Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 8 2 3 7 6 8 9 2 4 5 4 3 8 5 7 8 6 5 7 9 3 8 4 8 9 1 6 8 5 7 9 2 6 2 1 1 2 5 8 7 4 4 5 9 8 7 9 3 8 2 9 5 5 6 8 1 5 2 6 9 4 7 5 8 4 9 3 8 9 1 6 2 7 3 1 8 9 5 4 6 9 4 1 5 3 6 7 8 2 5 6 8 2 7 4 9 1 3 7 1 6 3 5 2 4 9 8 8 5 9 6 4 7 3 2 1 4 3 2 8 9 1 6 5 7 6 8 4 9 2 3 1 7 5 3 9 5 7 1 8 2 6 4 1 2 7 4 6 5 8 3 9 6 1 4 5 7 9 3 2 8 8 5 2 3 4 6 7 1 9 3 7 9 8 2 1 6 5 4 1 8 6 4 3 7 5 9 2 2 4 7 9 1 5 8 3 6 9 3 5 6 8 2 1 4 7 7 9 3 1 6 4 2 8 5 4 6 1 2 5 8 9 7 3 5 2 8 7 9 3 4 6 1 7 2 9 1 5 6 4 8 3 8 1 4 9 3 7 2 5 6 6 5 3 4 2 8 7 1 9 3 4 1 6 8 9 5 7 2 5 8 6 7 1 2 3 9 4 2 9 7 5 4 3 8 6 1 1 7 5 3 6 4 9 2 8 9 3 8 2 7 1 6 4 5 4 6 2 8 9 5 1 3 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er föstudagur 14. ágúst, 226. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13.) Sigurður Þ. Ragnarsson veður-fræðingur á Stöð 2 eða Siggi stormur eins og hann er kallaður á hrós skilið fyrir að vekja athygli á dæmalausri þjónustu tannlækna á höfuðborgarsvæðinu á frídegi verslunarmanna. x x x Ég lít ekki lengur á tannlæknasem lækna,“ var haft eftir veðurfræðingnum í DV í vikunni. „Þetta eru bara viðgerðarmenn sem vinna bara þegar þeim hentar. Eini munurinn á þessum viðgerðar- mönnum og til að mynda bílavið- gerðarmönnum er að það er vakt all- an sólarhringinn hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Ég hefði getað látið laga bílinn þarna um nóttina en fékk ekki aðstoð fyrir barnið mitt.“ x x x Tildrög málsins eru þau að 10 árasonurinn fékk heiftarlega tann- pínu og þegar leitað var eftir aðstoð var hana hvergi að fá. Neyðarþjón- usta tannlækna var nafnið eitt og ekki boðið upp á tannlæknaþjónustu á slysadeild Landspítalans. Ekki heldur á læknavaktinni í Kópavogi og ekki hvarflaði að fjölskyldutann- lækninum að slíta sig frá sólbaði til að aðstoða. Svo fór að Sigurður skar sjálfur á meinið til að lina þjáningar sonarins. x x x Tannlæknafélag Íslands og tann-læknadeild Háskóla Íslands buðu börnum og unglingum ókeypis tannlæknaþjónustu fjóra laugardaga í vor. Þá kom fram að þegar þrengdi að fjárhagnum sparaði fólk gjarnan við sig tannviðgerðir og eftirlit. Í til- kynningu kom fram að stjórnvöld hafi dregið stórlega úr þátttöku í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasti hætta á tannskemmdum og vanlíðan. x x x Er ekki eitthvað að þegar enginntannlæknir er á vakt á höf- uðborgarsvæðinu eða eru þetta bara viðgerðarmenn sem hafa engar sið- ferðislegar skyldur og vinna aðeins þegar þeim hentar? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hengingaról, 4 spakur, 7 afhendi, 8 meðulin, 9 dýrbít, 11 hluta, 13 reykir, 14 grunar, 15 einlægni, 17 snjólaust, 20 fálm, 22 hnikar, 23 viðurkennir, 24 flokk, 25 náskyldar. Lóðrétt | 1 uppgerð- arveiki, 2 endurtekið, 3 fæðir, 4 grunnflötur, 5 asna, 6 stelur, 10 skora á, 12 nöldur, 13 gruna, 15 þoli, 16 ósætti, 18 kvendýrið, 19 hreinar, 20 klifur, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kindarleg, 8 vinnu, 9 móður, 10 nes, 11 rjúka, 13 arinn, 15 svöng, 18 skúra, 21 ryk, 22 ruddi, 23 eilíf, 24 hrikalegt. Lóðrétt: 2 innbú, 3 druna, 4 romsa, 5 eyðni, 6 sver, 7 hrun, 12 kyn, 14 rík, 15 sori, 16 öldur, 17 grikk, 18 skell, 19 útlæg, 20 