Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hagaflöt 9, Akranesi. Davíð Guðlaugsson, Guðmundur Rúnar Davíðsson, Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Davíðsson, Hólmfríður D. Guðmundsdóttir, Harpa Hrönn Davíðsdóttir, Búi Gíslason og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR, áður Dalbraut 18, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 11. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Árni Arnþórsson, Óskar Már Ásmundsson, Þráinn Ásmundsson, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU M. PETERSEN. Birna Jónsdóttir, Jóhann R. Björgvinsson, Sigurður Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Leó G. Torfason, Hans Pétur Jónsson, Alda Björk Sigurðardóttir, Guðrún M. Jónsdóttir, Hörður Ragnarsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS BÖÐVAR SVEINSSON framkvæmdastjóri, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Ingibjörg Matthíasdóttir frá Vík, Ólafur Matthíasson, Helga Káradóttir, Magnús Matthíasson, Ragna Jóna Sigurjónsdóttir, Birgitta Lára Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Rósa AðalheiðurGeorgsdóttir fæddist á Patreks- firði 26. febrúar 1919. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík, fimmtu- daginn 6. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Georg Grundfjörð Jónasson frá Hömr- um í Grundarfirði, f. 7. ágúst 1884, d. 4. júní 1962 og Guð- finna Bjarnadóttir frá Haga í Staðarsveit, f. 31. maí 1900, d. 24. október 1984. Þau eignuðust 14 börn og var Rósa Að- alheiður þeirra næstelst. Fyrir átti Georg eina dóttur. Rósa Aðalheiður eignaðist sex börn, fimm dætur og einn son, þau Sigríði Guðmundsdóttur, f. 13. apr- íl 1939, Kristínu Kjartansdóttur, f. 5. ágúst 1945, d. 3. maí 1947, Kristínu Björgu Kjartansdóttur, f. 6. júlí 1948, Jón Kjartansson, f. 25. september 1949, d. 5. júlí 2000, Ástríði Pétursdóttur Thorarensen, f. 31. júlí 1954 og Önnu Maríu Pétursdóttur, f. 19. janúar 1962. Afkomendur Rósu Aðalheiðar eru nú 47. Rósa Aðaheiður gekk í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lærði þar m.a. fata- saum. Sem ung kona vann hún við sauma og var mikil hag- leikskona. Seinni hluta ævinnar var hún heimavinn- andi húsmóðir ásamt því að taka þátt í ýmsum góðgerðarmálum. Rósa Aðalheiður studdi ýmiss líkn- arfélög og var ávallt mjög umhug- að um þá sem minna mega sín. Hún stofnaði m.a. Kærleikssjóð Sogns árið 2004. Rósa Aðaheiður verður jarð- sungin frá Áskirkju í dag, föstu- daginn 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Hún mamma okkar var skemmti- legasta manneskja sem við þekkt- um og hún gat líka verið erfiðasta manneskja sem við þekktum. Ein- hvern veginn var hún mamma þetta allt. Það skemmtilegasta sem við systurnar og börnin okkar gerðum var að fara með mömmu í ferðir um landið. Hún elskaði land- ið sitt og naut þess að fara í stuttar ferðir með teppi og nesti, finna laut nálægt læk, umkringda birki- hríslum, sitja þar og teyga að sér gróðurilminn og hlusta á söng fuglanna. Við skemmtum okkur konunglega í þessum ferðum og hún naut þess að lýsa því sem fyrir augu bar og í bílnum áttum við margar og góðar söngstundir því mamma var mikil söngmanneskja. Við systurnar höfðum það fyrir reglu seinni árin að fara með mömmu einu sinni á sumri að Hlíð í Grafningi þar sem hún ólst upp og oftar en ekki fór eitthvert ömmubarnanna með. Mamma elsk- aði sveitina sína og naut þess að rifja upp uppvaxtarárin. Eitt það besta sem hún vissi var að leggjast í lyngið. Þá sagði hún gjarnan „komiði stelpur og finnið kraftinn frá jörðinni“ og hló dátt eins og henni einni var lagið. Mamma var af þeirri kynslóð Íslendinga sem mundi tímanna tvenna í baráttu ís- lensku þjóðarinnar. Hún var sjálf alin upp í torfbæ og talaði oft um að sennilega væri hún ein af fáum eftirlifandi Íslendingum sem kynni að baka og elda á hlóðum. Hún mamma var með heiðarleg- ustu manneskjum sem við vissum um, kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd og ávallt