Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 5
Hvenær vöknum við? Hvert sinn sem við horfum til baka yfir far- inn veg, verður okkur fyrst hugsað til þess, hvort við höfum gengið til góðs, hvort athafnir okkar hafi orðið til böls eða bóta. Eg hef stundum hugsað um það, hvort sumir menn séu þannig gerðir frá náttúrunnar hendi, að þeir finni aldrei til þess, sem almennt er kall- að samvizkubit, hvað sem þeir gera. Mér hefur oft fundizt, að þeir þættu jafnvel mestu menn- irnir, sem ósvífnastir eru í framferði sínu og at- höfnum og samvizkulausastir. Hvað þá að vera að tala um samvizku? Tízkan hefur alltaf verið harðstjóri og því verri harðstjóri sem fórnarlömbin eru vanþrosk- aðri, þess vegna er drykkjutízkan svo útbreidd og allsráðandi hjá sumum þjóðum, þar á meðal á okkar landi. Áfengisverzlun, sem það opinbera rekur og selur árlega áfengi fyrir fleiri milljónir króna, segir sína sögu í þessu efni. Nú 1966 fyrir rúmar 500 milljónir áfengi, og tóbak fyrir rúm- ar 400 milljónir. Þetta eru tölur, sem tala sínu máli, enda eru afleiðingarnar eftir því. Ég las nýlega í einu dagblaðanna, að 9 manns hafi svipt sig lífi hér á landi síðan um miðjan des., eða á tæpum mánuði. Þó eru ekki talin morðin, sem framin hafa verið og eru alþjóð kunn. Ég veit ekki hve margir af þessu fólki hafa verið allsgáðir, en ég veit eftir góðum heimildum, að vxða er Bakkus með í ráðum. Það er ekkert getið um það í blaðinu, hvað mörgum var bjargað frá sjálfsmorði á síðustu stundu og hvað margt stórslasað fólk, eftir viðskipti sín við Bakkus, hefur komizt undir læknishendur á sama tíma. Manni hrýs hugur við svona fréttum, en þeir, sem kunnugir eru þessum málum vita að aldrei er þó sagður allur sannleikur. Einn af sóknarprestum hér í borginni, sem hefur árum saman lagt mikið á sig til að hjálpa því fólki, sem komið er í ógöngur vegna áfeng- isins, skrifar nýlega grein í eitt dagblaðanna, sem hann nefnir: Skeggöld, skálmöld, skildir klofnir. Eftir að hafa rætt þá hiyllilegu atburði, sem hafa gerzt undanfarið, segir hann frá þeirri reynslu, sem hann er ekki einn um, hvernig drukkið fólk hringir í síma til að svívirða aðra jafnt á nótt sem degi. Svíki fjármuni út úr mönn- um, sem hvers vanda vilji leysa. Svipti menn ró og næturfriði og geri mönnum erfitt fyrir. Þetta er þakklætið, sem góður og hjálpsamur maður fær fyrir fórnfýsi sína og góðleik, og lái svo hver sem vill fólki, þó það þreytist — sem leggur sig fram til að hjálpa drykkjufólki með lítilli aðstoð þess opinbera, eða samhjálp almennings, en finn- ur sárlega fyrir því, að þetta er bæði vandasamt og vanþakklátt starf, en það sem verst er árang- urslaust. Því finnst eins og í fornsögunum, að þar sem einn haus er höggvinn af drekanum vaxi tveir í staðinn. Þetta fólk eru manneskjur, sem finna sviðann undan höggum samtíðarinnar. Presturinn segir: Hættið að selja áfengi, eða að öðrum kosti komið upp lokuðum hælum fyrir drykkjusjúklinga, þar sem þeir verða að dvelja, sviptir frelsi, meðan verið er að lækna þá af þessum hryllilega sjúkdómi. Þetta er dýrt, en ætti að margborga sig, þar sem hægt væri að láta þetta fólk vinna. Lögin um meðferð ölvaðra manna og drykkju- sjúkra, sem samþykkt voru á alþingi fyrir nokkr- um árum, gera ráð fyrir hælum, en frelsissvipt- ing er ekki mikil þar, enda er litið á drykkju- sýki sem eina tegund geðveiki eftir því sem vísir menn telja, og er því farið með drykkjufólk á sama hátt og geðveikissjúklinga. Guð hjálpi okk- ur íslendingum, ef þetta er rétt, hvað við eigum mikið af vanheilu fólki á þessu sviði. Á Alþingi því er nú situr, liggur fyrir frum- vai'p um breytingar á áfengislögum, samið af þingmannanefnd skipaðri 7 mönnum af öllum stjórnmálaflokkum. Ekkert er í þessu frumvarpi, sem sjömenningarnir voru ekki sammála um. Margt er þarna verið að lagfæra, sem betur hefði mátt fara. Eitt nýmæli er þar meðal ann- ars, en þar er gert ráð fyrir að vínveitingahúsin hafi opið 1 laugardagskvöld í mánuði með full- kominni þjónustu án vínveitinga. í Reykjavík einni eru nú 14 vínveitingahús. Með þessari ráð- stöfun á að gera tilraun til að því fólki, sem vill skemmta sér án þess að hafa áfengi, verði gef- inn kostur á að koma saman án þess að eiga á hættu átroðning drukkins fólks og að gengið sé fram hjá því í þjónustu. — Auðvitað mætir þetta mótspyrnu eins og allt, sem á einhvern NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.