Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1967, Blaðsíða 12
en þau skeyttu því ekki. Lísa sleit löngum kossi til að ná andanum. „Nú gefum við skaparanum tækifæri." — Karl Aki lá við hlið konu sinnar heitur og höfgur af ’værð. Um leið og hann festi blund kipptist hann við, vaknaði og opnaði augun. Hann horfði á konu sína, en vissi varla, hvort hún vakti eða svaf. Varir hennar voru rauðar og rakar eins og nývökvaðar rósir. „Vakirðu, vina?“ spurði hann. „Ég vaki.“ „Ég mundi allt í einu eftir ferðalaginu okkar. Langar þig til að við förum á morgun? Eða næsta dag?“ Lísa brosti. „Það væri gaman. En það má líka dragast, ef það hentar þér betur, því að ég veit að við förum. 7. Svipþyrping sækir þing ... Lísa hentist upp í rúminu, böðuð svita og tárum. Hún áttaði sig von bráðar á því hvar hún var stödd. Undarlegt að þarna lá Karl Áki við hlið hennar og steinsvaf. Þá hafði hún ekki æpt. I þetta skipti hafði áreiðanlega ekkert hljóð komið fram fyrir varir hennar. Ef til vill hafði ekki draumurinn náð því að snúast upp í martröð, sem hún brauzt undan með æðisgengnu átaki og tryllingslegu ópi, sem alltaf hafði vakið hana og Karl Áka, þangað til nú. — Ef til vill hafði henni loksins opnast einhver undan- komuleið. En við hvað hafði hún vaknað? Undarlegt, en það var eins og vökuvitund hennar hefði orðið viðskila við drauminn, hryllingur hans hafði sleppt tökum á henni, án þess að henni kæmi nokkur hjálp utan að, því að Karl Áki svaf. Ætti hún ekki að vekja hann og segja honum, að hana hefði dreymt drauminn, en samt hefði hún ekki æpt. Hugsaðu þér, Karl Áki, hugsaðu þér bara .,.. Nei, hún tímdi ekki að vekja hann, og svo þurfti hún þess heldur ekki, aldrei þessu vant var hún sama sem ekkert hrædd eftir á. Já, þegar hjartsláttur hennar kyrrð- ist og þrýstingnum í höfðinu létti varð hún eins og hún átti að sér, svona hér um bil, að minnsta kosti, og þorði því vel að fara fram úr rúminu, út úr svefnherberginu og fram í baðherbergi. Það ætti hún einmitt að gera, hermi var svo heitt og ómótt, að hún þyrfti að fá sér ofurlítinn svala, fríska sig upp. Hún settist framan á og smeygði sér í ilskó, einhvern tíma um nóttina hafði hún farið í náttkjólinn sinn, þó að hún myndi ekki eftir því, hann loddi við hana. Á leið sinni út úr herberginu tók hún hreinan náttkjól upp úr skúffu, það var daufur ilmur af honum eins og öllum þeim fatnaði og sængurlíni, sem hún geymdi í skúffum sínum. Þegar hún kom fram í baðherbergið lagði hún hreina náttkjólinn þversum yfir silfurkrómaða hand- klæðasnaga, en stakk náttkjólnum, sem hún fór úr í plast- poka, sem ætlaður var undir óhreinan nærfatnað. Hún lét renna hægt í þvottaskálina, strauk sér um allan kropp- inn með lausundnu handklæði og þerraði sér á eftir með öðru handklæði grófofnu og snörpu. Þvotturinn svalaði henni, við þurrkunina komst blóðið á hreyfingu, henni leið betur en áður. Hún dró bómullarvöndul vættan ilm- andi andlitsvatni eftir hársrótunum, það jók á vellíðan hennar. Hvað ég hef róazt fljótt, hugsaði hún undrandi og fannst hún jafngóð eftir drauminn, en hún var glaðvakandi og töluvert þyrst. Ef til vill sofnaði hún fyrr, ef