Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ✝ Karl Bóassonfæddist í Njarðvík í Borgarfirði eystra, 9. júlí 1925. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala laug- ardaginn 25. júlí sl. Foreldrar hans voru Bóas Eydal Sigurðs- son, bóndi í Njarðvík og síðar í Reykjavík, f. á Eyvindará í Eiða- hreppi í S.-Múl. 1. júní 1891, d. 20. maí 1968 og Anna Jakobína Ár- mannsdóttir, f. í Snotrunesi í Borgarfirði eystra 26. feb. 1892, d. 16. jan. 1989. Systkini Karls eru Gunnar Sigurgeir, f. 10. júní 1927, d. 10. október 2004, Sig- urður, f. 13. feb. 1929, d. 11. júní 2008, Elín Guðný, f. 31. ágúst 1931, Ólína Aðalheiður, f. 19. okt. 1933, Árni Ármann, f. 17. sept. 1936, og hálfbróðir Karls, samfeðra, Ragn- ar, f. 18. maí 1918, d. 2. ágúst 1993. Karl kvæntist 7. ágúst 1948 Hall- dóru Jónu Stefánsdóttur, f. 28. júlí 1926, Foreldrar hennar voru Stef- án Árnason Scheving, verslunar- og bankamaður á Seyðisfirði, f. á Hrærekslæk í Tunguhreppi í N.- Múl. 23. ágúst 1898, d. 1. nóv. 1963 og Sigríður Ragnhildur Haralds- dóttir, f. á Seyðisfirði 3. des. 1900, d. 10. júní 1990. Börn Karls og Hall- dóru eru: 1) Emil Brynjar, f. 4. jan 1949, kvæntur Sigrúnu Sigtryggs- dóttur, f. 3. maí 1949, þau eiga 3 börn og 6 barnabörn. 2) Anna Sig- ríður, f. 14. júní 1952, gift Bjarna Rúnari Þórðarsyni, f. 30. júlí 1950, þau eiga 3 börn og 5 barnabörn. 3) Örn, f. 7. sept. 1955, sambýliskona Siri- worraluck Boonsart, f. 29.des. 1971, þau eiga 1 barn, en fyrir á Örn 6 börn og 2 barnabörn. Karl stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1939-1940 og Lögregluskólanum 1946. Í lögreglunni í Reykjavík starfaði hann frá 1. nóv. 1946 til 1. des. 1985 er hann lét af störfum. Karl sérhæfði sig í því að opna og gera við skrár og lása og hafa margir notið snilli hans við að opna læstar dyr og hirslur þar sem lykl- ar höfðu glatast. Áður vann Karl ýmis störf, m.a. við smíðar, flísa- lagnir, málun, vélgæslu og leigu- bílaakstur svo eitthvað sé nefnt. Í frítíma sínum frá lögreglustörfum ók hann oft leigubíl og var öku- kennari, en eftir að hann lauk störf- um í lögreglunni, starfaði hann sem leigubílstjóri, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Karl var mikill fuglaskoðari og hafði unun af að fylgjast með fugl- um, ekki hvað síst á vorin. Einnig hafði hann gaman af lax- og sil- ungsveiði og fór margar veiðiferð- irnar. Ekki minnkaði það ánægjuna að veiða á eigin flugur, enda hafði hann yndi af því að hnýta veiði- flugur og bera þær glöggt vitni um vandvirkni hans. Útför Karls fer fram frá Nes- kirkju í dag, föstudaginn 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13. Góður félagi og vinur Karl Bóas- son, tengdafaðir minn, er fallinn frá eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Kalla Bó, eins og hann var oftast kallaður, kynntist ég fyrir rúmum 40 árum er ég kynntist Önnu dóttur þeirra Dóru og Kalla. Frá fyrstu tíð var mér afar vel tekið af þeim hjón- um og hefur aldrei borið skugga á hlýju í minn garð og fyrir það vil ég þakka. Kalli starfaði sem lögreglumaður í 39 ár en stundaði leigubílaakstur og ökukennslu í hjáverkum. Eftir að hann hætti sem lögreglumaður starfaði hann sem leigubílstjóri þar til hann hætti því kominn á aldur. Kalli var greiðvikinn mjög