Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 SAFNARARNIR Bragi Guð- laugsson og Sverrir Krist- insson verða með leiðsögn um sýninguna Safn(arar) í Hafnar- borg á sunnudag kl. 15 ásamt sýningarstjóranum Ólöfu K. Sigurðardóttur. Sýningunni lýkur um helgina, en á henni eru valin verk úr listaverkagjöf Sverris Magnússonar og konu hans Ingibjargar Sigurjóns- dóttur til Hafnarborgar og verk úr einkasöfnum Gunnars Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, Braga Guðlaugssonar, Ing- unnar Wernersdóttur og Sverris Kristinssonar. Öll eiga þau áhugaverð listaverk sem mörg eru meðal perla íslenskrar listasögu. Myndlist Leiðsögn safnara í Hafnarborg Ólöf K. Sigurðardóttir RÓMANTÍSKIR tónar munu óma í stofu Nóbelskáldsins á sunnudag kl. 16, þegar Eyjólf- ur Eyjólfsson tenórsöngvari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari flytja Dich- terliebe (Ástir skáldsins), op. 48 eftir Robert Schumann við ljóð Heinrich Heine á Gljúfra- steini. Dichterliebe er einn helsti ljóðaflokkur róman- tískrar sönglistar, ásamt ljóða- flokkum Schuberts, Vetrarferðinni og Malara- stúlkunni fögru. Eyjólfur hefur sungið með nafntoguðum hljómsveitum og píanóleikurum hér heima og erlendis, og Anna Guðný er handhafi ís- lensku tónlistarverðlaunanna í ár. Tónlist Ástir skáldsins á Gljúfrasteini Eyjólfur Eyjólfsson EINN fremsti konsertorg- anisti heims, Susan Landale, leikur á lokatónleikum Al- þjóðlegs orgelsumars í Hall- grímskirkju á sunnudag kl. 17. Landale er skosk að uppruna en er búsett í Frakklandi. Eftir hana liggur fjöldi upptaka sem hlotið hafa mikið lof. Hún er einnig mjög virtur kennari og er nú prófessor við Konung- lega tónlistarháskólann í Lond- on. Susan Landale er reglulegur gestur Al- þjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju og mikill fengur að fá hana hingað til lands. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mendelssohn, Brahms, Samuel S. Wesley og Petr Eben. Tónlist Susan Landale á Orgelsumri Susan Landale Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is DAGSKRÁ Þjóðleikhússins fyrir næsta leikár liggur fyrir. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri segir hrun ís- lensks efnahagslífs í fyrra hafa minnt menn á mikilvægi listarinnar og leikhússins á ólgutímum. „Þjóðleikhúsið frumsýndi Hart í bak eftir Jökul Jakobsson skömmu eftir hrunið, og skyndilega fékk þetta hálfrar aldar gamla verk um áfall í sögu þjóðar, spurningar um sekt og ábyrgð og baráttu einstaklinga við breyttar aðstæður, nýjan og óvæntan slagkraft og rataði beint að hjarta almennings. Hart í bak gekk fyrir fullu húsi allan veturinn. Verkefnaval þessa leikárs endurspeglar að vissu leyti umrótið í samfélaginu. Við sýnum eitt magnaðasta ádeiluverk tuttugustu aldarinnar, Brennuvargana eftir Max Frisch, sígilt verk sem fjallar um breyskleika mannsins og sam- félagslega ábyrgð á bráðfyndinn og magnaðan hátt. Við lítum einnig til fortíðar og leitumst við að varpa ljósi á þann hugarheim og þá hug- myndafræði sem skapar okkur sem þjóð sér- stöðu,“ segir Tinna. Í þeim tilgangi verði svið- sett tvö af öndvegisverkum Halldórs Laxness, þess rithöfundar sem hefur með hvað áhrifa- mestum hætti fjallað um íslenska þjóð, Gerpla í leikgerð Baltasars Kormáks sem verður jólasýn- ingin og Íslandsklukkan í nýrri leikgerð Bene- dikts Erlingssonar. Íslandsklukkan verður af- mælissýning leikhússins, í apríl á næsta ári verða liðin 60 ár frá opnun þess. „Gerpla er hörð ofbeldis- og stríðsádeila og óvægið uppgjör við hetjudýrkun og mikil- mennskuhugmyndir á öllum tímum, meðan Ís- landsklukkan fjallar um þær tilvistarspurningar sem lítil þjóð stendur frammi fyrir. Í því þjóð- félagslega umróti sem við lifum nú eiga þessi stórvirki brýnt erindi við okkur og kalla á að vera skoðuð í nýju samhengi á nýjan hátt,“ segir Tinna. Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors fara með hlutverk helstu kappanna í Gerplu, en Ingvar Sigurðsson fer með hlutverk Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni og Snæfríði Íslandssól leikur nýútskrifuð leikkona, Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Fyrsta frumsýning leikársins verður hins vegar nýtt leikverk eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, Frida … viva la vida, um myndlistarkonuna mexíkósu Fridu Kahlo, og fjölskyldusöngleikurinn sígildi Oliver! verður frumsýndur í febrúar. Hænuungar hverfa Þrjú ný verk verða frumsýnd í Kassanum, nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir, sem Tinna segir bráðfyndið en það fjallar um hvarf nokkurra hænuunga úr frystikistu í sam- eign í fjölbýlishúsi og afleiðingar þess, í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Þá verða sýnd tvö ný- stárleg verk, annars vegar „heimilistækjasirkusinn“ Af ástum manns og hrærivélar, þar sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir og látbragðsleikarinn Kristján Ingimarsson bregða á leik, og hins vegar Völva, þar sem nýjasta tækni í leikhúsi er nýtt til að túlka Völuspá. Tinna segir að boðið verði upp á fjölbreytt úr- val leiksýninga fyrir börn í Kúlunni, m.a. nýtt leikrit um barnabókapersónuna Fíusól og nýtt verk eftir Áslaugu Jónsdóttur, Sindra silfurfisk. Þá verði boðið upp á danssýningu og tónlistar- leikhús fyrir yngstu börnin. Af þeim leikurum sem verða hvað mest áberandi í vetur má nefna Brynhildi Guðjónsdóttur, Ólaf Darra Ólafsson, Eggert Þorleifsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Björn Thors, Örn Árnason, Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, Stefán Hall Stefánsson og Ingvar Sigurðsson. Atli Rafn Sig- urðarson leikstýrir í fyrsta sinn fyrir Þjóðleik- húsið og Kristín Jóhannesdóttir, sem stýrði Ut- an gátta á síðasta leikári (sýningin hlaut sex Grímuverðlaun), stýrir í haust Brennuvörg- unum. Selma Björnsdóttir tekst svo á við söng- leikinnn Oliver! og Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir Fíusól. Aðspurð segist Tinna vera bjartsýn á aðsókn- ina í vetur, þrátt fyrir kreppuna. „Listin á alltaf erindi við okkur, ekki síst á tímum umbrota og óvissu.“ Spurð út í samkeppnina við Borgarleik- húsið svarar hún: „Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið vinna að sameiginlegum markmiðum, að laða sem flesta að leikhúsunum. Að því marki eru þau samherjar og samstarfsaðilar. Vel heppnuð leikhúsferð skilar sér í löngun til að fara oftar og sjá meira.“ Frida... viva la vida Þjóðleikhúsið frumsýnir verk Brynhildar Guðjónsdóttur um Fridu Kahlo. Leiklistin á ólgutímum  Þjóðleikhúsið setur upp tvö verk eftir Laxness í vetur  „Verkefnaval þessa leikárs endurspeglar að vissu leyti umrótið í samfélaginu,“ segir þjóðleikhússtjóri Um áramótin lýkur fimm ára ráðningartíma þjóðleikhússtjóra og hefur Tinna sótt um að halda starfinu út árið 2015. Blaðamaður spurði Tinnu að því hvort hún fyndi fyrir stuðningi við þá umsókn innan Þjóðleikhússins. „Já, ég hef orðið vör við góðan og mikinn stuðning starfsmanna, en það er sjálfsagt ekki einhlítt. Starf og áherslur þjóðleikhússtjóra hljóta alltaf að vera umdeilanlegar, það fylgir. Ég get þó fullyrt að staða þjóðleikhússins er sterk um þessar mundir, við höfum verið að auka að- sóknina og nemur sú aukning um 20% síðast- liðin þrjú ár, reksturinn er í góðu jafnvægi, þrátt fyrir kreppu og niðurskurð og húsið hefur aldrei verið í betra ásigkomulagi.