Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 24
Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista 24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009  Fleiri minningargreinar um Þór- arinn I. Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ GuðmundurMagnússon bygg- ingameistari fæddist í Reykjavík 3. mars 1927. Hann lést á Akranesi 31. júlí 2009. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ásbjörnsson bifvéla- virki í Reykjavík, f. á Akranesi 1901, d. 1963, sonur hjónanna Ásbjörns Sigurðs- sonar og Sigríðar Helgadóttur, og Ingi- björg Guðmunds- dóttir húsfreyja á Akranesi, síðar í Kaupmannahöfn, f. á Akranesi 1904, d. 1983, dóttir hjónanna Guð- mundar Hanssonar trésmiðs á Akranesi og Marsibilar Þ. Gísla- dóttur. Systkini Guðmundar eru Garðar P. vélstj., f. 1924, d. 4. 1991, Ásbjörn bifreiðastj., f. 1925 og Est- her R., húsfreyja í Þýskalandi, f. 1928. Þegar Guðmundur var 2ja ára var honum komið í fóstur til afasystur sinnar, Valgerðar Hans- dóttur, en þar bjó fyrir móðursystir hans Hansína Guðmundsdóttir. Guðmundur ólst upp hjá Valgerði til 17 ára aldurs. Guðmundur kvæntist 8.4. 1950 Ástríði Þóreyju Þórðardóttur, f. á Akranesi 8.3. 1929. Foreldrar hennar eru hjónin Þórður Þ. Þórð- arson, bifreiðastj. og framkv.stj. á Akranesi, f. á Leirá í Leirársveit 1899, d. 1989 og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. á Sólmundarhöfða í Innri Akraneshreppi 1910. Börn Guðmundar og Ástríðar eru: 1) Emil Þór, f. 28.4. 1956, maki Guð- björg Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Telma Kristín, Viktor Orri og Sara Margrét. Fyrir átti Emil Þór: a) Guðmund, móðir Hjördís Sím- onardóttir, unnusta Þóra Sigríður Torfadóttir, dóttir þeirra er Sædís Heba, Guðmundur átti fyrir Emil Þór, b) Melissa Ástríður, móðir Auður Matthíasdóttir, unnusti Jón- as Pétur Ólason, þeirra dóttir er Tinna Diljá, og c) uppeldissonur Símon. Áður átti Guðbjörg Kristján Örn. 2) Sigríður, f. 19.4. 1958, maki Gunnar Sigurðsson. Börn Sigríðar og Páls I. Pálssonar eru: a) Guð- mundur Þór, unnusta Fanney Ýr, börn hans eru Andri Már og Embla Sól og fyrir á Fanney Ísabellu Ýr. b) Páll Indriði, unnusta Anna Kvaran. c) Maríanna, unnusti Kári Daní- elsson, dóttir þeirra Karen. Fyrir átti Gunnar börnin Ellu Maríu og Örn. 3) Ingi- björg, f. 13.6. 1963, maki Jón B.G. Jóns- son. Börn þeirra eru a) Ástríður Þórey, unnusti Sveinn Ómar Sveinsson, b) Unnur Tara, unnusti Roni Leimu, og c) Heiðrún Hödd. Sonur Ingibjargar og Óla Páls Engilberts- sonar er Óli Ingi, unnusta Elsa Birgisdóttir, og fyrir á Jón Hlyn. 4) Þórey Guðmunda, f. 3.1.1969, maki Leifur Eiríksson. Börn þeirra eru Hildur María, Magdalena Sara, og Eiríkur Alexander. Fyrir átti Leif- ur Kristófer Júlíus. Samvist þeirra Guðmundar og Ástríðar náði yfir 64 ár. Guð- mundur nam húsasmíði hjá Jóni Guðmundssyni frá Guðnabæ, og varð í framhaldi af því húsasmíða- meistari. Hann teiknaði og byggði sér einbýlishús á lóð sem nú heitir Suðurgata 99. Guðmundur 23 ára og Ástríður 21 árs fluttu í nýtt hús- ið fullgert á brúðkaupsdaginn þeirra og bjuggu á þar í 45 ár. Hann var frumkvöðull á mörgum sviðum byggingatækni og mann- virkjagerðar á Akranesi. Byggði sér iðnaðarhús við Stillholt 21, og rak