alfa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rc3 d6 6. Dd2 g5 7. Rf3 g4 8. Rg1 h5 9. f4 Bh6 10. g3 Rc6 11. O-O-O Bd7 12. Df2 h4 13. Kb1 Bg7 14. e5 dxe5 15. Re4 De7 16. dxe5 O-O-O 17. Re2 Kb8 18. R2c3 Db4 19. Be2 hxg3 20. hxg3 Hxh1 21. Hxh1 Bc8 22. Hd1 Hg8 23. a3 Df8 24. Rb5 f5 25. Rec3 Hh8 26. Rd4 Rxd4 27. Dxd4 a6 28. Df2 De7 29. Bf1 Bf8 30. Bg2 Dc5 31. Dd2 Be7 32. De2 Hh2 33. Df1 Da5 34. Hd3 Db6 35. Ka2 c6 36. Ra4 Db5 37. Rc3 Dc4+ 38. b3 Dc5 39. b4 Dc4+ 40. Kb2 a5 41. Dg1 axb4 42. Dxh2 bxc3+ 43. Hxc3 Dd4 44. Kb3 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Alþjóðlegi meist- arinn Bragi Þorfinnsson (2.377) hafði svart gegn Preben Dahlberg (2.088). 44. …Bxa3! og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Oddur baldni. Norður ♠108 ♥632 ♦DG1065 ♣Á106 Vestur Austur ♠Á7642 ♠DG53 ♥754 ♥D1098 ♦K2 ♦73 ♣753 ♣DG4 Suður ♠K9 ♥ÁKG ♦Á984 ♣K982 Suður spilar 3G. Ein er sú varnarregla sem á mis- jöfnu fylgi að fagna meðal keppnisspil- ara, kölluð „oddball“ af Terence Reese. Íslenskir spilarar gætu talað um „Odd inn baldna“. Spil dagsins er úr Spin- gold-leik Jacobs og Schermer. Þrjú grönd voru spiluð á báðum borðum eft- ir lokaðar sagnir og útspilið var smár spaði á gosa austurs og kóng suðurs. Sagnhafi spilaði laufi á ás og tók mis- heppnaða tígulsvíningu. Nú skipti ann- ar vesturspilarinn yfir í hjarta, en hinn hitti á að spila spaða. Hvernig kemur „oddball“ hér við sögu? Ef til vill þannig: Samkvæmt reglunni sýnir há fylgja í lit sagnhafa í slag tvö áhuga í útspilslitnum. Hvor- ugur austurmaðurinn tímdi laufgos- anum (skiljanlega) og því túlkaði annar vesturspilarinn ♦7 síðar kom sem hjartakall (og ♣4 sem spaðafrávísun). (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér hefur vegnað vel og mátt því svo sannarlega gleðjast yfir árangrinum með þínum nánustu vinum. Mundu að lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú vinnur jafnt og staðfastlega að einhverju bakvið tjöldin og aðrir kunna vel að meta framtak þitt. Hafðu það hug- fast og gefðu þér tíma til þess að sinna hugðarefnum þínum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú finnur fyrir einhverjum draugagangi í kringum þig og ættir að ræða málið við náinn vin. Reyndu að láta aðra um eins mikið og hægt er og sinntu sjálfur bara því stóra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlut- ir séu á hreinu. Rómantískar tilhneig- ingar þínar eru hins vegar ekki byggðar á raunsæi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það eru fyrst og fremst fjármálin sem þú þarft að gefa gætur þessa dag- ana. Næsta mánuðinn munu samstarfs- félagarnir sýna þér mikinn stuðning. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt ekki að reka á eftir málum, nema þú sért tilbúinn til að hlusta á lykt- ir þeirra. Partí, daður, vetrarleyfi og þátttaka í uppákomum mun veita þér ánægju. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ekki leyfa rökhugsuninni að afneita fyrirbærum á borð við töfra og heppni. Að lifa vel er listform og þú hefur náð fullkomnum tökum á því. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vertu þolinmóður, að öðrum kosti getur þú skapað meiri ringulreið en þú ræður við. Húrra fyrir litlum hlutum! