Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ✝ Friðrik Péturssonfæddist í Skjald- arbjarnarvík á Ströndum 9. apríl 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júlí sl. Hann var sonur hjónanna Sigríðar El- ínar Jónsdóttur hús- móður, f. 10 nóv- ember 1893, d. 30. mars 1984, og Péturs Friðrikssonar bónda, f. 18. júní 1887, d. 9. september 1979. Systkini Friðriks voru Guðmundur, f. 26. febrúar 1917, d. 16. maí 1960, Guðbjörg, f. 28. mars 1920, Jóhann- es, f. 3. ágúst 1922, d. 5. september 2000, Matthías, f. 22. ágúst 1926 og Jón, f. 27. janúar 1929, d. 31. októ- ber 1997. Friðrik kvæntist 10. september 1958 Jóhönnu Herdísi Sveinbjörns- dóttur, f. 16. janúar 1929. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Ágúst Ben- ónýsson, múrari og skáld, f. 8. ágúst 1892, d. 31. maí 1965, og Hindrika Júlía Helgadóttir, húsmóðir, f. 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968. kennaraprófi árið 1948. Síðar lauk hann sérkennaraprófi frá Kenn- araháskóla Íslands árið 1969. Frið- rik kenndi mörg ár í Vestmann- eyjum en flutti til Kópavogs árið 1968 og starfaði eftir það m.a. við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit, Breiðholtsskóla og Þinghólsskóla, en lengst af sem sérkennari við Snælandsskóla í Kópavogi. Um skeið var hann formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Vest- mannaeyjum. Síðar starfaði hann með Skógræktarfélagi Kópavogs um árabil, þar sem hann veitti um tíma forstöðu skógræktarstöðinni Svörtuskógum og sá um skógrækt í landi skógræktarfélagsins í Kjós í Hvalfirði. Á sumrin gegndi Friðrik ýmsum störfum, t.d. vann hann á námsárunum í síldarverksmiðjunni á Ingólfsfirði og í Vestmannaeyjum var hann m.a. til sjós, vann í Spari- sjóðnum og vann við stækkun flug- vallarins. Í Kópavogi fór drjúgur hluti sumranna í skógrækt og á tímabili gerði hann þaðan út trillu. Á síðari árum ritaði hann nokkrar greinar um lífið í Skjaldarbjarnar- vík á æskuárunum. Þær hafa m.a. birst í Strandapóstinum og verið lesnar í útvarpi. Friðrik verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 15. Sonur þeirra er Rík- harður Helgi Frið- riksson, tónlist- armaður, f. 5. nóvember 1960, unn- usta Eygló Harð- ardóttir myndlist- armaður, f. 24. apríl 1964. Börn hans af fyrra sambandi við Svanhildi Bogadóttur, borgarskjalavörð, f. 27. nóvember 1962, eru Jóhanna Vigdís, f. 8. ágúst 1991, og Krist- ín Helga, f. 14. mars 1993, báðar menntaskólanemar. Barn Friðriks af fyrra sambandi er Rósa Friðriksdóttir, hjúkr- unarfræðingur, f. 15. desember 1957. Móðir hennar var Áslaug Jónsdóttir, f. 1926, d. 2007, og dóttir hennar er Guðrún María Pálsdóttir, f. 1. júní 1990. Friðrik ólst upp í Skjaldarbjarn- arvík á Ströndum og síðar á Reykj- arfirði. Að loknu námi við Barna- skólann á Finnbogastöðum í Trékyllisvík og Héraðsskólann að Reykholti í Borgarfirði fór hann í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan Það tekur á að skrifa eftirmæli um mann sem var svona stór hluti lífs míns. Sama hvar er gripið niður, þá var hann aldrei langt í burtu. Pabbi var yfirleitt ekki áberandi, en þegar á þurfti að halda var hann alltaf til staðar. Hann var kletturinn sem allt- af var hægt að treysta á, sama hvað það var. Hvað sem gerðist, þá skipti hann aldrei skapi, hvort sem hann gekk fram á mann drukkinn í miðbænum eða þegar ég kveikti í heimasætunni í kjallaranum. Það þurfti meira en þetta til að koma honum úr jafnvægi. Hann var sallarólegur hvað sem gekk á og kom sínum uppeldisboð- skap til skila í fáum orðum. Líklega var þetta lenska frá Ströndunum, a.m.k. voru afi og amma svona líka, bara ennþá orðfærri. Ég man ekki til að hafa nokkurn tíma verið skamm- aður eða mér refsað. Pabbi hafði annan hátt á og notaði jákvæða styrkingu í uppeldinu frekar en nei- kvætt niðurrif. Pabbi var alltaf sami kennarinn. Þó honum hafi ekki líkað eitthvað, þá setti hann sig ekki beint á móti því, heldur gaf leiðbeiningar. Þannig gat hann ekki alveg tekið þegjandi þeirri ákvörðun minni að verða tónlistar- maður. Því gaf hann mér það klass- íska ráð að afla mér annarrar mennt- unar til vara. Ég fór eftir því ráði og sé ekki eftir því, vegna þess að sú menntun gerði mig ekki bara að betri manneskju, heldur hefur hún gagnast mér ótrúlega vel í lífi og starfi, nokkuð sem hafði ekki hvarfl- að að mér á sínum tíma. Hann hefur sannarlega lifað tím- ana tvenna og í raun ótrúlegt að hann hafi getað komist klakklaust í gegnum þær gríðarlegu breytingar sem hann lifði. Fyrstu árin bjó pabbi í torfbæ í Skjaldarbjarnarvík við að- stæður sem höfðu lítið breyst öldum saman. Nútíminn hélt svo innreið sína með síldarverksmiðjum og seinna tölvum og alheimsvæðingu. Þjóðfélagið sem hann kvaddi hafði þróast um margar aldir frá þjóð- félaginu sem hann fæddist í. