Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 4
ÍSLENZKAB KONUR. SEM UNNID HAFA A1RANNSOI Karólína Einarsdóttir, cand. mag. Nann'a Ólafsdóttir, magister. Amheiður Sigurðardóttir, magister. Eins og undanfarin ár var dagskrá á vegum Menningar- og minningarsjóðs kvenna flutt í út- varpinu á afmælisdegi Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur, 27. september s.l. Þar voru kynntar 7 íslenzk- ar konur, sem unnið liafa að rannsóknum í sagn- fræði og íslenzkri menningarsögu. Vildum við birta myndir af þeim og víkja að helztu verkum þeirra við íslenzk viðfangsefni: Karólina Einarsdóttir var fyrsta konan, sem lauk kandídatsprófi frá Háskóla íslands. Aðal- rannsóknir hennar voru um hestamennsku. Nanna Ólafsdóltir er fyrsta konan, sem lauk meistaraprófi við Háskóla íslands. Mesta verk Nönnu er um Baldvin Einarsson og þjóðmála- starf hans. Baldvin Einarsson er 200 bls. bók, kom út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi árið 196E Bókin er að stofni til ritgerð hennar til meistaraprófs í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands haustið 1958. Segir svo í formála: „Starf Baldvins Einarssonar hefur að mestu horfið í skuggann af Fjölnismönnum og Jóni Sigurðssyni, að minnsta kosti í augum seinni tíma manna. Hann var frumherji í viðreisnar- baráttu þjóðarinnar á 19. öld. Hlutur hans var því sízt minni en hinna, sem á eftir komu. Þetta frumverk var unnið af slíku raunsæi og framsýni að entist langt fram eftir öldinni sem undirstaða þjóðfrelsisbaráttunnar. Kynslóðirnar, sem báru hita og þunga þess erfiðis, minntust afreks hans, en seinni tíma menn hafa misst sjónar á hlut hvers og eins í þeirri baráttu. Baldvin er einn af mörgum, sem lent hafa í þessu skýi á auga síðari tíma. — Hans er ekki getið í tveim fyrstu íslandssögunum, frá 1880 og 1903. Hið ýtarlegasta, sem til er um Baldvin á ein- um stað, er eftir Boga Th. Melsteð í Tímariti Bókmenntafélagsins 1904. Auk Boga hafa ýmsir orðið til að skrifa um hann, einkum við merk tímamót, svo sem er hundrað og eitt hundrað og fimmtíu ár voru liðin frá fæðingu hans. Ræki- leg rannsókn hefur þó ekki farið fram á starfi Baldvins. Með þessari bók er reynt að bæta úr því að nokkru leyti og — því miður af ónógri getu — að lýsa verki Baldvins og áhrifum hans á íslenzk málefni, menningarleg, atvinnuleg og stjórnmálaleg." Nanna Ólafsdóttir miklast ekki af verki sínu, en íslenzka þjóðin má miklast af hverjum þeim, er slík verk leysa af hendi, að baki þeirra liggur margra ára áframhaldandi, þrotlaust starf. Arnheiður Sigurðardóttir er önnur konan, sem tók meistarapróf hér á landi. Hún er kunnur afbragðs ritvarpslesari og þýðandi bóka eftir heimsfræga höfunda. Um síðustu áramót kom út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs bók eftir Arnheiði: Hibýlahœtt- ir á miðöldum, en það er meistaraprófsritgerð hennar, myndskreytt, stór bók, sem miklar rann- sóknir liggja að baki. Hefur blaðið tekið sér leyfi, að birta kafla úr „Lokaorð": „Allt fram á 16. öld voru aðalíveruhús bænda 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.