þar trésmíðaverkstæði og byggingastarfsemi, Trésmiðju Guðmundar Magnússonar í 44 ár, einnig Byggingavöruverslun Akra- ness, og Skagaplast, framleiddi steinsteypu og rak útgerð vinnu- véla og vörubifreiða. Guðmundur byggði á annað hundrað íbúða á Akranesi og útskrifaði 39 sveina í húsasmíði. Hann var einn af stofn- endum Golfklúbbs Akraness síðar Golfklúbbsins Leynis, í Bygging- arnefnd Akraneskaupsstaðar og fé- lagi í Oddfellowstúkunni nr. 8 Eg- ill. Guðmundur verður jarðsunginn frá Akranesskirkju í dag, föstudag- inn 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi. Þetta gerðist allt svo ótrúlega hratt. Það liðu aðeins sex vikur frá þú greindist með illvígan sjúkdóm þar til þú varst dáinn. Þú sem varst svo heilbrigður bæði á sál og líkama. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa verið þér við hlið með mömmu þegar þú kvaddir. Ég trúi því að hinum megin taki vel á móti þér þeir ástvinir sem á undan eru farnir, amma Ingibjörg, afi Magnús, afi Þórður á Hvítanesi, Aage Emil og Þórður frændi. Mig grunar að þú sért þegar byrjaður að skoða þig um, athuga að hverju megi dytta og hvort ekki megi laga eitt- hvað. Ég minnist þín sem dugnaðar- forksins og frumkvöðulsins, sem teiknaðir og reistir þér einbýlishús við Suðurgötuna og fluttir inn í það aðeins 23 ára gamall, á giftingardag- inn ykkar mömmu þann 8. apríl árið 1950. Á Suðurgötunni bjugguð þið mamma síðan í 45 ár. Þú teiknaðir einnig og byggðir þér stórt iðnaðar- hús við Stillholt á Akranesi fljótlega eftir að þú kláraðir nám þitt í húsa- smíði hjá Jóni í Guðnabæ. Þú stofn- aðir Trésmiðju Guðmundar Magn- ússonar í iðnaðarhúsinu þínu, og síðan eftir að hafa tvöfaldað stærð þess húss nokkrum árum seinna þá stofnaðir þú Byggingavöruverslun Akraness, þaðan sem þú seldir byggingarefni um allt land og enn nokkrum árum seinna stofnaðir þú fyrirtækið Skagaplast sem fram- leiddi einangrunarplast til bygginga. Þessi fyrirtæki voru öll rekin undir sama þaki við Stillholtið í 44 ár. Á meðan þú varst að læra húsa- smíðina þá keyrðir þú einnig leigubíl og ótrúlegt til þess að hugsa að þú hafir á sama tíma verið að byggja húsið ykkar við Suðurgötuna, eng- inn tími fór til ónýtis. Draumur þinn var að fara til Danmerkur og læra arkitektúr eða tæknifræði en senni- lega hefurðu bara ekki mátt vera að því, naust þess að gefa framtaks- seminni lausan tauminn og þú hlífðir þér hvergi í því að byggja upp þín fyrirtæki. Eftir eldsvoða sem varð á Stillholtinu árið 1966 þar sem allt brann til kaldra kola byggðir þú allt upp aftur og enn stækkaðir þú allt iðnaðarhúsið, nú í þriðja sinn. Meðan þú rakst byggingafyrir- tæki þitt þá tókstu að þér nema í húsasmíði og samtals urðu nemarnir hjá þér 39. Þú teiknaðir og byggðir einnig fjölda bygginga og íbúða á Akranesi, nokkur húsanna sem þú byggðir eru kennileiti á Akranesi eins og Íþróttahúsið við Vesturgötu, Landsbankahúsið við Skuldartorg og fleiri ótalin hús sem bera þér vitni um þá vandvirkni sem þér hafði lærst. Þú varst einn af stofnfélögum Golfklúbbs Akraness sem síðar hlaut nafnið Golfklúbburinn Leynir og þú gerðist einnig félagi í Odd- fellowreglunni, í stúku nr. 8: Egill. Eftir að mesta annríkinu lauk byggðir þú ykkur mömmu sælureit uppi í Stóra Fjalli, þar sem þið dvölduð oft, stundum langdvölum. Þú og mamma elskuðuð að eyða sumrinu saman þar og á veturna voruð þið oft bara tvö á svæðinu, sitjandi fyrir framan arininn á köld- um vetrarkvöldum, alltaf jafn ást- fangin, rétt eins og þið hefðuð bara kynnst í gær. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt Guðmundur Magnússon ✝ Þórarinn Ingi-bergur Ólafsson fæddist í Grindavík 24. ágúst 1926. Hann lést á dvalarheimilinu Víðihlíð 4. ágúst sl. Hann var sonur hjónanna Helgu Þór- arinsdóttur hús- móður, f. 6.7. 1903, d. 27.5. 1989, og Ólafs Jónssonar sjómanns í Hraunkoti og Bræðratungu í Grindavík, f. 24.1. 1897, d. 10.10. 1954. Alsystkin Þórarins eru Hulda Sig- ríður, f. 20.8. 1927, Guðmundur, f. 22.10. 1928, Guðbergur Hafsteinn, f. 20.9. 1929, Jóna Sólbjört, f. 17.4. 1932, Aldinía Ólöf, f. 23.7. 1934, Helgi Óli, f. 19.11. 1936, Sigurður Ragnar, f. 2.2. 1951, og hálfbróðir Albert Egilsson, f. 13.06. 1923, d. 16.11. 1953. Hinn 1.1. 1950 kvæntist Þórarinn Guðveigu Sigurlaugu Sigurð- ardóttur frá Bjarnabæ í Garði, f. 9.12. 1931, dóttur Sæunnar Bjarn- veigar Bjarnadóttur, húsfreyju í Grindavík, f. 17.6. 1911, d. 6.8. 1981, og Sigurðar Magnússonar, verk- stjóra í vegavinnu, Reykjavík, f. 6.9. 1983, d. 10.1. 1976. Börn Þórarins og Guðveigar eru 1) Sævar Baldur, f. 21.6. 1950, sam- býliskona Edda Axelsdóttir. Börn Sævars og Ragnhildar Guðjóns- dóttur, sem er látin, eru Gunn- 1965 tók hann svo við nýjum bát, Þorbirni II, sem hann var með í tvö ár. 1967 keypti hann 220 tonna bát, Eldborg frá Hafnarfirði, sem var gefið nafnið Albert GK 31. Bátinn keypti hann í félagi við Helga, bróð- ur sinn, og Helga Hjartarson. Hluta- félag um útgerðina hlaut nafnið Þróttur. Næstu árin var hann að jafnaði aflahæstur og mestan afla á einni vertíð fékk hann 1.604 tonn í 68 sjóferðum. Árið 1972 seldu Þór- arinn og félagar hans bátinn og keyptu annan, Birting frá Neskaup- stað, sem hlaut einnig nafnið Al- bert. Þórarinn keypti síðan hlut meðeigenda sinna. Auk hefðbund- inna vetrarvertíða stundaði Þór- arinn veiðar á síld og síðar loðnu. Sævar, sonur hans, var síðar með bátinn með föður sínum og var með bátinn síðustu árin, sem hann var gerður út og gekk inn í félagið með foreldrum sínum. Útgerð Alberts gekk alla tíð vel og var skipið ætíð með aflahæstu skipum. Albert var seldur árið 1996 en ári seinna keypti hlutafélagið Þróttur fisk- verkun í Grindavík og rak Þórarinn hana ásamt Guðveigu, eiginkonu sinni, Sævari, syni sínum, og Þór- arni, dóttursyni sínum, til dauða- dags. Þórarinn var mikill söngmaður og söng í kirkjukór Grindavíkur í tæp 60 ár. Hann var einnig um ára- bil í sóknarnefnd Grindavíkur. Hon- um var annt um kirkjuna og styrktu þau hjónin hana mikið, einkum org- elsjóð hennar. Útför Þórarins fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 14. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13. laugur, Albert og Steinþóra. 2) Helga, f. 1.10. 1952, maki Hjörtur Gíslason. Börn Helgu og Ólafs Arnberg Þórðarsonar eru Þórarinn, Guð- veig Sigurlaug og Þórunn Halldóra. 3) Ólöf, f. 17.1. 1955, d. 19.11. 1998. Börn hennar eru Sigríður, Ingibergur Þór, Berg- vin Friðberg og Fjóla Kristín. 4) Ingibjörg, f. 5.10. 