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann gat lagað sig að þessum breytingum. Sérstaklega var þetta áberandi þeg- ar hann kom að heimsækja mig er- lendis. Hann fór fljótt allra sinna ferða hjálparlaust í New York. Ekki var þó langt í Strandamanninn því uppáhaldsstaðurinn hans var Cent- ral Park og þangað fór hann á hverj- um degi að njóta náttúrunnar. Pabbi var mikill náttúruunnandi, líklega vegna uppvaxtaráranna í harðri náttúru á Ströndum. Þegar við fórum í frí þá var það alltaf á vit íslenskrar náttúru – oftar en ekki á Strandirnar, auðvitað. Síðar ferðað- ist hann í gegnum mig, skoðaði myndir og fylgdist með símleiðis, skipti þar engu máli hvort staðurinn hét Kuala Lumpur eða Gjögur. Þeg- ar farið var um Strandir fékk maður svo náttúrulega lifandi leiðsögn í gegnum símann. Kletturinn er far- inn og eftir situr mikið tómarúm, ekki síst hjá mömmu, því hann var stóri kletturinn hennar, bakhjarlinn mikli sem var alltaf nálægur. Þetta verður erfitt líf án hans. Við sem eft- ir sitjum, reynum að taka okkur hann til fyrirmyndar: bera harm okkar í hljóði og takast á við framtíð- ina með hljóðri yfirvegun. Það hefði verið hans stíll. Pabbi verður áfram með okkur í anda. Ríkharður H. Friðriksson. Friðrik afi minn hefur alltaf verið stór hluti í lífi mínu og á ég ynd- islegar minningar um hann alveg frá því ég man eftir mér. Afi var frábær kennari og kenndi mér margt sem mun gagnast mér í gegnum lífið. Meðal annars kenndi hann mér að tefla og leysa kross- gátur og njóta þess. Það er alltaf ánægjulegt að koma á heimili afa og ömmu á Borgarholts- braut. Afi fór strax út í bakarí og keypti handa okkur það sem við vild- um. Síðan var lagað kókó og við drukkum saman við eldhúsborðið við notalegheit og spjall. Afa og amma fóru með okkur upp í Heiðmörk alveg frá því við vorum litlar. Við fórum í gönguferðir, nut- um náttúrunnar og borðuðum nesti. Þetta voru unaðslegar stundir. Afi þekkti svæðið mjög vel og gat frætt okkur um allar plöntur. Hann var líka áhugasamur um skógrækt og naut þess að ganga um stígana. Afi var ótrúlega fróðleiksfús og hafði áhuga á að kynna sér nýja hluti. Mér er t.d. minnisstætt hvað hann var áhugasamur með nýju líf- fræðibókina mína. Hann vildi heyra um allt sem við vorum að gera og sýndi því áhuga sem við vorum að fást við hverju sinni. Ég á ekkert nema yndislegar minningar um afa. Þótt hann sé far- inn frá okkur, þá verður hann áfram í hjarta mínu og ég mun alltaf muna eftir elskulegum afa mínum. Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir. Ég vil með þessum orðum minnast fyrrverandi tengdaföður míns, Frið- riks Péturssonar, sem lést 28. júlí sl. Kynni okkar Friðriks ná aftur til ársins 1982 þegar ég kynntist Rík- harði syni hans og frá upphafi tóku bæði Friðrik og Jóhanna kona hans innilega við mér í fjölskyldu þeirra. Friðrik var á þeim tíma sérkennari við Snælandsskóla en hann hafði bú- ið í Kópavogi með fjölskyldu sinni frá 1968. Hann var kennari af brennandi áhuga og fylgist vel með straumum og stefnum í faginu. Friðrik var fróðleiksfús og átti gott með mannleg samskipti. Hann tefldi mikið og hafði keppnisskap. Hann las sömuleiðis mikið, bæði fræðibækur og fagurbókmenntir, kunni mikið af ljóðum og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Náttúran var Friðriki hugleikin, hvort sem það var að ganga á fjöll eða um Heiðmörk og hann þekkti flestar fugla- og plöntutegundir. Hann var frár á fæti og hafði yngra fólk ekki roð við honum allt fram á áttræðisaldur. Hann var áhugasam- ur um skógrækt og starfaði mörg sumur sem forstöðumaður Skóg- ræktar Kópavogs í Fífuhvammi. Friðrik