Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.05.1967, Blaðsíða 10
EIGUM VIÐ AÐ KENNA ...? (Framh. af 1. síðu.) laus. — Og þau heima. Kannski héldu þau að þau hefðu nú gleymt sér og farið að slóra, eða leika sér. Tárin voru ekki langt undan, þegar litla stúlkan kvað upp úr með það, að eitthVað yrðu þau að gera, en hvað? Og drengurinn minn svaraði: „Við skulum biðja guð að hjálpa okkur og reka kúna í burtu,“ þau gerðu síðan bæn sína — „og þá hættum við að vera hrædd,“ sögðu þau, „við bara biðum.“ Og hjálpin kom. Allt í einu kom laus hestur á harðaspretti eftir vegin- um og dró tjóðurband. Við þetta brá kusu svo mjög, að hún tók líka á rás og hvarf í öfuga átt við það, sem þau þurftu að fara, þar með var öllum vanda rutt úr vegi og þau flýttu sér heim. Áreiðanlega hefur þökk þessara litlu ferða- langa einnig borizt rétta leið að ferðalokum. Ég trúi að slíkar bernskuminningar séu dýrmætur sálarauður og geti komið til okkar sem ljós í myrkri á erfiðum stundum síðar á ævinni: Kæru ungu foreldrar! Hugsið um það í tíma, meðan börn ykkar eru ung og ykkur hand- gengnust, hvílík guðsgjöf þau eru, og hve miklu ábyrgðarstarfi ykkur hefur verið trúað fyrir, með því að fela einmitt ykkur uppeldi þeirra. En munum það líka öll, að frelarinn sjálfur hef- ur heitið okkur hjálp sinni og sagt: „Engan sem til mín kemur mun ég burtu reka,“ og: „Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð guðs.“ Við foreldrar þekkjum víst flest ótta og áhyggjur vegna barna okkar. En ef við treystum hinum himneska föður og viljum fela honum allt í bæn og trú þurfum við ekki að berjast ein við áhyggjuefnin. Guð er alltaf að leita liins týnda, og mikið þykir mér vænt um þessi orð úr dæmi- sögunni um glataða soninn: „En er hann var enn langt í burtu sá faðir hans hann, og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann,“ fyrirgaf allt. En það eru ekki foreldrarnir einir og þeirra heimafólk, sem ala börnin upp nú á dögum, fjarri fer því. Sem betur fer eru þar mörg jákvæð öfl að verki, einnig utan heimila og skóla, svo sem margs konar kristileg æskulýðsstarfsemi. En þar er líka hið gagnstæða. Eða hvað um þá, sem hafa sínar stóru tekjur að meira eða minna leyti af því að selja æskumönnum tóbak, áfengi eða aðgang að siðspillandi kvikmyndum. Ein- hvern tíma hljóta þessir veslings skammsýnu menn að verða þess varir, að þeir eru snauðir menn, jafnvel þó fyrirtæki þeirra hafi skilað aurum unglinganna í ríkum mæli í þeirra hend- ur. Þeir eru aumkunarverðir vesalingar, hversu sem auðæfi þeirra glansa — sem vitandi vits dreifa hryllingsmyndum og sorpritum eða lam- andi eiturlyfjum, hverju nafni sem nefnast — til meðbræðra sinna. Og valdhafarnir, ekki eru þeir víst alveg óttalausir um sitt eigið skinn. Ætli þeir þori t. d. nokkurn tíma að setja hnef- ann í borðið og segja: „Nei, þetta getum við ekki leyft vegna barnanna.“ Ég veit það ekki, en finnst að þeir mættu vel vera djarfari í sókn gegn óheillaöflunum, sem vald hafa þar til og ættu að geta stemmt þar á við upptök a. m. k. stundum. Sjálfsagt er slíkt hægara um að tala en í að komast, eins og um fleira. En nokkurs stuðnings hlýtur þó að mega vænta frá þeim sem hin efri sætin skipa hverju sinni, svo fast sem menn sækja það, að sögn, að komast í öruggan sess sem forsvarsmenn fjöldans. Eitthvað telja þeir sig hafa til brunns að bera, og hafa það eflaust, sé því beitt til góðs í hvívetna. — Ætli við getum ekki öll verið sammála um það, að því brattsæknari sem við erum til hinna efri sæta — því víðar sem áhrif okkar ná — þeim mun meiri þörf er okkur að vaka og biðja. Verðum við ekki svo oft að játa það, að við ráðum ekki við vand- ann, finnum ekki rétta veginn innan um allar villigöturnar, þótt við séum öll af vilja gerð og höfuð óteljandi nefnda séu lögð í bleyti til að finna lausnina. Spyrjum við ekki svo oft með sjálfum okkur í uppgjöf: Hvað á nú að gera? Geta þá nokkur tölvísindi eða tæknimenntun gefið hrelldri, villuráfandi sál betra ráð en þetta einfalda svar barnatrúar okkar: „Við skulum biðja guð að hjálpa okkur”, gefa okkur vizku og náð til skilnings og aðgerða, er að gagni megi koma til lausnar í aðsteðjandi háska. Jesús „er vegurinn, sannleikurinn og lífið”, það er jafn óhagganlegt nú sem alltaf. Og umfram allt, reyn- um öll að kenna þeim ungu þann sannleika. Guðrún Jónsdóttir. Birnustöðum Þingmönnum þakkað. Ykkur skyldi ég alla kjósa ef ég mætti! fyrir það að fella ölið. Flestum ægir drykkjubölið. G.J. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.