Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.02.1967, Blaðsíða 14
mér. Eigum við annars ekki að skíra hann upp, mamma, og láta hann heita Prins?“ „Nei,“ hafði Lísa svarað svo ákveðin að Víóla skildi, að henni yrði ekki um þokað, þó að hún kvabbaði og því kvabbaði hún ekki neitt. „Tryggur heitir hann og Tryggur skal hann alltaf heita, því að Tryggur er gott nafn og hefur fallega merk- ingu. Tryggur er sá, sem engan svíkur, enginn prins get- ur verið honum æðri. Skilurðu þetta, vina mín?“ „Ja-á,“ sagði Víóla dræmt, því að þetta var svolítið of flókið fyrir hana. „Það þarf ekki að breyta því sem er gott, þó að annað geti líka verið gott. Það er hringlandaháttur.“ „Já ... nei,“ sagði Víóla ofurlítið ringluð. — Lísa gekk um stofurnar, hún þurfti fáu að hagræða, en gekk úr skugga um að gluggar og svalahurð væri vandlega hespað, útidyr læstar. Hún leit inn í eldhús til Ellu. „Þú ert svo langt komin, að þér finnst víst varla taka því að ég hjálpi þér að ljúka?“ „Nei, ég er rétt að verða búin,“ gegndi Ella rösklega. Henni þótti gaman að heimilisstörfum og hafði tekið þá ákvörðun að verða húsmæðrakennari, ætlaði að hefja nám um haustið og hafði lofað að láta það ekki rugla fyrirætlanir sínar, þó að hún væri farin að vera með pilti og hefði sagt með mikilli staðfestu: „Okkur er al- vara.“ „Mig langar út að labba í tunglsljósinu," sagði Ella. Hún var ekki að biðja leyfis, heldur gera grein fyrir því, hvað hún ætlaðist fyrir. „Ja-á, skiljanlega,“ sagði Lísa. Hún var að því komin að segja: Þú verður ekki mjög lengi, en þrýsti saman vörunum til að stöðva orðin. Ella brosti, vissi hvað henni var í hug. „Inn með strönd,“ sagði hún stutt og laggott, en bætti svo við: „Kannski fáum við okkur snúning á hótelinu. Það verða skemmtiatriði þar í kvöld, gestahljómsveit og heilmikið húllumhæ." „Skemmtu þér vel. Góða nótt!“ „Þakka þér fyrir. Góða nótt!“ „Þú getur setið lengur og spjallað við mömmu, þó að ég fari upp,“ sagði Lísa við mann sinn. „Góða nótt, mamma mín, ég vona að þér verði ekki meint af bjástr- inu í garðinum í dag. Þú ert eins og fyrri daginn alltof dugleg og ósérhlífin." Strax og Lísa var komin út úr stofunni sagði frú Holm- ström með tilsettu seinlæti og rétt eins og umtalsefnið skipti hana litlu, en viðkunnanlegra væri þó að slá ein- hvern botn í þær samræður, sem hún sjálf hafði slitið: „Já, héma .. . þú varst að segja mér áðan frá ferð þinni, ykkur þremur, sem fór svo einstaklega vel á með, þó að kringumstæður ykkar væru harla ólíkar. Hvað hét hann þessi, sem enga átti konuna og taldi það ...“ „Berg,“ svaraði Karl Áki, hann var staðinn á fætur og ætlaði út á eftir konu sinni. „Berg!“ endurtók frú Holmström með nokkurri undrun og létti. „Svo að hann hét Berg sá, sem taldi það mikið lán fyrir sig, að hafa losnað við konuna.“ (Framh.) „FJ ALLAGLÓÐ,/ Fyrir mörgum árum heyrði ég frú Rósu B. Blöndals lesa upp kvæði — aðeins eitt kvæði: „íslendingur sögufróði“. Það var nóg til þess, að ég og aðrir áheyrendur vissu, að íslenzka þjóðin átti þarna afburðakonu. Nú er þetta kvæði, sem ort var 1936, loks komið á prent — margur er hraðinn meiri á þessari öld. Nú fyrir jólin kom út hjá Helgafelli ljóðabók eftir frú Rósu B. Blöndals: Fjallaglóð, sem flytur okkur þetta góða kvæði og mörg önnur afbragðs ljóð, svo sem Himintunglin — Vörðufell — Ljósafoss — Guðmundur Kamban — Stjörnuför o. fl. o. fl. — Vinaspegill, sem aðeins er nokkrar ljóðlínur hljóðar svo: Við sátum hér áður og sáum hvort annað, og sáum ekki annað. Nú sitjum við löngum, þú sérð mig ekki, ég sé þig ekki, við sjáum ekki né þekkjum hvort annað. Og brjóst mitt orðið eg ekki þekki, ekki, — ekki. Eru þetta ekki snilligrip? Um loftið hrynja hendingar, á hljóðið oft ég geng. eru einkunnarorð ljóðanna. (Úr kvæðinu Harparar.) Áður kom út eftir skáldkonuna ljóðabókin: Þakkir, 1933. — Þakkir, frú Rósa B. Blöndals, fyrir nýju Ijóðabókina. G. St. FYHKIPARTUR ÚR OKTÓBERBLAÐINU Tízkan völdin tckur hér tækniskrefum hröðum. Af því fjöldinn eftir fer afbragðs kvennablöðum. Botn frá Önnu Jónsdóttur, Sælandi, Hofsósi. 12 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.