“ Tinna segist hafa lagt megináherslu á að auka og efla starf í þágu barna og ungmenna annars vegar og nýja, innlenda leikritun og nýsköpun hins vegar. Sérstakt barnasvið hafi verið opnað í Kúlunni og boðið upp á sýningar fyrir yngstu gesti leikhússins og leikhúsið staðið fyrir leik- ferðum í framhaldsskóla úti á landi og sam- starfsverkefnum á landsbyggðinni á seinustu þremur árum. Þá sé ríflega helmingur verkefna á dagskrá leikhússins innlend leikrit og leikgerðir en einnig hafi sérstakur höfundasjóður, Prolo- gos, verið stofnaður og þegar verið veitt úr hon- um til sjö höfunda og fimm leiksmiðjuverkefna. „Brátt fer afrakstur þessara styrkja að skila sér upp á leiksvið,“ segir Tinna að lokum. Starf og áherslur þjóðleikhússtjóra alltaf umdeilanlegar NÝ plata þar sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands leikur Sinfóníu nr. 2 eftir franska tónskáldið Vincent d’Indy hlýtur afar lofsamlega dóma í heimspressunni um þessar mundir. Fyrir skömmu var hún valin ein af bestu plötum mánaðarins í tímarit- inu Gramophone, en fyrsta platan í sömu útgáfuröð hljómsveitarinnar hlaut einnig mikið lof og var tilnefnd til Grammy-verðlauna á síðasta ári. Nýja platan fær fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í Musi- cal Opinion og þar segir gagn- rýnandinn að flutningur hinnar „afar góðu“ Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á verkum franska tón- skáldsins sé einkar áhrifamikill. „Greinilegt er að þessi útgáfuröð mun setja ný viðmið þegar kemur að flutningi þessara verka, og tilhlökk- unarefni að hinar sinfóníur tón- skáldsins skuli brátt bætast í hóp- inn,“ segir gagnrýnandinn. Þá hrósar hann sérstaklega upptökunni sem Georg Magnússon tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu stýrði. Litríkur og þróttmikill leikur Í júníhefti BBC Music Magazine fær platan fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandinn, Ro- bert Maycock, segir Sinfóníuhljóm- sveitina leika með björtum tóni og þótt strengjasveitin hefði gjarnan mátt vera stærri einkennist leik- urinn af þrótti og nákvæmni. SÍ fær einnig fjórar stjörnur í breska dag- blaðinu Telegraph, og þar segir Ge- offrey Norris að flutningurinn sé öruggur en einnig sveigjanlegur í hraða og hendingamótun. Þá segir Norris að hljómur sveitarinnar sé einstaklega litríkur og að blæbrigði tónsmíðarinnar komist vel til skila. Í International Record Review skrifar Stephen Pruslin og lofar Ru- mon Gamba sérstaklega fyrir að vita hvernig eigi að láta hljóm tónlistar- innar njóta sín til fulls, og segir að hljómur Sinfóníunnar minni á „mun hlýrri staði en Reykjavík“. Sinfóníuhljómsveitin hljóðritar þriðju plötuna í d’Indy-röðinni nú í september. Sinfó fær stórgóða dóma fyrir d’Indy Hljómsveitarstjórinn Tónlistin nýtur sín til fulls hjá Rumon Gamba. Tinna Gunnlaugsdóttir BANDARÍSKI þjóðlagasöngvar- inn Mike Seeger er látinn. Ásamt Pete bróður sín- um var hann einn áhrifamesti tón- listarmaður bandarískrar þjóðlagatónlistar og hafði gríðar- mikil áhrif á stjörnur þjóðlagabylgj- unnar á 7. áratugnum, eins og Bob Dylan og Joan Baez. Mike Seeger er látinn Mike Seeger ...sem betur fer er margt merkilegra í lífinu en skrautfjöður frá forsetaembættinu. 35 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.