Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.2009, Blaðsíða 33
Menning 33FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA byrjaði allt með því að ég rakst á grein sem fjallaði um það hvernig atvinnuleysi getur ýtt undir heimilisofbeldi,“ segir Sigríður Soffía Níels- dóttir, annar tveggja höfunda dansverksins Fresh Meat sem frumsýnt verður á morgun. Verkið, sem er eftir þær Sigríði og Snædísi Lilju Ingadóttur, var unnið í spuna og var ástandið í þjóðfélaginu í dag helsti innblástur þess. „Við fórum að rannsaka samband gerenda og þolenda í heimilisofbeldi. Við skoðuðum líka stað- reynd á borð við þá að það fólk sem beitir ofbeldi varð oft fyrir ofbeldi í æsku. Við notum það svolít- ið í uppbyggingu verksins.“ Aðspurð segir Sigríður verkið því vissulega nokkuð ofbeldisfullt. „En þó ekki á bókstaflegan hátt, þótt allur und- irtónninn sé mjög þungur. En svo vinnum við með þá staðreynd að heimilisofbeldi er oft mjög falið, þannig að á yfirborðinu virðist oft allt vera í lagi. En það fer ekki framhjá neinum um hvað þetta verk snýst.“ Dómar til hliðsjónar Að sögn Sigríðar gengu þær stöllur svo langt í rannsóknarvinnu sinni að þær skoðuðu dóma sem fallið hafa í tengslum við heimilisofbeldi. „Við vorum aðallega að skoða formið sem dóm- arnir eru birtir í. Það er sem sagt þannig að í hverju máli eru að minnsta kosti fimm lýsingar á sama atburðinum – það er að segja frásögn fórn- arlambsins, gerandans og vitna, auk mjög fag- legra læknaskýrslna, og svo sjálfur dómurinn. Það er mjög áhugavert að lesa það allt saman, enda oft mikið misræmi í því sem er sagt. Í text- um í sýningunni erum við með þessa dóma til hlið- sjónar,“ segir Sigríður og bætir því við að þótt um dansverk sé að ræða kalli þær það „dansskotið leikhúsverk“. Þær Sigríður og Snædís útskrifuðust báðar af dansbraut Listaháskólans nú í vor. Þær vinna verkið í samvinnu við myndlistarmanninn Björk Viggósdóttir sem sér um sjónrænt umhverfi sýn- ingarinnar, en tónlistin og hljóðmyndin er eftir Lydíu Grétarsdóttur. Fresh Meat, sem er hluti af listahátíðinni Art- fart, verður sýnt í Leikhúsbatteríinu (fyrir ofan gamla Organ) og eru sýningar 15., 16. 21. og 22. ágúst kl. 18 alla dagana, en á sunnudaginn, 16. ágúst, verður aukasýning kl. 20. Miðasala er í síma 897-0496 og miðaverð er 1.000 krónur. Dansað í gegnum ofbeldið  Dansverkið Fresh Meat eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Snædísi Lilju Inga- dóttur frumsýnt á Artfart  Tekur á heimilisofbeldi á afar áhrifaríkan hátt Morgunblaðið/Heiddi Skuggalegt „Við fórum að rannsaka samband gerenda og þolenda í heimilisofbeldi,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir um tilurð dansverksins Fresh Meat. www.artfart.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SAGNFRÆÐINGURINN geð- þekki Guðjón Friðriksson vinnur nú hörðum höndum að bók um Kaup- mannahöfn sem höfuðstað Íslend- inga ásamt Jóni Þ. Þór. Guðjón er nú staddur í Kaupinhafn vegna þessa en á þriðjudaginn ákvað hann að sleppa skræðugrúski um stund og skella sér á tónleika – með sjálfri Madonnu. Guðjón fór af stað í hálf- gerðu flippi, skellti sér á hjólhest sinn með stuttum fyrirvara og tryggði sér miða með seinni skip- unum. „Þetta var skyndiákvörðun,“ upp- lýsir Guðjón blaðamann um. „Ég skellti mér bara einn. Ég skemmti mér alveg stórkostlega, þetta var gríðarlegt „sjó“, vídeó, dansarar og fleira. Heilmikil upplifun.“ Guðjón segir að um 40.000 manns hafi verið þarna og hann hafi stuðst við risaskjái til að nema það sem fram fór á sviðinu. „Ég var ein- faldlega forvitinn um þetta, ætli það megi ekki kalla mig laumu- aðdáanda. Ég hef löngum hrifist af söngkonunni, en ekki sem sagn- fræðilegu við- fangsefni eða ein- hverju slíku. Ég sótti tónleikana sem afþreyingu. En ég geri mér vel grein fyrir því að fræðimenn hafa rýnt í feril hennar, enda má segja að hún sé orðin ákveðið fyrirbæri – það má segja að hún sé poppdrottningin með stóru P-i“ Guðjón segir að tónleikarnir hafi fengið slælega dóma í dönsku blöð- unum, talað um umbúðir á kostnað innihalds. „En ég var í öllu falli að fíla þetta vel.“ Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur rýndi í Madonnu Morgunblaðið/Golli Í skyndi Hér er Guðjón í Laxness-boðhlaupinu árið 2002. Hvað Madonnu varðaði dugðu tveir jafnfljótir hins vegar skammt og reiðhjólið var brúkað. Smellti sér með skömmum fyrir- vara á tónleika í Parken Madonna Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is LOGI Pedro Stefánsson, hinn knái bassaleikari Retro Stefson, gaf ný- lega út fjögurra laga netskífu undir listamannsnafninu Pedro Pilatus. Platan kemur út undir hatti World Champion Records, sem er í eigu Árna Plúseins (FM Belfast o.fl.). Plötuna má nálgast frítt á síðu út- gáfunnar. Logi segist hafa verið að vinna einn að tónlist í dágóðan tíma en hann hafi fyrst farið af stað með út- gáfu af einhverju ráði fyrir stuttu. „Ég hef verið að prófa mig áfram með stíla, ég byrjaði t.d. á því að búa til hipp-hopp, en þessi fjögurra laga plata inniheldur raftónlist. Nýjasta lagið, „Stella“, sem ég vinn með Bear Hug (Hugi Þeyr) er þá mun lífrænna og poppaðra, og þar erum við að prófa okkur áfram með alvöru hljóðfæri.“ Árna Plúseinum kynntist Logi í Austurbæjarskóla, en Árni var tölvukennarinn hans auk þess að vinna í félagsmiðstöðinni. „Hann kenndi mér og Unnsteini bróður á tónlistarforrit og leiddi okkur dálítið inn í þann heim.“ Logi er þó síður en svo að segja skilið við Retro Stefson en meðlimir eru allir uppteknir við hin ýmsu hliðarverkefni. „Pælingin hjá mér er að skjóta út lögum á netið jafnt og þétt og byggja þannig upp stemningu. Svo er ég að fara að leggja í stóra plötu sem kemur vonandi út á næsta ári.“ Logi úr Retro Stef- son gefur út sólóefni Slakur Pedro Pilatus nýtur lífsins. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Leikferð um landið 13. - 22. september Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U Sun 13/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 U Fös 18/9 kl. 19:00 U Lau 19/9 kl. 19:00 U Þri 20/10kl. 20:00 U Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 U Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 20:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 U Fös 11/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Mið 23/9 kl. 20:00 U Sun 27/9 kl. 16:00 Ö Mið 30/9 kl. 20:00 Ö Sun 4/10 kl. 16:00 Opið hús laugardaginn 29. ágúst kl. 13-17 Líf og fjör um allt hús - allir velkomnir Nýtt glæsilegt leikár kynnt 23. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.