Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 5
tM (SAGNFRffDI 0( (SLENZKRIMENNINGARSOGH á Norðurlöndum arinstofur eða reykstofur með opnu eldstæði, grjót- eða leirofnum án reyk- leiðslu og þakljóra í stað glugga. Gólf voru hellulögð eða leirgólf. Slík hús hlutu að verða sótug innan og oft full af reyk, eins og Oddur Einarsson segir um íslenzku baðstofurnar. í Danmörku var reykstofan víða eina íveruher- bergið á bændabýlum. Þar fór matseld fram, og þar sátu og sváfu heimamenn á veggföstum bekkjum, en í stofunni voru jafnframt oft hafðir alifuglar, grísir og kálfar, og mun slíkt einnig hafa þekkzt í sænskum bændastofum. Má nærri geta, hversu þrifaleg slík híbýli hafa á stundum verið. f Noregi og Svíþjóð munu íveruhús hafa verið fleiri á bændabýlum, víða búr eða skemm- ur, sem jafnframt voru svefnhús. Að því er tölu íveruherbergja varðar munu íslendingar á mið- öldum hafa staðizt fyllilega samanburð við ná- grannalöndin. (Framh. á bls. 4.) Elsa E. Guðjónsson lauk meistaraprófi í textil- fræðum, og list og listasögu sem aukagrein, við Washingtonháskóla í Seattle. Rannsóknir os helztu ritgerðir Elsu eru um íslenzkan miðalda- útsaum og vefnað. Elsa hefur gefið út tvær bækur með gömlum útsaumsfyrirmyndum: íslenzk sjónabók og Gamle islandske motiver til kors- sting. Selma Jónsdóttir er fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð við Háskóla íslands, laugardag- inn 16. janúar 1960, en meistaraprófi lauk hún við Columbíaháskólann í New York. Bæði dokt- orsritgerð og meistaraprófsritgerð dr. Selmu hafa vakið athygli meðal listfræðinga erlendis, bæði vestan hafs og austan. Doktorsritgerðin heitir Býzönzk dómsdags- mynd i Flatatungu. Maríumynd er nafn á annarri bók, sem dr. Selma hefur skrifað um rannsóknir sínar. Steinunn Stefánsdóttir er ungur listfræðingur frá háskólanum í Leipzig. Hún hefur gert mvnd- skreytingar Eddukvæðaúna að viðfangsefni sínu. Dr. Ólafía Einarsdóttir (fósturdóttir frú Mar- grétar og Jóns Ólafssonar hæstaréttarlögmanns) lauk fyrst prófi í fornleifafræði í London og síð- ar í sagnfræði við háskólann í Lundi. Hún er nú kennari við háskólann í Kaupmannahöfn. Eitt ár var hún dósent við háskólann í Lundi og það sama ár, 1964, varði hún doktorsritgerð sína þar. Doktorsritgerðin heitir Studier i kronologisk Metode i tidlig islandsk Historieskrivning, sem mætti kalla tímatalssetningu í fyrri tíma sagna- ritun á íslandi. Bók dr. Ólafíu hlaut góða dóma í Danmörku, en hér á landi hefur verið harla hljótt um hana, nema hvað Halldór Laxness lýkur lofsorði á bókina og höfundinn í grein í Tímariti Máls og menningar, sem hann nefnir Timatalsrabb. — 2. október flutti dr. Ólafía kafla úr doktorsritgerð sinni í útvarpið. Kaflinn nefnist Árið 1000. NÝTT KVENNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.