reiðubúin að ráðleggja og hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Hún fann alltaf eitthvað til að þakka og gleðjast yfir og var hafsjór af þekkingu um menn og málefni. Mamma hafði ráð undir rifi hverju, gafst ekki upp og var afar fylgin sér. Eitt af því sem við lærðum af henni var að maður gefst ekki upp þó að á móti blási og þó að ein leið lokist má ávallt finna aðra og þá jafnvel betri. Hún naut þess að ræða ættartengsl við þá sem hún hitti og hafði afar ákveðnar skoðanir á flestu. Mamma var eina manneskjan sem við vitum um sem gat bæði grátið og talað í einu og hún mamma grét oft, hún átti um svo margt sárt að binda. Ævin hennar hafði ekki ver- ið auðveld og mamma kunni að gráta, hlæja og segja frá, allt í senn. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar eigum eftir að sakna hennar mömmu eða ömmu Rósu eins og börnin okkar kölluðu hana, en söknuður okkar er ljúfsár því mamma var orðin þreytt á sál og líkama og vildi fara að hitta frels- ara sinn. Skarð er höggvið í sam- verustundir fjölskyldunnar, lautar- ferðir og jólaboð og við kveðjum hana með þökk fyrir allt það góða sem hún skildi eftir hjá okkur. Guð blessi minningu hennar. Ásta, Anna María og fjöl- skyldur. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir  Fleiri minningargreinar um Rósu Aðalheiði Georgsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elísabet JóhannaSigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 12. desember 1944. Hún lést á Grens- ásdeild Landspítalans hinn 27. desember 2005 og var jarð- sungin frá Bústaðakirkju 4. janúar 2006. Meira: mbl.is/minningar Elísabet Jóhanna Sig- urbjörnsdóttir Minningar á mbl.is ✝ Sigurlaug Sigurð-ardóttir fæddist á Vigdísarstöðum í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu 4. febrúar 1919. Hún lést á Vífilsstöðum 8. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Sig- urður Bjarnason, f. 1. janúar 1880, d. 29. desember 1940, og Ingibjörg Daníels- dóttir, f. 19. nóv- ember 1879, d. 11. október 1970. Systk- ini Sigurlaugar voru Frímann, f. 1903, d. 1979, Sigríður, f. 1905, d. 1998. Margrét, f. 1906, d. 2001, Bjarni, f. 1910, d. 1998, Hólm- fríður, f. 1914, d. 2002, og Kristín, f. 1917, d. 1940. Sigurlaug ólst upp á Vigdísarstöðum, en flutti til Reykjavíkur 16 ára gömul. Sig- urlaug vann við ýmis störf fram eftir aldri. Upp úr 1970 tók ásamt öðrum að sér rekstur Gufubaðstofunnar á Hótel Sögu, sem hún síðan rak fram til 1987. Sigurlaug giftist 19. maí 1946 Jón Pálssyni póstfulltrúa frá Sauðanesi í Aust- ur-Húnavatnssýslu, f. 28. september 1914, d. 1985. Þau bjuggu lengst af í Einarsnesi 64 í Reykjavík. Frá árinu 2004 naut Sig- urlaug góðrar að- hlynningar á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum. Sonur Jóns og Sig- urlaugar er Páll Árni, f. 1950, kvæntur Ásdísi Björgvinsdóttur, f. 1953. Þau eiga tvö börn, Jón Helga, f. 1976, í sambúð með Lilju Garðarsdóttur, f. 1980, og Krist- björgu, f. 1983. Útför Sigurlaugar fer fram frá Neskirkju í dag, 14. ágúst, kl. 11. Ung stúlka kemur og sækir kær- astann í fyrsta sinn, lítur inn um gluggann og sér granna og fínlega konu, klædda eftir nýjustu tísku. „Ég sá systur þína vera að kíkja,“ segi ég. „Ég á enga systur,“ svarar kærast- inn. Já, þetta var tilvonandi tengda- móðir mín, alltaf klædd eftir nýjustu tísku þegar hún var komin úr nudd- klæðunum. Ég man enn hvernig hún var klædd þarna við gluggann. Hún hugsaði alltaf vel um útlitið og hár- lagningin var fastur liður einu sinni í viku. Sigurlaug, eða Lauga eins og nánir vinir og ættingjar kölluðu hana, var lágvaxin og grönn kona, en hún var sterk og karakterinn var ekki síð- ur sterkur. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa þeim sem áttu við veik- indi eða aðra erfiðleika að stríða, sama hvenær sólarhringsins var, sendi jafnvel ónafngreind peninga- umslög til þeirra sem áttu í erfiðleik- um. Nuddið var hennar líf og yndi og stundaði hún það á meðan hún gat staðið. Hún lærði nudd á nuddstofu Jónasar og rak síðan Gufubaðsstof- una á Hótel Sögu í allmörg ár eða fram til 1987, fyrst í samstarfi með öðrum en síðar ein. Eftir að hún hætti rekstrinum kom hún upp nuddstofu heima þar sem hún tók á móti vinum sínum ef svo bar undir. En heilsan fór versnandi og í maí 2003 var hún lögð inn á spítala og átti ekki afturkvæmt heim í húsið sitt í Einarsnesinu sem hún unni svo mjög. Síðar lá leiðin á Vífilsstaði, sem þá var nýlega orðið, hjúkrunarheimili, þar sem hún dvaldi fram til síðasta dags og naut góðrar aðhlynningar alveg frábærs starfs- fólks. Ferðirnar okkar norður í sum- arbústaðinn urðu margar og mikið gróðursett. Þá fannst Laugu gott að láta stjana við sig uppi í efri kojunni í gamla húsinu eftir annasama viku á nuddstofunni. Hún lét reisa minnis- varða um skógrækt Jóns, mannsins síns, í skógræktargirðingunni í landi Sauðaness í Austur-Húnavatnssýslu, en það var líf og yndi Jóns að gróð- ursetja og koma upp skógi sem við fjölskyldan njótum nú góðs af. Lauga var barnabörnunum tveim góð amma og átti alltaf eitthvað gott í munninn, þótt það væri að vísu ekki uppáhaldið hennar að standa við eldavélina. En hún átti samt auðvelt með að töfra fram kræsingar ef svo bar undir. Sigurlaugu var margt til lista lagt og var í Myndlistaskólanum á yngri árum. Hún stundaði þó ekki listina fyrr en seinna en þá fór hún að mála á postulín. Framleiðslan var ekki lítil, plattar, vasar, bollar og margt fleira. Það útheimti ótrúlega orku að nudda alla daga og fara síðan flesta laug- ardaga að mála. Það lýsir því hve atorkusöm hún var, og kannski var sú mikla atorka að einhverju leyti ann- ars staðar frá því eitthvað dulrænt hafði hún í kringum sig. Elsku Lauga, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Ásdís. Núna er komið að kveðjustund, á svona tímum er svo margt sem mann langar að segja en fátt er um orð. Frá því að ég byrjaði að muna eftir mér bjó amma Lauga ein í þessu stóra húsi við Einarsnesið. Ég var stundum í pössun hjá henni og þótti mér það ekki leiðinlegt. Það var alltaf spennandi að hlaupa niður í eldhús þegar maður heyrði að flugvél væri að lenda eða taka á loft. Oftar en ekki sat ég líka undir nuddbekknum á meðan amma var að nudda kúnnana og lék mér að einhverju gömlu dóti. Stundum fékk ég líka að leika í snyrtidótinu hennar sem var auðvit- að mjög spennandi þar sem hún átti hún alls kyns krukkur og túpur. Það sem ég man einna helst eftir í húsinu við Einarsnesið er laufabrauðsbakst- urinn, einn mikilvægasti hlutinn af jólunum. Þetta var alltaf gert heima hjá ömmu Laugu. Þrátt fyrir að í seinni tíð hafi þetta flust úr Einars- nesinu finnst mér þetta alltaf vera tenging við ömmu. Það er ekki erfitt að viðurkenna að amma Lauga hafi dekrað við okkur systkinin. Það virtist að aldrei ætti að spara þegar kom að gjöfum, líklega hefur það eitthvað haft með það að gera að við vorum bara tvö barna- börnin. En hún var alltaf rausnarleg þegar kom að því að gefa. Amma Lauga var mjög mikill karakter og maður heyrði það frá fleirum. Með tímanum varð hún meiri og meiri prinsessa, enda af konungsættum eins og sagt hefur verið. Hún elskaði að láta stjana við sig en það gat stundum verið erfitt að neita henni um það. Eitt af því sem hún þráði mest var að ég flytti loksins heim en hún spurði mig oft þegar ég kom í heimsókn hvenær ég kæmi heim. Henni leist ekkert á að ég væri að hanga of lengi í Svíþjóð. Ósk sína fékk hún uppfyllta í vetur en það hafði tekið lengri tíma en áætlað var að uppfylla þessa ósk hennar. Það var gott að geta glatt hana með þeim fréttum að ég væri flutt heim en hún virtist mjög ánægð. Amma hafði alltaf sterkar skoð- annir, alveg fram í það síðasta. Ég vona, þrátt fyrir að ég hafi ekki alltaf gert eins og hún hefði viljað, að hún samþykki niðurstöðuna. Elsku amma, ég vona að þú hafir það gott. Kristbjörg. Sigurlaug Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Sig- urlaugu Sigurðardóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.