Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 10
Agneta gamla (Frh. af bls. 4.) sér skjóls, en hörfa til baka, hrædda við helkuldann, sem lagði frá sérhverjum þeirra. Það var eins og kuldinn á jöklinum kæmi frá þeim, eins og þeir stæðu í vegi fyrir því að snjórinn bráðnaði, og gerðu þokuna nákalda. Nú sá hún nokkra, sem ekki hreyfðu sig, þeir voru kyrrir eins og likneskjur úr klaka, það leit út fyrir að þeir hefðu lengi staðið í sömu sporum, því is og snjór hafði hrúgazt að þeim, svo að á sumum sást aðeins höfuð og herðar. En gamla konan varð eftir því rólegri, sem hún horfði lengur. Hræðslan hvarf, í hennar stað kom innileg meðaumkun með öllum þessum bágstöddu sálum. Það var aldrei hlé á kvölum, engin hvíld fyrir hina sáru og blóðugu fætur. Að sjá hvað þeim var kalt, hvemig þeir skulfu og gnístu tönmun af kulda. Þeir, sem voru eins og steingervingar og þeir, sem gátu hreyft sig, allir kvöldust af svíðandi, nístandi, óþolandi kulda. Þar voru margir ungir menn og konur, en það var engin æska í hinum helbláu andlitum þeirra. Það leit út fyrir að þeir væru að leika sér, en gleðin var týnd og dauð. Og þó fannst henni átakanlegast að sjá þá, sem voru að hálfu leyti frosnir inn í jökulinn og þá sem héngu niður með brúnum hans, eins og stórir klakadrönglar. Nú tók munkurinn hönd sína frá auga hennar, og hún sá aðeins hina hvítu, auðu jökulbungu, nokkrir stórir svellbunkar voru hér og þar, en þeir héldu engum stein- gerðum vofum í helgreipum. Hinn blái bjarmi yfir jökl- inum kom ekki frá frosnum líkömum. Það voru nokkur létt snjókom, sem fuku með vindinum, en ekki andar framliðinna. En hún var þó viss um að hafa séð það, sem var að gerast á jöklinum og hún spurði munkinn: „Er ekki hægt að gera neitt fyrir þá fordæmdu?“ Hann svaraði: „Hvenær hefur Guð bannað þeim kær- leiksríku að gera góðverk, eða þeim brjóstgóðu að hug- svala örvæntingarfullum sálum?“ Svo fór hann, en Agn- eta gamla gekk til stofu sinnar og sat þar í þungum þönk- um. Allt kvöldið hugsaði hún um það, hvernig hún ætti að hjálpa hinum fordæmdu. í fyrsta sinn um langan tima hafði hún ekki tóm til að hugsa um einstæðingsskap sinn. Næsta morgun gekk hún aftur niður í þorpið. Hún var glöð í bragði og vel til fara, miklu unglegri en hún var vön að vera. „Þeir dauðu,“ sagði hún við sjálfa sig, „kæra sig ekki mikið um rjóða vanga og léttstíga fætur. Þeim þykir vænna um, ef einhver hugsar hlýlega til þeirra. En unga fólkinu dettur ekki slíkt í hug. Ó, nei, ó, nei, en kannske hlífir það þeim dauðu fyrir bitrasta kuldanum, ef gamla fólkið opnar hjarta sitt fyrir þeim. Þegar hún kom til kaupmannsins, keypti hún mörg kerti og hjá bónda einum keypti hún stórt hlass af eldiviði, en til þess að geta borgað þetta varð hún að taka helmingi meira verk- efni en hún var vön. Um kvöldið þegar hún kom heim las hún margar bænir og herti upp hugann með því að syngja sálma. En hug- rekkið þvarr meira og meira. Samt sem áður gerði hún það sem hún hafði ásett sér. Hún flutti rúmið sitt inn í innri stofuna í kofa sínum. í ytri stofunni hrúgaði hún brenni á eldstæðið og kveikti bál. í glugganum hafði hún tvö ljós, útidymar hafði hún hálfopnar, svo gekk hún til hvílu. Hún lá í myrkrinu og hlustaði. Jú, hún heyrði greinilega hark, það var eins og