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Peningavandræði og ágrein- ingur við ástvin koma hugsanlega upp í dag. Haltu þig við heilsuprógrammið, líka þegar aðrir reyna að freista þín. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er hætt við að þú bíðir lægri hlut ef þú reynir að standa uppi í hárinu á þeim sem eru ofar settir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einhverra hluta vegna tekst þér ekki að einbeita þér að því sem máli skiptir. Láttu engan binda þig nauðugan í hlekki vanans. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ef þú ert að skipuleggja langferð gengur þér vel í dag. Sættu þig við það sem þú færð ekki breytt og leggðu þig fram um að auðga líf þitt. Stjörnuspá 14. ágúst 1784 Suðurlandsskjálftar. Miklir landskjálftar urðu þennan dag og tveimur dögum síðar í Ár- nessýslu og Rangárvallasýslu. Hundrað bæir hrundu til grunna, margt fólk var grafið upp úr rústunum og þrír týndu lífi. Þetta eru taldir mestu jarðskjálftar hér á landi, sá stærsti hefur verið áætlaður 7,5 stig. Flest hús í Skálholti skemmdust og í kjöl- farið voru skóli og biskups- stóll fluttir til Reykjavíkur. 14. ágúst 1942 Bandarískar herflugvélar skutu niður þýska sprengju- flugvél sem stefndi til Reykja- víkur. Þetta var fyrsta óvina- flugvélin sem bandarískir hermenn skutu niður yfir Evr- ópu í síðari heimsstyrjöldinni. 14. ágúst 1975 Sverrir Runólfsson lagði slit- lag á vegarkafla á Kjalarnesi með aðferð sem nefnd var blöndun á staðnum. 14. ágúst 1982 Furstahjónin af Mónakó, Grace Kelly og Rainer, komu í heimsókn til Íslands. Tvö börn þeirra, Carolina og Albert, komu með þeim. Grace lést í bílslysi mánuði síðar. 14. ágúst 2000 Rafmagnslaust var í Útvarps- húsinu við Efstaleiti í hálfa klukkustund vegna skemmd- arverks á rafmagnstöflu. Út- sendingar útvarps og sjón- varps féllu niður vegna þess að vararafstöð fór ekki í gang. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „ÞAÐ stendur ekkert sérstakt til í tilefni dagsins, enda er ég ekkert mikið fyrir afmælishald,“ segir Edda Geirsdóttir, grafíklistakona og spákona í hjáverkum, sem í dag verður 55 ára. Rifjar hún upp að hún hafi sem barn alltaf verið í sveit á þess- um tíma árs og allir þar haft nóg að gera við heyannir. Sökum þessa hafa lítið orðið úr hvers kyns afmælisstandi. Edda útilokar ekki að hún grípi spilin í dag eða kíki í kaffibolla til að sjá fyrir afmælisdeginum og hugsanlega munu einhverjir vinir líta í heimsókn í tilefni dagsins í dag. Af eftirminnilegum afmælum í tímans rás nefnir Edda annars vegar fertugsafmæli sitt og hins vegar 26 ára afmæli sitt. Það síðarnefnda stendur upp úr í minningunni þar sem föður- bróðir Eddu var jarðaður á þessum degi og þótti henni það afar erfitt. Fertugsafmælið er hins vegar með ánægjulegri afmælisdögum að sögn Eddu. „Það var í eina skiptið sem afmælissöngurinn var sunginn fyrir mig. Þetta var á sunnudegi og ég hafði farið í messu á vegum Chapel of Light. Að messu lokinni fór ég ásamt messugestum í Nor- ræna húsið þar sem við drukkum kaffi og þau færðu mér blóm og sungu fyrir mig.“ silja@mbl.is Edda Geirsdóttir grafíklistakona 55 ára Ekki mikið fyrir afmælishald Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.