. Einnig megi önnur starfsemi í og í kringum þjóðgarðinn vera meiri án þess að sess Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO sé ógnað. Uppbygging samkvæmt vilja þjóðarinnar Það væri áhugavert að fá fram vilja þjóðarinnar um hvaða upp- byggingu menn vilja sjá. Til þess þarf opinbera umræðu. Sú skoðun er algeng að þar sem við séum svo illa stödd fjárhagslega um þessar mundir þýði ekkert að huga að end- uruppbyggingu. Að mínu viti ættum við einmitt nú að hugsa fram í tím- ann. Það er akkúrat núna sem við sem þjóð eigum að horfa fram á við. Hvað er meira viðeigandi en hefja hugann upp yfir núverandi efna- hagsmótlæti, kúganir stórþjóða, Icesave-samninga og ESB- aðildarumsóknir. Eru ekki Þingvell- ir staðurinn til að sameina hugi þjóðarinnar? „Tengdu í oss að einu verki“ eins og stórskáldið Einar Ben. orti í kvæði sínu, Til fánans. Við þurfum á því að halda að vera bjartsýn á framtíð þjóðarinnar, þrátt fyrir allt. Við þurfum á ný, á að halda eldmóði gömlu aldamóta- kynslóðarinnar til að blása bar- áttuvilja og þrótti í brjóst okkar. Setjum nú hugmyndasmíðina af stað. Hefjum orðræðu, því orð eru til alls fyrst. Það kostar ekkert. Eftir Sigurður Ingi Jóhannsson » Í kjölfar brunans á Þingvöllum er farið yfir framtíðaruppbygg- ingu staðarins og stjórn- skipan þjóðgarðsins. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er alþingismaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi oddviti Hrunamanna- hrepps og formaður skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnes- sýslu. Þingvellir „ÓTTALEGT nudd er þetta,“ kýs ritari Staksteina að setja sem yfirskrift á pistil sinn í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. Í grein, sem fór fyrir brjóstið á hinum víðsýna og umburðarlynda Stak- steinahöfundi, gagn- rýndi ég myndbirt- ingu Morgunblaðsins, þar sem klæðafá dragdrottning og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita samstarfs- samning. Hann segir borgarstjór- ann nota framboðið bak hennar sem „skrifborð“. Í lokin spyr hann hvort þeir sem berji sér á brjóst og boði umburðarlyndi glími ekki við mestu fordómana? Staksteinahöfundur hefur annað- hvort ekki skilið inntak greinar minnar eða misskilið það viljandi. Ég styð réttindabar- áttu samkynhneigðra og er sammála málstað þeirra að ýmsu leyti. En mér misbýður framsetning barátt- unnar og tel mig hafa fullan rétt á þeirri skoðun. Framsetningin stangast nefnilega á við það sem ég hef tal- ið eðlilega háttvísi og mannasiði. Getur verið að svo sé komið fyrir okkur að við þorum ekki að láta í okkur heyra ef okkur er mis- boðið, af ótta við að vera dæmd fordómafull? Ég endurtek að ég styð margt í baráttu samkynhneigðra en ég áskil mér fullan rétt til að gagn- rýna sumt í framsetningu þeirra vegna þess að ég vil búa í siðuðu samfélagi þar sem við komum fram við hvert annað af háttvísi og virð- ingu. Staksteinahöfundur mætti einnig íhuga hvort það sé virðing fyrir skoðunum lesenda Morgunblaðsins að nota yfirskrift Staksteina til að snúa út úr starfstitli mínum. Eftir Katrínu Jón- ínu Óskarsdóttur Katrín Jónína Óskarsdóttir »Mér misbýður fram- setning baráttunnar og tel mig hafa fullan rétt á þeirri skoðun. Höfundur er nuddari og jógakennari. Mannasiðir og Morgunblaðið STRAX í kjölfar bankahrunsins, og raunar í aðdraganda þess einn- ig, var ljóst að mikilvægi þess að halda góðu sambandi við Breta yrði seint ofmetið. Strax í byrjun október átti auðvitað þáverandi forsætisráðherra að biðja um fund með Gordon Brown til þess að skýra okkar sjónarmið. Slíkur fundur hefði getað skipt sköpum um það sem á eftir fór. Síðan þá hefur tilefni slíks fund- ar síst minnkað. Það er orðið veru- legt undrunarefni að fundur æðstu ráðamanna Íslands og Breta hefur aldrei farið fram síðan hrunið skall á, svo vitað sé. Fundur með hol- lenska forsætisráðherranum hefði líka og væri, á einhverjum tíma- punkti fljótlega, afskaplega viðeig- andi. Íslenskir ráðamenn virðist gripnir fundafælni, nú þegar bein samskipti við ýmsa erlenda ráða- menn hafa sjaldan verið mikilvæg- ari. Hverju sætir? Í ágætri grein Kristrúnar Heim- isdóttur í Morgunblaðinu í gær er rakið hvernig viðhorf þeirra sem vilja tefja endurreisnaráætlun Ís- lands innan Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, sínum hagsmunum í hag, hafa orðið ítrekað ofan á í Washington. Enginn íslenskur ráðamaður hefur hins vegar látið sjá sig þar. Hvenær ætlar forsætisráðherra að bóka fund með Dominique Strauss-Kahn yfirmanni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til þess að skýra okkar málstað? Eftir ár, tvö eða kannski sjö? Af hverju ekki núna? Guðmundur Steingrímsson Að bóka fund Höfundur er þingmaður. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.