eitthvað rynni niður jökulinn, það nálgaðist þunglega og stynjandi. Það lædd- ist kringum kofann eins og það þyrði ekki að koma inn. Það stóð fast við veggina og skalf. Agneta gamla yfirbug- aðist. Hún fór upp úr rúminu, fram í ytri stofima og lok- aði dyrunum. Þetta var of mikið; hold og blóð gat ekki þolað slikt. Nú heyrði hún þung andvörp fyrir utan kof- ann og haltrandi fótatak, eins og sundurskomir, blæð- andi fætur væm á ferð. Það dróst af stað, lengra og lengra upp að jöklinum. Við og við heyrðust stunur, svo varð allt hljótt. Þá varð Agneta gamla frá sér af örvæntingu. „Þú ert huglaust, gamalt flón,“ sagði hún við sjálfa sig. „Eldurinn brennur út og ljósin einnig. A það að verða til einskis gagns vegna hugleysis þíns?“ Og þegar hún hafði sagt þetta, stóð hún upp, grátandi af hræðslu. Hún skalf frá hvirfli til ilja og tennurnar glömmðu, en fram í stof- ima fór hún og opnaði dymar. Aftur lá hún og beið, nú hræddist hún þá ekki, hún var bara hrædd um, að hún hefði fælt þá burtu, svo þeir kæmu ekki aftur. Þegar hún lá þarna í myrkrinu fór hún að kalla, eins og hún hafði gert í gamla daga þegar hún gætti hjarðar: „Litlu hvítu lömbin mín, lömbin mín í fjallinu, komið þið! Komið þið! Komið þið niður frá klettum og giljum, litlu hvítu lömb- in mín!“ — Þá var eins og kaldur jökulvindur kæmi þjótandi inn í stofuna. Hún heyrði hvorki fótatak eða andvarp, aðeins vindhvin, sem kom þjótandi með kofa- veggnum og inn í stofuna. Og hvinurinn hækkaði, og henni fannst eins og hann segði í sífellu: „Þey, þey, hræðið hana ekki, hræðið hana ekki.“ Hún varð þess áskynja að fremra herbergið var svo troðfullt, að nærri lá að veggirnir spryngju. Stundum var eins og þakið ætlaði að rifna af þrengslunum. En alltaf var hvíslað: „Þey, þey, hræðið hana ekki, hræðið hana ekki.“ Þá varð Agneta gamla róleg og ánægð, hún spennti greipar og sofnaði. Um morguninn var eins og þetta hefði allt verið draumur, allt var eins og vant var í fremra herberginu. Eldurinn var dauður og Ijósin líka, það var ekki svo mikið sem einn tólgardropi í ljósastjökunum. Alltaf á meðan Agneta gamla lifði gerði hún þetta. Hún spann og vann, svo hún gat kynt eld á hverri nóttu. Og hún var ánægð af því hún vissi að einhverjir þörfnuðust hennar. Svo var það einn sunnudag að hún kom ekki í sæti sitt í kirkjunni. Nokkrir bændur gengu þá upp að kofa hennar til þess að vita hvort eitthvað væri að henni. Þá var hún dáin, þeir báru líkið niður í þorpið til þess að jarða það. Hún var jörðuð næsta sunnudag, eftir messu. Það voru fáir, sem fylgdu henni til grafar, og sorg sást ekki á neinu andliti. Skyndilega — einmitt þegar þeir ætluðu að láta kistuna síga niður í gröfina, kom hár, alvarlegur munkur inn í kirkjugarðinn. Hann staðnæmdist og benti þeim á snæviþakið fjallið. Þá sáu þeir að allur fjallgarðurinn skein í skærum roða eins og hann ljómaði af gleði. Og yfir tindum hans sveifluðust raðir af litlum gullrauðum blossum, sem líktust logandi Ijósum. Og þessir logar voru margir eins og ljósin, sem hin framliðna hafði kveikt fyrir þá fordæmdu. Þá sagði fólkið: Guði sé lof, það saknar hennar enginn hér niðri í byggð, en þarna uppi, í hinni ógnandi einveru hefur hún átt vini. Una Þ. Ámadóttir þýddi. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.