Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 6
(Frá bls. 3.) Oddi Einarssyni farast svo orð um íslenzka bæi á 16. öld, að sumir þeirra líkist meir fjár- húsum og hesthúsum en mannabústöðum. Aðrir séu aftur á móti þægilegir og reisulegir og jrilj- aðir fjölum og borðum frá lofti til rjáfurs. Að sjálfsögðu hafa íslenzkir miðaldabæir ekki staðizt samanburð við bændabýli nágrannaland- anna að því er tók til efniviðar og ytra útlits. En allt til loka miðalda — eða svo lengi sem innanbúnaður einkenndist af tjölduninni, hin- um veggföstu bekkjum og rúmum, opnum eld- stæðum eða grjótofnum — má telja líklegt, að innan stokks hafi íveruherbergi hér á landi í megindráttum haldið til jafns við híbýli sveita- fólks á öðrum Norðurlöndum. Á 15. öld og framan af 16. öld mun hagur landsmanna hafa verið óvenju góður. Stafaði það einkum frá hagstæðum verzlunarháttum. Á 15. öld voru hér uppi menn stórauðugir á nú- tímamælikvarða. Sumir þeirra gerðu víðreist, og svo var einnig um ríkiskonur þeirrar aldar, svo sem Solveigu, konu Björns Jórsalafara, og Ólöfu ríku. Enn í dag vitna veglegir kirkju- gripir um ríkidæmi þessa fólks og höfðingslund, en einnig um náin sambönd við umheiminn. Ugglaust hafa híbýli þess einnig borið öllu þessu vitni, þótt engar sýnilegar minjar hafi um það geymzt. Til sextándu aldar má rekja upphaf margvíslegra breytinga í híbýlaháttum á Norð- urlöndum. Þá tóku ofnar með reykleiðslum að ryðja sér til rúms og jafnframt því timburgólf í stofum. Glergluggar urðu almennari í húsum, en tjöldun gerðist nú fátíðari. Á sveitabýlum urðu bæjarhús fleiri. Með endurreisnartímanum fjölgaði tegundum og gerðum húsmuna. Skápar og stólar tóku að keppa við kistuna og hina vegg- föstu bekki, en lausir borðstólar og plötur viku fyrir samföstum borðum af ýmsum gerðum. Að sjálfsögðu gætti þessara breytinga fyrst í borgum og bæjum, en þær áttu eftir að breiðast út meðal almennings og setja svip sinn á híbýlin. Um það vitna gamlar bændastofur á byggða- söfnum á Norðurlöndum, sem margar hverjar eru mjög fagrar og stílhreinar með vönduðum húsmunum og ofnum af ýmsum tegundum. En þessi breytingaalda náði ekki að setja svip sinn á íslenzk híbýli, þótt svo virðist sem aðeins örli hér á henni á 16. öld. Þegar hér er komið sögu, förum við fyrir alvöru að dragast aftur úr. Eiginlegir ofnar náðu hér engri út- breiðslu fyrr en á 19. öld og þá fyrst og fremst í kaupstöðum. Grjótofnarnir hurfu úr baðstofun- um, og í þeirra stað notuðust menn víða við yl- inn frá húsdýrum. Könnustóllinn hvarf úr sög- unni, og borð og bekkir, sem um getur í stofum og baðstofum 16. aldar virðast orðin sjaldséð eða horfin, þegar kemur fram til 19. aldar. Stólar og skápar hafa að vísu verið til í eigu einstakra manna. En það er í rauninni kistan ein, sem heldur velli. Að því er húsin sjálf varðar bendir margt til, að á miðöldum hafi þau verið stærri og betur viðuð en síðar varð, eins og fullvíst er um ís- lenzku kirkjurnar. Orsakir alls þessa voru fyrst og fremst vaxandi fátækt þjóðarinnar og einangrun í menningar- legu tilliti, en hvort tveggja sigldi í kjölfar siða- skiptanna og einokunarinnar. Útsýnin til um- heimsins hafði þrengzt frá því sem var, er ísland var hluti af hinum kaþólska heimi. Erlend áhrif bárust nú aðeins úr einum stað, Danmörku. Sú hnignun og þrengingar, sem einokunin leiddi yfir jTjóðina, hlutu óhjákvæmilega að setja svip sinn á híbýlin — svip fátæktar, fábreytni og ein- angrunar. Merkur erlendur fræðimaður hefur kom- izt svo að orði, að híbýlin endurspegli í rík- ara mæli en flestir aðrir efnislegir hlutir störf, lífskjör, menningarástand og áhugamál þeirra, sem í þeim búa. Eigi hann þar ekki fyrst og fremst við ytri umgerð híbýlanna, heldur hina innri hlið þeirra — innanbúnaðinn, húsmunina. Þetta tvennt sé eins konar lykill eða leiðarvísir til skilnings og túlkunar á lifnaðarháttum þess fólks, sem hefur átt það og notað. Allt frá því er ég á barnsaldri las lýsinguna á þurrkdeginum á Fróðá, frásögn Víga-Glúms sögu um farmanninh unga, sem situr í eldhúsi að morgni dags og telgir buðk handa húsfreyjunni, er hann dáir í leynum, og Sturlunga brá upp fyrir mér mynd af heimasætunum tveimur, er þvo lín sitt í Öxará, hefur mig fýst að vita betur um daglegt líf þjóðar vorrar á fyrri tímum og um umgerð þess daglega lífs — híbýlin. Fyrir því er þessi bók til orðin. Mér er þó ljóst, að ekki hefur tekizt að bregða upp nógu glöggum mynd- um af því, sem um er fjallað. Er hvort tveggja, að heimildir eru brotakenndar og vandi úr þeim að vinna, svo að vel fari.“ (Híbýlahættir á miðöldum.) 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.