og nei var varla til í hans orðaforða ef hann var beðinn að rétta hjálparhönd. Það var sama hvort beðið var um að opna læstar dyr eða peningaskápa, þar sem lyklar höfðu týnst, þá vafðist það ekki fyrir honum. Flísalagnir, málun, fluguhnýtingar eða viðgerðir veiðihjóla, allt lék þetta í höndunum á honum. Hann hafði alla tíð unun af því að veiða lax og silung og margar veiði- ferðirnar fór hann. Mikill samgangur var á milli heimila okkar alla tíð og oft setið og spjallað. Kalli hafði gaman af að segja frá ýmsum atburðum liðinna ára en starf sitt innan lögreglunnar ræddi hann ekki, þar var hann sem lokuð bók. Börnin okkar hafa alla tíð verið tíðir gestir hjá afa og ömmu og var þá oftast boðið upp á heitt kakó og kringlu ásamt öðru bakkelsi þegar komið var í heimsókn. Eftir að Dóra, tengdamóðir mín, greindist með Alzheimerssjúkdóm fyrir allmörgum árum varð Kalli æ meira bundinn heima. Þegar að því kom að ekki var lengur hægt að annast hana heima fór hún inn á stofnun og hefur hin síðari ár dvalið á Hrafnistu í Reykja- vík. Fyrir um fimm árum var ákveðið að selja íbúðir okkar í Hafnarfirði og kaupa íbúðir í sömu blokk í Kópa- vogi til að auðvelda samgang. Svo vel vildi til að hægt var að fá íbúðir á sömu hæð og bjó Kalli því í íbúð við hlið okkar síðustu æviárin, tæp 5 ár, en var í fæði hjá okkur. Kalli og Dóra áttu sumarbústað á fallegum stað á Þingvöllum. Þar undi hann sér vel við veiði og að lag- færa bústaðinn. Þegar þau árið 1998 ákváðu að selja gátum við ekki hugsað okkur að missa þennan stað og keyptum. Nú er kominn nýr bústaður í stað þess gamla og aðstoðaði Kalli mig við að innrétta hann, ganga frá rotþró, lóð og öðru því sem til þarf. Oft vorum við bara tveir á Þingvöll- um og hafði hann mikla ánægju af þessu og naut þess tíma meðan heilsan leyfði. Þrátt fyrir veikindin gat hann bú- ið heima í sinni íbúð, og nutum við samvista við hann, allt þar til hann var lagður inn á sjúkrahús 13. júlí sl. Það var í fyrsta skipti í 84 ár sem hann hafði lagst á sjúkrahús til dval- ar, en hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 25. júlí sl. Að leiðarlokum vil ég þakka Kalla samfylgdina og þá vináttu og tryggð sem hann hefur sýnt okkur Önnu og fjölskyldu okkar. Megi minningin um góðan félaga og vin lifa að eilífu. Blessuð sé minning Karls Bóas- sonar. Bjarni Rúnar Þórðarson. Meira: mbl.is/minningar Ég elska þig svo mikið, mér finnst þú frábær og æðislegur afi. Nú sit ég í náttúru Þingvalla og finn fyrir þér. Þingvellir voru yndi afa og sumarbústaðurinn Aldin sem er á Þingvöllum. Afi gaf honum það nafn. Veiðimaðurinn Karl Bóasson vissi allt um veiði og átti mikið af flugum sem hann gerði sjálfur. Hon- um þótti gaman að spjalla og fræða fólk um ýmis málefni og alltaf vildi ég hafa Kalla afa nálægt mér. Mér fannst gott að fara til Kalla afa til að fá hjálp, ráð og upplýsingar. Oft týndi ég lyklunum, ég vissi aldrei hvað ég gerði við þá. Afi kom með lausn, að hafa húslyklana og bíllykl- ana saman á kippu, ég gerði það og hef aldrei týnt þeim eftir það. Þegar ég var smástelpa gaf ég afa tána mína, því hann vildi eiga hana. Mér þótti kókómjólk góð og þegar ég var yngri gaf afi mér kókómjólk í afmæl- isgjöf. Auðvitað var hann líka með ömmu í gjöf en kókómjólkin var