Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 6
EFTIR SELMU LAGERLÖF Gömul kona var á leið upp einstigi í fjallshlíð. Hún trítlaði áfram stuttstíg og léttfsett. Andlit hennar var fölt og magurt, en hvorki hörkulegt eða hrukkótt. Hún var í síðri kápu með fellta línhúfu. Hún hélt á sálmabók og hafði „lavandelkvist" í vasaklútnum. — Hún átti heima í kofa uppi á háfjallinu, þar sem trjágróðurinn þraut, við hliðina á hinum breiða skriðjökli, sem sendi snjóflóð og jökulhlaup frá hvítum tindum sínirni niður í nærliggj- andi dali. Þar bjó sú gamla alein, allir vandamenn hennar voru dánir. Það var sunnudagur og hún var að koma frá kirkju. En hvemig sem á því stóð þá kom hún ekki ánægð úr þeirri kirkjuferð. Presturinn talaði um dauð- ann og hina fordæmdu, það hafði óþægileg áhrif á hana. Hún hafði skyndilega farið að hugsa um sögurnar, sem hún hafði heyrt, þegar hún var barn, um glataðar sálir, sem kvöldust í eilífum kulda á fjallinu. Hún mundi margar sögur um jökulbúana, þessar friðlausu verur, sem hröktust til og frá í ísköldum stormbyljum, og hafði stundum hræðst fjallið og fundist kofinn sinn alltof hátt uppi. Hún hræddist hina ósýnilegu nábúa, sem voru bundnir við jökulinn. Og nú var hún alltaf ein — alein. Við þetta orð: alein, tóku hugsanir hennar enn sorglegri stefnu. Hún fór að hugsa um það, sem var henni sífellt sorgarefni: að vera dæmd til að búa langt frá öðru fólki. „Agneta gamla!“ sagði hún upphátt við sjálfa sig — hún hafði vanið sig á það að tala Við sjálfa sig í einverunni — „þú situr uppi í kofa þínum og spinnur og spinnur. Þú stritar og amlar alla daga til þess að draga fram lífið. En hefur nokkur ánægju af því að þú tórir? Er nokkrum þægð í því, gamla Agneta? Ef þú hefðir einhvem ætt- ingja eða vin hjá þér, væri öðm máli að gegna. Ef þú byggir nærri þorpinu, gætir þú vel verið öðmm til gleði. Þú hefðir kannski ekki ráð á því að hafa hund eða kött, en þú gætir skotið skjólshúsi yfir umrenninga. Ef þú gætir, þó ekki væri nema einu sinni gefið þyrstum veg- faranda svaladrykk, þá vissirðu að líf þitt væri ekki til- gangslaust. Hún andvarpaði og sagði við sjálfa sig að jafnvel bændakonumar, sem hún spann fyrir, myndu ekki harma það þó hún dæi. Hún hafði ætíð vandað verk sitt hátt skerðir rétt áfengisseljenda, en ef bót kynni að verða að þessu, sem margir vona, má þá ekki bæta veitingamönnum skaðann, ef einhver er, til dæmis með því að taka tillit til þess í skött- um. Eins og árið byrjar er ekki bjart framundan í þessum efnum, en hvenær vöknum við í al- vöru? Hvenær sjáum við að allt er á hraðri leið til ófarnaðar? Úr því verður framtíðin að skera. Vonandi verður sú gifta yfir okkar þjóð, að hún sjái að sér áður en það verður um seinan. Guðlaug Narfadóttir. sem bezt hún gat, en efalaust gátu margar gert betur. Hún grét beisklega, þegar hún hugsaði til þess að virðulegum prófastinum — sem í fjöldamörg ár hafði séð hana á sama stað í kirkjunni á hverjum messudegi — honum væri ef- laust alveg sama þó hún kæmi ekki oftar þangað. „Ég er sama sem dauð,“ sagði hún, „enginn spyr eftir mér, það væri bezt að leggjast fyrir og deyja. Ég er helfrosin í kulda og einveru. Kuldinn nístir hjarta mitt. Ó, já, ó, já,“ sagði hún, hún var komin í geðshræringu, „ef nokkur þarfnaðist umhyggju minnar eða vináttu, þá væri kann- ske ylur í gömlu. Agnetu. En get ég prjónað sokka handa steingeitinni, eða búið upp rúm handa múrmeldýrinu? Ég skal segja þér það,“ sagði hún og steytti hnefa mót himni, „þú verður að gefa mér eitthvað að lifa fyrir, ann- ars leggst ég út af og dey,“ í sama vetfangi kom gamall munkur á móti henni niður einstigið. Hann slóst í för með henni af því hann sá að hún var raunamædd, og hún sagði honum hvað hryggði hana. Að hjartað væri að helfrjósa í brjósti hennar og hún yrði eins og vofumar yfir skriðjöklinum, ef Guð gæfi henni ekki eitthvað að lifa fyrir. „Guð mun eflaust gera það,“ sagði munkurinn. „En hyggur þú að veldi Guðs nái hingað upp?“ spurði Agneta. „Hér er ekki annað en köld og gróðurlaus öræfi." Þau nálguðust jökulinn. Mosi þakti steina og fjallajurtir með loðnum blöðum teygðu sig þvert yfir götuna. Him- inhátt fjallið með sprungum og hyldýpisgjám, með svell- bunkum og jökulhrönnum, gnæfði framundan svo hrika- legt og ógnandi, að þeim varð þungt um andardrátt. Þá kom mimkurinn auga á kofa Agnetu gömlu. „Ó, er það héma, sem þú átt heima?“ sagði hann. „Þá ertu ekki al- ein, þú hefur nágranna. Nú skaltu sjá.“ Munkurinn lét vísifingur og þumalfingur mætast, hélt þeim síðan fyrir vinstra auga gömlu konunnar. Agneta gamla andvarpaði og lokaði augunum. „Ef eitthvað er að sjá þarna uppi, þá vil ég alls ekki sjá það,“ sagði hún. „Guð hjálpi mér, það hlýtur að vera átakanlegt á allan 'hátt.“ — „Jseja, vertu þá sæl,“ sagði munkurinn. „En óvíst er að þú eigir öðm sinni kost á að sjá slíkt.“ Gamla konan varð forvitin og opnaði augun. Fyrst sá hún ekkert markvert, en svo gat hún greint að eitthvað var á hreyfingu þama uppi. Það var hvítt og aftur hvítt, en það hreyfðist. Það sem hún hafði haldið að væri ský- flókar og þoka eða bláhvítir skuggar yfir jöklinum, voru hópar af fordæmdum sálum, sem kvöldust í eilífum kulda. Aumingja gamla Agneta skalf eins og strá í vindi. Allt var eins og hún hafði heyrt fyrir langa löngu. Þeir dauðu reikuðu þarna fullir kvíða. Flestir vom hjúpaðir í eitthvað hvítt, en með ber andlit og fætrn'. Alltaf sá hún fleiri og fleiri. Þeir vom óteljandi. Sumir gengu um, beinir og drembilegir, aðrir komu svífandi, eins og þeir dönsuðu eftir jökulbreiðunni. En hún sá að allir skám fætur sína til blóðs á tindum og hvössum ísbrúnum. Hún sá þá þrýsta sér hverja að öðrum eins og til þess að leita (Frh. á bls. 8.) 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.