naut þess ekki síður að vera úti á sjó og á efri árum keypti hann trillu og reri mörg sumur frá Kópa- vogshöfn. Ég kynntist síðan annarri hlið á Friðriki þegar við Rikki eignuðumst dætur okkar Jóhönnu Vigdísi og Kristínu Helgu. Þá varð hann okkur algjör stoð og stytta. Á þeim tíma var ekki hægt að koma börnum inn í leikskóla fyrr en við þriggja ára ald- ur. Hann og Hanna tóku að sér að passa, fyrst Jóhönnu og síðar Krist- ínu, allt þar til þær byrjuðu í leik- skóla. Hann var ótrúlega þolinmóður við þær og kenndi þeim þá og síðar margt sem þær munu búa að alla ævi. Svo beið hann spenntur eftir að þær yrðu nægjanlega gamlar til að læra mannganginn og tefla við sig. Maður velti oft fyrir sér æsku Friðriks og hvernig hún mótaði hann sem einstakling. Hann var fæddur í Skjaldarbjarnarvík á Vestfjörðum sem er/var einungis hægt að komast til á báti eða fótgangandi yfir fjöll og flutti síðar í Reykjafjörð á Strönd- um. Það þurfti mikinn kjark og stuðning frá fjölskyldu til að rífa sig upp og fara menntaveginn til Reykjavíkur og ljúka þar kennara- námi og síðar framhaldsnámi í sér- kennslufræðum. Friðrik hefur örugglega verið góður námsmaður og eljusamur eins og síðar í lífinu. Kannski hafa það verið áhrif frá upp- vaxtarárunum sem gerðu hann svo þolinmóðan og oft fastan fyrir eins og klett. Eitt síðasta skiptið sem ég hitti Friðrik var á Borgarspítala fjórum dögum áður en hann lést. Það var af honum dregið líkamlega en hann fylgdist vel með öllu sem við sögðum. Ógleymanlegt er brosið sem færðist yfir andlit hans þegar ég lýsti útsýni yfir á Vestfirði frá Snæfellsnesi og stórkostlegri litadýrð sólarlagsins þar helgina áður. Ég vil að lokum kveðja Friðrik með söknuði og þakka honum fyrir allt gott í þessi 27 ár. Hann átti langa ævi sem hann getur verið stoltur af og reyndist fólkinu í kring um sig vel. Ég færi Hönnu, Rikka og Eygló, Jóhönnu og Kristínu og öðrum ást- vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Svanhildur Bogadóttir. Meira: mbl.is/minningar Friðrik Pétursson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN KRISTÓFERSSON, Hornbrekku, Ólafsfirði, áður til heimilis Silfurteigi 4, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Erla Sigrún Björgvinsdóttir, Helgi Reynir Björgvinsson, Hanna Níelsdóttir, Gunnar Smári Björgvinsson, Margrét Brynjólfsdóttir og afabörnin. ✝ Ástkær faðir minn, JÓN E. B. GUÐMUNDSSON flugvélstjóri og flugmaður, andaðist á heimili okkar í Flórída mánudaginn 3. ágúst. Larissa Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓSKAR FRANK GUÐMUNDSSON skipasmíðameistari, áður til heimilis Grundarvegi 13, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn 12. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Dagbjört Þórðardóttir, Hörður Óskarsson, Margrét Óskarsdóttir, Rúnar R. Woods, Guðmundur Óskarsson, Hrafnhildur Svavarsdóttir, Þórður Óskarsson, Auður Óskarsdóttir, Sverrir Sverrisson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR ÞÓRIR ODDSSON málari, lést miðvikudaginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðis- stofnunar Hvammstanga. Vilhelm V. Guðbjartsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Ólöf María Guðbjartsdóttir, Jónas Pétur Sigurðsson, Svanur Guðbjartsson, Ólöf Magnúsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Patiwat Dipien, Guðrún Guðbjartsdóttir, Benedikt Bjarni Albertsson, Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar Benediktsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurður Stefán Jónsson, Birna Guðbjartsdóttir, Sölvi Rúnar Sólbergsson, Bára Guðbjartsdóttir, Jón Haukdal Kristjánsson, Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir, Örn Guðjónsson, Sigurósk Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA G. JÓHANNSDÓTTIR, Breiðuvík 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 3. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar fyrir góða umönnun og hlýhug. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Símonarson, Helena Jónsdóttir, Maríanna Olsen, Gísli Birgir Olsen, Helena Björk, Símon Haukur, Jón Gunnar, Guðbjörg Eva, Tristan Breki.  Fleiri minningargreinar um Frið- rik Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.