bara frá honum til mín. 7 ára fékk ég bar- biehús frá Kalla afa og Dóru ömmu í jólagjöf, sem mig langaði svo mikið í. Jólasveinn hafði komið til afa og lát- ið hann vita. Sama ár fékk ég dúkku- strák sem ég skírði Karl og kallaður Kalli í höfuðið á afa. Afi var galdra- maður og þegar ég var yngri galdr- aði hann oft nammi í poka. Hann lét nammipokann undir blað, lyfti blaðinu og þá birtist nammi. Kalli afi og Dóra amma voru mjög barngóð. Þau fengu börnin úr hverfinu í vinnu til sín þegar þau bjuggu í Suður- hvammi. Börnin komu með litlu skóflurnar sínar og fengu verðlaun fyrir dugnað. Fyrir öskudag voru þau búin að útbúa nammi í poka sem þau gáfu fyrir vel sungin lög. Jóla- böll voru haldin hjá Kalla afa og Dóru ömmu fyrir börnin í fjölskyld- unni, þegar jólaboð voru á Dunhaga og Suðurhvammi. Í Suðurhvammin- um voru tröppurnar í stiganum bar- biehúsið mitt og fataherbergið var herbergið mitt. Undir stiganum var fullt af barnadóti. Afi átti einkaher- bergi í Suðurhvammi. Þar var lagð- ur kapall, hnýttar flugur, leystar krossgátur og margt annað sem afa þótti skemmtilegt að gera. Kalli afi keyrði leigubíl, og fannst krökkum ég vera rík að taka leigu- bíl. Já, ég var rík að eiga Karl Bóas- son sem afa. 13. júlí sl. var hann að leggja kapal heima hjá sér í Rjúpnasölum, en lauk honum ekki. Ég á eftir að klára kapalinn fyrir afa. Síðasta stundin sem ég var með afa var föstudagurinn 24. júlí sl. Síð- ustu orð mín til afa voru að ég sagði: bless, elsku afi minn, og gangi þér vel, og afi sagði: bless, elskan, gangi þér líka vel. Við afi vorum alltaf í kappi að fara að sofa þegar ég var yngri. Hann sagðist ætla að vera á undan mér og þá flýtti ég mér að fara að sofa, svo afi yrði ekki á undan. Nú var afi á undan að sofna og fara til Guðs. Lykla-Pétur var í vandræðum, hann vantaði hjálp, fékk Kalla afa til að hjálpa sér að opna lása. Kalli afi hjálpaði fólki að opna, sem hafði læst sig úti. Áður en afi fór á spítalann dreymdi hann bát heila nótt. Bátur er fyrirboði velgengni. Bátsferðin í draumnum var vegna þess að afi fékk bátsferð til drottins. Nú er sjúkdómurinn farinn og afa líður vel. Bless, elsku afi minn, og gangi þér vel. Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir. Meira: mbl.is/minningar Karl Bóasson Fleiri minningargreinar um Karl Bóason bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.             Af hverju þurftir þú að deyja? Elsku Kalli minn, sem varst langafi minn. Vonandi líður þér vel uppi á himni. Passaðu þig vel og gott að þér líður vel. Þú varst skemmtilegur. Þú varst með prakkaraskap. Þú varst líka góður og hugulsamur. Við grátum öll af því að þú ert dá- inn. Við segjum bless og segjum líka; gott að þér líður vel. Sindri Gunnar Þórðarson. HINSTA KVEÐJA það mikla sem þú hefur gert fyrir okkur á þinn hógværa hátt. Við munum passa upp á mömmu sem syrgir nú elskulegan maka sinn en stendur sig þó svo ótrúlega vel. Þú varst henni svo mikið, ekki bara elskulegur eiginmaður heldur varstu nú síðustu árin einnig augun hennar. Við munum alltaf minnast þín. Bless, elsku pabbi, elsku tengda- pabbi og elsku afi. Emil Þór, Guðbjörg, börn og barnabörn. Pabbi leggur ekki bílnum sínum oftar hér við Espigrundina og kíkir í heimsókn. Alltaf þegar hann kom var