Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2009 GUÐMUNDUR Andri Skúlason, rekstrarfræðing- ur í Kópavogi og íbúðalántaki hjá Frjálsa fjárfest- ingabankanum, hefur óskað eftir að komast í sam- band við skuldara bankans í þeim til- gangi að mynda með skuldunautum bankans hóp sem tæki að sér, milliliðalaust, að semja við kröfuhafa bankans. Hann vill með öðrum orðum taka bankann yfir, og tilkynnir þetta á vefsíðu sinni, gandri.wordpress.com. Guðmundur segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið mikil við- brögð, söfnun félaga gangi framar vonum. Kveikjan að þessum áformum var að Guðmundur gekk á fund Frjálsa fjárfestingabankans á dögun- um og spurði hvort hann mætti kaupa lánið sitt út fyrir upphaflega fjárhæð, sem var tæpar 20 milljónir króna. Lánið stendur núna í um 50 milljón- um króna. „Mér var sagt að ég gæti þetta ekki þar sem ég væri einstaklingur. Ef ég væri hins vegar fjárfestir þá væri möguleiki fyrir mig að kaupa hluta af lánasafni bankans á verulegum af- sláttarkjörum,“ segir Guðmundur Andri, sem síðar talaði við lögfræðing innan bankans sem tjáði honum að fólk væri almennt ekki að fara fram á beinar leiðréttingar á höfuðstól. „Ég tel því að bankinn hafi í raun staðfest það sem ég vissi áður að afskriftir eða leiðréttingar væru vel mögulegar. Það er bara ekki sama hver nýtur þeirra,“ segir hann. Frjálsi fjárfest- ingabankinn var í eigu SPRON en var fyrr í sumar settur undir slitastjórn, sem lýst hefur eftir kröfum á hendur bankanum. bjb@mbl.is Vilja taka yfir Frjálsa fjárfestingabankann Safnar hópi skuldunauta til að ræða við kröfuhafa bankans Guðmundur Andri Skúlason Í HNOTSKURN »Guðmundur Andri telur aðsamningum við kröfuhafa sé best komið hjá raunveru- legum eigendum Frjálsa fjár- festingabankans. »Guðmundur tók 20 millj-óna króna erlent lán fyrir tveimur árum til að kaupa íbúð upp á 33 milljónir. »Lánið stendur nú í 50 millj-ónum eða um 20 milljónum yfir verðmæti íbúðarinnar. Baðst af- sökunar og málinu lokið SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, baðst í gær afsök- unar á því að hafa tekið þátt í um- ræðu á Alþingi að kvöldi 20. ágúst, eftir að hafa drukkið léttvín í kvöldverði í boði MP banka. Í upphafi þingfundar tók Sigmund- ur Ernir til máls og sagðist, vegna veru sinnar í pontu 20. ágúst, vilja taka fram að þar hafi sér orðið á mis- tök, sem beri að biðjast afsökunar á. „Er það hér með góðfúslega gert,“ sagði Sigmundur Ernir. Hart var deilt í umræðunum sem Sigmundur Ernir tók þátt í eftir að hafa verið í boði MP banka. Þingmenn í sal kölluðust meðal annars ítrekað á með Sigmundur Ernir var að tala, og gerðu athugasemdir við orð hans. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hafði ósk- að eftir því að málið yrði tekið upp hjá forsætisnefnd Alþingis. Á fundi nefndarinnar í gær var hins vegar ekki rætt sérstaklega um málefni Sig- mundar Ernis heldur hegðun þing- manna í Alþingishúsinu almennt. magnush@mbl.is Sigmundur Ernir Rúnarsson Forsætisnefnd fjallaði um hegðun Eftir Einar Ben Þorsteinsson SEGJA MÁ að það sé ljótur and- arungi sem hefur gert sér dælt við trippastóðið á Ketilsstöðum á Völlum undanfarna daga. Hrein- dýrskálfur sem hefur orðið við- skila við hjörð sína hefur leitað huggunar hjá hrossunum. Hross- in taka þó litla gestinum ekki vel. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir kálfsins við sáttagerðir er hann jafnharðan hrakinn úr stóðinu aftur. Hann heldur sig því í pass- legri fjarlægð og gerir reglu- legar tilraunir til að verða partur af hrossaræktinni á Ketilsstöðum. Skarphéðinn Þórisson, líffræð- ingur hjá Náttúrustofu Austur- lands, er sérfræðingur um hrein- dýr. Hann segir það koma fyrir annað slagið að hreindýrskálfar verði viðskila við hjarðir sínar. Það sé þó ekki algengt að kálfar reyni fyrir sér meðal hesta. „Ætli við reynum ekki að fanga kálfinn á næstu dögum. Ég hef heyrt að það vanti hreindýr í hús- dýragarðinn. Þetta er efnilegt dýr í það. Að öðrum kosti verðum við að keyra kálfinn á hrein- dýrasvæði þar sem hann gæti komist í hóp með öðrum dýrum,“ segir Skarphéðinn. Dreymir um að verða trippi  Myndarlegur hreindýrskálfur heldur sig í nálægð við trippastóðið á Ketilsstöðum á Völlum  Varð viðskila við hjörð sína og hefur leitað huggunar hjá hestunum sem láta sér fátt um finnast Morgunblaðið/EB Uppáþrengjandi? Hreindýrskálfurinn sækir í hrossin frá Ketilsstöðum sem láta sér fátt um finnast. HUNDARÆKTARFÉLAGS Íslands er 40 ára um þess- ar mundir og af því tilefni var blásið til mikillar veislu í reiðhöllinni síðdegis í gær. Áhugafólk um hunda fjöl- mennti en yfirskrift veislunnar var „Hundar til gagns og gleði“. Með þeim orðum er athygli vakin á þeim já- kvæðu áhrifum sem hundar geta haft á mannfólkið og þeim fjölbreyttu hundategundum sem ræktaðar eru hér á landi. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla aldurshópa og gestir hittu fjölmarga hunda af ólíkum tegundum, eins og t.d. þessa sleðahunda sem þó drógu ekki hefð- bundna sleða heldur gljáandi rennireið. Morgunblaðið/Árni Sæberg SLEÐAHUNDAR FYRIR BÍL Samkeppniseftirlitið mun fylgjast náið með hugsanlegum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á hlut í Mjólku. Í ljósi þess að Kaupfélag Skagfirðinga á í nánu samstarfi við Mjólkursamsöluna hafa ýmsir bent á að salan gæti stangast á við sam- keppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eft- irlitið hafa fengið tilkynningu um samruna Kaupfélags Skagfirðina og Vogabæjar sem er í eigu sömu aðila og Mjólku. Þar kemur fram að þeir telji ekki þörf á að tilkynna samruna Mjólku og Kaupfélags Skagfirðinga þar sem afurðastöðv- ar mjólkurafurða séu í skilningi bú- vörulaga undanþegnar sam- keppnislögum. „Við erum núna að skoða hvort þessi túlkun búvöru- laganna geti staðist. Við munum fylgjast grannt með þróun málsins enda er um mikilvægan neyt- endamarkað að ræða.“ Sala Mjólku til skoðunar hjá Samkeppniseftirliti Mjólk Undanþegin samkeppnislögum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.