Morgunblaðið - 14.08.2009, Side 36

Morgunblaðið - 14.08.2009, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 2009 ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞURFA AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR! YFIR 44.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG HASAR O G TÆKN IBRELLUR SEM ALD REI HAFA SÉST ÁÐ UR SÝND Í ÁLFABAKKA á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK / ÁLFABAKKA G.I. JOE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 THE PROPOSAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L PUBLIC ENEMIES kl. 5 - 8D - 10:50D 16 DIGTAL HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 10 PUBLIC ENEMIES kl. 2 - 8 - 10:50 LÚXUS VIP HARRY POTTER 6 kl. 5 LÚXUS VIP G-FORCE m. ísl. tali kl. 23D- 43D - 63D L DIGTAL 3D BRÜNO kl. 11 14 G-FORCE m. ísl. tali kl. 1 - 3 L HANGOVER kl. 8 12 / KRINGLUNNI PUBLIC ENEMIES kl. 8:20D - 11D 16 DIGITAL G-FORCE m. ísl. tali kl. 23D - 43D - 63D L DIGITAL 3D G-FORCE m. ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 1:30D - 3:40D - 8:20D - 10:40D L DIGITAL HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 - 8 10 BRÜNO kl. 11 14 ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13 Í ÁLFABAKKA OG 13:30 Í KRINGLUNNI Þess var minnst um liðna helgiað fjörutíu ár eru liðin síðanljósmyndin fræga sem prýð- ir síðustu plötu Bítlanna, Abbey Road, var tekin (Let it Be kom út á eftir, en var tekin upp á undan). Plötuumslagið er eitt hið frægasta í dægurtónlistarsögunni, líkt og er reyndar með flest plötuumslög Bítl- anna, en það ásamt Sgt. Pepper- umslaginu er það sem hefur oftast verið heiðrað með vel meintum út- úrsnúningum og eftirlíkingum. Myndatakan fór fram 8. ágúst og menn voru fljótir að hlaða alls kyns táknum og merkingum á þá mynd sem rataði á umslagið, fyrst og fremst auðvitað vegna þess hvaða hljómsveit átti í hlut en eðlilega gaf þessi stutti göngutúr þeirra félaga yfir zebrabrautina og sú staðreynd að þetta var síðasta plata þeirra fé- laga viðkvæmum hjörtum færi á að fara í gang með slíkar kenningar. Síðasti göngutúr sveitarinnar“, „komnir á leiðarenda“ o.s.frv.    Abbey Road átti upprunalega aðheita Everest og var ráðgert að fljúga sveitinni til Nepal og taka myndina fyrir plötuna þar (hugsið ykkur!). Fallið var frá þeirri hug- mynd og sveitin fór í heldur styttra ferðalag, rétt út á götu, steinsnar frá hljóðverinu þar sem þeir voru að vinna, Abbey Road. Sveitin nennti ekki heldur að kokka upp tit- il á plötuna og létu hana bara heita eftir hljóðverinu. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að þetta hafi verið lýsandi fyrir ládeyðuna í hópnum á þessum tíma. Ljósmynd- arinn fékk tíu mínútur til að klára „skotið“ og tók sjö eða átta myndir. Gríðarleg hitabylgja dundi á Lond- on um þetta leyti og í einum rúnt- inum yfir götuna fór McCartney úr sandölunum sínum. Sá gerningur nægði til að hleypa af stað alls kyns kenningum sem verða ekki raktar sérstaklega hér en leikir sem lærðir hafa rýnt af offorsi í blessað um- slagið, líkt og með Sgt. Pepper.    Afmæli þessa umslags gefur færiá hugleiðingum um umslags- list í poppi og rokki yfirleitt, sem margir segja vera deyjandi list. Það voru að sjálfsögðu Bítlarnir sem voru upphafsmenn þess að hefja slíka hönnun upp á annað stig og stærð výnilplatna bauð upp á að hægt væri að vinna nokkurs konar smámyndir eða listaverk. Smæð kassettna og geisladiska dró svo þróttinn úr fræðunum og niðurhal er í eðli sínu án svona skreytinga. Engar haldbærar „lausnir“ hafa sosum komið fram hvað þetta varð- ar, að einhverju leyti er þróunin óhjákvæmileg og að gráta hana væri rómantísk viðkvæmni. Sumar sveitir sem gefa út netplötur láta þó fylgja með umslag, líkt og um plötu- umslag væri að ræða, og það er svo hægt að blása það upp í Photo- Editornum. En áþreifanlegt er það ekki, nema þú viljir skemma tölvu- skjáinn þinn. Þetta er kannski það næsta sem verður komist því að halda lífi í þessari 20. aldar list?    Platan Abbey Road kom svo út26. september árið 1969 og á því fertugsafmæli eftir u.þ.b. einn og hálfan mánuð. Engin sérstök af- mælisútgáfa er áætluð en þann 9. september kemur hún samt út með öllum hinum Bítlaplötunum endur- útgefin með bættum stafrænum hljómgæðum í safnkassa. arnart@mbl.is Innihaldið í umbúðunum AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Ljósmyndarinn fékktíu mínútur til að klára „skotið“ og tók sjö eða átta myndir. Leiðarendi Myndir frá tökudeginum, 8. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.