Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 11
ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR: FRAMHAlDSSAGAN Djúpar rætur „Nú, þú átt við hann, „strandkapteininn“ eins og Berg kallaði hann, því að Berg sagði að hann hefði siglt hjú- skaparfleytu sinni í strand. Merkilegt hvað hann hafði verið óheppinn jafn bráðmyndarlegur maður. Hvað hét hann ..,.? Jensen ... eða Hansen.“ Karl Áki hló við. ,Svona er að vera farinn að eldast og vera búinn að borða mikið af smjöri um dagana, mér hættir til að gleyma þessum algengu nöfnum, sem alltaf eru að vefjast fyrir manni. Ég ætti þó að muna nafnið á manni, sem ég sama sem bauð heim. Ég lét hann hafa nafn mitt og símanúmerin bæði. Ég man ekki hvor okkar hafði orð á því að fyrrabragði, að það gæti svo sem verið nógu gam- an að hittast aftur.“ „Þú ert alltof góðsamur, Karl Áki. En það ber þó nýrra við að þú bjóðir heim bláókunnugum mönnum, enda sjaldan flas til fagnaðar í þeim efnum sem öðrum.“ „Sennilega má Hansen, já, nú man ég að hann heitir Hansen, ekkert vera að því að hitta mig, hann hefur víst ærið nógu að sinna í borginni næstu dagana, og verður þar varla mikið lengur en hann má til.“ „Nú og hvernig er það, færðu ekki bílinn úr viðgerð á morgun? Er þá ekki tilvalið að þið látið verða af þessu ferðalagi, sem þið hafið verið að ráðgera, og hún hefur búið sig undir? Mér hefur skilizt, að þú hefðir það nokk- urn veginn í hendi þér, hvenær þú færir þetta, og Lísu er ekkert að vanbúnaði. Garðurinn í þessu fína lagi, og við lukum við að sauma og laga ferðafatnaðinn hennar í gær.“ „Ja, þú segir að ég hafi það í hendi mér hvenær ég fari þetta. Það má nú kannski segja það, og þó ... Ætli það væri ekki betra að hafa dálítinn fyrirvara. Nei, nei, þú þarft ekki að vera hrædd um, að ég ætli að draga þetta á langinn og kannski svíkja Lísu um ferðina. En ég er nú að koma heim úr tveggja daga strembinni sölu- ferð og nenni varla af stað aftur strax í fyrramálið, þó að allt geti gengið sinn gang á verkstæðinu án mín, sem ég veit ekki fyrr en ég kem þangað á morgun.“ — Lísa tók tvöfalda silkiábreiðuna ofan af hjónarúm- inu, braut hana vandlega saman og stakk henni inn í veggskáp. Næstum ósjálfrátt hreyfði hún sængur og svæfla til þess að fá í þau léttleika og lyftingu eftir daglanga bælingu undir ábreiðunni. Heitt var í herberginu, því að sólin hafði daglangt legið á rennitjöldunum. Lísa renndi tjöldunum upp, opn- aði glugga og svalahurð upp á gátt og gekk út á sval- irnar. Hún heyrði, að Karl Áki var að koma upp stigann. Hún hallaði sér fram á brjóstriðið á svölunum og horfði yfir garðinn. Hún var mjög ánægð með dagsverkið, og því var henni rótt í hug, væri ekki allt, sem hún taldi sig eiga að sjá um í fullkomnu lagi kom yfir hana nag- andi órói og vanþóknun með sjálfa sig. Loftið var kryddað þungum, höfgum ilmi eftir sól- mettaðan logndag. Það hafði naumast ýfst bára við ströndina. „Hvílík angan,“ sagði Karl Áki og lagði arminn yfir axlir konu sinnar,. „Fullt tungl, finnst þér ekki rómantískt?“ sagði Lísa. „Særinn eins og silfur, en trén í garðinum fyrir handan eins og þau séu klippt úr dökku flaueli. Stundum finnst mér að garðurinn þarna með villigróðrhnnn, sem vex yfir allt búi yfir djúpum leyndardómum, jafnvel dulrammri kynngi, og þar séu bæði álfar og andar manna á reiki — svipir fortíðar.“ „Þú ert skáld, Lísa. Það er synd, að þú skulir ekki vera gift manni, sem kann betri skil á þeim hlutum en ég. Hlutum! Þarna heyrirðu. Allt verður að vera hlutkennt, svo að ég kunni með það að fara og um það að tala.“ Lísa sneri sér að manni sínum, hún andaði djúpt, háls- inn sveigðist og treyjan stríkkaði yfir þöndum brjóstunum. „Ég er smiðsdóttir og get ekki óskað mér betra hlut- skiptis en vera smiðskona. En nú veit ég varla lengur, hvort ég er gift smið eða sölumanni. Það rýkur af þér trjáviðarilmurinn í þessum löngu söluferðum. Lof mér finna, hvort nokkuð er eftir.“ Lísa losaði sig eftir langt faðmlag og gekk til svefnhúss þeirra hjóna. f svalardyrunum sneri hún sér við. „Skáld sagðirðu áðan, í gamni auðvitað, því að ég er ekkert skáld, heldur ofboð venjuleg kona, sem getur átt það til að verða rómantísk í tunglsljósi. En hún Víóla okkar gæti verið efni í skáld, þvílíkt hugmyndaflug, sem það barn hefur. Kannski er hún of mikið ein, ég meina ... hér er ekkert barn á hennar reki, heldur ekkert minna barn, sem hún gæti leikið sér við og annast um.“ „Hafðu ekki áhyggjur út af þessu, vina mín, við óskum bæði þess sama. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu að sú ósk rættist. Ef til vill nú í nótt ...“ „Það er heitt,“ sagði Karl Áki og lagði frá sér nátt- jakkann. „Já, það er heitt,“ sagði Lísa og hætti við að steypa yfir sig náttkjólnum. Hjónin lágu hljóð hlið við hlið og hlustuðu á hvors annars andardrátt. Tunglið stafaði skáhöllum geisla inn í herbergið. „Hann er eins og brú til himins," sagði Lísa um geislann. „Hver veit nema einhver komi til okkar eftir brúnni," sagði Karl Áki, „lítil vera, sem leitar athvarfs." Hann reis upp við dogg hnikaði til sæng og snerti brjóst konu sinnar með heitum, tifandi fingurgómum. „Þú hefur unnið mikið starf í dag,“ sagði hann var- færnislega. „Ertu fjarska þreytt?“ „Ekki svo ...“ sagði hún og hvarf til hans. Sængumar féllu ofan af þeim, sín til hvorrar handar, NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.