það með bros á vör, strauk manni um vanga og kyssti. Hann elskaði að hafa fólk í kringum sig og spjalla um líðandi stund og ekki var verra ef hann náði fótboltakvöldi með Gunnari og ef þau yngri voru í heimsókn þótt þau væru með hávaða og læti. Mín fyrsta minning um pabba er þegar hann fór með okkur fyrst 1962 til ömmu Imbu til Köben og keyrði svo með okkur á WV bjöllu til Nürn- berg til Esther frænku, það var mik- ið ævintýri fyrir fjögurra ára hnátu. Pabbi var einn af stofnendum Golfklúbbsins á Akranesi og skipt- ust félagarnir á að slá völlinn og fékk ég yfirleitt að fara með honum, en ekki náði hann að smita mig af golfbakteríunni, Gummi Þór fékk hana, ég fæ hana kannski síðar. Þegar ég var unglingur og vantaði sumarvinnu, eitthvað annað en að leggja saman debet og kredit og nokkrar vinkonur mínar vantaði líka vinnu réð hann okkur í bygginga- vinnu til sín, og vorum við við þá vinnu nokkur sumur, bæði inni á verkstæði og í smíðavinnu úti og bý ég að þeirri reynslu. Ef einhver í fjölskyldunni stóð í framkvæmdum stóð ekki á pabba að hjálpa til. Hann var ávallt boðinn og búinn jafnt með undirbúning sem framkvæmdir, al- veg fram á síðasta dag. Sumarbú- staðurinn hans uppi í Stóra-Fjalli ber gott vitni um hans fallega hand- bragð og vandvirkni. Þar leið honum best og þar vildi hann vera öllum stundum. Fyrir nokkrum árum komu for- eldrar mínir með okkur Gunnari nið- ur til Nürnberg. Þetta var honum mikils virði að heimsækja systur sína og fjölskyldu hennar á heima- slóð þeirra og keyra þar upp um all- ar sveitir. Gummi Þór, elsta barnabarnið, var honum sérlega nákominn og á hans fyrstu árum fékk hann að fylgja afa sínum í vinnuna. Er það Gumma mjög sárt að geta ekki fylgt afa sínum síðasta spölinn. Orðin úr Kórintubréfi eru eins og skrifuð fyrir pabba: „Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, umber allt, kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Sigríður Guðmundsdóttir. Það er sárara en tárum taki að þurfa að kveðja þig, elsku pabbi minn. Þú sem alltaf varst til staðar fyrir mig og reyndar alla sem til þín leituðu. Ég minnist þín sem dugn- aðarforks, alltaf eitthvað að smíða og gera. Þegar þú rakst fyrirtækið þitt með fullt af mannskap í vinnu varst þú alltaf mættur fyrstur allra og hættir síðastur allra. Metnaður- inn að hafa allt fyrsta flokks fylgdi þér alltaf. Þú byggðir sumarhúsið þitt uppi að Stóra-Fjalli og hand- bragð þitt þar mun alltaf lifa. Þar leið þér vel og vildir helst vera þar öllum stundum, þar gastu verið að dytta að og gera bústaðinn eins og þú vildir hafa hann. Ótrúlegt hvað þér tókst einum að framkvæma þar. Ég man þegar ég og Sigga komum með fjölskyldur okkar og fengum að hjálpa til við að leggja gólfið í opna rýminu og mála það sem málað var, þá þurfti að sparsla í öll naglaförin fyrst áður en mátti mála yfir, ótrú- lega smámunasamur varstu en við fórum eftir því sem þú vildir, bústað- urinn skyldi vera með þínu lagi. Ég man líka hvað þú hjálpaðir okkur Jóni að gera pallinn okkar, þar var nákvæmin höfð í fyrirrúmi eins og allt annað hjá þér, elsku pabbi minn og yndislegur tíminn sem þú bjóst hér hjá okkur á meðan. Þú varst allt- af boðinn og búinn að hjálpa okkur öllum systkinunum með tölu við okkar framkvæmdir. Þó þú