Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAÐ 1.-2. tbl. jan.—febr. 1967 28. drgangur „í óbyggSinni kemst maður í samband viS allt þaS bezta, sem tilveran hefur aS bjóSau VIÐTAL VIÐ MARÍU MAACK, HJÚKRUNARKONU Er vorbirtan fór að gægjast yfir borgarmúr- ana, fór ég að sjá mig um í Austurbænum. Oft hafði verið bjartara yfir Þingholtunum. Ég hugsaði til hinna merku kvenna í Þingholts- stræti, Brietar Bjarnhéðinsdóttur, Laufeyjar Valdimarsdóttur, Hólmfríðar Gísladóttur og Ingunnar Bergmann, Guðrúnar Erlings, Svan- hildar Þorsteinsdóttur og Maríu Maack. Þær áttu allar sín áhugamál, sem þær fylgdu trútt eftir. Þetta varð tilefni til þess, að löngun vaknaði í brjósti mínu að hitta nú einu konuna af þess- um áðurnefndu þjóðkunnu, góðu konum, sem hægt væri að hitta — hringdi og óskaði eftir við- tali við frk. Maríu Maack hjúkrunarkonu. Sagði ég henni svo tildrögin að komu minni og spurði: — Var nokkurn tíma nágrannarígur á milli? Hún var fljót til svars: — Aldrei! — Þessar konur voru allar eins og einn maður — því allar voru þær mestu íslend- ingar. Þær voru allar nábúar mínir og mér þótti virkilega gaman þegar ég hitti þær að máli, því þær voru í hópi allra beztu og skemmtilegustu kvenna landsins. — Hvenær fórst þú úr Þingholtsstrætinu? — Það var 1. okt. 1964, eftir 46 ára starf hjá Reykjavíkurborg. — Féllu þér ekki skiptin illa? — Nei, því ég var undir það búin að flytja úr Farsóttahúsinu. Þegar ég hætti hjúkrunarstörf- um, þá flutti ég á Ránargötu 30, í hús mágkonu minnar, og í þessi mín 2 ár, síðan ég kom hing- að, hefur mér liðið ljómandi vel. Ein af skemmtilegustu stundum er, þegar konur koma með börn sín, sem hafa verið hjá mér sjúkling- ar og svo dæturnar með sín til að sýna mér, og spyrja hvort þau séu lík sér, eins og þær voru, þegar þær voru litlar. Ég er mjög þakklát fólki fyrir þá vináttu, sem það sýnir mér, þó ég sé hætt að starfa. — Ferðastu alltaf á sumrin? — Já. Nokkru áður en ég hætti hjúkrunar- störfum fékk ég á leigu hjá kirkjumálaráðuneyt- inu prestssetrið á Stað í Grunnavík, þar sem séra Jónmundur var prestur og gerði garðinn frægan. Nú, því miður er öll sveitin mín í eyði, nema Hornbjargsvitinn. Vestur að Stað hef ég síðan farið á hverju sumri og verið þar um mánaðartíma, og ég er svo heppin, að fólk úr Grunnavíkinni, sem flutti búferlum til ísafjarð- ar og Bolungarvíkur, það kemur þangað heim í sumarfríinu sínu, á sama tíma og ég, og býr í sínum eigin húsum. Meðan við dveljum þarna, messar Þorbergur Kristjánsson, prestur í Bol- ungarvík, fyrir okkur í kirkjunni (Staður er ann- exía frá Bolungarvík) og það er mjög yndislegt og hátíðlegt. Það er svo friðsælt og gott í Grunnavíkinni, og þar er svo mikið af aðalbláberjum, að hægt er að fylla margar fötur á nokkrum klukkutím- um — en það sem mér finnst erfiðast er að fara fyrst í bíl til ísafjarðar og svo á bát norður yfir Djúpið til Grunnavíkur. Það eru aðeins 25—30 kílómetrar, sem vantar ruddan veg yfir Snæ- fjallaheiði, svo komizt verði í jeppum alla leið til Grunnavíkur frá Reykjavík, og það er mín heitasta ósk, ef það væri hægt að fá þennan veg. NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.