hún fengi sér pilsnir að drekka. Gott væri að sofna aftur og sofa draumlaust til morguns. Hún greip slopp, sem hékk í baðherberginu og sveipaði honum um sig. Áður en hún fór niður stigann brá hún sér inn í bamaherbergið. Þó að henni fyndist hún ganga hljóðlaust um vaknaði Tryggur, vörðurinn við dyrnar. Hann renndi til hennar brúnum, viturlegum augum og blakaði skottinu ofurlítið svo sem til merkis um, að koma hennar væri honum vel- þóknanleg, svo grúfði hann trýnið aftur milli lappanna og fór að sofa. Fyrir veturinn skal Tryggur fá sérstaka körfu til að sofa í hér inni, það verður notalegra fyrir hann, hugsaði Lísa. Þessi ákvöðun hennar var endanleg viðurkenning hennar á þeirri varðstöðu, sem Tryggur hafði tekið upp hjá sjálf- um sér. Þau hjónin höfðu ekki kunnað þessu vel í fyrstu, ætlað að amast við því, en beðið átekta og látið kyrrt liggja, þegar þau sáu, að hundurinn hélt sig frammi við dyr, og Víólu þótti vænt um að vita af honum þar. Víóla svaf vært með hönd undir vanga og minnti Lísu á englamyndir Rafaels. Hvað var að spyrja að því, Víólu hlaut að líða vel í svefni sínum og draumum, sérhver dagur var henni lokaður hringur gleði og farsældar, sér- hver nótt hin fullkomna endurnærandi hvíld. Þau feðgin eru hvort sem annað gulli betri, hugsaði Lísa. Og ég er að reyna að læra af þeim, hvernig á að lifa lífinu. En ekki get ég ráðið við drauma mína, varnað því að svipir fyrri tíma sæki að mér á nóttu. — Hún fór ekki rakleitt inn í stofu að sækja pilsnirinn, heldur reikaði um næturhljóðar stofurnar, þar sem allt var svo kært og kunnugt frá fimm sambúðarárum þeirra Karls Áka. Raunar var sitt af hverju þarna inni, sem minnti hana á lengri kynni, hið fyrra heimili Karls Áka og konu hans Víólu Lindegárd, beztu og vitrustu konuna,sem hún hafði fyrir hitt á lífsleiðinni, og hafði hún þó móður sína í heiðri og viðurkenndi kosti hennar. Víóla var gull- ið, sem í eldi er prófað, hún hóf sig hátt yfir eymd sína og vanmátt, tók hörmulegum sjúkdómi með kjarki og undraverðri aðlögun. Hún hughreysti aðra, þegar hún sjálf sýndist hafa sárasta þörf fyrir huggun, sá vegi fyrir aðra, þegar henni sjálfri sýndust allar leiðir lokaðar. Lísa, sem hafði tendrað loftljós í dagstofunni, nam stað- ar fyrir framan stækkaða ljósmynd af frú Lindegárd. Hinni réttu frú Lindegárd, hafði hún stundum hugsað með sér, en fyrirorðið sig um leið, því að var ekki eins og hún væri með þessum orðum að gera lítið úr ást Karls Áka til hennar og vanþakka nærgætni hans og kærleiks- ríka umönnun, sem aldrei brást. Var þetta nokkuð minna virði, þó sð önnur kona hefði notið þess á undan henni? Nei, því að þetta var einn sterkasti þátturinn í skapgerð hans. Lísa lagði ósjálfrátt saman lófana sem í bæn, rétt eins og Víóla litla hafði gert um kvöldið, en hún bað ekki hins sama og barnið, þess: að guðlegur náðarkraftur verndaði hana í nótt og léti engil sinn vaka yfir henni, svo að hún fengi sofið rótt. Hún horfði á myndina, varir hennar bærðust hljóðlaust og mynduðu þessi orð: Víóla, vina mín, hvað ég bið þess heitt, að mega líkjast þér, læra það af 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.