værir kominn á aldur var verið að fá þig til ýmissa verka er sneri að smíðum bæði á Akranesi og víðar. Þú hafði mikla ánægju af að ferðast, varst al- veg ótrúlega fróður um svo margt og gaman að sitja og spjalla við þig um heima og geima, aldrei kom maður að tómum kofanum, sama hvað um var rætt.Alltaf varstu þakklátur sjálfur ef eitthvað var að þér rétt, því þú varst frekar í því hlutverki að gefa en þiggja. Ég man alltaf eftir því 2001 þegar ég kom til þín með einkanúmerið E 154 sem þú hafðir eftir það á bílnum þínum, hvað þú varst hrifinn en ætlaðir samt ekki að geta tekið við því, þá gerðum við með okkur samkomulag og það varð til þess að þú tókst við því og við vor- um bæði ánægð. Veikindi þín bar brátt að og hefur þú sjálfsagt verið kvalinn lengur en þú lést uppi, aldrei kvartaðir þú, pabbi minn, alltaf sami rólegheitamaðurinn, ljúfur og góður maður. Ég á eftir að ylja mér á góðu stundunum sem ég og fjölskylda mín áttum með þér, síðast 20. júní þegar Ástríður Þórey mín útskrifaðist frá HÍ, þessar góðu stundir urðu svo margar bæði hér heima og í Svíþjóð. Ég minnist þess aldrei að þú hafir hallmælt nokkrum manni, þú vildir alltaf að allt væri í sátt og samlyndi í kringum þig. Missir mömmu er mik- ill, þið búin að vera gift í tæp 60 ár, þú varst henni svo góður eins og öll- um þínum börnum, aldrei gerðir þú upp á milli neinna, allir voru þér jafn dýrmætir. Ég á eftir að minnast orða þinna, pabbi minn, sem þú hvíslaðir í mín eyru undir það síðasta, þau mun ég geyma í hjarta mínu og eru mér ómetanleg á þessari stundu, einnig fékk ég tækifæri til að segja þér hvað þú værir mér mikils virði og hvað ég elskaði þig mikið og það veit guð að ég á eftir að sakna þín mikið, elsku pabbi minn. Hafðu þakkir fyr- ir allt og megi Guð vera með þér, elskan. Hvíl í friði. Þín dóttir Ingibjörg. Fagmaður fram í fingurgóma eru orð sem eiga vel við um föður minn sem fallinn er nú frá. Öll hans verk bera vandvirkni hans merki og aldr- ei var kastað til hendinni, hversu smátt eða stórt sem verkið var. Allt var gert eftir bestu getu og með bestu fáanlegu tækjum og efnivið. Starfaði langt fram yfir löggiltan eldriborgaraaldur og áhugasamur um iðn sína allt til síðasta dags. Áhugasamur um allt það sem und- irrituð tók sér fyrir hendur, í námi og starfi. Aldrei kröfuharður en ávallt sannfærður um að hvert sem verkefnið var þá yrði það leyst vel af hendi. Slík trú og hvatning er ómet- anleg. Stoltur afi sem hafði óbilandi trú á barnabörnum sínum í námi og leik. Alltaf til staðar fyrir fjölskyld- una sína, rólegur og traustur. Elsku mamma, missir þinn er sár en minningarnar ótal margar og góðar. Megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Þórey Guðmunda. Elsku afi minn. Það var ekki hægt að fá betri afa en afa Gumma. Að muna eft- ir brosinu þínu bætir daginn og huggar tómt hjarta. Að vita að þú ert kominn á betri stað þar sem þér líður vel bætir upp fyr- ir missinn. Þín verður sárt saknað en vel minnst. Fel þú, Guð, í faðminn þinn, fúslega hann afa minn. Ljáðu honum ljósið bjarta, lofaðu hann af öllu hjarta. Leggðu yfir hann blessun þína, berðu honum kveðju mína. (L.E.K.) Maríanna. HINSTA KVEÐJA Fleiri minningargreinar um Guð- mund Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.