1958. Börn hennar eru Már Hall, Thomas Sean og Alexander Stardal. 5) Svala, f. 2.3. 1967. Maki Thomas Heller. Dætur Svölu eru Birna Mjöll og Ni- cole Elisabeth. Alls eru afkomendur Þórarins og Guðveigar 37. Þórarinn fór ungur til sjós með föður sínum en var síðan með Gunn- ari Gíslasyni á Ægi og síðar stýri- maður á Sæborgu með Óskari Gísla- syni. Formennsku byrjaði hann á litlum bát, Mugg, en næstu árin var hann með ýmsa báta, svo sem Óðin, Vísi og Hafrenning, en alls var hann til sjós í 48 ár. Hann fór í Stýri- mannaskólann og aflaði sér réttinda á 120 tonna skip 1958 og lauk fiski- mannaprófi 1965. 1958 tók hann við 75 tonna bát, Þorbirni. Varð hann þrisvar sinnum aflahæstur Grinda- víkurbáta á vetrarvertíð og var Þórarinn jafnframt meðal afla- hæstu skipstjóra á síld á þeim tíma. Það syrtir að er sumir kveðja. Hann pabbi minn er dáinn. Ég sakna hans. Ég sakna allra áranna með honum. Sakna þess þegar hann kom af sjónum og lék við okkur systkinin, sagði okkur sögur, söng okkur í svefn og fór með bænirnar með okkur. Hversu þreyttur sem hann var eftir erfiðan róður. Við átt- um saman nærri sextíu ár og alltaf reyndist hann mér og mínum vel. Ég á svo margar góðar minningar um hann. Síðustu árin var hann farinn að þreytast og var kominn á dval- arheimili. Þá daga sem ég komst ekki til að heimsækja hann töluðum við saman í síma. Ert þetta þú væna mín, sagði hann þegar við komum í heimsókn eða ég hringdi í hann. Nú er hann farinn bak við fjöllin háu, en mig langar samt til að hringja í hann og heyra í honum röddina, þó síma- sambandið sé kannski ekki upp á það besta. Ég þakka Guði fyrir það að hafa heimsótt hann daginn sem hann var tekinn frá okkur. Ég kom til hans með mömmu og Hirti rétt fyrir kvöldmat. Hann hafði sofið fram á borðið sitt í matsalnum. Hann var dálítið þreyttur, en jafnaði sig fljótt. Við spjölluðum svolítið saman og þegar við vorum að kveðja hann var verið að bera matinn á borðið. Hann var spurður hvort hann vildi hníf með matnum. Hvað er í matinn, spurði hann þá. Það eru fiskibollur, var svarið. Hver þarf hníf með fiski- bollum, svaraði hann að bragði. Kímnigáfan yfirgaf hann ekki. Hann yfirgaf okkur þremur tímum síðar. Pabbi var mikill maður, ekki bara að umfangi. Hann var mun stærri að innan en utan. Betri pabba, afa og langafa var ekki hægt að hugsa sér. Það er gott að ylja sér við allar góðu minningarnar, góðu stundirnar og samveruna. Missir okkar allra er mikill, ekki síst þinn, elsku mamma mín. Guð veri með þér og þínum og styrki okk- ur á þessum erfiða tíma. Það syrtir að er sumir kveðja. Bless pabbi minn. Kvölin kennir mér að hlúa að þeim kærleik sem ég finn. Það að þakka fyrir allt sem áttum við. Því verð ég að vona og trúa að við sjáumst eitthvert sinn, að ég hitti þig á himnum pabbi minn. (Þórunn Lárusdóttir) Helga. Elsku afi Þóri. Þó svo að maður hafi vitað í hvað stefndi hjá þér átti ég ekki von á þessu svona snöggt elsku afi. Það er sennilega mikill léttir að fá að fara heldur en að vera rúmliggjandi á elli- heimili og geta sig hvergi hreyft, maður fann það hjá þér að þú varst orðinn þreyttur og þráðir sennilega að fá að fara úr því þetta var orðið svona. En það eru margar og góðar minningar um þig elsku afi. Þú varst alvörugefinn, en það var nú ekki langt í prakkarann í þér og gaman að vera í kringum þig þegar þú varst að segja okkur sögur frá fyrri tíma. Það var strax tómlegt í vinnunni þegar þú hættir að koma þangað vegna veikinda og enginn afi að spila með köllunum í kaffinu eins og tíðkast þar og þú áttir þitt sæti þar. En núna er þú kominn á góðan stað og hvílist þar, og þangað til næst er við hitt- umst kveð ég þig með söknuði elsku afi Þóri. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku amma Stella, mamma mín Helga og systkini hennar, guð veri með ykkur og styrki ykkur á þessum tímamótum í lífi okkar. Guðveig Sigurlaug Ólafsdóttir. Þórarinn Ólafsson, skipstjóri í Grindavík, margfaldur aflakóngur, er látinn 82 ára. Hann var ættaður frá Hraunkoti, litlu húsi á lágum hól undir háum sjávarkambi þar sem grænu túnin á vorin mæta gráu hraunbreiðunni allan ársins hring austast í Þorkötlustaðahverfinu. Þórarinn kynntist snemma sjó- mennskunni sem varð síðan að ævi- starfi. Fyrsta vetrarvertíð hans var þegar hann var 14 ára. Á þeim árum var róið á opnum vélbátum úr Nes- inu. Hann var þar háseti á Vininum. Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1996 rifjaði hann upp fyrstu sex vetr- arvertíðir sínar og segir: „Ef ég ætti að velja mér aftur ævistarf mundi ég endurtaka allt nema fyrstu vertíð- ina.“ En ekkert verður endurtekið úr lífshlaupi manns, aðeins er hægt að rifja upp það liðna, eitthvað sem áður var. Það gildir líka um Þóra. Og um hann er allt gott að segja. Sam- starf okkar hófst árið 1966, þegar hann var að byrja í eigin útgerð á Al- bert GK 31 og vantaði vélstjóra sem hefði réttindi. Á þessum árum var ör fjölgun nýrra útgerða og skipstjórar með reynslu höfðu náð árangri í því að fiska með Astiktækjum og kraft- blökkinni. Þeir voru venjulega í fé- lagi með tveimur eða þremur öðrum sjómönnum og útgerð hringnótabáta Íslands var í eigu þannig manna. Þórarinn var þegar hér var komið sögu orðinn skipstjóri og kom frá út- gerð Hraðfrystihúss Þorkötlustaða h/f. Hann hafði tekið þar við stjórn á tveimur nýsmíðuðum skipum og varð aflakóngur Suðurnesja. En hugurinn stóð ætíð til að eiga eigin útgerð. Þess vegna sagði hann oft: „Í minningunni tók ég fljótt eftir því, sem barn í Þorkötlustaðahverfinu, að þeir sem áttu bát höfðu betri af- komu en hinir.“ Við vorum saman á sjó samfleytt í sextán ár. Á þeim tíma urðu bátarnir hans Þóra, Al- bertarnir, stöðugt stærri og öflugri. Sú var krafa tímans og hagstjórnin þannig. Þótt bátarnir stækkuðu stöðugt náði Þóri samt alltaf til okk- ar, enda var hann raddsterkur skap- maður. Aldrei fór á milli mála hver var maðurinn í brúnni og hvað hann vildi. Þórarinn Ólafsson var mikill að vallarsýn, þrekinn, æðrulaus og framgangan á allan hátt þess manns sem er en sýnist ekki. Við sem þekktum hann best bárum virðingu fyrir honum, skoðunum hans, lífsvið- horfi og framgöngu. Við höfum misst aldraðan góðan vin, en missir eigin- konu hans, Guðveigar Sigurðardótt- ur og fjölskyldunnar er mestur. Hjá henni er hugur okkar og samúð. Ég þakka ótaldar ánægjustundir á liðnum árum og segi: Blessuð sé minning Þórarins Ólafssonar, skip- stjóra og bátanna hans. Hinrik Bergsson. Þórarinn I. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.